Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.03.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.03.1904, Blaðsíða 2
44 „Hjúin gera garðinn fraegan", Haustið 1902 í Októbermánuði réð ég til mín mann nokkurn, Þórarinn Guð- mundsson að nafni, til þess meðal anriars að aka þvotti milli Lauganna og Reykja- vikur. Atti hann að halda dagbók og skrifa í hana nákvæmlega alt er hann keyrði, taka á móti borgun fyrir keyrsluna og kvitta við í bókinni; auk þess átti hann að skriía í aðra bók alt það, sem hann var látinn kaupa til heimilisins, þvi að borgun fyrir það átti hann að taka af peningum þeim, er kom inn fyrir þvott- keyrsluna. Bækurnar og pað, sem þá var eftir af peningunum, er inn höfðu komið fyrir keyrsluna, átti liann að afhenda mér nm hverja helgi. Þetta gekk allvel í fyrra vetur, þótt dáiítið værí ábótavant við bók- færsluna Vandaði ég um það við hann og lofaði hann að bóka alt rétt. Fardagaárið 1903—1904 réðst hann til mín sem vinnumaður og hafði ég hann til sama starfa, þegar kom fram á sumarið og ég byrjaði að fara með vagna austur x hveri-i viku. Þá átti ég svo annríkt, að ég komst eigi til að innfæra úr dagbókum keyrslumaunsins, enda trúði ég honum til að skriía alt rétt. Leið svo fram tíminn að ég tók eigi á móti bókunum fyr en eftir nýár í vetur. Var þá langur kafli, sem hann hafði ekkert í þær skrifað ai' því sem keyrt hafði verið, sömuleiðis var ekkert skrifað af þvi, sem keypt var til heimilisins frá þvi i Júlí f. á. og var þó alt af keypt daglega meira og minna fyrir keyr8lupeningana. Þar af leiðandi var eigt hægt að sjá, hvað inn hafði komið. 8á ég nú að ég hafði trúað Þórarni alt of vel og lét þvi annan taka við að keyra þvottinn. Frétti ég þá, að Þórar- inn hafði verið farinn að tryggja sér þvotta- keyrsluna eftirleiðis með þvi, meðal ann- ars, að láta lista ganga um bæinn handa mönnum að skrifa sig á, sem vildu nota keyrslu lians; enn fremur frétti ég að í félagi við hann væri góður og gamall ná- ungi minn, sem ég hafði gengið í ábyrgð fyrir i Landsbankanum fyrir láni, sem hann að visu er nú búinn að borga; en í fyrra fyrir vertiðina bað hann mig að hjálpa sér og lána sér nokkrar krónur, sem ég gerði. En á það lán hefir hann ekki minst einu orði síðan Átti ég bágt með að trúa því. að þessir menn byndust í félag til að keppa við mig um Lauga keyrsluna og það því siður, þar sem Þór- arinn, er ég varð að vekja í vetur á morgnana á 9. stundu, þegar honum hafði orðið á sofna aftur, eftir að hann fékk morgunkaffið, sagði, að fleiri mundi verða lúrlegir en hann eftir keyisluna, og að keyrslan væri sú versta vinna, sem hann hefði unnið. Auðvitað er þetta jafn satt og fleira úr þeirri átt. Hinn maðurinn var áður búinn að reyna sig á Lauga- keyrslu og hætti við hana af því, að hon- um þótti hún ekki borga sig. Það reyndist satt, að þeir félagar vóru búnir að láta lista ganga um Reykjavíkur- bæ til að safna handa sér áskriftum til Laugakeyrslunnar. Og svo vildi svo vel til, að þessi félagi Þórarins heitir Jón, og hefi ég sannfrétt að nokkuð margir ætluðu að þessi Jón, sem skrifaði sig neðan und- ir listann, væri ég, því að þeir vissu ekki, hvers son é g er, Skrifuðu þeir sig svo á listann í þeirri meiningu að hann væri frá m é r. En það liggur í augum uppi, að slík áskrift getur ekki verið bindandi fyrir neinn, sem hefir vilst svona á mönnum, og það var ekki skýrt fyrir þeim, er hlut áttu að máli. Þegar nú Þórarinn sá, að hann átti ekki að keyra lcngur, bað