Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 06.05.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 06.05.1904, Blaðsíða 3
79 Fermingarföt. Allir þeir foreldrar, sem ætla að láta ferma drengina sína, ættu að kaupa fermingarfötin handa þeim í „Klæðskerabúðinni í Thomsens maga- síni“, því þar fást þau úr fallegasta efni, lang-bezt sniðin og sáumuð og kosta þó að eins 2 0 k r é n o r. Áður en þér afgerið kaup á ferm- ingarfötum annarstaðar, þá gerið svo vel að líta inn í Klæðskurðarbiiðina í THOMSENSIMAGASÍNI. Til íslendinga. Hlífið skógum og kjörrum! Landið var fyrrum skógi þakið milli fjalls og fjöru, en fyrir marg- ar orsakir, ekki sízt fyrir sakir vægðarlauss skógarhöggs, hafa skóg- arnir eyðst, og fáar og smáar eru þær leifar, sem enn eru eftir. Það er nauðsynlegt fyrir allan bún- að að hlífa þessum ieifum og vernda þær og að græða nýjan skóg í stað þess, sem eyddur er. Skógarnir veita eldivið og efnivið í smáhýsi. Skóga má græða svo að þeir veiti hlé húsum, görðum og túnum. Skógarnir hindra, að moldina biási burt úr -hlíðunum. Skógarnir hindra skriður og snjó- flóð. Skógarnir eru skrúð lands. Alþingi hefir veitt fó til að græða móðurreiti og skóga og til náms handa gróðursetjurum. Tilgangurinn er sá, að selja plöntur úr j.essum móðurreitum skógræktarfélögum og einstökum mönnum; það munu þó líða eitt eða tvö ár, áður en nægi- leg gnægð plantna verði til orðin til þess. Alþingi hefir veitt fó tii þess að kaupa skógana við Hallormsstað, Háls og Vagla, til friðunar, til þess að þessir staðir geti orðið þær meg- instöðvar, er frá megi renna þekk- ing á skóggræðslu til alþýðu og vakið áhuga hennar. Hvervetna á landinu eru margir meiri og minni skógar og kjörr. Það ríður iíka á því, að forða þeim við eyðingu. Landssjóður getur ekki keypt það alt. Þess vegna snúum vér oss að allri alþýðu landsins með áskorun og leiðarvísun þá, er hór fylgir: Hlífið kjörrunum, svo að niðjar yðrir megi ^hafa gagn og gleði af þeim. Hlífið skógunum, svo að þeir geti framleitt fræ, er nýr skógur grói upp af. Það er þörf á miklu fræi. Að hlífa skógum er ekki sama sem að höggva ekki i þeim. Þvert á móti. Það á að höggva í þeim, en það á að gera það á skynsam- legan hátt og svo sem þegar skai getið. Að hlífa skógunum er að varna fénaði að komast í þá, að svo miklu leyti sem hægt er, og einkum á vor- in; annars bítur hann ina ungu frjóanga og nýsprottnu plönturnar. Eigi skal höggva í kjörrum stór eða smá samfeld svæði. Eigi slcal höggva hávöxnustu stofn- ana, en taka skal eidiviðarefni í kjörr- um, þar sem þéttast er; taka skal visnuðu stofnana eða greinarnar og þá stofna, sem nágrannar þeirra eru næstum að kæfa, eða þá sem standa svo nærri fögrum stofni, að þeir hindra hann í að þróast eftir mætti. Munið, að trén eiga að verða stór, áður en þau geta borið fræ fuilgóð og til hlítar, og munið, að alt land. ið getur haft gagn af því birkifræi, sem grær í hverjum einstökum skógi. Hlítið þessum reglurn og fáið ná- gronna yðar, hver í sinni sveit, til þess að hlíta þeim, þar sem skógur og kjörr eru. FJensborg skógfræðingur mun halda fyrirlestra á ferðum sínum í sumar um skóggræðslumálið og sýna Jjós- myndir. Ákveðið er fyrst um sinn, að hann haldi fyrirlestra: í Reykjavík, í öndverðum Maí, á Eskifirði, um þ. 21. Maí, á Seyðisfirði um þ. 4. Júní, á Akureyri, um þ. 10. Júní. á Sauðárkrók, um þ. 17. Júní, í Stykkishólmi, um þ. 22. Júní. Hlýðið fyrirlestrunum; í þeim verð- ur veitt nákvæm leiðarvísun um meðferð skóga og árangurinn af góðri meðferð þeirra. C. V. Prytz. C. Eyder. ^uglýsing Hór með skora eg á yður, sem fenguð til leigu hjá mér undirritaðri, rúmstæði, og yður var afhent hjá Baldri Benediktssjmi trésmið, Yestur- götu 35. Rv. haustið 1901, að skila því tafarlaust eða andvirði þess til hr. kaupmanns Björns Kristjánssonar Rv., annars verð eg að Játa sækja það til yðar á yðar kostnað. ísafirði 25. Apríl 1904. Guöríöur Árnadóttir. ALLSKONAR karlmannsfatnaður eru ódýrt til sölu. Afgreiðslumaður ávísar. PENINOABUDDA með peningum ný- fundin í miðbænum. E'igandinn getur.vitj- að hennar f Selkot við Brekkustíg geo-n borguna fyrir auglýsinguna og sanngjörn. um fundarlaunum. 