Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.01.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 23.01.1904, Blaðsíða 3
11 Kaupið svart silki! |f®~ Áreiðaniega lnaldgott 'ÍSi BiðjiS istn sýnishorn af silkivörum yorum frá 90 aur. og upp að 13 kr. pr. meter. Hreiuustu fyrirtök eru nýustu siikivörur vorar ■ brúðarkjóla, veizlukjóla og skemtig£nguk]óla, bæði mislitar og hvítar Vér seljum til íslands .miIlilioaSaust prívatmcnnum og sendum á- gætar silkivörur burðargjaldsfrítt og tollfrítt heim á heimili manna. Schweizer & Co, Luzern (Schweiz) ________________SilkivarTiings-TJtfiytieDdur._______ Latínu-skólinn. í grein vorri í síðasta bl. um það mál var sú litils- háttar ónákvæmni, að þar var sagt, að piltunum. er síðara sinn vóru reknir úr 2. bekk, hefði verið gert að skilyrði að biðja fyrirgefningar, þeim er aftur var inntaka veitt. — Þetta er rangt. í greininni er ekki getið um burt- rekstur annara pilta, en þeirra sem úr 2. bekk vóru reknir, og er því óþarfi að taka það fram, að það sem talað er þar um ina „burt reknu“ pilta, á auðvitað við enga aðra, en 'þá, sem vóru „reknir úr skóla úr 2. beklc. “ Heimsendanna tnUli. -0 — „Heykjavík" hafði flutt svo nýjar fregnir frá útlöndum áður en „Saga“ kom, að hún hefir nú ekki svo miklu við að bæta, enda von á „Lauru“ á hverri stund með nýrri fregnir. Ítalía. Inn nýi fjármálaráðherra þar heitir Luzzatti. Hann skýrði þinginu frá í f. m., að á fjárhagsár inu 1903—4 mundi verða að minsta kosti 6,000,000 líra tekju-afgangur, og að hann vænti á næsta fjárhags- ári 7,000,000 afgangs. Af ríkis- skuldum hefði á árinu verið greidd- ar 8,000.000 líra; að stjórnin hefði á árinu aldrei þurft að leita liðsinn- is seðlabankanna til útborgana, og að hún þyrfti þess heldur ekki til að greiða vöxtu og afborganir, sem í gjalddaga kæmi nú 1. Jan. þ. á„ og er það í fyrsta sinni sem svo hefir staðið síðan ítalska konugsrík- ið varð til. Ha-nn lagði fram frumvarp um að breyta skuldahréfum ríkis- ins í 31jí°lo skuldabréf, og kvað það spara mundu yfir 6 milj. líra á ári. Til þessa kvaðst hann ekki bú- ast við að þurfa að leita erlendra hanka eða auðmanna; þessi skulda- hróf væri flestöll í innlendra manna höndum. Síðar meir, er nægilegur undirbúningur hefði átt sór stað, kvaðst hann búast við að breyta 51/2°lo ríkisskuldabrófunum líka í 31/2°/o skuldabréf; en til þess yrði auðvitað að leita liðs í útlöndum, þar sem þau bróf væru í höndum Breta, Frakka og Þjóðverja. Enhann kvaðst vænta þess, að hann fengi nægt liðsinni til þess hjá þessum þjóðum. Þá er það væri á komið, sparaðist ríkinu alls um 40,000,000 líra á ári, og mætti þá gera ýmsar skattaumbætur þjóðinni til léttis. Áður en þingi sleit fyrir hátíðir- nar, lýsti það trausti sínu á stjórn inni með 284:117 atkv. Bandaríki N.