Reykjavík - 16.06.1904, Blaðsíða 2
106
TIL YERZLUNARINNAR
1 REYKJAVlK
er gufuskipið Saga nýkomið hlaðið alls konar vörum.
í>ar á meðal
PAKKHÚSYÖEUR
svo sem':
Púðursykur,
Melis í toppum og höggv,,
Baunir klofnar,
Bankabygg,
Hveiti marg. teg.,
Haframjölið góða,
Maismjöi,
Hænsabygg,
Steinoiía og
Kol,
Kaðlar og
Færi o. fl. o. fl.
NYLENDUVÖRUR
svo sem:
Osturinn góði á 0,55,
Rúsínur,
Sveskjur,
Gráfíkjur,
Kanei, Kardemommur,
Kafflbrauð alls konar,
Kandís rauður,
SvínsJæri,
Margarine í skökum,
Reyktóbak & Sigarettur,
ótal. teg.
Vaðsekkir og m. m. fl.
Vefnaðarvörur svo sem
Alls konar KAPUR karla og kvenna,
BARNAFATNAÐIR margskon,
NÆRFATNAÐIR
Flauel, marg. teg.
Silki do.
Plyds margav teg.,
HÁLFKLÆÐI og ensku VAÐMÁLIN, sem allir
sækjast eftir,
ALLS KONAR MYNDIR í römmum,
STÓLAR, marg. teg.,
og ótal margt fleira af öllum mögulegum vefnaðarvörutegundum, sem kvenfólkið segir að hvergi sóu betur
valdar eða ódýrari.
©g annan umbúnað, er sýndi, að par
"var verið að reisa firðritastöð. En
Jietta lá svo hátt, að eigi var auðið
að beina falibyssum skipsins á það.
Sprengirélar allar i Talienwan-
flóa og þar í grend eru Japanar i
óðaönn að hreinsa burt. Nota þeir
til þess köfunar-menn frá Kusjíro-
Jhéraði í Japan; þeir menn eru vanir
að kafa eftir skeljum (með perlum) og
geta vei ið hálfan dag að verki í senn
I kafi. Mörg hundruð japanskra fiski-
manna bjóðast sjálfkrafa til þessa
starfa.
Kintsjá vita menn nú að Rúsar
höfðu hugsað sér að verja heilt miss-
iri og Port Arthur síðan í tvö ár.
Tjón Japana við Kintsjá er nú
loks fullvíst orðið, og'segir stjórnin
sjaif, að særðir og fallnir þar af Jap-
ana hendi hafi verið 4B0Ö. I>að er
ógurlegt, en þó telja menn nú, að
svo mikilsverður hafi sigur þeirra
verið við Kintsjá, að hann hafi eigi
getað dýrkeyptur heitið. Allsvarlið
þeirra þar 45,000.
Okn hershöíðingi og aðstoðarmenn
hans kváðu hafa látið í Jjós við Jap-
anskeisara, að takast muni mega að
ná Port Arthur með áhlaupi, e/ leggja
megi 5000 manns i sölurnar; því
mannfalli megi búast við, ef áhlaup
sé gert nú þegar. Er sagt að keis-
ari sé tregur til þess, enda þótt lið
hans óski þess alt, en vilji heldur
láta sitja um borgina fyrst og veikja
víggirðingarnar Jandmegin með fall-
byssuskotum. Svo segja norðurálfu-
menn, sem kunnugir eru, að borgin
sé svo rammlega víggirt landmegin,
að engin tiltök sé að taka hana með
áhlaupi, nema með alveg voðalegu
mannfalli.
Um andann í japanska Jiðmu
þykir bera vott aðfei ð Nogi hers-
höfðingja nýlega. Hann var heima í
Japan enn og var að búast til brott-
íerðar næsta dag í stríðið með eldra
syni sínum, er honum barst fregn
um, að yngri sonur hans væri fall-
inn og að Jíkið yrði sent heim. —
Hann brá sér hvergí, en Jagði fyrir
konu sína að smyrja Jíkið og fresta
að jarða það þangað tif er hk sitt
og eldra sonar síns kæmu heim, svo
að þeir yrðu allir jarðaðir saman.—
Að koma heim aftur lifandi, dat.t
honum ekki í hug, enda kvað hann
eiga að stýra þeirri herdeild, er sér-
staklega er ætlað að verða fallbyssu-
matur, þá er áblaup verður gert á
Port Arthur. Það kvað vera ein-
valalið.
