Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.06.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 10.06.1904, Blaðsíða 3
103 I hendur Japana, en vill ekkert við l>jóðverja eiga. — Rúsneskir tundur bátar hafa ráð- ist á japanska flotadeild; þeim tókst að sökkva einum fallbyssubát og skemma nokkuð tvo tundurspilla. — Frá Njú-tsjang kemur sú fregn 27. f. m., að rúsnesk herdeild, 15000 manns, hafi lialdið frá Ljá-Yang og Hai-tsjeng áleiðis til Fenghjúan-tsjeng, því að þeir höfðu heyrt að Japanar hefðu yíirgefið bæ þann. í fjalla-skarði á leiðinni, Tatung- skarði, réðust 30000 Japanar að þeim óvörum; féllu þar og særðust 1000 menn af Rúsum, en 4000 urðu að gefast upp fyrir Japönum. Þráðlaus iirðrituu. Penky ofursti hefir í rafmagnslistafélaginu (Eiedro- Techn'ical Society) í Péturs- borg skýrt frá þeirri uppgötvun sinni, að hanu geti notað þráðlausa raf- magnsieiðslu1) til að hleypa af sprengi- vélum neðansjávar. Ofurstinn segist og með tólum sínum geta breytt af- stöðum véla, sem búið sé að leggja í sjó, og einnig varnað því að þær springi. Skýrsla þessi hefir vakið ina mestu athygii meðal herkænna manna. Marconi-íirðritun. Beztu skip sumra Atlantshafslínanna („White Star“ o. fl.) hafa nú loftritunaráhöld um borð, og fá farþegjar þeirra daglega allar nýjungar heimsins alia leiðina. Marconi sjálfur fór í f. m. með e/s „Campania", Cunard-línunnar, vest- ur til Ameríku og austur til Englands aftur. Alla leið hafði hann lofrita- samband við stöðvar beggja vegna hafs alt að 2000 míl. fjarlægð (enskra); úr þvi að eins við það landið, er nær var. Afleiðingin var, að Cunard- félagið lætur nú þegar setja loftrits- áliöld í tvö beztu skip sín, „Campa- nia“ og „Lucania", og borgar Marconi- félaginu £ 40,000 til £ 50,000 fyrir áhöld beggja skipanna samtals. M e ck 1 c ub u r g-S t r c 1 i tz. Stórher- togiun þar dó 30 f. m. Pétur Serba-konuiigiir inn svefnlausi ætiar að láta kóróna sig í sumar. Yerður þar mikil hátíð, er stendur 29., 30. og 31. Águst n. k. Ótlý rt far fá menn nú frá Bret- landi til Ameríku, einar 36 kr. á 3. fariými að ko.-ti meðtöldum. Það er Hamboigar-Ameríku-línau (en ekki Morgan-línu-samsteypan, eins og biöð hér hafa ílutt), sem byrjar þetta. Auðvitað hafa Morgun-línurnar neyðst til að setja farið niður í sama verð, en telja sér það nauðugt. Það er gegn Cunard-línunni að þetta er mið- að, því að hún gekk úr samtökum við allar aðrar línur, en hefir iengið firna-stuðning af ríkissjóði Breta. Hve lengi þetta stendur, er óvíst, því að stórtjón er það hverju skipi að ílytja •) Yér getum ekki fengið af oss að segja „rafmagns- v e i t u Ritstj. Islands banki tekur til starfa í dag (Þriðjudagirm 7. þ. m.) Afgreiðslutími kl. 10—3 árd. og kl. S\—Y1^ siððdegis, hvern virkan dag. fólk og fæða svo ianga leið fyrir þetta verð. En er á meðan er. Tibct. Það hefir nú rætst öðru- vísi úr Tibetingum, en ætlað var í fyrstu. Þeir hafa nú veitt þá mót- stöðu, að fullalvarlegt er að sinni fyrir Breta, unz þeir fá viðbót liðs sunnan af Indlandi. Tibetar hafa nú næg rúsnesk vopn og berjast ið hraust- legasta. 