hann mig að gefa sér eftir vetrarvertíðina og það gerði A leigu. frá 14 Maí n. k. fást i vær yndisleg ar íbúðir í húsinu nr. 4 við Vatns- stíg hér í bænum. — Nánari upþlýs. inaar gefur Saníd Daníelsson, á 4 — 6 aura. 12 stykki fyrir 35 og 60 aura. cekcx og ka||ibrauð er bezt hjá JES ZIMSEN. Mork Carlsberg fæst nú hjá Guðm. Olsen. Til leigu nú þegar, eða frá 14. Maí 2 hcrbergi í Vesturgötu 37. H ú s á góðuiu stað í bænum er til sölu. Ritstj. ávísar. margs konar, nýkomin til Guðm. Olsen. Enskar liúur nýkomnar í verzlun Einars Arnasonar. jjrúkið rauðvín til matar. Verzlun Ben. S. Þórarinssonar selur góð, en ódýr rauðvín. — Rauð- vín eru betri í sætsúpu og rauð- grauta en saft. Ef keypt, er að mun rauðvín, þá verða þau ódýrari en saft. í Vinaminni fást nú fallegir KRANZAR af nýrri Thuju og ýmsum fallegum, grænum blöðum. Einnig BLÓM- og JURTA- FRÆ og ýmsir blómlaukar. [—13. Með ,Ceres‘, ,Laura‘ og ,Mjölni‘ liefir kom- ið afarmikið af alls konar vörum í allar deildir í Thomsens Magasíni. fragtin dn nemur 2,400 krinum. Nokkra háscta vantar á Kutter, eftir Páska, góð kjör í boði. Þeir sem sinna vilja þessu, tali við Sig- urð skipstjora Bjarnason, Nýlendu- götu nr. 21. THQMSENS MAGASlN. Bazardcildin: hárkambar, hár- greiður, vasagreiður, fílabeinskambar, spil, alls konar leikföng, svampar, atkvæðakúlur, blómsturvasar, stórt úrval af ilmvötnum, harmoníkur, fiðlur, munnhörpur, mikið af silfur og plcttvörum. Kartöflur fást í verzlun Jóns Þórðarsonar. TH0IV1SENS MAGASfN. Kjallaradcildin: Sódavatn og Sítrónsódavatn frá Itósenborg, Por- ter, Export, Pilsner og Lageröl. Mork Carisberg fyrir bindindis- menn. Portvín, Sherry, Rínarvín, Cbampagne, Banco, Whisky, Cognac og margar aðrar tegundir af vínum, sem keypt eru beint frá heimsins allra hcztu vínsöluhúsnm. Búarnir, sem kvenfólkið hefir mest spurt eft- ir, eru nú komnir í verzlun JÓNS tÓKBARSBNAR, sömul, karlm. skinnhúfur o, m. fl. ég. En hvað gerir hann svo? Hann er nú byrjaðnr að keyra þvott. fyrir „komp- aníið“ og sé ég nú fyrst, hvað vel hann hefir vexið búinn að búa í haginn fyrir sig áðui*. Um aðferð hans gagnvart mér, skal ég ekki dæma; en þegar ég sá hann ofan í grunninn, datt mér í hug í málshátturinn: „Hjúin gera garðinn frægan“. Línur þessar hefi ég skiúfað góðum mönnum til athugunar. Laugalandi, 14. Marz 1904. Jón Guðmundsson, (póstur). Y o 11 o r ð. Síðast liðin þrjú ár hefir kona mín þjáðst af magakvefi og taugaveiklun, og batnaði henni ekkert við margí- trekaða læknishjálp; en við það að nota KÍNA-LÍFS-ELIXÍR Valdemar Pctersens hefir henni stórum batn- að, og óg er sannfærður um, að henni mun albatna, ef hún heldur áfram að brúka elixírið. Sandvík, 1. Marz 1903. Eiríkur Runáilfsson. Kína lífs-elíxírið fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi, án toll- álags á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera vissir um, að fá ið ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eítir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir inu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Fredrikshavn. Skrifstofa og birgðahús Nyvej 16, Köbenhavn. mr* Þeir sem eun hafa ckki borgað síð- asta árgang „Reykja- víkur“, eru beðnir að gera það sern fyrst. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í „Reykjavík" Verða að afhendast í síðasta lagi áliád. hvers jVíiðkuðags. PRENTSMIBJA ReYKJAVÍKUR. Prentari: Þorv. Þorvarðsson. Pappírinn frfc Jóni Ólafasyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.