Reykjavík - 30.10.1903, Blaðsíða 4
4
„Leikfélag Reýkjavíkur“
leikur að forfallalausu í fyrsta sinni
á vetrinum á
Laugardagskvöldið kemur :
Hcrmannaglctturnar,
eftir C. Hostrup, og
APANH,
eftir frú J. L. Heiberg.
,Reykjavík‘
er lang-útbreiddasta biað landsins
er upplagið af hverju blaði
Um heimingurinn af t>ví fer hér í
bæinn.
Hitt um a 11 a r sveitir og sýslur
þessa lands.
Jezta blað al anglýsa í.
Áreiðanlegastar útl. tréttir.
Hall Caine og ísland.
Hall Caíne, er var hér á ferð í
sumar, er frægur skáldsagnahöfundur;
hann er og þingmaður á ættjörðu
sinni, smáríkinu Mön, sem er ey lítil
í Írlandshaíi og lýtur Bretakonungi,
en nefir löggjafarþíng út af fyrir sig.
En þótt hún sé í iöggjöf sinni ó-
háð brezka parlímentinu, þá er kon-
ungsvaldið ríkt þar að því leyti, aö
landstjóri (sem konungur skipar) og
ráð hans ráða fjármálum eyjarinnar.
Síðan Hall Caine kom heim af
íslandi í sumar, hefir hann haldið
ræður á fundum um það, að Mön eigi
að taka sér ísland til fyrirmyndar í
því, að fá full fjárráð sín i hendur.
--- ^ --------
llt getur orðið verra.
Þessi orð duttu mér í hug. nú um
morguninn, er ég gekk eftir Vestur-
götu hór i bænum og ýmist mætti
eða var á leið með vesalingum þeim,
er sækja vatn fyrir Vesturbæjarbúa,
eg spurði þá að, hvaðan þeir bæru
vatnið, og svöruðu þeir: „Úr prent-
smiðjupóstinum — meðan það fæst
þar! “
Af þvi svo margir sækja í brunn
þennan, kemur til að hljóða upp á
hann máltækið, að varla sé svo djúp-
ur brunnur, að ekki verði upp aus-
V^ÍÍTÍÚA-Th 0
HAFNARSTRÆTI' 17-18-1920 21 * KOLASUND-12*
® REYKJAVIK®
nýjar deildir.
Eins og kunnugt mun vera af útlendum verðlistum, fylgir venjulega
magasínum í útlöndum saumastofa fyrir alls konar dömu- og barnaklæð-
nað, einnig saumastofa fyrir nærfatnað, og svo er hjá flestum verkstæði
fyrir vönduð húsgögn.
Þetta þrent hefir vantað hér til þessa, en nú er verið að útbúa sjð
herbergi fyrir þessar þrjár deildir, til þess að magasínið geti einnig í þessu
fylgst með nýjustu framförum í útlöndnm.
Fyrir verkstæðinu verður hr. Kristján Kristjánsson, sem hefir stund-
að „mobeUsmíði erlendis í mörg ár og er alþektur völundur í iðn sinni.
Fyrir saumastoíunni verða frk. Jenny Larsen, utlærð frá Kaup-
mannahöfn, og frk. Sigurbjörg Þorvarðsdóttir, sem hefir verið saumakona
í Ameríku í þrjú ár.
Þessar nýju deildir taka til starfa þ. 15. Nóvember. Afgreiðslustofur
verða uppi yfir vefnaðarvörubúðinni og gömlu búðinni, þar sem áður hefir
verið bazardeild, karlmannsfatnaðardeild og vindlaverksmiðja.
Verkefni talsvert fyrirliggjandi, en von á miklu meiru með „Laura" í
Nóvember. Til dæmis eru pöntuð tilbúin yfirstykki, kjólar og blússur
frá Berlín, París og London, til að heiðraðir viðskiftamenn geti kynt sér
ið nýjasta nýtt og látið sauma eftir því.
Ekkert mun verða til sparað til þess að gera þessar nýju deíldir svo
vel úr garði sem frekast er unt, og þar sem stjórnarkostnaður er mjög
lítill fyrir hvei'ja deild út af fyrir sig, getur magasínið gefið viðskiftamöun-
um sínum betri kjör en almennt gerist.
Virðingarfylst
H. TH. A. THOMSEN.
inn; enda kvartar fólk mjög yfir, að
þegar það ekki fær vatn sitt fyrri
en um kl. 12 á hád., þá só það mjög
svo gruggugt og væntanlega óheil-
næmt.
Nú er ekki svo, að brunnar séu
ekki til í Vesturbænum, jú, en þeir
eru í óstandi! Þeir eru bæði opnir
og þar af leiðandi talsverð leðja eða
bleyta í l>otninum, er fokið hefir, og
ýmislegt öðruvísi komist ofan í þá,
og svo eru bilaðar dælur þeirra, en
enginn af nábúum þeirra þykist vera
sérstaklega skyldur, heldur en aðrir,
til að hafa eftirlit með því, en spurn-
ingin er þá: hver á þá að líta eftir
þessu og sjá um að í standi sóu vatns-
ból bæjarins? Ef svo er, sem
sagt er, að þeir herrar ingenieur
Knud Zimsen og héraðslæknir Guðm.