1 eða 2 Herbergi til leigu. Laufásveg4. TIL LEIGU fra 14. I\i aí 2 stofur eldhús, Bræðraborgarstíg 35. NOKKUR herbergi til leigu, í góðu húsi á góðum stað í bænum, semja má við Ámunda Guðmundsson Laugavegi 70. [21 TIL LEIGrU loítherbergi við Bergstaða- stræti 40. Jóhann Teitur Egilsson. Stjórnar-tiðindi. Lausn frá embætti frá 1. Okt. samkv. ósk sinni hefir rektor Björn M. Ulsen Dr. phil. fengið sakir bil- aðrar heilsu. Nafnbót. Frá s. d. er hr. rektor B. M. Ólsen útnefndur j)rófessor (3. tignarflokk). Settir sýslumcnn: cand. jur. Páll V. Bjarnason í Eyjafj.s. og bæ- jarf. á Akureyri 19. Marz; cand.jur. G. Björnsson í Skagafj.s. 25. Apr., -— báðir frá 1. Maí að telja. ---— . s • —---- Undirskriftin. Plerra ritstjóri. — Hafið þökk fyrir yðar skemtilegu og þörfu grein í síðasta blaði um „Kattarins 9 líf.“ Það er enginn vafi á þvi, að rikisráðið er stofnun fyrir alt Danaveldi í keild sinni, eigi að eins fyrir Danmörk eina, heldur einnig fyrír Island ad því leyti sem ráðherrann ber þar upp fyrir kon- ungi íslands mál. — Stjórnarskrá vor er bygb Á stöðulögunum og miðar við þau: en samkvæmt þeim er ísland „óaðskiljan- legur hluti Danaveldis með bérstökum landsnéttindum.“ Alveg eins er ráðherra Islands hluti ae ríkisrábinu með þeirri sérstöbu þar, sem leiðir af og samsvarar inum „sérstöku landsréttindum“ íslands. Þessi sérstaða kemur fram meðal ann- ars í því, að sérmál Islands eruEKKirædd á þeim uudiibúningsfundum undir ríkis- ráðið (Minister-konferencer), þar sem dönsk sérmál og alrikismál eru rædd. Þetta er þegar búið að fcsta í framkvæmd. Einnig kemur sérstaðan fram í því, að ísl. ráðh. tekur ekki sæti í ríkisráðinu, nema þegar hann hefir mikilvæg ísl. mái fram að bera fyrir konung. Þetta er einn- ig fram komið i framkvæmdinni. Eíns og ísland hefir ríkisráð sameigin- legt, við Danaveldi i heild sinni, en ekki sérstakt ríkisréð fyrir sin sérstöku mál, eins hefir það sameiginlegan forsætisráð- herra við alríkið, að því er þau mál snert- ir, er sérstaklega hvíla á forsætisraðherr- anum sem slikum. Eitt af þeim störfum er, að undinskrifa með konungi útnefning ráðgjafa. íslands-ráðherrann getur þvi að eins undirskrifað útnefningu sjálfs sín eða annars ísl. ráðherra, að liann sé skoðaður sem forsætisráðhqrra að því er ísland snertir, en þá væru ríkisráðin orðin tvö, en það eru þau ekki né geta verið sam- kv. stjórnskipunarlögum þeim, sem enn gilda, liversu mjög sem menn kynnu að óska að þau væru önnur og öðruvísi en þau eru. Eftirþeim lögum, sem enn gilda, hlaut, því Deuntzer forsætisráðherra að rita nndir skipunarbréf Hannesar Hafstein sem fslandsráðherra. Þab eitt var form- LEGA RÉTT. Eins og þér takið réttilega fram í síð- asta blaði, vóru unimælin í nefndaráliti n. d. um, að nefndin „gengi að því vísu“ að Isl.ráðgj. mundi undirskrifa útnefninguna með konungi, ekki neitt skilyrbi, heldur að eins von og ósk, sem ekki hefir þá verið brotin til mergjar eða athuguð.1) En hvernig sem á er litið, getur þotta enga praktiska þýðíngu haft. Sérstaklega 1) Það er gefið í skyn af sumum blöð- um, að hr. H. H. hafi sjálfur samið þessi ummæli (hann var ritari ncfnd.). En það var annar nefndarmaður, sem fékk þessu skotið inn í uppkastið. Það heíir sá nefnd- arm. sagt oss sjálfur, og það með, að hvorki hefði sér eða víst neinuin öðrum nefndar- manni dottið í hug að gera