Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.06.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 10.06.1904, Blaðsíða 2
102 tteimsendarma miUi. Rvík, 9. Júní. Eints,já-orrustuinii, sem blað vort gat um, allra blaða fyrst hér, fyrra “■ Föstudag, hafa nú komið nákvæm- ari fregnir af. Eiginiega væri rér.t- ara að kenna orrustuna við Nansjan, því að þar stóð höfuðorrustan. Kin- tsjá er bær með brautarstöð á Port Arthur-brautinni og var þar nokkurt lið og fallbyssur; en aðailega höfðu Rúsar biiist um á Nantsjan-hálsi suður af borginni og hlaðið þarvirki og víggirðingai, rammleg mjög; höfðu þeir þar 70 ..fallbyssur stórar (fluttar þangað frá Port Arthuij og 9 smærri falibyssur. Annars höfðu þeir skipað svo iiði á hæðirnar (háls- hryggina), að þeir ætluðu að varna Japönum að komast Iengra suður, og höfðu því varnir um þveran skag- ann skáhalt til suðausturs. En í Talienwan-flóa hötðu Rúsar fallbyssu- snekkju, er skotist hafði þangað frá Port Arthur, Japanar höfðu lið miklu meira, en áttu ákaflega ilt aðsóknar. Rúsar höfðu t. d. á Nantsjan fyrir utan skotgarða sína og viggirðingar lagt sprengivélar í jörð niður og höfðu þræðina úr þeim hjá sér, og auk þess gírt gaddavírsnetjum þar um- hverfls, til að tefja áhlaup Japana, en áhlaup eru því mannskæðari sem lengur stendur á hlaupinu, því að alt af á meðan geta verjendur látið lallbyssuskot dynja á áhlaupsmönn- um. Áður en Japanar byrjuðu atsókn- ina, vörðu þeir mörgum dögum til að kanna umbúnað , Rúsa, hversu honum væri háttað og hve sterkur hann væri. Gengu þá nokkrir for- ingjar daglega ásamt nokkrum liðs- mönnum svo nærri virkjunum, að þeir vóru vel í fallbyssu-skotmáli. Pá skutu Rúsar á þá og féllu auð- vitað nokkiir menn af Japönum við þetta, en þó vonum færri. Þetta reyndu þeir daglega á alla vegu, sem að varð komist. En er kúlur Rúsa sprungu, þá söfnuðu Japanar vondi- lega saman brotunum, og athuguðu, nr hverri fallbyssu hvert skot. kom, ©g hve mörgum fallbyssum skotið var á hverja hlið. Kúlubrotin mældu þeir síðan nákvæmlega, og með þessu fengu þeir vitneskju um, hve stór- skeytar fallbyssurnar væru, og nokk- urneginn, hve margar. Rúsar höfðu hins vegar enga hug- mynd um stærðina á fallbyssum Jap- ana, og skildu ekki í, að þeir gætu hafa flutt þar að margar stórar fall- hyssur svo fám dögum eítir að þeir höfðu komið þar fyrsta liði á land. Og það grunaði þá sízt, að Japanar hefðu á þessum fáu dögum lagt létta járnbraut 30 mílur vegar (ensk- ar) frá lendingarstað sínuxn og ekið »ð stórum fallbyssum. 21. f. m. byrjuðu Japanar svo að ráðast á Rúsa daglega. Höfðu þeir þá og komist að því, að all- langt suðaustur frá Nantsjan var skarð í hálsana, þar sem fámentvar varnarlið fyrir og því tiltök að kom ast suður um og sundra svo liði Rúsa í tvent; en lið var á öllum hálsadrögunum, er liggja suður og austur. 