Reykjavík - 03.09.1903, Blaðsíða 2
2
Lög um ábyrgð ráðherra íslands.
1. gr. Ráðherrann her ábyrgð á
stjórnarathöfninni, og má því krefja
hann ábyrgðar fyrir sérhver störf eða
vanrækt starfa, er hann hefir orðið
sekur um, ef málið er svo vaxið,
að hann hefir annaðhvort af ásetn-
ingi eða stórkostlegu hirðuleysi farið
I bága við stjórnarskipunarlög lands-
ins eða önnur lég hess, eða að öðru
leyti fyrirsjáanlega stofnað heill al-
jnennings eða einstaklings í hættu.
2. gr. Það varðar ráðheirann á-
Ityrgð eftir lögum pessum:
a. ef hann útvegar konungsundir-
skrift undir bráðabirgðarlög, til-
skipanir eða aðrar áiyktanir, er
fara í bága við stjórnarskipunar-
lög landsins, sérstaklega ef hann
útvegar konungsundirskriít undir
hráðabirgðarfjáriög, an þess að
þinginu hafi verið gefinn kostur
á að leiða fjárlögin til lykta. Hið
sama er og ef hann lætur farast
fyrir að bera upp fyrir konungi
lög, tilskipanir eða aðrar ályktan-
ir, er konungsundirskrift útheimt-
ist til, eftir stjórnarskipunarlög-
unum.
t». ef hann framkvæmir sjálfur, fyr-
irskipar framkvæmd á eða lætur
viðgangast, af ásettu ráði eða
fyrir stórkostlegt hirðuleysi, að
framkvæmt sé nokkuð það, er
fer í bága við stjórnarskipunar-
lög landsins, eða lætur farast
fyrir að framkvæma nokkuð það,
sem þar er fyrirskipað eðaveld-
ur því, að íramkvæmd þess far-
ist fyrir.
t. eí hann verður þess valdandi, að
nokkuð það sé ráðið eða fram-
kvæmt, er skert getur fretei eða
sjálfsforræði landsins.
3. gV. Og enn varðar það ráð-
herrann ábyrgð eftir lögum þessum,
ef hann veldur því, að brotið sé gegn
«ðrum lögum landsins en stjórnar-
skipunarlögum þess:
a. með því að leggja fyrir konung
til undirskriftar ályktan, tilskip-
un eða erindi, er fer í bága við
lögin, eða með því að láta far-
ast fyrir að útvega konungs-
undirskrift undir ályktan, til-
skipun eða erindi, þar sem kon-
ungsundirskrift er lögmæt.
h. með því að framkvæma eða
valda því, að framkvæmt sé
nokkuð það, er fer í bága við
fyrirmæli laganna, eða með því,
að iáta nokkuð ógert, sem heimt-
að er í lögum, eða verða þess
valdur, að slík framkvæmd far-
ist fyrir.
4. gr. Loks verður ráðherrann
sekur eftir lögum þessum, ef hann
iramkvæmir nokkuð eða veldur því,
að framkvæmt sé nokkuð, er fyrir-
ajáanlega getur orðið almenningi eða
oinstaklingi að tjóni, þótt eigi sé
íramkvæmd þess bönnuð í lögum.
Hið sama er og, ef hann lætur far-
ast fyrir að framkvæma nokkuð það,
er fyrirsjáanlega gat forðað almenn-
ingi eða einstaklingi við tjóni', eða
veldur því, að slík framkvæmd ferst
fyrir.
5. gr. Brot gegn 2. gr. varða
embættismissi eða séktum frá 500—
5000 kr., ef málsbætur eru.
Brot gegn 3. gr. varða alt að 5000
kr. sektimi eða embættismissi, ef
miklar sakir eru.
Brot gegn 4. gr. varða alt að 5000
kr. sektum.
