Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 18.05.1904, Síða 3

Reykjavík - 18.05.1904, Síða 3
87 Svo segir símfregn frá Sjan-hæ- kwan 8. þ. m., að frá Fimtudegi til Laugardags (5.—7. þ. m.) hafi Jap- anar sett 27,000 liðs á land á skag- anum: 7000 við Pi-tse wo (á austur- ströndinni um 70 e. míl. n. af Port- Arthur), 10,000 við Fjú-tsjá (yzta odda vesturstrandarinnar, beint n.v. af Port Adains1), og enn 10,000 við Kin-tsjá (rétt norður af Dalni, en á vestur- ströndinni, þar sem skaginn er ör- mjóstur). Sextán herskip hiífðu land- gönguhernum við Kin-tsjá. Drógu fall- byssukúlur þeirra leikandi þvers aust.- ur yfir skagann frá hafi til hafs. Nú er að víkja sögunni til Kúróki hershöfðingja og iiðs hans. Eins og vér höfum frá skýrt, fékk hann ný- jan liðsauka heiman frá Japan og hélt liði sínu vestur í land á eftir liði Rúsa. Rúsar höfðu lengi búist um í Feng-hjúan-tsjeng; þar átti önnur að- almótspyrnan að verða móti Japön- um. En aliir bjuggust við, að Jap- anar þyrftu nokkra hvíJd eftir orrust- una við Yalú og bjuggust Rúsar við, að nokkur bið mundi verða á atsókn- inni. En 7. þ. m. vóru Japanar komn- ir að Feng-hjúan-tsjeng og þóttist Kúrópatkin, inn digurmælti hershöfð- ingi Rúsa, eigi fær um að leggja til höfuðorrustu viðJapana; hélt. því öllu liði sínu burt úr Feng-hjiian-tsjeng vestur til Ljá-Yang, en lét nokkrar sveitir halda uppi smá-orrustum við Japana, meðan hann var að koma meginhernum og sárum mönnum og sjúkum undan. Þennan dag (Laug- ard. 7. þ. m.) tóku Japanar því bæ- inn og urðu Rúsar svo hratt við að hafa að komast undan, að þeir urðu að skilja eftir spítala-áhöld sín öll og sjúkra-aðbúnað, og féll það 1 hendur Japana, og er talið ekki all-lítið her- fang. Japanar sóttu hart eftir flótta- mönnum og varð nokkurt mannfall af hvorumtveggju, en þó meira af Rúsum. En er Kúrópatkin kom til Ljá-Yang, sem er járnbrautarstöð á brautinni frá Tsjarbin til Port Arthur og átti að verða þriðja aðal-varnarstöðin, þá beið hann þar ekki boðanna að Japanar kæmu á hæla sér, heldur flutti þegar alt lið og varnar-viðbúnað norður til Múkden, enda vóru Japanar þá á land komnir á Ljá-tung-skaga og höfðu þá náð jarnbrautinni suður þar og einangrað Port Arthur. Alexíeff varakonungur hafði fyrst ezt að í Múkden eftir flóttann frá Port Arthur og ætlaði að hafa þar höfuðaðsetur, en hann er yfirhershöfð- ingi alls hers og flota Rúsa þar eystra. En nú leizt honum að flyt.ja sig enn um set norður til Tsjarbin (Harbin, i) Lesendur ættu að liafa herkort vort við höndina og marka á það jafnskjótt nýja staði; mun það þá reynast yfirlitsbezta her- kort, er þeir eiga völ á, eins og það er laust við stórvitleysur, sem meinspilla þeim tveim kortum öðrum, sem isl. lesendum hafa nú verið boðin. Kharbin), en bauð Kúrópafckin að verða eftir með iiði sínu í Múkden og búast þar um til varnar, og skulu nú Rúsar eigi þaðan hörfa „fyrst um sinn“ („for the present“), segir hann í ritskeyti til lceisara Síns. Þó að uú þetta alt mætti mikil tíðindi heita á einni viku, þá bar þó fieira til markvert. Yér höfum getið þess fyrri, að Rúsar tóku fyrir löngu nokkuð að búast um í vetur í bæ þeim er Njú-tsjang heitir; hann ligg- ur við járnbrautina til Port Arthur og við sjó fram við austanverðan botn Ljá-tung-flóa. Er það einn af þeim bæjum, er Sínverjar opnuðu í haust fyrir öllum þjóðum til verzlunar. Rús- ar víggirtu hann í vor og vetur og hlóðu skotvirki mikil umhverfis hann og settu á fjölda af stórum fallbyss- um, fluttu þangað setulið mikið (20- 000 var áagt þá) og bjuggust til að verja borgina; höfnina gerðu þeir her skipum ófæra með því að sökkva þar niður fjölda sprengivéla.