Reykjavík - 18.05.1904, Qupperneq 4
88
Berlinni um hálsmein keisarans, var alt
til þess gert að bæla niður allan grun
um, að það væri krabbamein, sem
að keisara gekk, og mikið gert úr
því, hve hratt og vel batinn gengi, og
síðast, að keisari væri alheill orðinn.
Sitthvað leit þó grunsamlega út um
albatann, t. d. það, að keisari og hirð
hans fluttist aldrei til Berlinnar í vetur.
Nú segist fregnriti „Scotsman’s"
hafa fengið sanna sögu af sjúkleik
keisarans, og það úr beztu átt, sem
eigi verði vófengd. En sagan sönn
hefir aldrei birt verið fyrri á prenti.
í miðjum September fékk keisari
hæsi, er ekki vildi batna, heldur versna,
og lót hann þá iækni sinn skoða háls-
inn á sér. Læknirinn heímti, að þeg-
ar væri sent eftir sérfræðingi í háls-
sjúkdómum, Dr. Moritz Schmidt í
Frakkafurðu. Hann kom þegar, og
kvað æksli vera að myndast á vinstra
raddbandinu og yrði að skera það
burt þegar í stað. En er keisari
heyrði, að hann yrði að hlífa rödd
sinni (tala lítið sem ekki) nokkurn
tíma eftir uppskurðinn, þá kvað hann
verða að fresta skurðinum, því að
mikilvæg stjórnmálefni kölluðu að sér
fyrst. Fékk hann læknana til að heita
sér því, að þegja trúlega um háls-
meinið, þar til er búið væri að gera
skurðinn, til að óróa ekki sifjalið sitt
né þegna.
Þau mikilvæðu stjórnmál, er keis-
arinn átti við, vóru það, að Rúsa-
keisari var þá í orlofsferð hjá mági
sínum, stórhertoganum af Darmstadt.
En Yildjálmur vildi finna Nikulás keis-
ara að máli, átti við hann skyldar-
erindi, og vildi líka fyrir hvern mun
forðast það umtal, er af því mundi
verða, ef hann tæki eigi á móti Niku-
iási keisara, og bæri sjúkleik sinn fyrir.
Vilhjálmur keisari hélt nú svona
út 6 vikur, sinnti öllum stjórnarstörf-
um, var inn ghiðasti á heimili sínu,
tók móti Nikulási í Wiesbaden með
dýrlegri veizlu og heimsótti hann aft-
ur tveim dögum síðar í Wolfsgarten.
En alt af versuaði hálsmeinið, og
sýndi keisari ið mesta þrek í því, að
láta nær á engu bera og leika á als
oddi.
En er Rúsa-keisari var heim horf-
inn, lagði hann sig undir læknishend
ur. Dr. Schmidt hafði undirbúið alt;
hafði hann í nokkra daga dvalið í
höll keisarans í Postdam, svo að eng-
inn vissi af, nema einn trúnaðarþjónn
keisara, er bar iækninum mat og gekk
einn um herhergi hans. Enginn af
ættmönnum keisara vissi þá um sjúk-
dóm hans, nema drottning hans ein.
Skurðurinn á hálsinum var gerður
í herbergi læknisins, og var enginn
viðstaddur auk læknanna, nema trún-
aðarþjónninn, sem getið var, og hafði
hann áður verið við, er skorið var
krabbameinið úr hálsi föður keisarans.
Keisari skipaði læknunum að leyna
sig engu um sjúkdóminn. Keisar-
inn mátti ekki tala fyrst á eftir; en
undir eins og skurðinum var lokið,
skrifaði hann á blað: Er það krabba-
mein ?“ og rétti að iækninum. Hverju
læknirinn hefi svarað honum, veit
enginn, en það var uppi látið, að þetta
væri meinlaust hálsmein, er ræðu-
menn og söngmenn fái oft.
Að sárið greri svo seint, yar kent
því, að keisarinn hlýddi eigi nógu
vandlega læknunum um það að hlífa
röddinni. En er fólk heyrði það 20.
Nóv., að keisari ætlaði ekki að koma
til Berlinnar, en dvelja suður í lönd-
um, varð þjóðm smeik. Faðir hans
og móðir höfðu bæði dáið af krabba-
meini í hálsinum. Þó rénaði ótti
manna, er keisari þá heimboð í brúð-
kaupsveizlu og söng þar hátt hjóna-
vígslu-sálminn. Skömmu áður en
hann lagði af stað suður í lönd, kom
hann og fram í margra viðurvist og
hélt ræðu, og blöðin voru öll látin
flytja fregnir um albata hans og
skæran róm.
En hirðmenn hans hristu höfuðin.
Það var og undarlegt um jafn-starf-
saman mann, sem ekki er vanur að
vera langvistum fjarri stjórnaraðsetri
sínu, þá er stórtíðindi gerast í heim-
inum, að hann skyidi leggja í ferða-
lag suður um lönd og siglingar fram
og aftur um alt Miðjarðarhaf einmitt
þá er ófriðurinn hófst milli Rúsa og
Japana, — og vera enn í því ferða-
lagi. Til þess hlutu að liggja sterk-
ar ástæður.
Þá er keisara-skipið kom við í
Vigo á Spáni og keisari kom þar á
land, var mikið til þess tekið í blöð-
unum þar, hve veiklega keisarinn liti
út, og að hann forðaðist sem mest að
tala, og þá ekki nema í hálfum hljóð-
um. Þá er hann kom til Gibraltar,
var sagt að hann væri alveg úttaug-
aður og svo hás, að varla mátti mál
hans nema.
í Berlinni er það allra manna ætl-
un, að keisarinn hafi verið sendur út
í þetta ferðalag 1 því einu skyni, að
hlífa honum við áreynslu, til þess að
honum geti aukist þróttur, svohann
geti þolað annan stærri uppskurð á
hálsinum.
En krabbameins-óttinn liggur eins
og þung móða yfir aliri þýzku þjóð-
inni.
Menn þora ekki að svara sjálfum
sér upp á spurninguna:
Hefir keisarinn krahha-mein?
TRe^ftlavífc og ðrenö.
Eiinskip með vörur kom á Sd.
til verzl. „Edinborg."
Kaldhryssingslegt nú síðustu
daga, snjóað í fjöll.
„Ejallkonan44 er nú fullyrt að sé
seld frá næsta nýjári, auðvitað ein-
hverjum utanbæjarmanni.
Ritstj. „Fjallk.“ er lasinn þessa
daga, rúmfastur.
Lansn írá prestskap hefir fengið
fyrir heilsubrest séra Arnór Árnason
á Felli í Strandasýslu.
Hapaslys vildi til fyrir helgina
hérna fyrir innan bæinn. Tveir rnenn
komu innan veginn og reið annar
ofan á stúlku, sem var að koma úr
Laugum. Stúlkan fóll um koll, fór
hesturinn yfir hana og virðist hest-
urinn hafa stígið á herðarnar á henni.
Mennirnir flengriðu áfram og skiftu
sér ekkert um stúikuna. Hún er
síðan mikið lasin. [,,Fjallk.“J-
Nj'dáinn hór í bænum 13. þ. m.
eftir skamma legu cánd. phil. Eirík-
ur Sigurðsson Sverrisen, fi-eklega hálf
fertugur að aldri, f. 23. des. 1867.
Hann var sonur Sig. sál. Sverrisen,
sýslumanns í Strandasýslu. Hann
var kvæntur Hildi Jónsdóttur, prests
Bjarnasonar Thorarensen frá Stór-
holti. Hún lifir mann sinn.
Yfirlit yfir }>ilskipa-aflann í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi á vetr-
arvertíðinni:
A. Reykjawík:
Eigendur skipa : Skipatala: Afli tals:
G. Zoéga . 6 123,000
Th. Thorsteinsson . . . 5 103,000
Jes Zimsen . . . . . 3 53,000
Þ. Þorsteinsson o. fl. . . 2 57,000
P. Bjarnason o. fl. . , . 1 24,000
Gisli Jónsson o. fl. . 1 12,500
Runóifur Stefánsson . . 1 15,000
Stefán Pálsson . . . . 1 15,000
N. Bjarnasen o. fl. . 1 25,000
Jón Þórðarson . . . . 1 17.000
Árni Hannesson o. fl. . 1 13,500
Guðjón Knútson o. fl. . 1 10,000
M. Magnússon o. fi. . . 1 20,000
Jafet Olafsson o. fl. . . 1 30,000
Fi'pus Gufunesi . . . 1 25,000
Sig. Þórðarson o. fl. . . 1 31,500
Brynjólfur í Engey . 1 18,000
29 593,500
B. Sel&jarnarnesið:
Pétur Sigurðsson o. fl. . 2 45,000
Sig. Jónsson . . . . . 2 46,000
G. Olafsson o. fl. . . . 2 57,000
Runólfur Olafsson . . . 1 15,500
Jón Jónsson . . . . . 1 15,000
Þóiður Jónsson . . . . 1 14,000
9 193,000
Aflinn hefir þá orðíð í Reykjavík að
meðaltali 20,400 á skip, en á Nesinu 21,400.
Hæst liafa þessi skip orðið í ár: Björn
Ólafsson 33,000; Golden Hope 31,500; So-
pliie Whatley 30,000; Gcorg, Sjana 29,000
hvort; Esther 28,000; Emilía 27,000; Joscf-
ína og Margrét 26,000 hvor.
Fiskurinn er í ár yfirleitt mjög vænn,
mestalt stór þorskur. Má líkl. gera ráð
fyrir 8—9 skippundum ór þúsundinu upp
og ofan.
