Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.11.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 13.11.1903, Blaðsíða 3
3 kvæmt almenmim þjóðaiTétti mættu hlutlausar þjóðir, er kolastöðvar eiga á leiðinni (en það eru varla nema Bretar), eigi leyfa þeim að kola eða selja þeim kol á stöðvum sinum. En ekkert herskip getur komist til Asíu frá Evrópu nema að kola á leiðinni. Dragist ófriðurinn fram yfir ára- mót, þá geta Rúsar verið búnir að senda svo míkinn herflota austur, að þeir hafi yfirhcndina á sjó; og j>vi er sjálfsagt, að ef Japanar ætla að leggja út í ófrið á annað horð, þá munu þeir gera það sem fyrst, til að njóta yfirburðanna á hafinu. Um herafla Rúsa á landi þar eystra vita menn ógeria ; en taiið er víst að þeir hafi yfir 300,000 hermanna, og sé 50,000 til 60,000 af þvi riddara- lið (Kósakkar). Síberíubrautin hefir í alt sumar, ■ er leið, verið að flytja lið austur, og heldur þvi enn áfram. En torvelda mun talsverð á að birgja það lið að vistum og herneskju. Á ófriðartímum er fasta-landher Japana 370,000 liermanna, og um 300,000 varalið. Þetta lið geta þeir þó aukið að miklurn mun í viðlögum. Fót- gönguiið þeirra og stórskotalið er á- gætt, en aðaigailinn á her þeirra er sá, að þeir hafa lítið sem ekkert ridd aralið, eina 6000 menn. Að vígfimi er taiið að þeir standi jafnfætis inum fremstu norðurálfu-þjóðum. Af því sem hér er sagt má ráða, að ekkert er líklegra en að frétta með fyrstu ferð ófrið hafin af Japans' mönum á hendur Rúsum 1Rcv>fcjavífc oo‘ grcnö. t Jón Í’orkelsson cand. jur. frá Reynivöllum andaðist á Landakots- spítalanum að kvöldi 6. þ. m.; hafði verið skorinn upp fyrir botnlangabólgu fám dögum áður. Auk þess hafði hann banvænan lifrar-sjúkdóm. Hann var fæddur 13. Maí 1871; útskrifaður af latínuskólanum 1893 með beztu einkunn. Próf í lögum tók liann við Kaupmannahafnarhá- skóla 1899 sömul. með beztu eink- unn. Hann var kvongaður fyrir rétt- um mánuði (9. f. m.j. Móðir hans, elckjufrú Sigríður Þorkelsdóttir, er enn á lífi; hefir hún á þrem missirum oj'ðið á bak að sjá manni sínum og tveim sonum uppkomnum. Jón sál. Þorkelsson var mikill efnismaður; líklegur til nytsemdar og ágætur drengur. Jarðarförin fjölmenn fór fram í gær. Söngvana í „Apanum" hefir tekíst prýðilega að þýða, og var þó vanda- verk. Það er inn virðulegi verka- maður í víngarði „Reykjavíkur“, hr. Plausor, sem hefir gert það. Þessir söngvar ásamt söngunum úr „Her- mannaglettum" eru selair við inn- ganginn í leikhúsinu, og ætti enginn áhorfandi án þeirra að vera, því að með þeim njóta menn betur þess sem sungið er. „Yesta“ fór til útlanda í gær. — „Skálholt" og „Kong Inge“ ókomin þá. Póstmála-umbætur. í nýjum póstmála-samningi miili Danmerkur og Bretaveldis, er „Poli- tiken“ 3. f. m. getur um, er svo á kveðið, að i>öggiúsendingar milli ís lads og Bretlands, er áður hafa þurft að ganga til Hafnar, fari eftirleiðis beina leið miili Bretlands (Leith) og íslands, og er þetta mikið hagræði fyrir oss íslendinga. Það hefir oft. tafið mjög böggulsendingar frá Bret- landi og Canada, að þær hafa orðið að fara á sig krók til Danmerkur. Nú getum vér sent böggulsendingar (alt að 10 77) til Bretlands, Canada, Indlands eða hvervetna til landa, er Bretaveldi lúta, og fengið sendingar þaðan, beint yfir Skotland. Með síðasta póstskipi komu hingað böggulsendingar frá Bretaveldi beina leið frá Skotlandi. En af því að danska póststjómin er sein í vöfum að tilkynna póstmeistara hérnýjung- ar, þá veit hann enn ekki, hvert burðargjaldið er héðan; en það kem- ur væntanl. með „Laura" næst. Annars er langt síðan póstmeistari hér fór þess á leit, að fá þessu á komið, og má þakka hr. Sig. Briem þetta eins og svo margar aðrar um- bætur á póstmálum, er hann hefir til vegar komið. Flotliylki fanst rekið á Drangs- reka í Strandasýslu 18, sept. Það var frá heimskautsfara Baldwin. ____________________________________ t,andshornanna mUU. Húshruni varð nýlega hjá séra Birni Biöndal í Hvammi. Á Sunnu- dag er til messu skyldi taka, varð vart við að rauk úr hlöðu. Reyndist þar eldur í heyi. Varð slökt, að menn ætluðu, er talsvert hey var út borið. Gengu menn að sofa um kvöldið og vakti enginn yfir hlöðunni. En er á fætur var komið næsta morgun, var hlaðan og fjósið ein öskuhrúga. 6 kýr brunnu inni, að sagt er. Mannalát: Eirílmr Eyjólfsson, bóndi á Stað i Súgandafirði, andaðist 20. f. m. Duglegur og nýtur maður, um fer- tugt. Lætur eftir konu og mörg börn. Kristján Hallgrímsson Bachmann; andaðist 26. f. m. á ísafirði úr tauga veiki. Ættaður úr Biskupstungum, tæpi. tvítugur, mikill efnispiltur. Drulcnun. Bátur með 6 mönnum fórst 20. f. m. á leið úr Flatey til Stykkishólms. Var formaður á hon- um Jóhann Jónsson, póstur, og var hann að flytja póst, er hann drukn- aði. Ásamt formanninnm fórst Guð- jón, bróðir haus; lét eftir konu og 4 börn; Jón Sigurðsson, kvæntur maður, en börn af ómagaaldri; Guð- mundur Jónsson og Jóhann Þorvaids- son, ógiftir, og konan Marbjörg Sig- urðardóttir, gift fyrir ári. Ofn og Eldavel fæst keypt fyrir lágt verð í ÍMnglioltsstræti 1. Ég' undirritaður ræð nokkra dug- lega sjómenn til að stunda sjó á Aust- fjörðum um 5 mánaða tíma á ágæt- um stað gegn góðu kaupi; einnig ræð ég nokkrar duglegar stúlkur til að stunda fiskvinnu á landi. Verðiégfjarverandi, gegnir hr. Hélgi Árnason í Vorhúsum við Brunnstíg störfum mínum, er að þessu lúta. Mig er að hitta í líankastræti 14 pt. K eykjavík 9. Nóv. 1903 Vilhjálmur Bcnedikfsson. Segldúkur hcztur og ódýrastur í „EDINBORG" Maismól er hezt að kaupa í „Cíinborg" jlýmjótk er nú aftur oiðin til brauðsölubúð B. Símonarsonar; lnin kemur kl. 8 kvölds og morgna. ol-steinolíu kaupa flestir * í „EDINBORG" Nýjar vðrur! Með s]s „Vesta“ komu í v eýnaðarv örub úð ina í framúrskarandi falleg, ljós efni í „Jluseliv." „Extrafín" ball-slijsi. Mesta úrval af IjerDasjSlum Prjónuð vcsti og trcyjur fyrír dömur. Tvistau, Stumpasirts. Blátt og brúnt nankin, Millum- skyrtuefni. Ennfremur húfur. Mislitar karlmanna-peysur m. m. Á LAUGAVEGI no, fæst ágætt fyrir óhcyrilcga lágt vcrð. Á. Gestsson. fátka-nejtóbakib er [mD. B E Z T A neftóbakið. 12 krinu foShújnrnar bráðum búnar í verzluu Björns fórðarsonar. Laaugav. 20B. Góðar danskar KARTÖFLUR fást í verzhrn BJÖRNS ÞÓRÐARSONAR. Laugav. 20B. Cykle- og Saumavéía-olía hvergi betri en í verzlun Björns Þórðarsonar Laugav. 20B. í Aðalstræti 7, er tciknað á alls konar efni til út- sauma. Einnig stúlkum veitt til- sögn í hannyrðum. Vanai. að hitta frá ki. 4 síðd. Ingibjörg Bjarnason. Yið vejnaíarvörn-venlnn hér í bænum getur duglcgaf- grciðslu-stúlka fengið atvinnu, súer auk þess að vera góð i reikningi og skrift er dugleg að sclja. Helzt óskast að stúlkan sé vön afgreiðslu. Umsókn með eiginhendi merlct „Af- greiðsla" sendist ritstj. Skrifstofustarf. Piltur, 15 — 16 ára af góðu fólki, sá er reiknar og skrifar vel, getur | fengið atvinnu í byrjun næsta árs ] við verzlun hér í bænum. An góðra meðmæla, t. d. frá barnaskólanum, þýðir ei að sækja um stöðuna. Um- sókn með eiginhendi mrk. 500 send- ist til ritstj.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.