Reykjavík - 26.02.1904, Síða 3
31
ast þess, að hann hefir, auk bókvitsins, þá
Terklegu þekkingu til brunns að bera, sem
bann hefir fengið við að standa lyrir þvi
að reisa verkamiðjur til tigulsteinsgerðar
og móhnoðunar.
Hr. L. óskar þess, að önnur ísl blöð
TÍldu taka upp ritgerð þá sem hér fer á
eftir eða ágrip úr henni. Og vér ætlurn
að hún sé sannarlega þess verð, að hún sé
ekki látin athugunarlaust um eyrunþjóta.
— Ritstj. ,,Rvíkur.“]
Herra ritstjóri! — í fyrra vetur
sendi ég yður grein, er skýrði frá
tilraun, sem ég hafði gert, með að
brenna tigulsteina úr íslenzkum leir.
Ég sýndi fram á, hve mikla þýðingu
það mundi hafa fyrir landið, ef nægt
efni væri þar fyrir hendi, svo að
koma mætt.i á fót tigulsteinsbrenslu
á ýmsum stöðvm í iandinu, þar sem
tigulsteinn úr íslenzkum leir gæti
bæði orðið ódýrt og haldgott bygg-
ingar-efni, og tigulsteinsgerðin jafn-
framt orðið a-rðsamt fyrirtæki fyrir
landið og íbúa þess.
Önnur iðnaðargrein, sem hér í
Danmörku stendur nú jafnhliða tigul
steinsbrenslunni, er mógerðin, sem
mjög hefir farið í vöxt hér in síðari
ár. Því að ið háa verð á steinkol-
um hefir knúið menn til að reyna
að framleiða mó, sem hagnýta má
miklu betur en áður; og í því efni
eru menn hér iangt á veg komnir.
Eeynslan hefir sýnt, að með því að
elta eða hnoða móinn, má framleiða
xnó, sem er miklum mun hitameiri,
heldur en mór, sem ekki er hnoðað-
ur. Það er nú viðurkent af öllum,
að móhnoðunin hér í landi sé mjög
arðsöm iðn, þvi að menn hafa nú
sannreynt, að þegar mórinn er rétt
hnoðaður, þá verður hann svo hita-
mikill, að hann verður ekki að eins
þægilegasta eldsneyti í stofu-ofna.
heldur má og brenna honum í kola
stað í gufu-kötlum og eins í ofnunum
við tigulsteinsgerð og kalkbrenslu.
Móhnoðun hefir síðari árin tekið
svo miklum framföi’um, einkum hér
á Jótlandi, að nærfelt helmingunnn
af öllum tigulsteini, sem hér er
. brendur, er nú brendur við hnoð-mó.
Hér í landi liggja venjulega Ieirlög
og rnólög hvort nærri öðru og gæti
ég trúað að það ætti sér stað sum-
staðar á íslandi líka, og i mörgum
tilfellum má reka tigulsteinsverk-
smiðju og móhnoðunar-verksmiðju
samhliða með einu og sama afli, og
verður þá lit.ill aðflutningskostnaður
á eldsneyti til tigulsteinsbrenslunnar.
Yæri menn hinsvegar bundnír við að
nota kol, gæti sumstaðar á íslandi
orðið alveg ógerningur að setja upp
tigulsteinsbrenslu, hve góður leir sem
þar væri til verkefnis, að eins sakir
þess, hve örðugur og dýr aðflut-
ningur kolanna gæti verið þangað.
[Framh.]
ÍBÚÐ (3—4 herbergi) óskar lítil og
barnlaus fjöiskylda eftir, frá 14. Maí, í
góðu og friðsömu húsi. Ritsjóri ávísar.
Leikfélag Reykjavíkur,
ijeimilií,
sjónleikur í 4 þáttum, eftir Herm.
Sudermann,
verður leikið
i síðasta sinn
á Sunnudaginn kemur (28. þ. mán.)
góð og údýr, í verzlun
Einars Árnasonar.