Ef úthald og afli á vetrarvertíð undan-
farin ár er borið saman við þetta ár, verð-
ur það á þessa leið:
Reykjawík:
Ár Skip afli tals. meðalt. á skip.
1898 31 439,500 um 14,000
1899 30 304,000 — 10,000
1900 34 488,500 — 14,000
190) 48 623,000 13,000
1902 37 679,000 — 18,000
1903 40 638,300 — 16,000
1904 29 593,000 — 20,400
SeUjarnarnesið:
1898 5 62,000 — 12,400
1899 5 82,000 — 16,400
1900 7 111,000 — 15,850
1901 7 127,000 — 18,150
1902 6 120,000 — 20,000
1903 7 129,000 — 18,400
1904 9 193,000 — 21,450
Á þessu sést, að þiiskipa-útvegurinn F
Reykjavík hefir verið mestur árið 1901.
Síðan fækkar skipatalan. Eitt af þeim
skipum, sem þá gengu héðan, gengur víst
nú úr Hafnarfirði, og telst því ckki hér
með. — Nokkuð liggur fækkunin í því, að
menn hafa fargað smáskipum og keypt
stærri (og færri). En aðallega mun orsök-
in vera sú, að 1901 tóku ýmsir snikkarar
og skóarar og aðrir, sem vóru alls óvanir
sldpaútgerð, að gerast útgerðarmenn og
ætluðu að græða stórt á stuttumtíma; en
þeim lét ekki útgerðin mörgum og töpuðu
á henni. Og svo kom afturkippurinn.
Þeir hættu við úthaldið, létu skipín standa:
uppi, sum hafa farist eða farið að forgörð-
um og ekki verið endurnýjuð. En með
þessu er ekki sagt, að útgerðin hafi ekki
borgað sig í höndum vanra og hygginna
útgorðarmanna. Ekki það, að ritstjórn
„Reykjavíkur“ viti það, en henui er nær
að ætla, að vorir stærstu og reyndustu út-
gerðarmenn þurfi yfirleitt okki að bera sig
illa undan neinu árinu þessi ár.
Það er eftirtektavert, að þegar viðvan-
ingarnir, sem ekki kunnu til útgerðar,
liætra (1902), þá hækkar meðaltal aflans.
Þá er og vert að taka eftir því, að eftir
að árið 1898 líður, þá er meðaltala á skip
hærri á Seltjarnarnes-skipunum en Rvik-
ur-skipunum.
Það þarf því varla að efa, að þilskipaút-
vegur fari aftur að vaxa hér; og ef sá
vöxtur gengur hóflega og þeir einir leggja
í úthaldið, sem eru því vaxnir, þá má
vænta að vöxturinn haldist og verði að
góðu.
Vatnsleiðslu-málið.
Fyrir góðfúslega milligöngu Mr. Wards,
sem sýnt hefir Reykjavík velvildarfylsta á-
huga í þessu máli, komu ujip hér í vor
tveir Bretar: Mr. Deprek, forstöðumaður
stórs verkfræðisfélags í Exeter, mikilsvirt-
ur maður og fyrrum bæjarfógeti þar. og
Mr. Weir, verkfræðingur reyndur, er stað-
ið hefir fyrir mörgum stórum vatnsleiðsl-
um. Mr. D. mun eigi ófús til, ef svo sem-
ur, að leggja fram féð til fyrirtækisins. —
Þeir hafa nú skoðað umhverfið hór og
landslag, og af gildum ástæðum, sem skýrt
skal verða frá næst, telja þeir frágangs-
sök að reyna hér brunngrefti. eða eiga
neict undir brunnum. Álíta aðgengilagast
fyrir bæinn að fá Elliðaártiar (vatn úr
þeim) og leiða hingað vatnið. Samkv. á-
ætlun þeirra um kostnað við það, virðist
þetta ali.s ekki ofvaxib bænum. Berlega
sást á bæjarstjórnar aukafuudi i gærkvöldi,
að bæjarstjórnin er málinu mjög hlynt; en
það er svo mikilvægt mál, að hún ákvað
að leggja það undir alm. borgarafund, er-
væntanl. verður lialdinn eftir helgina, og
er vonandi, að bæjarmenn fjölmenni á
fundinn og bindi sig ekki fyrirfram hleypi-
dómum áður en þeir heyra áættanir og
röksemdir í málinu, sem nú virðist horfa
vænlega við.
Það verða víðfleyg orð, því þau ívöru
sönn, er Gubm Björnsson læknir sagði á
fundinum í gær: „Yatnsleiðsla í bæinn er
orðin það líps-spursmál, að vér verðum
ANNABHVORT AB FI.YTJA BŒINN AÐ VATNI
EBA VATN AB BQ'INUM.u
Næsta blað á Laugardags-
morgun.
Prentari: Þorv. Þorvarðsson.
Pappirinn Ír4 Jóni ÓlaÍBeyui.