Reykjavík - 04.02.1904, Blaðsíða 2
18
Fyrir minni konungs vors
CHRISTIAN’S IX.
Sungið ■ gildi I. Febr. 1904 í Reykjavík.
m aldir sex það ísland hefir vitað
sem aðra sögu’, að konung átti það;
of oft í vorri raunasögu ritað
var rún ein dauð hans nafn á fólleitt blað;
því andlit jöfra oftast sneru frá oss,
þótt einstok tilþrif sumra vœru’ oss góð;
á stjórnar-árum enginn þeirrtt sá oss
og aldrei kyntist landi voru’ þjóð.
Þá komst þú, gamli, göfgi, kæri sjóli,
um grœðis-djúp og sóttir oklmf heim;
þú gladdir liér hvern mann á bygðu bóli
og bergmál lieynst enn frá dögum þeim.
Þig beztan konung Guð oss gefið hefur,
þú gafst oss fyrstur dýrmœtt frelsis-hnoss;
en frelsið ávalt um sig betur grefur,
þótt ei sé þegar fullveitt. — Svo fór oss.
Yér' þráðurn meira’ og þér vér sýna reyndum
að þinnar gjafar neyta kynnurn rétt,
um meira frelsi batnum til þín beindum,
að böndum af oss fieirum yrði tétt.
Þú heyrðir, löng þótt leið á milli vœri,
og laukst oss opnum nýjum frélsis-stig
svo skjótt sem þú gazt fengið á þrí fœri,
og fyrir það á ný vér blessum þig.
Þú sveifst til vor á sumardegi björtum,
þú sást oss og þú fesiir á oss trú;
þú namst hér land í þegna þinna hjörtum
og þar skalt lífs og dauður ríkja þú.
Hvert band, er hjóstu’, oss betnr að þér vefur,
nú böndin þaklcar við þig tengja oss.
Þig beztan konung Guð oss gefið hefur,
þú gafst oss tvisvttr dýrast frelsis-hnoss.
Vor Guð þig blessi’ og gleðji’ í elli þinni
sem glatt þú hefir vora litlu þjóð!
Þú lifir lcœr og Ijúfur oss í minni
svo lengi sem sig hreyfir íslenzkt blóð.
Vér óskum þökk vor geri glait þitt sinni,
vor góði sjóli’ — oss var ei neinn sem þú.
Fyr af svo heitu hjarta konungs-minni
var liér á landi’ ei drukkið eins og nú!
J ó.
Heimsendanna tniUi.
—o—-
Ófriðarliorfurnar. Á Nýársdag
Húsa (14. Jan.) heilsuðu allir sendi-
herrar í Pétursborg upp á keisarann,
þar á meðal auðvitað japanski sendi-
herrann. Keisari tók honum blíð-
lega og hafði einhver almenn orða-
tiltæki um, að hann vonaði, að alt
endaði friðsamlega millí Rúslands og
Japans. L slíkum hégóma byggir
svo blað hér þá fregn, að nú só að
færast í friðarhorf milli landanna!!
Og annað blað hér telur enda mest
líkindi til að ekkert verði úr neinu
stríði milli T. og J.!!! Og það er
ekki laust við að stöku maður hér
trúi á þennan staðlausa þvætting.
Ver höfum samstæð blöð (2 — 3
beztu og áreiðanlegustu blöð, sem
auðið er að fá í þessu máli) til 16.
Jan. — og yngri blöð getur enginn hafa
haft hér enn. Samkvæmt þeim er
það víst, að með hverjum degi leit
æ ófriðlegar út. Það má ganga
kraftaverki næst, ef hjá stríði verður
komist. Líkur til þess alls engar.
Ji.pönsk félög eiga fjölda stórra
eimskipa, er halda póstferðum uppi
milli Japans á aðra hlið og Norður
Ameríku, Suður-Ameríku, Síniands,
Suður-Asíu og Australíu á hina. Þau
eru ákaflega hraðskreið og stór
(4000 — 6000 tons). Öll þessi póst-
skip styrkir Japans-stjórn, gegn því
að mega taka þau og gota til flut-
ninga á ófriðartímum. Nú hefir stjórn-
in lagt hald á 30 in stærstu af þeim,
en fengið brezk skip og amerisk til
að halda uppi póstferðunum.
Japanar hafa setuiið nokkurt í
borg einni á Sínlandi. 15. f. m. fékk
það lið skipun um, að vera viðbúið
með klukkustundar fyrirvara að fara
um borð heimleiðis til Japan, hve
nær sem skip kæmi að sækja þá:
Ýmsir kaupmenn þar í bænum vóru
samningum bundnir að sjá iiðinu
fyrir vistum og öðrum nauðsynjuxn;
en foringi setuliðsins lét þá nú vita,
að þeir mundu eigi þurfa að búast
við að selja sér vistir lengur en svo
sem 6 — 7 daga til.