25. f. m. að kvöldi vóru Japanar búnir til höfuðatlögu og hófst hún um miðnætti með árás á Kintsjá; en Japanar höfðu orðið að dreifaher sínum suðaustur eins langt og Rús- ar vóru fyrir. Yeður var ákaflega hvast og niðdimt af nótt. Þó leið ekki á mjög löngu áður Japanar náðu Kintsjá og fallbyssum þeim er þar vóru. FJýði lið Rúsa suður til Nantsjan, og þar hófst nú atlaga kl. 4 og 40 mín. um morguninn. En sakir þoku gat sumt af stórskotaliði Japana ekki hafið skothríð fyrri en fjórð fyrir miðmorgun. Japanar höfðu tundursnekkjur nokkrar og tundurspilla (4 skip alls) í Kinfsjá-fióa (að vestan) og hófu þeir einnig skothríð á Rúsa frá skip- unum. En af snekkju RúsaíTalien- wan-flóa var aftur skotið á syðstu fylking Japana (að austan) frá því stundu eftir dagmál. Þarna dundi nú fallbyssuhríðin allan daginn. Um dagmálaskeið lin aði dálítið skothríð Rúsa og gátu þá Japanar færst lítið eitt nær. En svo vóru varnir Rúsa sterkar, að eigi vóru tiltök að gera fótgönguliðs-áhlaup fyrri en stundu fyrir miðaftan. Um þessar mundir berast Oku, yflrhershöfðingja Japana, þau tiðindi frá fylkingarörmum, að skotfæri til fallbyssnanna væri rétt á þrotum. Hann sér, að þá er ekki nema um tvent að tefla, bíða algerðan ósigur eða ná virkjunum með áhlaupi þar í stað meðan enn væri skotfæri tii að gera hríð með jafnframt áhlaup inu. Skipar hann nú nokkru liði til áhlaups; gaddavírinn tafði, en Japan- ar gátu þó rutt sér braut, en svo komu sprengivélar. Þeir komust utanhjá þeim nokkrum og gatu skor- ið þræðina sundur, er til Rúsa lágu. En svo var skothríð Rúsa megn, að hvert mannfibarn féll, er í áhlaupinu var, foringjar og aðrir. Oku skipar þá nýjum herflokki til áhlaups; þeir komust og langt áleiðis áður þeir félli; en á sömu leið fór sem fyrr, að hver maður, sem í því áhlaupi var, féll dauður. Enn skipar Oku nýju liði að gera áhlaup; eigi náðu þeir þó enn virkjum Rúsa, og féll enn flest af liðinu, en nokkrir hörf- uðu aftur við svo búið. Níu sinn- um gekk svona alls, áður en Japan- ar næði virkjunum í 10. áhlaupinu. Skip Japana í Kintsjá-flóa urðu að ieggja nokkuð frá landi um fjöruna og gátu þá ekki skotið á Rúsa; en með flóðinu komust þau aftur nær landi og hófu skothríðina á ný sem harðasta um sama leyti sem fótgöngu- lið Japana geiði áhlaupin, og það hafði riðið baggamuninn. Þá er Jap- anar komust inn yflr virki Rúsa, hófst návígis-bardagi með skamm- byssum og byssustingjum, og hröktu þeir þá Rúsa fljótt burt, því að Jap- anar eru miklu flmari en Rúsar með byssustingjunum. Tveim stundum eftir miðaftan blakti sólfáni1) Japana yflr Nantsjan-virkjum, þá hafði orrust- an staðið 16 stundir samfleytt, en alls hafði barist verið 6 daga, fráþví 21. f. m. Mannfall og tjón í þessari orustu verður eigi fullhermt með vissu enn þá. Þó mun fai<j nærri um það Japana megin, að 2000 manns hafi særst af þeim, fn 1500 fallið. Yflr 500 rúsnesk lík hafa Japanar fundið á vígvelli, en um tölu særðra manna Rúsa megin er alt óvísara, Þó er talið víst, að hún muni eigi lægri vera en 1500 til 2000. 87 fallbyssur tóku Japanar þar, fle*tallar í góðu standi, og mikið herfang annað. Fjórar varnar-línur höfðu R.úsar þvers um skagann fyrir sunnan Nan- tsjan en norðan Port Arthur. Eigi vita menn enn gerla, hve langt suð- ur Japanar hafa komið liði sínu, en líklegt er að þeir hafl þurft nokkurra daga hvíld eftir Nantsjan orrustuna. er talin er með þeim blóðugustu bardögum, er sögur fara af á síðari öldum. Hinsvegar er kvis um það, að Rússar muni hafa gefist upp við að verja þessar syðri varðlínur og hafi lið þeirra, er undan komst, haldið inn í Port Arthui'. Sumir hafa það nú fyrir satt, en eigi skal það hér dýrra selt en keypt er, að Stössel, yfirforinginn í Port Arthur, hafl sjálfur átt að vera með og stýra