50,00 krönur
borga ég þeim, sem bendir mér á
réttan sögumann að þeirri lygi um
mig hér í bænum, að ég hafi á síðastl.
vetri átt að hafa tileinkað mér pen-
inga á óleyfllegan hátt í Englandi
og því líkl. verða tekinn fastur sem
ærukrenktur maður í haust er ég
fer aftur til Englands og Danmerkur.
Þvaðui'-saga þessi mun vera spunn-
in af því, að hr. Oddur Gíslason átti
eftir umboði að innkalla hjá mér
skuld.
Iljörtur Fjeldsted.
Mér undirrituðum hefir verið falið
að innkalla eftirstöðvar af andvirði
Orgels, sem H. Fjeldsted keypti síðastl.
vetur, af Archibald Ramsden i Hull,
og votta ég hér með, að mál það
er alls ekki þannig vaxið, að það
geti á nokkurn hátt skert mannorð
hr. H. Fjeldsteds.
Oddur Gíslason.
Ið alþekta góða
„OBEL-SKRAA“,
af mörgum tegundum í smápökkum,
fæst einungis hjá
C. íjeriervig,
Þeir sem hafa skrifað sig fyrir
félagshlutum í „Aburðarfélagi Reykja-
víkur,“ eru beðnir að greiða til kaupm.
Jóns Þórðarsonar fyrir 15. Mar-
næstk. fyrri afborgun með 10 kr.
fyrir hvert hlutabréf.
Tryggvi Gunnarsson.
Góður liilliard með öllu tilheyr-
andi; nýr norskur bátur (skekta)
og smáriðið síldarnet er til sölu.
Mjög lágt verð
C. HERTERVIG.
Steinh.ær, nýr vandaður á falleg-
um stað, fyrir litla fjölskyldu, fæst
leigður með ágætum kjörum nú eða
14. Maí. Ritstj. ávísar. [—tf.
Heimsendanua miUi.
--0 —
Stríðsfregnin fiugufregn,
Nyjustu tíðindi.
Með botnvörpung, sem kom í gær,
barst oss „News of the World“ frá
7. og „Morning Leader“ frá 9. þ.m.
Fyrra blaðið er vikublað af lélegasta
tæi; en ið síðarnefnda sæmilegt dag-
blað.
Flugufregn hefir það verið, sem
botnvörpuskipstjóri flutti hingað munn-
lega um daginn, að stríðið milli Jap-
ana og Rúsa hafði byrjað 7. þ. m.
En flugufregnin hefir eflaust komið
út í fregnmiðum enskum að kvöldi
7. þ. m. Yfir höfuð er fult afflugu-
fregnum í Norðurálfu þessa daga, og
oft borið aftur að morgni það er
fregnaðist að kvöldi.
Átylla talsverð heflr og verið fyr-
ir fregninni, því að þann 7. þ. m.
lýstu Japanar slitið ölhtm samninga-
tilraunum og ollutn sendiherra-við-
skiftum við Rúsland og buðu sendi-
herra sinum í Pétursborg að halda
hið hraðasta á burt úr Rúslandi, í
síðasta lagi 10. þ. m. Sendiherrann,
hr. Kurino, er mælt að muni þá
halda til Berlínar og dvelja þar fyrst
um sinn. — Rúsar kvöddu og sinn
sendiherra í Tokio (höfuðborg Jap-
ana) á burt þaðan, og æt.laði sendi-
herrann (von Rosen barúu) ásamt
skylduiiði sínu og aðstoðarmönnum
(alls 23 manns að prestum með-
töldum) að leggja af stað frá Yoko-
hama 12. þ. m. með frönsku eim-
skipi Yana, og fara heim Súez-leið-
ina.
Japan sendi öðrum útlendum
þjóðum þegar tilkynning um þetta
og birti orðrétta þessa síðustu oið-
sending sína til Rúsastjómar, er hr.
Kurino flutti utanríkisráðherra Rúsa
um leið og hann tiikynti burtför
sína. Mælist hógværð Japana og
stilling hvervetna vel fyrir.
