Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 05.08.1904, Side 4

Reykjavík - 05.08.1904, Side 4
140 Ég trúi þvi, að lindir gulls og gæða, sem geymir þú, nú opnast muni skjótt. Eg trúi því, að sárin, sem þér blæða og sveið þig í, þau grói máske fljótt. Eg trúi’ og veit, að framsókn, dáð og frelsi til frama og sigurs niðja þína ber. Ág trúi’ og veit, að sérhvert haft og helsi mun höggvið verða karlmannlega’ af þér. Sjá friðarbogann blika’ i miðjum hlíðum og bjartur annar hátt of fjöllum skín! Vér gleymum því, i ströngu þótt vér striðum, ef strauma frelsis leiðum vér til þín. Vort föðurland, um eilifð auðna’ og gengi þig örmum vefji, foldin hjartakærst! Vér hrópum glaðir: „Ísland lifi lengi og ljómi stjarna þess sem allra skærst!“ Stundu eftir nón hófst hátíðin aft- ur, eftir að menn höfðu snætt dög- urð, og varð þó að bíða hálfa stund yfir til tekinn tíma áður Ouöm. læknir Björnsson tók til máls fyrir Reykjavík. Mælti hann snjalt og á- heyrilega, sem hann á vanda til, því að hann er vel máli farinn. — Brýndi hann einkum, eins og áður hefir gert verið við sama tækifæri og oftar, hver skammsýni væri fólg- in í Reykjavíkur hatrinu, sem svo oft bólar á. Á eftir var þetta sungið: REYKJAVÍK. Lag: Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring. í dag lcoma börnin þín, drottning vors lands, sem dáðríka von í brjóstum ala, úr bláliljum, rósum þau knýta þér kranz | : og kveða ljóð um þig á grænum bala : | Og dísir frá Ingólfstíð birtast og blítt þér brosa nú við svo undur-glaðar. Þær dansandi syngja: „Sjá alt er orðið nýtt, og a!t af hækkar sæmd vors höfuðstaðar! Vér munum þau, holtin þín, hrjóstug og ber og hrevsin, sem áður fyrr hér stóðu; á Ijósgrænu túnin nú bjarma sinn ber in bjart.a sól og húsin nýju, góðu“. Svo tökum vér undir og óskum þess heitt, að aidrei þér verði neitt að grandi, eu framför þín geti til farsældar leitt og frelsi’ og manndáð eflt i voru landi. Ef sundrungin færekki’ að festa á þér hramm og fósturbörn þín í sundur skilja, þá veit ég þú bi-ýtur þér brautina fram með brandi, hertum trú og ást og vilja. Þín kóróna gnæfi við gullfjölluð ský og geislana yfir laudið breiði, og inenningarstraumarnir æðum þér í með afli sterku þrótt í börn þín leiði! Bæði þessi kvæði eru eftir Ouð- mund skáid Ouömnndsson. Loks mælti Guðm. Finnbogason and. mig. fyrir minni íslendinga eiíeudis. Glímt var um kvöldið og fengu þessir verðlaun: 1. (20 kr.) Jónatan söðlari Þorsteinsson; 2. (15 kr,) Guðm. Erlewdsson frá Hlíðarenda í Fijótshlíð: S. (10 k'.) Valdem. Sigurðsson, Rvík. Tvær rólur vóru á hátíðarsvæðinu, fyrir börn, og var það helzt til lítið. Engar vóru þar iðróttir þreyttar aðr- ar, en hér hefir verið talið. En dans- pallur var þar og var þar dansað. Það sýndi sig enn, að vér íslend- ingar kunnum ekki vel að skemta okkur. Unga fólkið er dauft á að hreyfa sig, karlar