Reykjavík

Issue

Reykjavík - 03.09.1904, Page 2

Reykjavík - 03.09.1904, Page 2
154 Kjósenda-fund Tiéldu þingmannaefnin (G. Bj. og J. J.) hér á Laugardagskvöldið kl. 8^/a I Iðnaðarmannahúsinu. Komu þing- mannaefnín sér saman um að láta "'tand. theol. Har. Níelsson stýra íundi. Guðm. Björnsson tók fyrst til máls. Hann gat þess, að hann hefði ekki tekið neinn þátt áður í inni póli- tisku baráttu: hann kvaðst ekki kalla sig heimastjórnarmann, af því að liann þættist ekki eiga rétt til þess, þ>ar sem hann hefði ekki tekið þátt í þeirri baráttu flokksins, sem nú væri nnnin. En hann kvaðst fagna þeirn sigri og vilja að vér hagnýttum hann sem bezt. Hann sagðist vera þing næðismaður, og því væri sér það sér- legt gleðiefni, að konungur hefði fylgt þingræðisstefriunni með því að skipa ráðherrarm úr flokki meiri hlutans á þingi. Undirskriftina undir útnefningar- skjalið þætti sér auðvitað ekki einskis um vert, en miklu minna þó, en um hitt, að vér hefðum stigið fyrsta spor á þingræðisbrautina. Hann kvaðst gjarnan vilja stuðla til með gætni og stillingu, að undirskriftinni yrði öðru vísi hagað framvegis; en af því að sér virtist það mál þýðingarminna í fram- kvæmdinni, heidur en þingræðið, þá vildi hann ekki heyja svo harða bar- áttu um það, að þingræðinu yrði í voða stofnað. Hann kvaðst vera algerlega mót- failin þeim tilefnisiausu árásum, er svo látlaust væri fram haldið af sum- um blöðum, á ráðherra íslands og stjómarstörf hans. Hann kvaðst bjóða sig fram sem fylgismaður stjórnarinnar; maður, sem vildi styðja hana, meðan hún ynni ekk- ert til að brjóta af sér það traust, sem hann og aðrir bæru til hennar. Hann sagði það væri ekki stór pólitíkin, sem kæmi sér til að bjóða sig fram, heldur áhugi sinn á ýmsum atvinnumálum þjóðarinnar. Að þeim langaði sig til að vinna; ýmis þeirra hefði hann kynt sér tals- vert, og þættist því bera nokkurt skyn á þau. Jón Jensson talaði næst. Kvað það ósatt, að konungur hefði farið eftir þingræðisreglunni, er hann skip- aði Hannes Hafstein ráðherra. Hann (H. H.) hefði alls ekki með sér meiri hluta alþingis, heldur væri hann al- einn sér 1 aigerðum minnihluta. Hann væri skipaður í ráðherrasæti af kon- 'ungi, en undir skipunarskjaiið hefði ásamt konungi skrifað forsætisráð- herra Danaríkis. Þetta væri brot á stjórnarskránni; því að útnefning ísl. ráðherra væri þó sérmál íslands. Alþingi síðasta, og hr. H. H. þar fremstur í flokki, hefði gert það, að útnefning íslandsráðherra yrði undir- skrifuð af íslandsráðgjafa, að beinu skHyrði fyrir því að samþykka stjórn- arskrár-fiumvarpið. Hann kvaðst og vera þingræðismað- ur, ogþví að sjálfsögðu vilja fylgja ráð- herranum að máli, að svo miklu leyti sem hann yrði í samræmi við þingið. Sitt erindi á þing væri, að berjast fyrir landsréttindum vorum og verja jgau gegn yfirgangi Danastjórnar. — Að öðru leyti kvaðst hann láta sér ant um framfaramál landsins, og þá einkanlega þessa kjördæmis. Einar Benediktsson málflytjandi tók þá til máls, og kvaðst verða að lýsa þeim óumræðilega fögnuði, sem hann fyndi til yfir því, að hann nyti þess heiðurs að vera kjósandi í þessu upplýsta kjördæmi, höfuðstað landsins. Af því væri hann stoltur. Þessi til- finning væri svo rík í huga sér, að gnægð bjartans leyfði sér ekki að bind- ast orða; hann yrði (hér lyfti ræðu maður augum upp til loftsúgs-stromps- ins og barði sér á brjóst) — hann yrði að lofa forsjónina fyrir