Reykjavík - 23.01.1904, Page 4
12
f ungt kvef gengur um þessar
mundir mjög alment í bænum. Rit-
stj. þessa bl. hefir verið veikur hátt
á 4. \ iku, og um tíma varla íötum
fylgjandi, þótt á ferli hafi verið. Hr.
Haraldur Níelsson liggur heima hjá
sér þungt haldinn af kvefsótt. Yfir-
dómari Jón Jensson var á Sunnud.
fluttur á Landakotsspítalann, allþungt
haldinn af kvefsótt þessari.
í taugavcikl liggur á sama spí-
tala Sveinn snikkari Sveinsson (pró-
fasts Níelssonar).
Hr. Árui Eiríksson verzl.stj. og
kona hans mistu á Laugard.kvöldið,
sem leið, yngsta barn sitt, fárra
vikna gamalt.
Tíðarfar hefir verið hór upp á
síðkastið ákaflega umhleypingasamt,
ýmist sunnanátt, útsunnan eða land-
sunnan, stundum meir af austri;
stundum norðan með frost. Á Mið-
vikud. og Fimtud. var hór stormur.
í dag (Föstud.) lygnra með hláku.
Etibú er Landsbankinn nú að
stofna á ísafirði. Fór gjaldkeri Hall-
dór Jónsson vestur þangað í þeim
erindum í gærmorgun með eimsk.
„Saga.“
„Laura“ ókomin (Laugard. kl. 4).
Úikomu þessa bi. var seink-
að til að bíða komu póstskíps. En
nsssta blað verður aibúið til prent-
unsr á Hiiðvikudagskvðld og bor-
ið út é Fimiudagsmorgun.
Fyrv. rektor
JÓN f’ORKELSSON,
])r. pliii., R. l)br., D. M.
andaðist hálfri stund eftir miðaftan
21. þ. m. — Hann var fæddur á
Sólheimum i Skaarafirði 5. Nóv. 1822.
Lærðí undir skóla lijá séra Sveiní Níels-
syni og kom í Bessastaðaskóla 1845, út-
skriíaðist úr Reykjavíkurskóla 1848; tók
1. próf við háskólann í Höfn sama ár, ár-
ið eftir 2. lærdómspróf og vorið 1854 em-
hættispróf í málfræði, öll með 1. vitnis-
burði. Yar stip. Arnam. 1850—54; fór
það haust til tsiands og varð stundakenn-
ari við latínuskólann þá þegar og til 1859
að hann varð settur kennari við skólann,
en fastur kennari varð hann 1862; yfir-
kennari 1869, settur rektor 1872, fastur
rekt.or 1874, en fékk lausn frá embætti
1895. Forseti Bókm.fél. var hann frá
1868 til 1877; heiðursfélagi þess 1885. —
Moð’imur kgj. danska vísindafélagsins 1876
og visindafél. í Kristianíu 1887. Kaup-
mannahafnarháskóli geiði hann 1879 í
heiðurs skyni að doktor í heimspeki.
Yísindaleg ritstörf dr. J Þ. vóru mörg
og mikil; verður þeim ekki hér Jýst, enda
má telja víst að Tímarit Bókm.fél. verði
látíð flytja í vor mynd hans, æviatriði og
yírlit yfir vísindalega starfsemi hans.
Embættismaður var hann inn skyldu-
ræknasti og samvizkusamasti, sem von til
var, því að dr. Jón var einhver in liroin-
asta og saklausasta sál. Hann kvæntist
1854 Sigríði Jónsdóttur (föðursystur Jóns
landsh.ritara Magnússonar), sem lifir hann.
Eigi varð þeim hjónum barna auðið, en
8Vo fjölmörgum gengu þau að meira og
minna leyti í foreldra stað, að varla mun
ofrnælt, að engin þau hjón hafi samtíða lif-
að hér á landi, er jafnmargir eldri og
yngri beri þakklátt harnaþel til. Enginn
fyrir utan þau sjálf mun vitað hafa tölu
allra þeirra ungu námsmanna, er þau
styrktu. í því sem öðru vóru þau jafnan
samhend. Vér vitum að eins, að tala þeirra
er stór, sem, eíns og sá er þetta ritar,
munu til dauðadags minnast trygðar og
vinfestu dr. J. Þ. og blessa minninghans.
Mær í lögreglu-þjónustu.
Sannar sögur
eftir Miss. Loveday Beooke.
IY. Tygilhnífurinn,
[Frh.]. Hann lagði bæði umslögin
á borðið, hvort við hliðina á öðru
og horfði á þau þegjandi. Svo rétti
hann Miss Brooke þau, en sagði ekki
orð. Hún tók stækkunargier úr
vasa sínum og skoðaði umsíögin
vandlega í því.
Bæði umslögin voru nákvæmlega.
eins í lögun og á báðar skrifað til
Hawkes í Lundúnum, sama hústala;
en skriftin var eins og skóladrengir
skrifa, höndin ekki föst og því ílt
að segja, hvort sama hönd var á
báðum. Á báðum umslögunum var
og póststimpill Lundúna og Cork.
Loveday lagðí stækkunarglerið frá
sér.
„TJtan á bæði umslögin hefir án
efa sami maður skrifað," sagði hún;
„en þessir tveir tygilhnífar á síðara
blaðinu eru ekki dregnir áf sama
manni, sem dregið hefir hnífinn á
fyrra biaðinu. Þann hníf hefir óviss
og óvön hönd dregið — sjáið þið,
hvað línurnar eru hlykkjóttar og víða
slitnar og bættar svo saman á eftir.