jafnt sem konur. Hvergi sást hoppað, stokkið eða hlaupið. Hressingar vóru nægar að fá, bæði áfengar og óáfengar, og var þeirra drjúgum neytt,; en varia nokkurn mann sáum vér kendan á hátíðar- svæðinu, svo teljandi væri, og fór alt vel fram og spaklega. Þjóðræknis-andi. Það er gleðilegur vottur um vax- andi menning hvers stærra og smærra þjóðfélags, þegar þar fara að rísa upp einstaklingar, sem álíta að göfgi og geta leggi sér skyldur á herðar. — Þessi skoðun gerir, eins og eðlilegt er, þar sem þjóðin er bæði fámenn og fátæk, miklu sjaldnar vart við sig í voru landi en í öðrum fésælii og fjöimennari löndum. En því meiri ástæða er til að geta þeirra manna hór hjá oss, sem í framkvæmdum sínum játast undir ið forna, franska spakmæli: „noblesse oblige." Hr. D. Thomsen hefir í tvö skifti í sumar sýnt af sér höfðinglega risnu, er komið hefir fram við land vort og þjóð. Það var fyrst, er hann á Mýrdalssandi lét reisa hæli h;md;i sjóhröktum mönnum, og nú, er hann keypti líkneski Einars myndasmiðs Jónssonar frá Galtarfelli: „Útílegu- maður flytur lík konu sinnar í helg- an reit.“ Menn kunna ef til villaðsegja, að hér sé hvorki um stórmikil fjár- framlög að ræða og líklega hefði mátt verja fé þessu betur til almenn- ingsþarfa. En mestu skiftir það þó, af hverjum hvötum og hugsunarhætti slík fjárframlög og gjafir eru sprott- nar. Því verður ekki neitað, að það ber miklu meira á þeirri skoðun hjá konsúl Thomsen en flestum öðrum stéttarbræðrum hans hér, að kaup- menn eigi ekki að eins að reka iðn sína með afli og atorku, en þeir eigi líka að iáta aimenningsmál og heill almennings til sín taka og starfa að því að gera land vort byggilegra og vistlegra, bæði í eiginlegum og óeig- inlegum skilningi. Þ;tð er æskilegt, að með vaxandi mentun verði skoðun þessi rík með- al verzlunarsléttarinnar, landi og lýð til heílla. P. Munið effcir, að £íkkranzar úr lifandi blómum, fást í Tjarmrg. 8. Guðrún Clausen. Bréfspjald Til þess 7. vinar míns, sem vill verða rektor. Þótt yrðir þú röggsamur rektor, — og rangt væri’ að efast um það, — mér líkaði betur sem lektor þú lifðir á afviknum stað. Blausor. Landshoruanna milU. Hr. Kristinn Magnússon skip- stjóri kom hér inn 31. Júlí á skipi sínu; hafði verið fyrir norðan land, norður af Húnaflóa og alt norður undir Skagatá. Hann hafði fengið 25,500 af dávænum fiski. — Hann segir hafís við Horn, og í kring, nokkuð inn á Húnaflóa og suður fyr- ir ísafjarðardjúp, en hvergi landfast- an. Því komst hann og vestur fyrir. Væntanlega hverfur ís þessi brátt aftur. Öndvegistíð fréttist með „Hól- um að norðan og austan; grasvöxtur mikill. Fiskafli mikill og góður austan Langaness, suður um Vopnafjörð og var að færast suður með landi, Sendimaður landsstjórnarinnar norður á Vatnsnes, með ráðsfafanir út af míslingunum, kom aftur í gær og segir þar enga misiinga vera eða verið hafa