það, að hún hefði veitt sér þetta ynfli og æru. Hann kvaðst finna sig knúðan til að lýsa yfir því, að með skipun ráð- herrans væri stjórnarskráin brotin, vor helgustu landsréttindi fyrir borð borin. Hannes Hafstein sé alls ekki í meiii hiuta á þingi. Hann hafi verið það í fyrra; en hann kvaðst kenna í brjóst um hann, er hann íhug aði, hvar hann stæði nú og hvar hann hafi staðið þá. Þá heíðu allir þingmenn, H. H. með, sett það sem beint og <ótviræt,t, eindregið skilyrði fyrir sam þykkt stjórnarskrárinnar, að ísl.ráð- gjafi undirskrifaði útnefning íslands- ráðherra. Þetta hefðu báðar deildir aiþingis samþykt með Ullurn atkvæð- um. Þetta skilyrði heíði verið brot- ið; vor núverandi ráðherra hefði svikið sín heityrði og skilyrði um þetta mál síðan í fyrra. Svona stæði hann frarnmi fyrir þjóðinni, og ætti þjóðin að refsa hon- um með því að kasta honum frá völd- um þegar í stað. Jón Olafsson ritstj. kvaðst vilja brýna eitt fyrir mönnum, og það væii það, hvað vér værum að gera við þessa kosningu, sem í hönd fer; hún snerist öIJ um eitt, og eitt að eins, að styðja eða feJla ina nýju stjórn — og um meira þó: um að viðhalda og helga með venju þingræði í landinu eða hafna því. Guðm. Bjöinsson hefði sagt, og sagt það dagsatt, að vorn fyrstainn- lenda ráðherra hefði konungur kvatt sér samkvœmt þingræðisreglunni. Það sem hitt þingmannsefnið (J. J.) og annar ræðumaður hefði sagt í gagn- stæða átt, það væri blátt áfram ósatt. Þetta vita allir, sem hér eru inni, alJir þeir sem vita, hvað þingræði er. Því að hvað er þingrœði? Það er sú stjórnarfarsregla, að lög- gjafar-þingið, fulltrúasamkoma þjóðar- innar, ráði stjórnarstefnu landsins; en þingið er: meiri hluti þingsins. Þetta verður ekki á þann hátt, að þingið stjórni sjálft, heldur þannig, að konungur kveður sér þann einn (eða þá einu, ef fleiri eru) til ráðgjafa, sem nýtur trausts og fylgis meiri hluta þingsins; og að hver stjórn fari frá völdum, þá er hún hefir mist þetta traust. Þetta, og ekkert annað, er þing- ræði. Með þessu móti ræður þjóðin sér sjálf. I þessu er frelsið fólgið. Hér hefir verið talað mikið um, að framið hafi verið stjórnarskrár- brot með því, að forsætisráðherrann skrifaði nafn sitt undir kvaðningu ráðherrans. Bæðum. kvað það engan veginn að allra skoðun ólöglegt. Hann kvaðst ekki ætla sér að fella neinn dóm um það, hvort svo væri. En eitt væri víst: að einmitt á þennan sama hátt hefði útnefning hvers ein- asta íslandsráðgjafa verið hagað í þau 30 ár, sem vér hefðum haft ís- landsráðgjafa, og vér hefðum haft þá býsna-marga þessi ár. En enginn maður, ekkert blað — ekki Jón Sig- urðsson, ekki Bened. Sveinsson, ekki Jón Jensson, ekki „ísafold", ekki “ÞjóðviJjinn" — enginn hefðinokkru sinni látið í Ijósi, að við þetta væri neitt að athuga, eða að hér væri einu sinni nærri gengið stjórnarskrá vorri. Þangað til í vetur, að hr. Hannes Hafstein var kvaddur til að vera ráðherra. Sé undirskriít forsætisráðherrans undir útnefning ísl. ráðherra nú stjórn- aiskrárbrot þá hefir undirskriftin und- ir útnefning allra inna fyrri ísl. ráð gjafa verið það líka — alveg jafnt. Hafi enginn háski af þessu staðið und- anfarin 30 ár, þá er torvelt að sjá, hver háski nú er því alt í einu sam- fara þrítugasta og fyrsta árið. En hvað snertir ábyrgðina á þessari út- nefning í þetta sinn, þá hvílir hún ekki á hr. H. H., sem var milli landa í hafi og ekki nærstaddur, er útnefn- ing hans