25. f. m. börðust þeir við Breta við Gyangtse 14 stundir sam- fleytt og sýndu afburðahreysti. jjankastjórnin er til vtttals allan ajgreitslutimann. Frá Vestur-íslendingum. Reykjavík, 7. Júní 1904. gptjorm -pslandf banka. Gufuskipið .Esbjerg' fer héðan beina leið iil Kaupmannaliafnar undir eins og búið er að losa það, að líkindum Laugardaginn þ. 11. þ. m. Þeir sem vilja senda með því vörur, eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Skipið getur komið við í Keflavík ef nægilegur farmui býðst. Reykjavík, 8. Júní 1904. afgreiðslumaður. Alls konar nýjar vörur, eru komnar í vefnaðarvörubúð Th. Thorstemsson’s í Hafnarstræti. Meðal annars, nýkomin svört Cackmemir sjöi •* Ijós snmarsjöl Margs konar „Mobelbetræk44, (xardíiiu-cfni. Mislitt hálfklæði o.m. fl. 8EL8KINN verða óefað bezt borguð í verzluninni Mrs. Sigríður Christcnscn (Sig- ríður Jónsdóttir frá Elliðavatni) and- aðist i Chicago, 111., 17. Apr. þ. á. og var jarðsett næsta Fantudag. — Frú Sigriður var væn kona og mynd- arkona, eins og systur liennar (Krist- rún og Guðrún). Hún var giftdönsk- um manni, en misti hann fyrir 9 árum. Þau hjón áttu 7 börn. Fyrir eitthvað missiri misti hún elztn son sinn, og var sem hún næði sér al- drei eftir það. Hún lá rúmföst um tvo mánuði, áður en hún lézt, og var banamein hennar lífhimnubólga. Ilún tók oft mikið út meðan hún Iá, en andlát. hennar varð hægt og: rólegt, og kvaddi hún börn sín öll áður en hún skildi við. Engum, sem þekti Sigriði, gat annað en verið' vel til htiinar, og því er nú margur sem saknar hennar beggja vegna hafsins. (J. 0.). John J. Sítddicr (Jón Jónsson „söðli“) hrapaði til dauðs við húsa- gerð í Winnipeg 30. Apríl. (Lögb.). Mngnús Þorstcinsson Strand dó 2. Apríl í Minneota, Minn. Hann var sonur Þorsteins Bjarnasonar bónda i Eyjafirði, en var fæddur á Áiandi i Þistilfirði, bjó á Skeggja- stöðum og Þorvaldsstöðum á Langa- nesströnd; varð 72 ára. Flutti vest- ur 1879. Kona hans dó fyrir 2 ár- um, og af 6 börnum þeirra eru öll dáin, nema Jón i Minneota. (,,Vini.“) Guðrún Jónsdóttir Tylcr lézt (í Minnesota) 9. Apríl, 30 ára göm- ul. Yar dóttir Jóns Rafnssonar frá Feili í Vopnafirði, gift Harvey Tyler, syni Tylers bankastjóra í Marsháll. (,,Vinl.“). Jón Dagsson andaðist 11. Aprít í Geysisbygð, N.-ísl., 76 ára gamall, ættaður úr Eyjafjarðarsýslu. (Lögb.). (xuðrún Jónsdóttir húsfreyja andaðist í Winnipeg 4. Jan. þ. á. — Var fædd 1851 áHeimaskaga, Akra- nesi, dóttir Jóns Jónssonar bónda þar. — (Lögb.). „GODTHAAB". Það er hyggilegra að spyrja sig fyrir um verðið þar, áður en selt ei öðrum. Iúiupmcnn út uui land geta selt skinn sín þar jafnvel betur en erlendis. Ætíð bezt að gera kaup við verzlunina „G01)THAAB“. Ycsturhcimsblöð. Auk „Heims- kringlu og „Lögbergs" koma nú út 5 önnur blöð íslenzk vestra: „Baldur“ á Giinli; liann höfum vér að eins séð. „Freyja“ (mánaðarblað) i Winni- peg, og „ Vinland“ og „Kennarinn“ í Minneota og „Sameiningin“ í Winni-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.