Auk þeirra tveggja herskipa, sem
Japanai- keyptu nýlega af Argentinu
og nú eru á leið til Japans (þau vóru
á Ítalíu, en eru nú komin austur
um Suézsund, og stýra þeim enskir
sjóforingjar á leiðinni), þá eru þeir
nú einnig að kaupa af Argentínu 4
stór, ný herskip, er liggja í Buenos
Ayres. Tyrkjasoldán átti mikið og
frítt fyrsta flokks herskip í smíðum
á Bretlandi og var það fullgert og
tilbúið að leggia í haf; en þá stóð
eins og vant er á borguninni hjá
soldáni; þá ruku Rúsar til ogbuðust
til að leysa til sín skipið; en áður
en þeir vissu ögn af, vóru Japanar
búnir að bjóða hærra, kaupa skipið
«g borga það.
Enskur kaupmaður í Mamdsjúríi
nákunnugur Japönum fullyrðir í
„Times“, að eigi færri en tvö hundr-
uð verkfræðingar úr Japanska hern-
um, séu dreifðir fram með Síberíu-
járnbrautinni milli Baikalvatns og
Mandsjúrí, sé þeir allir dulklæddir
sem [sínverskir daglaunamenn og
séu þannnig i þjónustu Rúsa. Það
segir hann að japanskir foringjar full
yrði, að eigi líði svo fjórtán dagar
frá því er friði slítur, að eigi verði
braut sú sprengd í loft upp á tólf
stöðum að minsta kosti.
JSýjustu frcgnir. í morgun
bárust oss blöð frá 25. og 26. f. m.
— Stríðið ekki byrjað þá. En alt
af að færast nær. Svar Rúsa upp á
síðustu orðsending Japana ókomið;
en japönsk blöð segja það komi fyrir
eitt, hvernig það verði; striðið byrji
undir eins og Japan sé full-vígbúið.
Rúsar gera nú alt, sem þeir geta,
til -að hefta orðsendingar brezkra
fregnrita í Austur-Asíu.
25. var alt varalið í Pétursborg
kvatt til vopna og herþjónustu þegar
í stað, sömuleiðis alt varalið í Suð-
ur-Rúslandi.
Rúsneskt herlið var 25. f. m. á
leið suður að Sjan-hai kwan járn-
biautinni. Óttast Sínverjar, að þeir
ætli að ryðja sér veg til Peking, og
skipa þeir (Sínv.) miklum liðsafnaði
beggja megin fram m ið brautinni.—
Kórea heflr lýst yfir, að hún vilji
hlutlaus vera af ófriðinum, og líkar
Rúsum það iíla, en Japanar brosa að
hiutleysis-yfirlýsing Kóreu. — Alexieff
varakonungur er alvarlega sjúkur, og
seinkar það mjög viðbúnaði Rúsa. —
Með Síberíu-brautinni koma um3000-
nýir hermenn austur til Austur-Asíu
á hverri viku. Þykir íiutningurinn
ganga seint og erfiðlega.
9. f. m. settu herskipin í Vladivo-
stok (rúsn.) herflokk á iand. Nokkr-
ir Japanar búa þar í borginni innan
um Rúsa. Hermennirnir brutu nið-
ur og rændu 24 japönsk hús, sví-
virtu konur, en særðu og drápu börn
og gamaimenni. Herforjngjarnir sjálf-
ir tóku þátt í þessu athæfi. Japan-
ar eru nú að gera ráðstafanir til að
flytja burt alla japanska| menn, er
búsettir eru í Síberíu. Segia auð-
sætt, hvers vænta só í óíriði, ersvona
sé að farið á friðar-tímum.
Bæriuil Aalcsuiul íNoregibrann
23. f. m. til kaidra kola. Tjón 18
mil. kr. Menu brunnu þrír. Ein
20 — 30 íbúðarhús óbrunninn ásamt
tollhúsinu og faum skrifstofum við
höfnina. 12000 manna húsnæðisiausir.
3 eimskip og mörg seglskip brunnu
á höfninni. Meir en 20 eimskipum
og nokkrum seglsldpum á höfninnt
var sökt, til að forða því, að í þeiin
kviknaði.
IRey^íavííi og oi'enð.
t Frú Griiftrún Sigurftardóttir^
húsfreyja Guðm. Björnssonar héiaðs-
læknis, varð bráðkvödd á Föstud. 29.
f. m. litlu fyrir hádegi. Uauðameinið
blóðstorka i lungna-æðinni. Hún
hafði alið barn fyrir nokkrum dög-
um, en heilsaðist vei og var in hress-
asta og kátasta og kendi sér einskis.
meins rétt áður en hún tók andvörp-
in. Hún dó frá 7 börnum svo að
segja hverju á sínu árinu. Hún var
fædd 31. Desember 1864. Frú Guð-
rún þótti fyrirtaks væn kona og því
harmdauði öilum, sem þektu hana,
en þó er þyngstur harmur kveðinn
að manni henar, sem liflr hana. Jarð-
arförin fer fram á morgun.
Jarftarfðr dr. Jóns Þorkelssonar
fór fram á Föstudaginn. Séra Þórhallur
hélt mjög fagra húskveðju. Séra
Jóhann talaði í kyrkjunni. Tvö kvæði,.