var undirskrifuð. Hún hef- ir farig fram á embættistíð hr. AJ- berti. Engu að síður óskar ráðherrann, eins og allir aðrir, að þetta hefði getað verið öðruvísi. En þess hefir enn ekki verið kostur. Danastjórn sú sem nú er, heidur því fast fram að hafa þetta þannig. Eins og hr. G. B. benti á, getur þing og þjóð reynt á hvern hátt, sem hagfeldastur þykii', að fá þessu breytt, ef kostur er. En sú aðferð, sem blöð hér sum hafa viJjað viðhafa — sú aðferð, að alJir menn, sem hafa meirihlutafylgi á þingi, geri verkfall (strilie) ogneiti að verða ráðherrar, hún er svo voða- leg, að ég vil biðja alla menn að aihuga með mér afteiðingarnar af henni. „Endinn skyldi í upphafinu skoða.“ Það er jafnan hygginna manna hátt- ut, að Jíta á afteiðingar gerða sinna. Ef hvei maður, sem hefir fylgi meiri hluta þings, neitar að verða ráðherra — hver verður þá afleiðing- in? Yerður hún sú, að enginn fáist þá til að vera ráðherra? Færi svor þá félli vor vor nýja stjórnarskrá nið- ur, af því að eigi yrði auðið að fram- kvæma hana. — Óska menn þess? En það kæmi aldrei til. Dettur' nokkrum í hug, að meðal 80000 ís- lendinga fengist enginn til að vera ráðherra? Það er varla hætt við því. Eða að ekki fyndist neinn dansk- ur maður, er fengist til að læra að- fleyta sér í íslenzku til að taka að sér að verða ráðherra íslands? Jú, vér yrðum sannarlega ekki ráð- herralausir. En hvaða ráðherra feng- jum vér þá? Yér fengjum minni-hluta-mann -— mann, sem litla eða. alls enga sto& hefði í þinginu og nyti alls einskis- trausts frá því. Yér fengjum einhvern Estrup, — vér fengjum sama stjórnarfyrirkomu- lag, sem Danir bjuggu við heilaií- mannsaldur, áður en vinstrimenn komust til valda og með þeim þing- ræðið. Og vér ættum sjálfum oss um a&- kenna, að vér þannig glötuðum þing- ræðinu — þingræðinu, sem er frelsiðt' Vér seldum þetta, seldum frelsið,- og fyrir hvað? Já, mér liggur við að segja fyrir eitt hár úr keisarans skeggi. Fyrir ofurkapp um meira eða minna vafa- samt lögfræðisspurnsmál, sem ekki er ' sýnilegt, að hafi neina praJctiska þýð- ingu fyrir oss að þreyta um úrlaus- nina á, svo hraðfara eða með svo- miklu kappi. Vér getum haldið vorri skoðun á undirskriftinni fram við Danastjórn, - „stillilega og með gætni“, eins og hr.. G. B. sagði. En er ekki of mikið í sölurnar lagt í baráttunni, að beita þeim óyndis- - úrræðum, að vér glötum með því þingræðinu — frelsinu sjálfu? Þetta bið eg hvern ofstækislausan > mann að íhuga rólega og svara sér svo sjálfur. Tveir virðulegir ræðumenn hafa tal-- að hér um skilyrði, sem alþingi hafi> sett, og síðan hafi verið brotið. Þetta> „skilyrði* átti að vera það, að þáver- andi Ísl.ráðgjafi ritaði með konungii undir útnefningu ins nýja ísl.ráð- herra. Það er að eins eitt athugavert við- þetta „skilyrði“, og það er það, að- það hefir aldrei verið til! [Hér gerðut þeir nokkurt fótastapp þessir 23 menn,. sem leigðir vóru annars til að klappa í hvert sirin, er hr. E. B. sagði vit- lausustu axarsköft sín]. Já, það kann að vera beiskt að renna því niður, en sannleikur er það samt, að nokkurt slíkt skilyrði frá þingsins hálfu hefir aldrei verið til. í frumvarpinu um stjórnarskrár- breytinguua, sem nú er að lögum orðið,. stendur, eins og allir geta sóð, ekkert sJcilyrði fyrir gildi hennar. Engin þingsályktun, engin tillaga í neinni mynd var upp borin á þingi, því síð-

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.