Reykjavík - 26.02.1904, Page 4
32
þeirra á rúsneska flotann, er lá á
víkinni utan við höfnina í Port Ar-
thur.
Ensk símfregn frá Port Arthur
segir, að þrjú rúsnesk herskip, víg-
skipin Cesarewitsj og Káttvisan [2
ein in beztu vígskip Rúslands, liðl.
ársgömul] og beitiskipið Palladan [20
mílna ferð, 6300 tons, fullgert 1902]
hafi „stórskemst" („badly damaged").
Japanski tundurskipaflotinn lagði svo
út aftur óskemdur. Fyrir utan sást
liggja floti stóira japanskra herskipa.
Reuters-símskeyti til New-York frá
Pétursborg að kvöldi 8. þ. m. segir,
að þar í (Pótursb.) sé þær fregnir
sagðar, að við árásina við Port Ar-
thur hafl 11 japönsk herskip og 1 rús-
neskt sokkið, en Port Arthur standi
í björtu báli. Þetta er auðsjáanlega
fregn „fyrir fólkið“, því að fregnin frá
Port Arthur (frá fregnrita „D.M.“)hefir
fengið að fara undir eftirliti frá Rúsum
þar á staðnum og er því vafalaust ekki
of glæsileg fyrir Japan; en þar segir
að tundurskip Japana hafl lagt frá
orustu öll óskemd, en stórskipin jap-
önslcu legið þar úti fyrir og alls ekki
tekið þátt í bardaganum.
Fregnin um að Port Arthur standi
í Ijósum loga er og áreiðanlega flugu-
fregn, því að beint frá Port Arthur
kom símskeyti til „Daily -Mail“, sent
þaðan um miðnætti (aðfaranótt 9. þ.
m.) og þar getið um, að borgin sé
lýst undir herlagastjórn, en ekkeit
getið um brunann.
Japan hefir keypt þrjú herskip
(1 vígskip, 1 beitiskip, 1 tundurskip
með fallbyssum) af Chili. Þau áttu
að leggja þaðan á stað 9. þ. m. til
Nagasaki og vóru albúin vopnum,
vistum og kolum.
Yfirforingi alls sjóliðs Japana er
vara-aðmíráli Tegó greifi, japanskur
maður, en kristinn. Foringjarnir á
þrem stærstu herskipum Japana eru
japanskir menn kristnir. Þrjú helztu
dagblöðin í Japan eiga innlendir menn
kristnir; og eigi allfáir af þingmönn-
um landsins hafa tekið kristna trú.
London, 9. Maí. Frá öllum aðal-
skrifstofum sjóliðsstjórnarinnar eru
í dag sendar auglýsingar til allra,
sem eru í vara-sjóliðinu brezka, um
að tilkynna þegar heimilisfang sitt
og hverja breyting er á því verði,
svo auðnáð só til þeirra, ef þeim verði
út boðið til herþjónustu.
Eftirtekt hefir það vakið, að er
Rúsar kölluðu heim sendiherra sinn
frá Tokio, fólu þeir austuríska, en
ekki franska, sendiherranum, að gæta
sinna hagsmuna.
Húsgögn (mobler)
til sölu: Kommóður — Rúmstæði —
kringlótt Borð — Piedestal-skápur —
Koftort o. fl., alt úr þurkaðri sænskri
furu.
Steindór Jónsson,
4 Klapparstíg 4.
Ógurlegur eldsvoði í
Baltimore.
Stærsti bruni, sem
nokkru sinni hefir
fyrir komið i Ameríku.
Miklu stærri en Chicago-bruninn
mikli 1871.
Baltimorc er stærsta borgin í
ríkinu Maryland í Bandaríkjunum, og
eru íbúar 700,000. Þar kviknaði
eldur í dúkvörubúð. Eftir því sem
-séð verður, hefir eldurinn kviknað á
Sunnudag 7. þ. m. árd. og var enn að
brenna á Mánudagskvöld 8. þ. m.,
en þá talið, að frekari útbreiðslu
mundi varnað verða. Mest hafa það
verið sölubúðir, varningshús, verk-
smiðjur (þar á m°ðal allar prent-
smiðjurnar), er brunnið hafa, en færra
af íbúðarhúsum. En hvert flæmi
eldurinn hefir yflr tekið, má ráða af
því, að talið er að brunnið só niður
alt á 140 ekrum (1 ekra er sem
• næst 10500 □ álnir). Skaðinn verð-
ur enn eigi metinn; á Mánud.morgun
var gezkað á 200 milíónir dala (doll-
ars), en um kvöldið talið, að nær
í mundi fara 300 milíónum. — Land-
stjóri lýsti Mánudaginn helgidag um
alt rikið, til að varna því, að víxl-
um yrði mótmælt þann dag. Þá
um morguninn kvaddi hann þingið
til aukasetu, og skyldi það koma
saman að kvöldi sama dags. Fyrir
þingið átti að leggja tillögu um að
veita þegar $ 25,000,000 til að bæta
úr bráðustu neyð.
A Mánudaginn kom ekkert blað
út í Baltimore, því að prentsmiðjur
allar vóru brunnar.
Fjöldi húsa var sprengdur upp
með dynainiti, til að gera autt belti
um eldinn og varna útbreiðslu hans;
en það kom fyrir ekki; storrnur var
svo mikill að gneistarnir flugu út
fyrir beltið og kveiktu í hinum meg-
in þess.
Verkaður
Steinbítur og Bútungur
fæst í verzl.
JÓNS Þórðarsonar.
HUS lftið til sölu nú eða fyrir vorið
Ritstj. ávísar.