-A. Samveldisflokk- -urinn ætlar að halda þjóðfund sinn til að tilnefna sér forsetaefni í Chi- cago í Júni í vor. Kosningarnar fara fram í haust. — Cleveland hefir neitað að taka tiinefningu sérveldis- fiokksins sem forsetaefni. Yerzlunarsamninginn við Cubahefir efri málstofa bandaþingsins loks sam- þykt með 57 : 1S atkv. 30. Des. kviknaði í leiktjaldi á leik- húsi nýju í Chicago. Húsið hafði að eins verið notað eina viku. Eld- varnartjaid úr járni er til í öllum stórum leikhúsum, til að láta falla niður, er slík slys vilja tíl. En eitt- hvað bilaði svo, að tjaldið féll ekki til hálfs. Menn ruddust til dyra, en tróðust margirundir, en sumir köfnuðu í reyk. Létu þar alls full 600 manna líf sitt, en fjöldi fólks skaðaðist. — Eldurinn varð slöktur eftir nokkrar mínútur og húsið skemdist mjög lítt. Fyr í sama mánuði kviknaði í tanniækninga-húsi Norðvesturháskól- ans í Chicago (Ch. N. W. University Dental School); menn sköðuðust þar engir, en tjónið á húsi • og inunum nam $40,000 (150,000 kr.). Nokkrir stúdentar mistu þar öll verkfæri sín. þiý liengibrú hefir gerð verið yfir East River (milii N.Y. og Brook- lyn). Hún var fullger 19. f. m. og hafði kostað $10,000.000. Panama-þjóðveldið. Bretastjóm hefir nú viðurkent það. Það hefir þannig fengið viðurkenning Banda- ríkja, Frakklanks og Bretlands. Frakkland. Nefnd sú er skipuð var til að íhuga beiðni Dreyfus’ um að mál hans væri tekið fyrir enn á ný, hefir nú kveðið upp álit sitt í einu hljóði í árslok, þess efnis, að mæla eindregið með því, að málinu sé enn skotið til ónýtingardómstóis- ins. Segir hún það fullsannað, að tvö skjöl að minsta kosti, er fyrir herróttinn í Rennes vóru lögð (1899), bafi fölsuð verið. Á skjaii, sem rit- að hafi verið eftir að málið gegn Dr. var byrjað, hafi ártali verið breytt þanuig, að það var ársett áður; svo hafi í sftningunni: „Bófinn D.. verið Ireyit staf, gert D úr P (ekki C!), og hafi því skjalið átt við alt annan mann. Daninörk. Þar hefir lögleitt ver- ið í vetur að hækka dagpeninga. þingmanna úr 6 kr. á dag upp í 10 kr„ og var lögunum gefið gildi aftur fyrir sig, frá 1. Október f. á. Konungur vor fór í f. m. suður til Gmunden í Austurríki í silfurbrúð- kaup hertogans af Kumbaralandi og Þyri dóttur sinnar. Ætlaði konung- ur að vera heim kominn fyrir árslok, en sýktist þar syðra um Jólin af bak- verk og varð ekki ferðafær. Ofriðar-horfurnar. Japanar sendu Rúsum fullnaðar-áskorun (ultimatum) og skoruðu á þá, að viðurkenna for- ráðarétt Japans á Kóreu og hætta öllum afskiftum af því ríki og sleppa jafnframt. öllum umráðum yfir breiðu belti af Mandsjúríi fram með ianda- mærum Kóreu og ha.fa sig þaðan á burt með alt herlið og mannvirki. Upp á þessa kröfu heimtuðu þeir skýrt svar fyrir 10. þ. m., kváðust eng- um vífilengjum né riýjum tillögum taka, en heimta skýiaust já eða nei. — „Daily Mail“ er símritað 5. þ. m. frá Pétursborgar fregnrita sínum, að svar Rúsastjórnar upp á þessar kröf- ur só komið á stað áleiðis til Alexi- effs varakonungs Rúsa í Austur-Asíu; en getur til, að hann muni draga fram í síðustu lög að senda Japön- um það. Segir hann auðráðið af merku.mPótursborgar-blöðum, að svar- ið sé vífilengjur og nýar tillögur, en neitandi kröfum Japana. Um sama leyti tilkynti Rúsastjórn Sínverjastjórn, að Rúsar ætluðu sér að haida Mandsjúrí um aldur og ævi og skila því aldrei aftur. Sínverjar vígbúast nú sem óðast, og fer hver skipsfarmurinn á fætur öðrum þangað frá Japan með fall- byssur, skotfævi og önnur vopn. Þá er Sínverjar fengu skeyti Rúsa um Mandsjúrí, þá drógu