Sá sem hefir dregið hnífana ásíðara
blaðinu, hefir verið mikiu leiknari. —
Drættirnir eru hreinir og dregnir með
stöðugri hendi, þótt þeir sé nokkuð
þungir. Ég hefði gaman af að hafa
þessar dráttmyndir heim með mér,
til að bera þær saman í næði.“
„Já, átti ég ekki von á, að þér
munduð segja svo,“ sagði Dyer á-
nægður.
Það var eins og séra Hawke færi
ekki að verða um sel.
„Drottinn dýr!“ sagðí hann; „þér
ætlið þó ekki, að ég eigi tvo fjand-
menn, sem ofsækja mig á þennan
hátt? Hvað á þetta að þýða? Getur
það verið — er það hugsaniegt —
haldið þór að það séu meðlimir ein-
hvers leynifélags í írlandi, sem hafa
sent mér þetta — auðvitað mér í
misgripum fyrir einhvern annan? —
Óhugsandi er, að þetta só ætlað mér;
ég hefi aldrei á ævi minni verið
minstu ögn við stjómmál riðinn eða
flokkadrátt.“
Hr. Dyer hristi höfuðið. „Meðlim-
ir leynifélaga eru venjuiga mjög
vissir um sitt mál áður en þeir senda
siík bróf frá sór“, sagði hann. „Ég
hefi aldrei heyrt um það getið, að
þeir hafi farið manna vilt á þann
hátt. Ég held nú yfir höfuð að ekki
sé vert að reiða sig of mjög á póst-
stímpilinn frá Cork. Það getur vei
verið, að brófin séu látin þar á póst-
hús eingöngu til að leiða athyglina
burt frá annari átt.“
„Yiljið þér gera svo vel að segja
mér eitthvað um hálsfestina?" sagði
Miss Loveday og vék þannig samtal-
inu ait í einu frá tygilhnífunum að
demata skrautgripnum. (Frh.j
OFNKOL
góð og ódýr í
W. fischers verzlan.
Xajé Xlampenborg.
Þar fæst ávalt heitur-matur á hvaða
tíma sem er ásamt mörgu fl.
Ágiíst Benediktsson.
hlpappi
í‘ æ s t í
W. fischers verzlnn.
Til leigu,
frá 14. Máí n. k. gott hús með stórum
matjurtagarði við eina aðalgötu bæ-
jarins. Ritstj. ávísar.
Lesið.
fyrir 1904, sem ekki
kom með„ Laura“
í Desbr. f. á. eins og til stóð, er nú
væntanlegt með „Laura." tj Verða þá
af því nægar birgðir í
BÓKAVERZLUN
Sigjúsar €ymunt)ssonar.
Útlendar bækur eru iíka væntan-
legar; svo eru f.il margs konar rit-
föng og ýmislegt, sem notað er við
teikningu, svo semjTusch-blek, vinkl-
ar, teiknipappír o. m. fl.
Brent og malað
K a f f i,
Consum-Chocolaðe,
ágætt te
í
W. FISCHERS
YERZLIJN.
yitvinna.
Dugiegur og regiusamur unglingur,
ekki undir tvíþugsaldri. vel fær í
skrift og reikningi, getur fengið at-
vinnu við veitingar á Hótel ísiand.
PÚÐUR
OG
HÖGL
BEZT í
W. fschers verzlnn.
Y o 11 o r ð.
Undirskrifaður hefir í 2 síðastliðin
ár þjáðst mjög af taugaveiklun; hefi
eg leitað margra lækna, en enga bót
á þessu fengið. Síðastliðinn vetur
fór eg að brúka inn heimsfræga
KÍNA-LÍFS ELIXÍR frá hr. Waldemar
Petersen í Friðrikshöfn. Er mérsönn
gleði að votta það, að mór hefir
stórum batnað, síðan eg fór að neyta
þessa ágæta bitters. Vona eg, að eg
fái aftur fulla heilsu með því að
halda áfram að taka inn KÍNA-LÍFS-
ELIXÍR.
Feðgum, 25. apríl 1902.
Magnús Jónsson
Kína-lífs-elixírið fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi, án toll-
álags á 1,50 (pr. fl.) glasið.
Til þess að vera vissir um, að fá ið
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur
beðnir að líta vel eftir því, að -ÖW
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir inu skrásetta vörumerki á
ílöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Fredrikshavn. Skrifstofa og
birgðahús Nyvej 16, Köbenhavn.
TIL SÖLU barnavagn og rugga í Grett-
isgötu nr. 30.
TAPAÐIST á lo. þ. m. á strœtunum
silfurbrjóstnáj. Fundarlaun. Ritstj. ávísar
eiganda.
SJAL var tekið í misgripum á Sam-
komu i „Iðnó“ 14. þ. m. Sá, sem hefir
tekið sjalið, geri svo vel og skili því til
Jóns Jónssonar í Miðhúsum við Lindarg.
STAFUR týndur. Skilið í búð Benedikts
Þórarinssonar, mót fundarlaunum.
í HUS háyfirdómara Sveinbjörnssons
óskast þrifin og vönduð vinnukona 14.
Mai næstlc.
PRENTSMIOJA ReYKJAVÍKUK.
Prentari PORV. PORVARÐSSON.
Pappirinn fr& Jóni Ölafseyni