Það er mælt, að Rúsar hafl verið
að búa út herskip í Port Asthur, til
að flytja' 6000 landherliðs til Chemul-
pho, sem er hafnarborg vestan á
Kóreu við mynni Han-fljótsins og er
þaðan allskamt til Seoul, hötuðborg-
ar Kóreu. — 8. þ. m. fékk hermála-
ráðgjafl Bandaríkjanna í N.-A. þá
símfregn frá sjóforingja þeim, er
fylgir sendiherra Bandar. í Tokio, að
mikill floti japanskur væri lagður í
haf áleiðis til Chemulpho.
Bandaríkja-stjórn kveðst hafa feng-
ið vitneskju um það, að þá er til
ófriðar komi milli Japana og Rúsa,
megi búast við því að Síberíu-braut-
in verð sprengd upp á ýmsum stöð-
um með dýnamíti. Um brautina
sitji eigi að eins dulklæddir japanskir
njósnarmenn (eins og „Rvík“ hefir
um getið), heldur sitji og Sínverjar í
Mandsjúrí um haná, og ekki óhugs-
andi, að rúsneskir anarkistar (stjóin-
leysingjar) búi yfir inu sama.
Japanar hafa nú sent skip til að
flytja heim alla Japana frá Vladivo-
stok, og vóru allir komnir á skips-
fjöl þar. — Japanar í Mandsjúríi eru
nú allir að flytja sig til hafna og ætla
allir að halda. burt úr landi.
Japansstjórn heflr nú lcvatt 400-
000 manns af landher til vopna.
Japönsku herskipin frá Evrópu (er
þeir keyptu í Genúa af Ai gentínu) er
ætlað að hafi náð til Japans 9. eða
10. þ. m.
Það er undir eins nú orðið örðugt,
að fá áreiðanlegar fregnir þar að aust-
an. Japansstjórn hefir harðbannað
að senda nokkur tölusímskeyti eða
önnur torkend símskeyti þaðan úr
landi, og stjórnin hefir gætur á sima-
stöðvum öllum, að engar fregnir sé
sendar, sem hún vill eigi láta ber-
ast. Rúsar hafa sama eftirlit með
Síberíu-símanum.
En símasambandið milli Japans og
nmheimsins (að Sínlandi frá skildu) er
að eins með símum stóra. norræna sím-
ritafélagsins (danska). Þaðfélaghefir
tvenna síma milli Nagasagi ogYladi-
vostok. Aðrir tvennir símar liggja
milli Japans og Sínlands (Shanghai),
en einfaldur sími milli Japans og
Kóreu (Ma'sampho a Suðurströndinni).
— Þá er stríð hefst, má búast við,
að Rnsar geri alt hvað þeir geta til
að skera sæsimann til Kóreu, því að
hann er Japönum mest áríðandi (þeir
eiga sjálfir símanet á landi yflr Kóreu),
enda má búast við að Japanar leggi
alt kapp á að gæta þessa síma, ef
auðið er,—Aftur er ólíklegt talið, að
Rúsar skemmi simann til Viadivostok,
því að þeir hafa rétt til í ófriði að
hafa eftirlit með öllum símskeytum
þar. -—Frá Shanghai liggur einfaldur
simi til Peking (um Gula hafið) og
þaðan yfir Sibevíu til Rúslands. En
sá hængur verður við fréttir, er þá
leið berast., að fyrst hefir Japans-
stjórn látið „endurskoða" öll skeyti,
sem þaðan verða send, og svo lætur
Rúsastjórn „endurskoða" þau á ný,
áður en þau fá að fara með Siberíu-
línunni. En þó er sú bót í máli, að
þau skeytí, sem til Shanghai. koma,
má senda með „Eastern Extension
Co.s“ símalínum suður með Asiu og
forðast þannig rúsnesku leiðina.
Eftirskrift
Stríðið þó loks hyrjað!
Síðdegis 8. b, m,
í morgun tókst oss að grafa upp
1 tbl. af Hnll-útgáfunui af „London
Daily Mail“, 9. þ. m., er botnvörp-
ungurinn í gær hafði haft I fórum
sínum. Það er áreiðanlegt blað með
símfregnum frá i). þ. m.
Japau hóf ófriðinn síðdegis 8.
þ. m. Réðst þá tundurskipa-floti