Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 19.11.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 19.11.1903, Blaðsíða 2
2 Hann skrifar á þessa leið: Bí>ið aumingja fátæklingar; j>ið Jiafið engan spítala. Það stoðar ekk- ert að koma til kaþólska spítalans, l>ví hvorki hann né þjóðfélagið veita ykkur nokkra hjálp; þið hafið ekkert til að borga með. TJt með ykkur í -yztu myrkur“ (o: til helvítis með ykkur). „Þarna er kyrkjugarðurinn, gröfin og presturinn. Ad'ieu!“ (Fjallk.nr. 33). Nei, komið til mín, ég skal útvega ykkur spítala með fríplássum. En þessi hræsni! Ætti hann ekki fyrst að útvega þeim frípláss, er óska ab vera í Fríkyrkju hans og láta vera með að auglýsa þannig: „Á aðalfnndi Fríkyrkjusafnaðarins í Eeykjavík, sem haldinn var 1. þ. m., var sú ákvörðun samþykt, að þeir menn, sem eigi hefðu greitt safnaðar- gjöld sín fyrir 15. d. Nóvembermán- aðar ár hvert, skyldu eigi lengur skoð- ast sem meðlimir Fríkyrkjusafnaðar- ins og bæri safnaðarfulltrúunum að tilkynna það hlutaðeigandi þjóðkyrkju- presti.“ (Fjallk. nr. 43). Þess vegna segi ég: Sá maður, sem reynir að gera trú- arofstæki sitt í augum lesenda að œttjarðarást og mannkærleika, hann siglir „undir fölsku flakki.“ Og það situr ekki á þingmanni né sálusorg- ara að koma þannig fram. Og því síður, hafi maðurinn þegið mjög mikið gott í fjárhagslegu tilliti af almannafé. i>á ætti hann miklu fremur að hafa hlýjan hug til almennings, þó hann sjálfur ekki fyndi köllun hjá sér til þess að vinna í þarfir hans nema fyrir riflega borgun. Það kem- ur alls ekkert okkur almúgamönnum ■við, hverja trú föðurlandsvinurinn játar, —hvort hann þykist vera heið- ingi, mormóni, sáluhjálparhermaður, Fríkyrkjumaður eða þjóðkyrkjutrúar eða almennilega kristinn (kaþólskur). Það er ekki spurt eftir þessu, þá er ræða er um góðverk eða það að létta byrði almennings eða einstak- lingsins. Það er blábert ofstæki hjá prestinum þegar hann er að fjand- skapast út af líknarstofnuninniíLanda- koti, og það vita allir, að hann gerir það eingöngu af trúaroístæki. Það er honnm nóg að hann þykist geta Hest því nafni á spítalann, að hann sé „kaþólskur.“ Og það merkilega er, að hefðu upphafsmenn spítala- stofnunarmnar i Landakoti og sjúkra- konurnar þar talið sig að vera heið- ingja eða einhverrar annarar trúar en kaþólskrar, þá hefði prestinum vænt- anlega þótt alt gott og blessað. Hon- um finst líklega eitthvað ægilegt við orðib Bkaþólskur“ (o: almennilega 3rristinn), og það ef til vill af því, að hann í öllu falli hefir eitthvert hug- hoð um, að það sé langstærsti trúar- ílokkur kristinna manna í heiminum «g að kaþólskir menn geri oft og tíðum mikið fyrir almenning eða til efl- ingar almennri vellíðan. Þnð getur ekki verið tilgangur prestsíns að fjandskapast út af því, þó káþólska trúin sé mjög svo svip- uð inni lútersku. Mér þætti tilhlýðilegra og eitthvað drengilegra af ritstjóra „Fjallkonunn- ar“ og sálusorgara frikyrkjumanna, að hann réðist á kaþólsku trúna — beinlínis trúaratriðin — heldur en að fjandskapast út af margnefndri liknarstofnun. Og þá helzt að hann gerði það í einhverju kyrkjublaði, fremur en í „bœnda- og verzlunar- blaðinuu{l) „Fjallkonan;“ nema ef honum sýndist, sem máske væri heppi- legast, að breyta henni í kyrkjublað, og þar gæti hann þá mér og öðrum til skemtunar reynt til að rífa nið- ur þa? trúaratriði kaþólskra, sem honum líklega er verst við af öll- um, að sálir framliðinna fari ekki alment beina leið og „express" til h'imnaríkis né til helvítis. Rvík, ^/a — ’03. Gunnar Einarsson. „ísafold“ 14. Nóvemb. í Laugardagsblaði „ísafoldar“ stend- ur um ið „skrautritaða" ávarp til konungsins; gæsalappir eru settar við sem fyrirlitningarmerki, af því ég skrautritaði ávarpið. „ísafold" hefði verið skammarnær að minna á þetta í tima, en ekki núna fyrst, og þá sjálfsagt eftir að „Austri“ mintist á það. En nú er alt þetta íslend- ingum til skammar, og ekki sízt vegna þess, að það var einmitt Al- þíngið, sem átti að muna eftir því, en það hefir það ekki getað fyrir gaddavir og peninga-niðurgangi. — „Blott jeg kunne skita kopar“ sagði Bellmann. Ben. Gröndí4e Mær í lögreglu-þjónustu, Sannar sögur eftir Miss Loveday Bkooke. III. Líknarsysturnar í Redhill. (Framh.). White tjáði henni enn á ný þakkir sínar með mörgum fögrum orðum, tók síðan ofan hattinn og reið burt á hjólinu hraðfara. Loveday horfði á eftir honum þar til er hann var kominn niður brekk- una; en svo sneri hún ekki við á eftir honum eins og hún bafði sagst ætla að gera, heldur hélt hún áfram í gagnstæða átt götuna niður í þorpið. Þorp þetta var ekki svo sérlega líkt því sem sveitaþorp alment ger- ast. Kinnaþykk og snoturlegaklædd börn vóru á leið [til skóla og heils- uðu ókunnu konunni kurteisiega, þegar þau mættu henni. Hvert smá- hús var fyrirmynd að hreinlæti og unaði; og þótt áliðið væri hausts, vóru garðarnir skreyttir síðblómga jurtum. Yzt í þorpinu kom Miss Brooke alt í einn auga á stóran og fagran herra- garð úr rauðum tígulsteini. Fram- hliðin var breið og vissi út að veg- inum, en húsið^lá annars sjálft spöl- korn frá honum, og vóru lystigarðar umhverfis það. Hægra megin, enn fjær veginum, en sjálft húsið, lá liús annað, er virtist vera stórt og rúm- gott hesthús, og rétt hjá því lá lág- ur skúr, &em auðsjáanlega var ný- reistur. Þessiskúr vaktiforvitni Miss Brooke. „Heitir þetta heimili North Cape?“ spurði hún mann, sem gekk þar fram hjá af hendingu með pál og reku í höndum. Maðurinn kvað svo vera, og spurði hún hann þá annar- ar spurningar, hvort hann gæti sagt sér, hvaða hús þessi litli skúr væri, rétt þarna hjá aðalhúsinu, og til hvers hann væri hafður. Það glaðnaði yfir manninum, rétt eins og hann hefði langað til að vera spurður að þessu. Hann sagði þetta væri vólhúsið; þar væri fram- leitt rafmagnið, sem haft væri til lýsingar á North Cape. Svo gathann þess, að Noith Cape væri einaheim- ilið þar um nálægar slóðir, er raflýst væri, og var hann svo drjúgur yfir því eins og hann ætti þar sjálfur hlut að máli „Ég býst við að þræðirnir liggi neðanjarðar inn í húsið“, sagði Miss Brooke, er hún hafði litast um eftir þráðunum og ekki séð þá. Manninum þótti vænt um að geta lýst þessu nánara. Hann sagðist hafa hjálpað til að leggja þræðina; þeir væru tveir, hámagnaður og and- stæður, og þeir væru lagðir þriggja feta djúpt í kössum, er væru biki fyltir. ‘Þræðirnir lægju út frá raf- magnsvirkjum í vélhúsinu og kæmu inn í íbúðarhúsið undir gólfinu í vesturendanum. Miss Loveday Brooke hlýddi með athygli á frásögn mannsins, og svo virti hún lengi og nákvæmlega fyrir sér húsið og umhverfi þess alt. Að því búnu hélt hún sömu leið aftur sem hún kom, gegn um þorpið, en kom við í leiðinni [á ritsímstofunni til að senda hr. Gunning símskeyti. Þegar Gunning fékk það, fletti hann upp dulrits-bók sinni. Skeytið var þannig: „Reiðið yður að eins á efnafræð- ing og kolasala í dag. L. B.