þotta að neinu skilyrbi, eða halda því fram, ef mönn- um hefði þá. verið ljóst, að sú ósk væri ó- framkvæmanleg. Ritstj. getur það ekki verið neitt fyrirdæmi (præcedens), er heimili iorsætisráðh. eða neinum dönskum ráðgjafa að blanda sér í neitt það, sem er sérmál íslands, [eða yfir höfuð í neitt það sem ekki heyrir beint undir verksvið forsætisráðherrans sem slíks. Ráðherra-útnefningin fyrir fsland er að forminu til ekki einvörbungu sérmál ís- lands i sama skilningi sem þau sérmál, sem stöðulögin telja upp; þvi að ráðherra vor hefir, auk innar innlendu stjómar í landinu sjálfu, stjórnarstörf við hlið kon- ungs í. rábi ríkisins, sem er eitt, undir einum forsætisráðherra. Og svo hlýtur væntanl. að verða þangað til ísland fær Íaga-STABFESTINGARVALDIB flutt iiin í land- ið (jarl, landstjóri). Það dygði því lítt, til að fá þessu breytt, að skifta um ráðherra. Utuefningaráðferð- in yrði alveg sú sama fyrir því. Skafti ióymaður. 1Rc\>kíavík oo orcnð. H. Andersen skraddari hafði 28. f. m. ’venð búsettur hér á iandi og hér í bæn- um 25 ár. Hann er fæddur i Sjöbo á Skáni í Svíþjóð 8. .Túní 1856, en kom út hingað 28. Apríl 1879, ráðinn skraddara- sveinn til hr. P. A. L0ve, er þá liaiði liér fatasölu og skraddara-verkstæði. Tveim árum siðar kvæntist lir. Anderstn lleigu Jónsdóttur (prests Jakoassouar) og ‘hafa þau eignast 15 hörn og lifa af þeirn 10. Þá er lir. Andersen hafði verið hér 10 ár, fór hann að reka iðn sína fyrir sjálfs sín reikning og hefir gert það síðun. Yerk- stæði hans er nú eiuna stærst í sinni grein hér á landi og hefir hann um 30 manns á verstofu sinui. Hann á nú húseignirnar nr. 14. og 16, í Aðalstræti. Nr. 14 ieigir hann út til verzlunar, en býr í nr. 16, og hefir þar búð sína og vinnustofur, auk þess sem hann leigir út einstök herbergi og heila íhúð í vesturendanum, því að núsið er eitt með inum stærstu í bænum. Húseign- in nr. 14 ,er virt 6,000 kr., en nr. 16 32,000 kr. — Suður með melurn hefir hann fengið^land til ræktunar. 9 dagsláttur! hehr liann með vegulagning og jarðabót- um kostað að mjnsta kosti 8000 kr. upp á það land. H. Andersen .hefir tekið elzta son sinti í félag við sig, og reka þeir iðn sina undir nafninu „H. Andersen og sonur.“ H. Andersen er orðlagður fyrir orð- lieldui og ráðvendni í viðskifturn, og um. dugnað hans sýna verkiti merkin. Það væri lán fyrir land vort að eignast marga slíka innílytjendur, en lir. Ander- sen er hins vegar gott dæmi þess, að ís- land fer ekki iila með dugandi innflyt- jendnr. — alls ekki ver að síuu leyti, heldur en Canada. Skipakomur. „K o n g T r y g g v e“, eimskip Thore-fél. kom í gær á áætlunar- degi. Með því kom Sveinn Sigfússon kaupm. og' fáeiuir fleiri; þar á meðal 6 Armeníu-menn, sem ætluðu til Ame- ríku, en viltust á sldp (einn þeirra að eins skilur lítið eittísænsku, annars skiljaþeir ekki norðurlandamál). — „ C e r e s “ kom í fyrramorgun og fjöldi farþegja með henni: bankastjóra-frú Scliou; ungfreyjurnar Þóra Friðriksson, Sofía Daníelsson, Bentzen (heit- mey séra Bjarna Hjaltested), Sigríður Sig- urðardóttir matselja ; kaupm. Siggeir Torfa- son, Pétur Hjaltested úrsmiður, Flensborg skógfræðingur; Jón Þorláksson cand, po- lyt.; kaupmennirnir: Thorsteinsson frá Bildudal, Riis frá Borðeyri, Iiumohr frá Hamborg; sænskur málfræðingur Sadig o. fl. o. fl. — „V e s t a“ kom 3 þ. m. Með henni: Klemens landritari (með fjölskyldu), Páll Briemamtm., Schou bankastjóri, Ein- ar B. Guðmundsson kaupm. í Haganes- vík, séra Helgi P. Hiálmarsson á Helga- stöðum og margir fleiri. — í gærkvöld koni „Eshjerg11, aukask. sam.eimsk.fél.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (06.05.1904)
https://timarit.is/issue/173932

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (06.05.1904)

Aðgerðir: