Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 21.05.1904, Síða 2

Reykjavík - 21.05.1904, Síða 2
90 höfði „Þjóðviljans" eitt hugsnildarinn- ar stjórnvizku-leiftur, og þeiiri elding var ekld lengi að slá niður í „fsa- fold“. — „Fjallkonan“ er reyndar, ekki farin að hrópa „heureka!“ enn *þá; en pað kemur bráðum. Og að|þeim skyldi ekki hafa dottið þetta fyr í hug! Þetta lá þó svo „snublende nœr“, eins og Ibsen segir. En svona er það oft. Það er eins og með eggið hans Columhusar. Það er einn þessi auðsæi sannleik- «r, sem alla furðar á, að þeir hafi okki séð uridirjeins. En það eru að ^ins andans stórsnillingar með hug- vitsins innblæstri, sem sú goðborna gáfa er gefin að koma auga á slíkan vísdóm og uppgötva hann. En vísdómurinn var þessi: Nú höfum vér fengið þingræðis- stjórn. Þingræðis-stjórn er sú stjórn, sem er til valda* kvödd í samræroi við meiri hlutafþings og hefir hans fylgi og traust. Missi stjórnin það, verð- ur hún annaðhvort þegar að farafrá völdumí, eða rjúfa þing og vita, hvort þjóðin er henni ekki svo fyigjandi, að hún vilji kjósa nýtt þing, er stjórninni veiti fylgi. Yilji þjóðin það ekki gera, þokar stjórnin sæti fyrir þeim, er þingfylgi hefir. Þann- ig er þetta-, og ekki öðruvísi, hjáöðr- um þjóðum, er þingræði hafa. En vér íslendingar eigum að gangalengra, taka öllum öðrum þjóðum fram að „frjálslyni“ og*göfuglyndi. Yér eig- um að heimta það af vorri stjórn, að hún láti sér ekki nægja, að vera til orðin í samræmi við meiri hluta alþingis og njóta trausts þess; hún á að segja við þjóðina: „Eeyndar sýndir þú oss traust^þitt í fyrra við kosningarnar, en mótstöðumönnum vorum vantraust, svo að þeir urðu í minni hluta; vér höfum ekki verið nema þrjá mánuði^við^stjórn aðvísu, og ekkert heflr fram komíð, er gefi tilefni tíl að ætla, að þú hafir teklð sinnaskifti; en þú ert dul og ófram- færin kæra þjóð; væri nú ekki hugs- anlegt, að þú vildir losa oss við stjómarstörfin þegar að óreyndu, og miskunna þig yfir vora elskulegu mótstöðumenn og veita þeim meiri hluta? Vér skulum rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Viltu nú ekki reyna? Heldur þú ekki, þú vildir gera það fyrír þá og oss að steypa oss af stóli?“ Svona á stjóinin að fara að, ef hún vill heita frjálslvnd og göfug- lýnd. Er það ekki auðsætt og sjálfsagt, að það er fyrsta skylda stjórnar: ekki að fullnægja þeirri köllun, sem þjóðin hefir henm í hendur fengið, heldur að leika blindingaleik við þjóðina henni til skemtunar og reyna að losa sig við óþægilegt meirihluta- fylgi, en reyna að rétta mótstöðu- mönnum sínum hjálparhönd, þegar þeir geta ekki hjálpað sér sjáifir. Þetta er stjórnvizka! Þetta er þingræði! Þetta er ið sanna frjáls- lyndi! Þetta er snillinganna gáfu-bragð. Þeir Bakkabræður sálugu, Gísli— Eiríkur— Helgi, hefðu ekki getað fundið meira snjallræðl, hefðu þeir verið enn á lífi og verið orðnir póli- tíkusar! Það er svo sem ekki hætt við að þetta stjómvizku-kerald leki — bara „botninn“ sé nú ekki „suður í Borg- arfirði." III. Eitt er nú gaman, en annað alvara, samt. Og þó að uppgerðar-einfeldni tveggja blaða, sem hvorugu er vits vant, en virðast treysta nokkuð freklega á, hvað einföld alþýða sé og hvað henni sé bjóðandi, gefi ærið næga freisting til að henda gaman að Bakkabræðraskapnum, þá eru alvarlegar umræður um landsins mál ekki hafandi í fíflskaparmálum, en það er örðugt að taka téða uppgerðar-eipfeldni alvarlega. Hvaða ástæöu ætti stjórnin að hafa, til að fara að rjúfa nú þing upp úr þurru — hvaða skynsamlega ástæðu ? A siðasta þingi sátu, ef oss minnir rétt, einir þrír NÝra þingmenn, er kjósendur höfðu