Björnsson hefðu aðallega tilsjón með
þessu, þá trúi ég því laust um svo
framkvæmdarsama framfaramenn, að
þeim komi ekki til hugar að ráða
bót á þessu, þegar um svo stór vand-
ræði er að ræða sem vatnsþörf í bæ-
inn, því nú mætti víst fá menn, er
margir um þennan tíma eru atvinnu-
lithr, til að reyna við ina hrörlegu
brunna, sem áður hafa verið notaðir,
og grafa nýja, þar sem tiltækilegast
sýndist. Fyrir mínum augum vakir,
eftir því sem sjá er á landslagi í
Vesturbænum, að reynandi væri fyrir
neðan, sjávar megin við Nýlendugötu,
að grafa brunna. austar eða vestar í
bænum frá Norðurstíg að Bakkastíg.
Eftir jarðlagi, sem raun varð á
við gröft Ijandakotsbrunnsins, ætti
berg eða klöpp sú sem liggur undir
yfirborðinu, að vera þynnri og við-
ráðanlegri til borunar þegar neðar
dregur frá hæðinni, og mundi ekki
ókleift að komast í gegnum hana
til reynslu á ofanumgetnu svæði,
og fljótunnara að komast niður móts
við sjávarflötinn þar sem landslagið
er 2/3. lægra en í Landakoti.
Þegar gengið er með bökkunum
fyrir neðan Hlíðarhúsin og þar vest-
ur eftir, sjást mjög víða vatnsæðar
koma frarn undan, er verða strax
ógreiniiegar þarsandurinn tekur við,
en sjáanlega er nægilegt vatn í jörðu
þegar kemur upp undir Nýlendugötu,
sem líka votta brunnar þeir sem
ofan eru nefndir að séu í óstandi.
En ætli þeir gætu ekki líka batnað,
ef þeir væru grafnir dýpra? eða
hver varð raunin með Skálholtskots-
lindina? Þar margfaldaðist vatnið
þegar að henni var hlynt með ráð-
um og dáð; og væri nú æskilegt, að
þar sem bæjarstjórnin er orðin svo
íjölskipuð af nýkosnum dugnaðar-
mönnum, að þeir létu nú einhverjar
íramkvæmdir sjást, þó að Englend-
ingar vilji ekki hjálpa til að leggja
hönd á pióginn í þessu efni, því
máltækið segir, að betra sé hjá sjálf-
um sér að taka en sinn bróður að
biðja, og einkum þegar Landakots-
presturinn einn með sínum dugnaði
hefir riðið á vaðið og sýnt, hvað
mögiilegt er í þessu efni, þó ekki sé
stærra á stað riðið en að gera við
eða grafa brunn til afnota fyrir bæ-
inn.
Læt ég svo úttalað í bráð, en
óska og vona að sem fyrst verði
sýnd framkvæmd í ofanskrifuðu efni.
Einn í Vesturbœnum.
Smáleturs-auglýsingar borgist fyrir-
fram, 3 au. orðið, eigi yfir 15 bókstafi
Minst augl. 25 au.____________________
GUITAR TIL KLUPS með mjög lágu
verði, Bergstaðastíg 40.
PENINGABUDDA fundin. Björn Boga-
son, (Þingholtsstræti 3).
VINNUKONA, þrifin og vön eldhús-
stöx-fum, óskast nú þegar í Þingholtsstr. 27.
UNDIRSKKIFUÐ kennir alls konar
skrautvefnaðog nytsamau vefnað, sem brúka
má í kavlmanna, kvenna og barnaföt, í
borðdúka hvíta og mislita, ljósdúka, serví-
ettur, handklæði o. fl. o. fl. Sömuleiðis
kenni ég fullorðnum stúlkum handavinnu,
(þar á meðal gamlar og nýjar hannyrðir).
Sýnishorn eru til sýnis. Tímar um eftirmið
daginn og að kvöldinu. 5 Ingóifsstræti 5.
27. Okt. 1903. Sigríður Jónssdóttir.
TIL LEIGU nú þegar 2 lierbergi fyrir
einhleypa, með eigin inngingi, í Grjóta-
götu nr. 10.
KTJTTER AÐ STÆRÐ 78 TONS í góðu
standi tilbúinu til fiskiveíða fæst til kaups
nú þegar, borgunarskilmálar mjög góðir,
semja má við Otta Guðmundsson skipa-
smið í Reykjavík, Vest.urgötu 47.
Prentsmxbja Reykjavíkor.
rrentari PORV. ÞORVARÐSSON.
Pappírina Ctk J6ni Ól«fssjrni