Sklpakaup Itúsa. Eins og áður
hefir getið verið, hafa Rúsar verið að
kaupa skip að Hamborgar-Ameríku-
línunni; hafa þeir alls keypt að henni
fjögur skip fyrir samtals 20 mihónir
ríkismaika (1 rmk. = 88 au.). Sím-
fregn frá Péiursborg 5. þ. m. segir
samnirgnr sé nú á döfinni við Dani
aim að kaupa af þeim nokkur skip.
Eystrasalts-flota sinn þóttust Rús-
ar, er síðast fréttist, ætla að senda
austur í Asíuhöf. Nú er fullyrt frá
Pétursborg, að því verði frestað, þar
til er útséö er um forlög Port Arthur.
Er það og trúlegra, því að hafi Jap-
anar tekið þá borg og Vladivostok
áður en flotinn kæmi austur, þá hefir
hann hvergi höfn og getur hvergi
kolað. Skipin yrðu því bersýnilega
Japönum að herfangi, því fremur sem
skipin eru í verunni ekki hraðsigld
og yrðu auðvitað öll skel og þangi
vaxin neðan sjávar, er austur kæmi,
og því ferðlaus, en gætu hvergi lagst
i skipakví til hreinsunar.
Kaupskip stórt, japanskt, sprakk
í Joft upp í Talienwan-flóa 3. þ. m.;
hafði rekist, á sprengivéJ.
Fallbyssu-skíp rúsneskt, um 1000
tons, var 4. þ. m. ásamt öðrum
smáum herskipum að reyna að losa
upp eitthvað af skipum þeim, er Jap-
anar hafa.sökt í hafnarmynni Port
Arthur. Þá bar það til, að skipið
sprakk sjálft í loft upp, en hin skipin,
er með vóru, flýðu þegar inn áhöfn.
Tundurspifla-floti japanskur, er var á
vakki þar úti fyrir, varð sjónarvottur
að þesssu.
lVitte, er fyrrum var æðsta ráð
Rúsakeisara, en síðar bolað úr sæti
af Plehve Finna-böðli, er nú sagður
meira metinn aftur af keisara. Kveða
menn keisara hafa leyft honum að
leggja fyrir sig frumvarp, en i því
fer Witte fram á, að keisari láti
„ráðið“ (senat) hefja rannsókn um
ástand alþýðu í öllu ríkinu og koma
svo fram með tillögur um breyting-
ar á urnboðsstjórn landsins í þá átt,
er nær fari skipulagi vesturþjóða.
Evrópu, en þó svo, að haldið sé öfl-
um lögum og venjum fornum, er
föst sé í meðvitund alþýðu og
henni kær.
Tjón ltúsa til þessa í stríðinu er
orðið geysi-mikið. Hátt standandi
embættismaður í Odessa skýrirfregn-
rita „Daily Mail“ svo frá:
18 fallbyssur stórskenidust á leið-
inni austur á flutningnum; og þrjár
mistum vér alveg niður um ís á
Baikalvatni. í orrustum vorum öll-
um til þessa dags, þar með talin
Kintsjá-orrustan, höfum við mist alls
106 fallbyssur sem Japanar hafa af
oss tekið. í Port Arthur er á landir
og á skipunum þar á höfninni 306-
af stærstu fallbyssum; á Vladivo-
stok-skipunum eru 60; auk þess eru
á rúsnesku sldpunum þar eystra 810
fallbyssur með undir 6 þml. hlaupi.
Þar sem nú má telja allai fallbyss-
ur í Port Arthur og á skipunum
þar og í Vladivostok alveg víst her-
fang Japana, þá má telja saman,.
hvert stórtjón vér höfum beðið að-
eins í þessu eina atriði — fallbyss-
um.
Loftrltun Marconis
mintumst vórlítillega áí síðasta blaði..
Hann var þánýkominn til Englands frá
Ameríku og hafði selt Cunard-línunni
loftritaáhöld, er hún lét setja í skip.
sín „Campania" og „Lucania“.