—En nú urðu þeir svo skelkaðir, er Japanar kom- ust á land á Jjjá-tung-skaga, að þeir þorðu ekki að haldast við; tóku því þann kost, að draga fallbyssurnar burt af virkjunum flestar og senda þær norð- uríland og setuliðiðalt á eftir, þótt Jap- anar væri hvergi nærri bænum komnir, nema hvað af og til sást, til herskipa undan landi. Um leið og setuliðið fór burt, rændi það og ruplaði mat- vælum öllum, er hönd á festi frá Sín- verjum; meðal annars ráku þeir með sér stórar nauta-hjarðir (nokkur hundr- uð nauta), er þeir stálu. Þykja Sín- verjastjórn slík tilræði óvingjarnleg víð þegna hlutlausrar þjóðar. En þessu líkar hafa verið aðfarir þeirra við Sínverja hvervetna í Mandsjúrí. Er því ekki að kynja, að Sínverjar fagna hvervetna aðkomu Japana. Þeir fara öðruvís að í Mandsjúrí og Kóreu; hvað eina sem þeir heimta af lands- mönnum, af vistum eða öðru, borga þeir hvervetna fullu verði. En er Rúsar tóku að flýja úr Njú- tsjang, vóru þar stórar sveitir ríðandi stigamanna, um 3000 manns, af Mand- sjúra kyni, utan borgar, og biðu eftir brottför Rúsa, til að komast inn í bæ- inn til ránskapar. Hafa bæjarbúar því vopnast eftir föngum til varnar, en Rúsar létu eftir um 200 hermenn til varnar, unz Japanar kæmi og tæki bæinn. Stigamenn gera Rúsum annars marga skráveifu, einkum með því að brjóta upp járnbrautina milli Njú- tsjang og Múkden; nýlega höfðu þeir sprengt upp járnbrautar-jarðgöng á þeirri leið, svo að lestir töfðust 4 sól- arhringa. — Svo segja rúsneskar fregnirnú í fyrsta sinn, að ailri inni rúsnesku þjóð sé nú mjög fallinn hugur við hrakfarirnar allar í striðinu. í suð- ur og vestur hluta RúsJands er óá- nægja manna svo mikil, að stjórnni óttast mjög að þar horli til uppreist- ar og vandræða. 9. þ. m. segir fregnriti „Standard’s" frá Rúslandi, að stjórnin sé alveg hætt að hugsa til þess að senda neitt af Eystrasalts-flotanum austur til Asíu. Henni mun og vera nauðugur einn kostur, tvísýnt að hún gæti séð þeim fyrir kolum á ferðinni, og einsætt, að er austur kæmi, yrðu þau Japön- um auðunnin bráð, þar sem Rúsar eiga nú enga höfn, er þau kæmust inn á, og yrðu þegar kolaþrota þar. Yladivostok-floti Rúsa er nú skrið- inn inn á höfn aftur í Viadivostok, en deild af Japans-flota þar úti fyrir og heldur þeim inni byrgðum. Annars heflr nú orðið vart við rús- neska njósnarmenn, fáa þó, austan til í Norður-Kóreu; eru þeir án efa að grenslast eftir, hvort Japanar sé ekki að að setja lið á land þar eystra til leiðangurs á landi gegn Vladivostok. — En það er orðlagt, að Rúsar fregni yfirleitt ekkert um hreyfingar Jap- analiðs, annað en það er þeir sjá í blöðunum. En hins vegar hafa Japan- ar þann urmul njósnarmanna um alt Mandsjúrí, að þeim kemur nær ekki á óvart, þess er Rúsar að hafast. Eftir tveim japönskum njósnarmönn- um, er Rúsar náðu nýlega, hafaþeir það, eftir því sem þeir, eða annar þeirra að minsta kosti, eiga að hafa meðgengið, að síðan ófriðurinn byr- jaði, hafi 100 foringjar úr herráði (general staff') Japana, og 300 Japan- ar aðrir, farið frá Peking (í Sínl.) inn í Mandsjúrí til njósna og til að sprengja upp járnbrautir og vinna Rúsum ann- að tjón. Áður en þeir leggja á stað, raka þeir sér krúnu, Jíma hárpísk á hvirfil sér og klæðast á sínversku. Rúsar höfðu „kristnað“ nokkra mannræfla í Norður-Kóreu á sínum tíma, og