“ Þegar hún kom út aftur, greikk- aði hún sporið og var lítið lengur en þrjár fjórðir heim aftur til hótelsins. Þar var nú^talsvert líflegra heldur en verið hafði um morguninn, þegar hún fór á stað þaðan. Menn ætluðu á hjarta-veiðar í Surrey skógunum skamt þar^frá og stóð því úti fyrir hótelinu fjöldi veiðimanna og töluðu um, hvernig útlitið mundi vera fyrir góða veiði eftir frostið, sem verið hafði [um nóttina. Miss Loveday gekk hægt gegn um hópinn, og var þar enginn maður, sem hennar glögga auga veitti eigi eftirtekt. En það var ekkert grunsamlegt við neinn þeirra;rþað var auðséð, að þeir vóru allir það sem þeir þóttust vera, glað- vær hópur, sem kættist við tilhugs- unina til bjartaveiðanna'. : En - alt: í einu varð henni litið yfir um veg- inu — hvaða maður var þetta hinum megin við veginn, sem gekk með bjúghníf í hendi og skar anga af limgerðinu? Það var gamallmaður, lotinn í herðum, magur og hafði linan flókahatt á höfði. Hún hugs- aði með sér, að það væri, ef til vill, eins gott að reiða sig ekki á, að spæjararnir hefðu hætt að njósna um hana. Hún gekk upp í herbergi sitt. Það lá á 1. lofti og vissí út að götunni, svo að þaðan var góð útsjón út á þjóðveginn. Hún staðnæmdis dálítið frá glugganum í .horni, þaðan sem hún gat séð út, án þess hún sæist að utan. Þaðan virti hún stöðugt fyrir sér manninn við limgerðið, og- því lengur sem hún virti hann fyrir sór, því sannfærðari varð hún um, að hann væri eitthvað annað en garðyrkjumaður. Hann horfði ein- lægt um öxl meðan hann var að dunda við verk sitt; Miss Loveday tók nú upp lriki og horfði á mann- inn gegn um hann, og sá hún þá„ að hann gaut af og tú augum upp» í gluggann hennar. Hún gekk nú úr skugga um það„ að það átti að halda vörð um hana, i dag alveg eins og í gær. Nú roið- henni míkið á að koma orðum tit Gunnings þá um daginn; en hvernig átti hún að fara að því? Það mátti virðast undarlegt, hvernig Miss Loveday. fór nú: að, þegar svona. stóð á. Fyrst dró ilún upp glugga- skýlurnar, svo dró hún glugga tjöldiu til hliðar, svo að sem bezt sæist inn til hennar. Svo set.tist hún við lítið borð út við gluggann, tók upp úr- vasa sínum blekbyttu, penna og; bunka af ritspjöldum og fór að vinna.. Eitthvað hálfri annari stundu síð- ar kom White til hennar til að skýra. henni frá, hvers hann hefði orðið á- skynja. Sat hún þá enn við glugg- ann, en þó ekki með ritföng fyrir- framan sig, heldur með nál og tvinna, í hendi og var að sauma hanzka sína. „Ég fer héðan heim aftur til Lund- úna á morgun,“ mælti hún, þegar hann kom inn, „og ég só að hanzk- arnir míuir þurfa töluverðrar viðgerð- ar fyrst. En hvað segið þór annars, í fréttum?" Það virtist liggja mjög vel á White^ „Ég er búinn að sjá hana; þær hafa náð í Annie mína, þessar bann- settu systur; en þær skulu ekki fá að halda henni — nei, ekki þótt það kosti það, að óg verði að rífa niður húsið ofan af þeim, til að ná henni út.“ „Jæja! Nú vitið þér þá, hvar hún- er, svo að nú getið þér alt af náð> henni út, þegar færi býðst. Ég vonæ samt að þér ha.fið haldið orð yðar við mig og ekki komið upp um yður með því að fara að tala við hana; því að ef svo er, þá verð ég að leita mér að öðrum aðstoðarmanni“. „Nei, það veit hamingjan, Miss Brooke,“ svaraði White, og lót sér fátt um finnast. „Ég efndi loforð mitt, og fóll mór þó þungt, að horfa. á hana láta þessa krakka upp í vagn-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.