TIL LEIGU 14. Maí herbergi fyrir familíu.
Upplýsingar gefur Þórður Magnússon, húsi
Hróbjarts Skósmiðs.
Guðmundur á Bergstöðum selur mjólk
frá 1. Marr í sölubúðinni nr. 17. við Laug-
aveg. Þar geta menn fengið volga nýmjólk
kvöid og morgna.
TIL LEIGU frá 14. Maf stofa með for-
stofugangi. Samastaðar 1 hornherbergi.
Ritstj. ávísar.
Björn Jensson
kennari við lærða skólann andað-
íst stundu eftir miðaftan á Föstu-
dagskvöldið (19. þ. m.). Hann var
sonur Jens rektors Sigurðssonar
og Ólafar konu hans, Bjarnardótt-
ur, Gunnlaugssonar yfirkennara.
Björn var fæddur 19. Júní 1852,
útskrifaður úr Rvíkurskóla 1873 með
1. eink.; sigldi til Hafnar-háskóla og
tók þar heimspekispróf næsta ár með
ágætis-einkunn, en 1878 fyrri hlut
fullnaðarprófs við fjöllistaskólann.
Varð kennari við lærða, skólann 1883
og umsjónarmaður skólans 1891 —
1902.
1884 kvæntist hann Henr. Louise
Svendsen, dóttur H. H. Sveödsens,
lengi verzlunarstjóra á Eskifirði og
síðar kaupmanns.
Bjöm lætur eftir sig 7 börn (1 son,
6 dætur).
1889—90 gat Björn eigi kent sakir
heilsulasleika (höfuðveiki), og næsta
ár eigi haft fulla stunda-tölu; varð
hann að fara utan til heilsubótar
sór 1890. Nú síðan í fyrra vetur
þjáðist hann á ný af sömu veiki og
gat ekki kent í vetur, en tók þátt í
umsjón í skólanum fyrri hlut dags.
En eigi var það þó þetta, er leiddi
hann til bana, heldur lungnabólga,
er hann fékk við kælingu fáum dög-
um áður en hann dó.
Björn var inn mesti atgervismaður
að gáfum; þær vóru skarpar, einkar-
Ijósar og ákaflega fjölhæfar; ímynd-
unarafl fjörugt. Hann var fálátur
við ókunnuga menn; en vinir hans
gátu ekki hugsað sér öllu skemti-
legri mann við að tala. Hann bar
nafn móðurföður síns, Bjarnar Gunn-
iaugssonar, sem Helgi Hálfdánarson
með snildar-orði kallaði „spekinginn
með barnshjartað.“ Þetta nafn mátti
Björn Jensson með öllum rétti erfa
með skírnarnafni eftir afa sinn. Því að
hreinhjartaðri maður getur varla til
verið, en hann var. Maður gat varla
átt svo tal við Björn til lengdar, að
manni fyndist ekki maður verða
sjálfur í hvert sinn vitrari, hreinni
og betri maður við hans fund. Dreng-
ska,pur hans og vintrygð gat ekki
átt meira en sinn líka. Stjórnsam-
ari kennari hefir aldrei hór við skól-
ann verið. Hann þurfti varla að tala
til lærisveina sinna, til að áminna
þá eða banna þeim; hann þurfti ekki
nerna að horfa á þá. Allir unnu
honum svo og virtu hann, að eng-
inn vildi styggja hann.
Hann var lengi í ritnefnd Bókmenta-
fólagsins, í stjórnarnefnd Landsbóka-
safnsins og hafði ýrnsar aðrar trún-
aðarstöður á hendi. Og erþarhver-
vetna torfylt skarð fyrir skildi.
£dðrétling.
í síðasta blaði stóð, að 1903 hefði
verzl. „Godthaab “ selt 200 rullur
af „Yiking“-pappanum. Þar átti að
standa
2 0 0 0,
en ekki 200.
Þeir „Öldufélags“-menn, sem ætla
sér að kaupa vörur i „Kaupfélagi
Rvíkur", ættu sem fyrst að senda
pantanir sínar til hr. Hannesar skip-
stjóra Hafliðasonar eða undirritaðs,
sem gefa allar upplýsingar. [ — 9
Kristján Kristjánsson,
Laugavegi 17.
Signor Tóki.
Æði marga oft ég sá
óláns slána’ og hróka ;
en fyrst mér brá, er fékk ég sjá
flækinginn hann Tóka.
Okdstír gat hann áður sér
upp á SNJÓVGUM HEIBUM;
sagt er nú, að enginn er
ötulari á voiðum
Tóki ætti að sjá að sér
að svíkja’ ei fljóð né tæla,
því sterkari margur, en hann, er
og óhræddur við þræla.
X.
Áukið lystina.
Sveitzer-Ostur er ó-
dýrastur í verzlun
Valðim. ðltesens.
Konu minni, sem í mörg ár hefir
þjáðst af tæringu og leitað margra
lækna, hefir batnað töluvert við að
brúka KÍNA-LÍFS-ELIXÍR Valdemar
Petersens, og vona eg að henni al~
batni við að halda áfram að brúka
elixírið.
Hundastað á Sjálandi, 19. júní 1903.
I. P. Arnorsen.
Kína lífs-ellxírið fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi, án toil-
álags á 1,50 (pr. fl.) glasið.
Til þess að vera vissir um, að fá ið
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur
beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir inu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og flrmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Fredrikshavn. Skrifstofa og
birgðahús Nyvej 16, Köbenhavn.
Prentsmibja Reykjavíkur.
Prentari PORV. PORVARÐSSON.
Pappíriaa fri Jiai Ólafaayai,