bardaganum við Nantsjan. Japanar tóku nokkra fanga í orr- ustunni við Nantsjan, en ekki er þess enn getið, hve margir þeir hafl verið. Svo segir símskeyti að austan 31. f. m. (þó eigi frá Japans-stjórn), að Japanar sé komnir inn í Dalny; hafi Rúsar mörgu spilt þar og mikið brent, en þó eigi sprengt upp hafn- argarðana. — Rúsar segja að varðliðið í Port Arthur sé 25,000 manns. Japanai segja, að það sé ekki yflr 20,000. — Innan hálfs mánaðar (frá 26. f. m.?) segjast Japanar geta byrjað af alefli umsátina um Port Arthur á landi. Þeir fullyrða að bærinn fái eigi varist lengur en 1 mánuð. — 100,000 kvað umsátursher Jap- ana um Port Arthur vera. — Frá Pétursborg kemur sú fregn, að í Ljá-yang sé vistir allar á þrot- um. Þetta mun satt vera; það má 1) Fáni þeirra er rauður með geisl- andí sól í miðju. ráða af því, að konur og börn og allir óvopnfærir menn hafa verið reknir burt úr borgunum Ljá-yang og Múkden, og síðasta fregn segir frá Harbin líka. — Fregnin um Nansjan-orrustuna hefir slegið megnum örvæntingarhug yfir Rúsa. — Rúsnesk blöð tala nú um að kveðja 1,500,000 manns til vopna og senda aust.ur. En herkænir aðstoð- arritstjórar allra blaða annara landa telja slikt fjarstæðu. Jafnvel Mili- iariisch.es Wochenblatt og Köln. Zeit.r sem bæði eru þó Rúsa-vinir, segja,. að Rúsar geti ekki fætt meiri her en 250,000 til 300,000 manns aust- ur í Mandsjúrí. Járnbrautin yfir 8í- beríu var svo veikbygð, að hún þolir ekki þá miklu flutninga, sem nú eru yfir hana, og bilar hér og þar nærri daglega. — Með ICuropatkin er nú stjórnin og flestir Rúsar mjög óánægðir; kenna honum um stríðið í fyrstu, og - að hann hafl engan nýtan viðbúnað til þess haff, meðan hann var her- málaráðherra. Það er sagt, að keis- ari sé svo óánægður við Kuropatkin, að ekkert annað en óttinn við, hve- illa það liti út í augum annara þjóðar aftri honum frá að sinni að setja hann af. — Almenningur hugsandi manna í Rúslandi vill m't láta semja frið sem fyrst; þeirrar skoðunar eru bæði embættismenn, háskólakennarar, lög- fræðingar, stjórnmálamenn og jafnvel menn, er verið hafa áður trúnaðar- menn keisara og í ráðaneyti hans, ekki að orða kaupmenn, bændur og alþýðu. En enginn maður hefir þor og þrek til að segja keisara slíkt og blöðin þora ekki að ympra á neinu í þá átt. Hann veit ekki annað, en að öll þjóðin sé hefndarþyrst og í sigurhuga. En óánægjan ersvomegn meðal alþýðu, að það gengur jafnvel ekki róstulaust af að komahermönn- unum nauðugum af stað austur. Uppþot viða um ríkið, sér í lagi hefir eitthvað kveðið að því í Pól- landi, en stjórnin bælir niður allar fregnir um það. Þó vita menn nú með sannindum, að í Varsjöfu einni lét stjórnin hér á dögunum hengja 600 manns á.n dóms og laga. — Þjóðverjar og Rúsar eru eitt- hvað að semja með sér; fullyrt að uppkast samningsins sé þegar full- gert, þess efnis, að Þjóðverjar skuli styrkja Rúsa að málum og, ef til kemur, veita þeim lið með her sín- um og ílota gegn sérhverri tilraun af hendi Breta og Bandaríkjamanna til að koma friðarsamningum við Japana undir málamiðlun eða úr- skurð stórveldanna. — Þetta eröllum frjálslyndum Rúsum mjög illa við,. því að þeir hata allir Þjóðverja- Þjóðin vill því að friður sé saminn undir eins og Port Arthur er komin

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.