þeir að sér suð- ur alla vagna af járnbraut sinni norð- ur til Mandsjúrís, og fóru þess á leit við Bretastjórn, að hún tæki að sér járnbrautina, ef ófriður yrði þar eystra. Tvö herskip Sínverjain stærstu alvígbúin létu þá og í haf, og var ekki uppskátt gert, hvert ferð þeirra væri heitið; en það þykjast menn vita, að þau muni hafa átt að halda aust- ur til móts við flotr Japana og sam- einast honum. Japanar höfðu nýkeypt af Argent- ínu tvö fyrsta flokks herskip, þau vóru þá í Miðjarðarhafi og búist við að þau nái austur í byrjun Febrúars. Allir Japanar, sem á ferð vóru í Norðurálfu eða við nám á skólum þar, vóru fyrir áramótin kvaddir heim og lögðu tafarlaust á stað. Landshornatma tnilli. Látinn 19. f. m. að Apavatni í Árnessýslu Erlingur Pálsson, faðir Þorsteins skálds. (,,Þjóðv.“) Látin er nýl. lír lífhimnubólku efnileg stúlka um \xj2 árs, dóttir Jó'ns Gunnarssonar vsrzlunarstjóra í Hafn- arfirði. Fleiri maniiiilát. 23. f. m. Car- Oronvold verzlunarstjóri á Siglufirði, 45 ára. — 2. f. m. að Valþjófsstað í Norður-Múlas. Sigurður bóndi Bryn- jóJfsson, 25 ára. — 3. f. m. fyrv. hreppstjóri Jóhaun Fi imanu Sigvaldal son, á Mánaskál, Húnavs. — 11. þ. m. Astríður Guðmundsdóttir, hús- freyja Guðmundar bóksala Guðmunds- sonar á Eyrarbakka. Séra Ólafur Stephensen áLága- felli (prestur Mosfellssveitar og Kjal- arness) hefir sótt nm og fengið lausn frá prestskap frá næstk. fardögum sakir hnignandi heilsu (giktveiki). Hann flytur í vor að Skildinganesi á Seltjarnarnesi. Kyrkjan í Goðdölum fauk 2S. f.í m. og brotnaði í spón. Húsbrunar. í byrjun þ. m. brann til kaldra kola verzlunar og íbúðar hús Gísla kaupm. Hjálmarssonar á Nesi í Norðfirði (S.-Ms.), mikið liús og fiítt. Sagt vátrygt. Það er í annað sinn að þessi sami maður veiður fyrir húsbruna á fám árum. — 11. f. m. brann á Seyðisfirði hús Eyjólfs Jónssonar skraddara og bæjar- fulltrúa. Hús og inannstokksmunir vátrygt. Séra G ísli Kjaríansson Mýrdals- þinga-prestur hefir fengið lausn frá embætti sakir vanheilsu (brjálsemi). Trúlofanir. Ungfreyja Sigríður Jónsdóttir Thorlacius og Kolbeinn Árnason kaupm. (Akureyri). — Ungfr. María Rasmussen (Siglufirði) og Ludv. Mnller verzlm. (Hjalteyri). [„Gjallarh."]. „Grjallarhorn44 hefir stækkað nú við byrjun 2. árg. og er nú í ámóta broti og „Reykjavík," siðan fjórdálk- / uð, sama og í „Rvik,“ en 2 línum lengri. Það flytur í 1. bl. 2. árg. góða mynd af hr. Hannesi Hafstein. TRc^Kjavíí? oö ðt'enfc. --0--- Einislv. „Scandla44 fór héðan til útlanda 6. þ. m. Með henni fór Guðmundur leikprentari eða prent- leikari Magnússon til að koma í lóg utanfararstyrk þeim sem Alþingi veitti honum. Skipið átti ekki að koma við í Færeyjum. Elmsk. „Saga“ kom frá Bretlandi 14. þ. m. með lcol og fl. vörur til „Edinborgar-“verzlunar. Flutti póst frá Skotlandi, ensk blöð til 5. þ. m., og frá Ameríku til 24. f. m. Látin 21. f. m. ungfreyja Gunn- þórunn Jónsdóttir (uppeldisdóttir frú Valgerðar sál., ekkju sér Halldórs á Hofi), þrítug að aldri. Dó úr tær- ingu. Eríkyrkjusöfiinöur Rvíkur hefir nú loks íengið staðfesta kosningu síra á presti (séra Ólafi Ólafssyni ritstj.).

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.