nú. Misletrun í síðasta bl. (136.bls., 2. dlk. 5.1. a. n.): „Gv. Skelfing" f. Gm. Skeving. ■3 [IRe^kjavík oq Qrenö. Séra Monrad, inn norski prestur frá Khöfn, sem vér höfum getið um aður, ætlar að flytja 4 tölur um n,0nistj. Bjernson í næstu viku hér í bænum, og verður vafalaust hugð- næmt að hlýða á það. „Hólar“ komu í fyrri nótt. Með þeim ýmsir farþegjar; þar á meðal cand. jur. Björgvin Vigfússon frá Hallormsstað. Itektors-embættið sækja þessir 7 um: Dr. phil. Jón Þorkelsson, docent séra Jón Helgason, kennari Stefán Stefánsson á Möðruvölium, adjunkt Geir T. Zoéga, eand. mag. Guðm. Finnbogason, yfirk. Steingr. Thorsteinsson og séra Jóhannes L. Jóhannsson á Kvennabrekku. Hvar kaupir fólk helzt alls konar NIÐURSOÐINN MATogsælgæti,bæði til heimilisbrúks og í FERÐALÖG? Auðvitað í Nýhafnar-deildinni í THOIBSENS MAGASlNI, þar eru ávalt stærstar birgðir oglang- flestu úr að velja, þar á meðal ým- islegt, sem ekki fæst annarstaðar. Nýjar birgðir koma með hverri póstskipsferð. Veðurathuganir í Rcykjavík, eftir Sioríbi Bjöunsdöttub. 1904 Júlí — Agúst. Loftvog millim. Hiti (C.) Átt *o •s *o a> tí bo cð a CÆ Úrkoma millim. j Fi 28. 8 763.3 12,8 0 10 2,6 2 762,8 13.6 NW 1 9 9 761,5 12.9 0 10 Fö 29. 8 759,2 12,3 0 10 2 758,1 13.6 W 1 10 9 758,8 12,5 0 8 Ld 30. 8 752.4 12,7 0 10 2,4 2 752,4 13.6 0 10 9 752,8 12,7 0 7 Sd 31. 8 756,2 13,1 0 6 4,0 2 756.4 15,6 0 7 9 755,5 13,8 NW 1 5 Má 1. 8 756,9 14,2 0 4 3,4 2 757,7 15,4 sw 1 8 9 757,5 13,4 0 10 Þr 2. 8 758,5 12,7 0 10 4,4 2 759,7 14,6 0 í? 9 759,7 11,8 w 1 10 Mi 3.8 759,9 11,1 0 10 0,2 2, 759,5 13,6 0 8 9 758,5 12,7 NW 1 10 „Tryggvi konungur“ fer til útlanda Miðvikud. 10. Ágúst. Ágætt liúsnæði á bezta stað í miðjum bænum er er t.il leigu frá 1. Október næstk. í Ilafnarstræti 19 (Kolasundi Nr. 1), beint á móti Nýhafnarhúsinu. íbúðin er uppi; þar er stór for- stofa, 4 rúmgóð herbergi, eldhús og skúr. Niðri er ein stofa sérlega hent- ug fyrir skxifstofu,ogaukþessgeymslu- klefi, en á öðru lofti eru 2 herbergi, og eru því alls 7 rúmgóð íveruher- bergi auk eldhúss og geymslupláss. Húsið er hlýtt og skemtilegt, glugga- röðin snýr á móti suðri en frá borð- stofugluggunum er fögur útsjón yfir höfnina. Menn eru beðnir að snúa sér að skrifstofudeildinni í TH0MSENS MAGASÍNI, Nýprentað: Kátur piltur eftir Bjornstj. Bjornson. Jón Ólafsson þýddi, 2. útg. Stifheft 1 kr. 35 au. — Fæst hjá bóksölum í Rvik. — Verð- ur send út um land í þ. m. Ltiidarpcuna ágæta selur Jóu Ólafsson, Kyrkjutorgi. Gleraugu týnd 1. þ. m. á stræt- um úti. Skili til ritstj. í Bröttugötu 5 fæst keyptur Haruavagu mjögódýr. M. A. Mathiesen. TAFA8T liefir jarpur hestur með msiðali á herðakarnpiuum. Finnandi er heðinn að skila houum til Kr. Kristjánssonar tré- Smiðs Skólavörðustig 4. Prentari; Þorv. Þorvarösron. Pappirinn fr& Jóni ólafasynL

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.