ekki áct kost á að reyna áður (Ó. Th., E. Þ., Jóh. 0.). Enginn þeirra mup hafa gert neitt það fyrir sér á þinginu, að nein lík- indi sé til að kjósendur mundu óska um- skifta. Hinir eru allir reyndir menn, sem kjósendur rendu ekkert blint í sjóinn um. Hinsvegar er því haldið fram, að þótt síðustu kosningar ættu að gilda til 6 ára, þá hafi þær mjög aiment verið miðaðar af kjósendum eingöngu við úrslit stjórnar- baráttunnar, forlög stjórnarbótarfrumvarps- ins, en lítið hugsað um almenna þing- menskuhæfileika. En einmitt þau sömu blöð, sem nú halda þessu fram, þau prédik- uðu hástöfum í fyrra, að um stjórnbótar- frumvarpið væru allir samdóma, og þvi þyrfti ab eins að taka tiilit 'til almonnra þingmensku-hæfileika; þetta væri svo vit- anlegt og víst, að engin minsta hætta, ekkert ísjárvert væi-i við það, að kjósa einn mann eða tvo, sem fylgdu alveg „meinlausri sérkreddu“ (o: landvarnar- firrunni) í stjómarskrármálinu. Samþykt stjórnarskrárinnar væri svo örugg, að til hennar þyrfti minst tillit að taka við kosn- ingarnar. Annaðhvort hefir nú þjóðin fylgt ráðum þessara blaða þá, verið þeim samdóma um ketta, og þá væru það vitanleg ósannindi, er þau nú halda fram; eba þjóðin hefir alment vantreyst sauðargærunni þá og þózt þekkja úlfinn undir, ekki treyst hrein- skilni þeirra og einlægni — og er þá nokk- ur ástæða til að ætla, að þjóðin trúi þeirn betur nú? Hin ástæðan, að nú hafi verið rýmkað með lögum um kosningarréttinn, er varla í alvöru takandi. Aftur og aftur hafa Bretar rýmkað um kosningarrétt, en aldrei fundið ástæðu til að rjúfa þing fyrir þá sok. Þau lög koma eðlilega til fram- kvæmdar við allar kosningar, er fram fara eftir að þau öðlast gildi, hvort heldur sér- stakar (eins og í haust komandi) eða al- mennar. En að ætla, að þjóðin fínni sér- staka hvöt hjá sér til að velta að óreyndu stjórn úr sæti fyrir þá eina orsök, að meiri- hluti sá sem liún styðst við, hefir rýmk- að kosningarfrelsið, það þarf sérstaka „framsóknar“-heila til að gera sér í liug- arlund. IV. Eins og áður hefir tekið verið fram, er óhugsandi og óeðlilegt annað, en að stjórnmálaflokkar myndist, þar sem þingræðis-stjórn er. En þar sem þingræðis-stjórn hefir ékki verið og engir stjórmnála-f\okk- ar, eins og hér, en þingræðis-stjórn er alveg ný-komin á, fyrir 3 mánuð- uðum — þar geta stjórnmála-fíokk&r (fylgisflokkur og mótstöðuflokkur stjórnarinnar) ekki myndast eðlilega, fyr en þing er háð og stefna stjórn- arinnar kemur í ljós. Þá — og þá (yrst — kemur tilefnið til að verða ■með eða móti stjórninni, styðja hana eða reyna að steypa henni. Og flestir sanngjarnir menn, hvor- um þihg-flokki sem þeir hafa til heyrt, eru nú samdóma um það, að vor fyrsta innlenda stjórn eigi siðferðis- lega heimting á að fá að vinna sem mest i friði að undirbúningi mála fram til næsta þings; hún þarf í flestum atriðum að reisa bú af nýju, ef svo mætti segja. Hún tekur við af stjórn, er lét sig lands vors mál nær engu varða, þekti ekki til þeirra og tók ekki frumkvæði eða hafði neina fasta stefnu í neinu. Vor nýja stjórn þarf að leggja grund- völl og undirstöðu svo að segja í öllu. Það er engin von að hún geti gert alt í einu; hún verður að fá tóm til að byrja á því, sem henni brýnast þykir, og draga nokkra helztu aðaldrætti stefnu sinnar — í stuttu máli, vinna í friði að því, að undir- búa störf næsta þings. Þetta hefði gilt, hvor þingflokkur- inn gamli sem orðið hefði í meiri hluta og tekið við stjórn. Og vér viljum segja meira : einmitt fyrstu árin vor á þingræðisbrautinni eru sérstaldeya vandfarin — bæði stjórninni og mótstöðumönnum henn- ar, sem verða kunna. Fyrstu árin eiga að marka brautina og festa spor- ið í svo mörgum atriðum. Það get- ur haft afleiðingaríka þýðing fyrir alla pólítíska framtíð þjóðarinnar og velferð hennar, að vér gerumst ekki alt of pólverskir í sundrung og sér- drægni. Oss virðist ekki að eins siðferðis- leg skylda allra blaða og allra góðra manna, að styðja stjórnina til að vinna verk sín í friði og*næði, þar til er landsmála stefna hennar knýr meiri eða minni hluta þings og þjóð- ar til mótspyrnu. En jafnvel þegar mótstöðuflokkur fer eðlilega að myndast, af gildum skoðanamismun, jafnvel þá er það skylda mótstöðumannanna og allrar þjóðarinnar, að taka tillit til þeirra örðugleika, sem byrjun þingræðis- stjórnar hefir í för með sér. Vér eigum að vera umburðarlynd- ir og ekki of heimtufrekir við vora fyrstu stjórn (og ef til vill við vora næstu lika). Ekki svo að skilja að vér eigum ekki einarðlega og hreín- skilnislega að benda á, er oss virðist henni skeika, ekki að tala um, ef hún skyldi gera meiri háttar afglöp nokkur eða rangsleitni. En vér eig- um elclá að gera sjálfa osshlægilega með því að gera að deiluefni við* stjórnina gardínu-kaup fyrir 6—8~ glugga, eða tína upp annan slíkan titlinga-skít, eða rangfæra gerðir hennar, kveikja upp persónulegan ó- hróður, sem hvorki vér sjálfir eða neinn annar trúir á, til að vekja tor- trygni og kala móti henni að óreyndu — alt í því trausti, að eitthvað- muni við loða, ef nógu lengi og þrá- látlega sé rægt. Eins verður með fylgismenn stjórn- arinnar að sinu leyti. Þeir eiga ekki að slíta fylgi sitt fyrir smámuni, svo- lengi sem þeir eru samþykkir aðal- stefnu hennar og sannfærðir umráð- vendni hennar og heiðarleik. En þéir- eiga heldur ekki að fylgja henni gegn sannfæringu sinni gegn um þykt og þunt. Hvort heldur n ú, áður en stjórn- mála-flokkarnir geta myndast, eða síðar, er þeir eru myndaðir, þá er það um fram alt skylda allra, að- meta málefnin meira en mennina — að lát i velferð lands og þjóðar í nú- tíð og framtíð sitja í fyrirrúmi fyrir valdgræðgi og metnaði sjálfs sín, og fyrir vild eða óvild við einstaka menm. Þetta er mörgum örðugt, og jafn- an örðugast i fámenni, eins og hjá- vorri þjóð; en það er skýlaust skil— yrði fyrir velferð lands og þjóðar. Vatnsleiðlsumálið var aftur til umræðu á bæjarstjórn- arfundi í fyrra kvöld. — Þetta þótt- umst vér henda eftir, af umræðunum„ enda leitað oss upplýsinga nokkui'ra hjá héraðsl. G. B., sem ásamt bæ- jarfógeta hefir raest að unnið af bæ- jarstjórnarinnar hendi að leita hófanna hjá Englendingum um mál þetta. En með því að tími vor var mjög af skornum skamti, má oss einum um kenna, ef oss skyldi hafa eitthvað- misskilist eða vér hafa eitthvað skakt,. stórvægið vonum vér það reynist ekki. Mr. Ware verkfræðingur, sem er þaulvanur 'vatnsveitingum í stórum stýl og smáum, og hefir því manna bezta reynslu í þessu efni, segir ó- ráðlegt með öllu, að fara að kosta hér upp á brunngrefti og ætla að hafa vatnið úr þeim. Eftir öllu lands- lagi að dæma litlar líkur fyrir, að nóg vatn fengist með því móti, og það vatn að líkindum að miklu leyti ofanjarðar vatn, og því ekki gott vatn. En jafnvel þótt nœgt vatn feng- isti í bráð, engin trygging .fyrir að það héldist. Hér er jarðvegur lands- skjálftum undirorpinn, og í þeim þarf ekki nema sprungu til, að vatnið hyrfi, og þá væri öllum brunngraft- ar-kostnaði á glæ kastað. Elliða-árnar telur hann langtiltæki- legasta (eða öllu heldur einu tiltæki- legu) vatnsuppsprettu vora til leiðslu í bæinn. — Vér heyrðum á fundin- um í fyrrakvöld þá skoðun gægjast

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.