þessum greyjum töldu þeir nú trú um, að Japanar væruinir verstu ofsóknarmenn kristninnar, heiðnir hundar og illræðismenn verstu. Þessir Kóreingar sumir hafa því verið önd- verðir Japönum, og meðal annars oft skorið niður ritsíma hersins. Japan ar hafa þó ekki farið svo hart að, sem lög standa til, við manngarma þessa, heldur hafa þeir snúið sér til kristinna trúboða 1 Japan og beðið þá að láta trúbræður sína í Norður-Kóreu vita, að Japanar væru ekkert trúar- stríð að heyja; allir menn og þjóðir mættu hafa trú sína og trúboð í full- um friði fyrir sér. Þetta þykir þeim líklegra til góðs árangurs, heldur en harðar refsingar; en hafa þó jafnframt látið vita, að spillvirki yrðu eigi látin óhegnd. Aðrir af þessum kristnu Kóreingum flýðu lönd og bygðir þar sem Japanar settust að með her sinn. En nú eru þeir sem óðast að snúa heim aftur, er þeir fréttu það, að Jap- anar létu fólk alt í friði, og að rétt- arfar væri jafnvel stórum betra í land- inu, þar sem Japanar væru, en ann- arstaðar. Daginn eftir Yalú-orrustuna er nú mælt að Japanar liafl komið til 4,n tung (2. þ. m.) og elt það lið Rúsa, er flúið hafði úr borginni, og náð ýmsu af því í skógunum þar austur af. 400 fanga kvað þeir hafa tekið þar. Það er nú sagt, að Alexieff vara- konungur hefði verið lítið eitt sár, er hann flýði frá Port Arthur. Yfir 4 meiri háttar brýr vóru ájárn- brautinni milli Njú-t.sjang og Port Ar- thur; þær hafa Japanar allar sprengt upp. Mikill sjúknaður er í iiði Rúsa í Tsjarbín, svo að mælt er að varla muni annarhver maður þar á ferli vera. Er kent um húsnæðisleysi, og illri aðbúð á allar iundir, þar á með- al lélegu viðurværi. 1 herliðinu í Múkden er svo mikið um sjúkdóma, að orð hafa verið gerð til Pétursborgar að senda þangað ið snarasta 100 lækna í viðbót við það sem þegar er þar eystra. Þar geisar í liðinu taugaveiki, blóðsótt og bóluveiki. Rúsastjórn hafði fengið ádrátt eða jafnvel loforð um allmikið lán hjá frakkneskum .auðmönnum, en eigi var þó fullsamið um það, er fregn- irnar komu um ósigra Rúsa á landi og hrakfarir allar. En þá tóku rík- isskuldabréf rúsnesk að hríðfalla nið- ur fyrir allar hellur, svo að tvísýnt þótti mjög, að peningamennirnir frönsku mundu halda áfrarn með láns- samningana. Japanar hafa hins vegar fengið lán £ 10,000,000 (180 milíónir króna); var það lán veitt gegn 6°/0 vöxtum og greiðist Japönum með 93x/2; en á Lundúna-markaði hefir selst helming- ur hlutabréfanna á 96x/2, og hinn helmingurinn á New-York-markaði á he1/^. Lánið á að endurgreiða á 7x/a ári. Japanar segjast ekki þurfa á neinu frekara ríkisláni að halda með- an á stríðinu standi. Mainialát. Ungverska skáldið Maurice Johai dó 5. þ. m.— Afríku- farinn frægi Sir Henry M. Stauley dó 10. þ. m. Hann hét upphaflega John Rowlands og var fæddur í Den- bigh í Wales á Sfcórbretalandi 1841. Foreldrar hans vóru blásnauðir og var hann tekinn af þeim þriggja vetra gamail og alinn upp á sveit. Ungur fór hann vestur til Bandaríkjanna og settist þar að. Þar kyntist hann manni, sem tók hann að sér, gerði hann að kjörsyni sínum og gaf hon- um nafn sitt: Henry Morton Stanley, og bar hann það síðan. Frægð sína sem blaða-fregnriti vann hann sér i þjónustu „New York Heralds“. Síð- ari árin settist hann að á Englandi og var þar herraður af stjórninni: Sir Henry. Heilsa keisarans. - ViILjáliunr keisari með krabbameiii í^liáls- inum? - Sorglegt útlit. — Þá er fregnin kom á öudverðum vetri frá

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.