Hafi ráðherrann jafnframt brotið
gegnhinum almennu hegningarlögum,
bætist hegning sú, er hann hefir
unnið til eftir þeim, við hegningu þá,
er honum er gerð í lögum þessum.
6. gr. Sektir eftir iögum þessum
renna í iandssjóð. Yerði sektin ekki
öll greidd í ákveðinn tíma, skal ein-
falt fangelsi koma í hennar stað, og
skai ákveða í dóminum, eftir öllum
málavöxtum, hve langt það skuli vera.
7. gr. Hafi ráðherrann bakað al-
menningi eða einstaklingi fjártjón
með framkvæmd eða vanrækslu, sem
hegningarverð er eftir lögum þessum,
skal og, þegar þess er krafist, jafn-
framt hegningunni, dæma hann til að
greiða skaðabætur, en um skaða-
bótaskyldu hans fer eftir almennum
reglum.
8. gr. Málshöfðan eftir lögum þess-
um getur eigi átt sér stað, ef 5 ár
líða frá því er brot var framið, án
þess að alþingi hafi tekið ályktun
um málshöfðun.
9. gr. . Á kvarðanir laga þessara
ná einnig til landritarans, þegar hann
gegnir ráðherrastörfum á eigin ábyrgð,
enda dæmi hæstiréttur, þangað til
öðru vísi verður ákveðið meðlögum,
í málum á móti honum, eftir sömu
reglum og í málum á móti ráðherr-
anum.
10. gr. Lög þessi öðlast gildi
þann dag, er skipaður er sérstakur
ráðherra fyrir ísland.
Alþingi
Lög.
Fjáraukalög fyrir árin 1902 — 1903.
Um að stjórninni veitist heimild tíl
að makaskifta þjóðjörðunni Norður-
hvammi í Hvammshreppi fyrir prests-
setursjörðina Fell í Dyrhólahreppi.
Um þingsköp til bráðabirgða fyrir
alþingi.
Um viðauka við lög 9. jan. 1880
um breyting á tilskipun um sveitar-
stjórn á íslandi og breyting álögum
9. ágúst 1849 við nefnd lög.
Um hafnsöguskyldu í ísafjarðar-
kaupstað.
Um aðra skipun á æðstu umboðs-
stjórn íslands.
Um eftiriit með þilskipum, sem
notuð eru til fiskiveiða eða vöru-
flutninga.
Um breyting á 1. gr. í lögum 19.
febrúar 1889 um friðun hvalá.
Um breyting á lögum nr. 4, 19.
febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn.
Um friðun fugla.
Um stofnun seðiadeildar í lands-
bankanum í Reykjavík.
Um ábyrgð ráðherra íslands.
Löggilding verzlunarstaðar við Heiði
á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Um varnir gegn berklaveiki.
Fallin frumvörp.
Um viðauka við lög nr. 6, 12.
jan. 1900 urn fjölgun og viðhald
þjóðvega (nd.).
Um breyting á 3. gr. laga 2. nóv.
1885 um breyting á lögum 27. febr.
1880 um skipun prestakalla (upp-
gjöf árgjalds af Prestsbakkapresta-
kaili í Strandasýslu) (nd.).
Um dánarskýrslur (ed.).
Um uppgjöf eftirstöðva af láni til
brúargerðar á Ölfusá (ed.).
Um stofnun lagaskóla á íslandi.
Um leynilegar kosningar og hlut-
fallskosningar til bæjarsfjórna í kaup-
stöðum.
Um iífsábyrgð fyrir sjómenn, er
stunda fiskiveiðar á þilskipum.
Um breyting á 1. gr. í lögum nr. 24,
frá 2. okt. 1891. (Hækkun á launum
bankabókarans upp í 3500 kr.)
Um fólksinnflutninga til íslands.
Um heimild til að kaupa lönd til
skógarfriðunar og skógargræðslu.
Um verzlunarski ár, firmu og pró-
kúruumboð.
Um ýmisieg atriði, er snerta síld-
veiði.
Um breyting á lögum 11. nóv.
1899 um útflutningsgjald af hvalafurð-
um.
Um gagnfræðaskóla á Akureyri.
Um eftirlaun.
Um skyldu embættismanna til að
safna sér ellistyrk eða kaupa sér
geymdan lífeyri.
Um túngirðingar.
Um heimild til Jántöku fyrir iands-
sjóð.
Þlngsályktunartillögur
samþyktar í e. d.:
ZJtn Jcenslu í lærða skolanum í
Beykjavík.
Alþingi skorar á stjórnina að láta
semja, svo fljótt sem unt er, og að
löggilda nýja reglugerð fyrir skólann
í Reykjavík, er fari í öllum aðalat-
riðum í sömu átt og frumvarp al-
þingis 1897, þannig, að gríska verði
afnumin sem skyldunámsgrein, að
kenslustundum í latínu verði fækkað
að mun, að latneskir stílar verði
lagðir niður við próf, að kenslutíma
þeim, sem þannig vinst, verði aðal-
lega varið til aukinnar kenslu í
móðurmálinu, í nýju málunum (eink-
um ensku og dönsku), 1 menningar-
sögu mannkynsins, náttúruþekkingu
og eðlisfræði.
TJm milliþinganefnd í kirkjumálum.
Alþingi ályktar að skora á lands-
stjórnina að gera sem fyrst ráðstaf-
anir' til að safna öllum nauðsýnleg--
um skýrslum, er snerta hag kirkj-
unnar, og skipa 5 manna nefnd milii
þinga til að taka kirkjumál landsins
til rækilegrar íhugunar í heild sinni
og koma fram með ákveðnar tillög-
ur um:
1. Hagkvæma skipun kirkjurnál-
anna, er veiti þjóðkirkjunni slíkt
sjálfstæði og sjálfstjórn i sínurn
eigin málum, sem hún eftir
eðJi sínu og 45 gr. stjórnar-
skrárinnar á heimtíngu á og
þarfnast til að geta fullnægt á-
kvörðun sinni.
2. Hvort eða að hve miklu leyti
það verði að álítast nauðsyn-
legt, að kirkja og ríkisféiag sé
eftirleiðis sameinað, eins og til
þessa hefir verið.
3. Hagfelda skipun prestakalla í
landinu.
4. Nauðsynlegar umbætur á launa-
kjörum presta og prófasta, bæði
að því, er snertir launin sjálf og
innheimtu þeirra.
Fallin þingsályktunartillaga.
Um lestrarbók handa alþýðuskól-
um (e. d.).
Þingsályktunartillögur.
Þessar tillögur hafa nýlega verið
bornar upp i neðri deild:
Um biskupsembættið og forstöðu-
mannsembættið við prestaskólann.
Flm.: Lárus H. Bjamason, Stefán.
Stefánsson, Hannes Þorsteinsson,.
Ólafur Thorlacius og Einar Þórðar-
son.
Um flutningabrautina* á Fagradal..
Flm.: E. Þórðarson, Ólafur Thorlaciusr
Jóhannes Jóhannesson og Hermann
Jónasson.
Um verzlunarmál og siglingar.
Fim.: Jóh. Jóhannesson, Stefán Stef-
ánsson, Pétur Jónsson, Björn Krist-
jánsson, Ólafur Briem og Árni Jóns-
son.
Um innbyrðis brunabótafélög. Flm.:
Ólafur Briem, Stefán Stefánsson, Þór-
hallur Bjarnarson.
Um ófriðun á sel. Frá nefndinní
í því máli.
STÓRT ÚVRAL
af alls konar
LOMPUM
Enn fremur
L.ampabrennarar
og annað lömpum tilheyrandi.
STÓLAR
fallegir og ódýrir
Með hverri ferð ýmislegt nýtt í
vefnaðarvörubúðina
VJ. pscher’s verzlun.