Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 03.09.1904, Síða 3

Reykjavík - 03.09.1904, Síða 3
155 ur aaniþykt (í hvorugri deild) í þessa átt eða um noldmrt skilyrði, þetta eða annað. Það vita allir. Þingtíð- indin eru til vitnis. [Rödd: Nefnd- arálit neðri deildar!]. Nefndarálit eru aldrei borin upp til atkvæða og því eigi samþykt á neinn hátt af neinum öðrum en nefndar- mönnum. En ekki einu sinni þetta tilvitnaða nefndarálit neðri deildar innihólt noklmrt shilyrði. Þar stóð að eins, að nefndarmenn gengja að því vísu, að undirskrift- inni yrði 'hagað á þennan hátt, að ísl.ráðgj. undirskrifaði. „Vér göng- um að því vísu“ — það eru orðrétt orð nefndaráiitsins, og í því stendur elikert annað um þetta mál. En „að ganga að einhverju visu“ veit hvett mannsbarn að þýðir að eins, að menn „telji víst“. En það er elckert skil- yrði“. Þetta mikið umrædda „skiiyrði" er því tiíbúningur einn og hefír aldrei verið tii, nema því að eins, að „skilyrði“ só sama sem „ekkert skilyrði“. Svona búa menn sér til 'úr hrein- um ósannindum grundvöll til að byggja á rangar ásakanir. Kosning sú sem nú fer í hðnd snýst um það eitt: eigum vér að senda á þing mann til að styðja stjórn þá sem er, tii alJra góðra framkvæmda, meðan hún verðskuld- ar stuðning og traust? eða eigum vér að reyna að fella hana fyrir það sem hún á enga sök á, af því að hún fær því ekki ráðið — undirskriftar- málið? Eigum vér með því að kasta frá oss í blindni þingræðinu, í stað þess að reyna að festa það hjá oss? Um þetta og ekkert annað verður barist við þessa kosningu. Guðm. Björnsson spurði hr. J. J., hvort hann kannaðist ekki við að hafa haft þau oið við sig (2. Ág. þ. á.), að sitt erindi á þing að þessu sinni væri, að fella stjórnina. [J. J.: Nei]. Jæja, það er nú samt satt fyr- ir því, hvort sem þingmannsefnið kannast við það eða ekki. Fremstu ílokksmenn hans hafa líka óspart haldið inu sama á lofti alt þangað til siðustu dagana, að blaðinu var snúið við [J. J.: Það er ]ygi!]. Ég vona kjósendur minnist þess, að hr. J. J. lýsir yfír því, að helztu fylgismenn sínir fari með lygi. Yér hefðum nú í meira en 20 ár staðið í látlausri stjórnarbótarbaráttu, og það hefði verið óhjákvæmilegt eins og á stóð; en við það hefði orðið útundan og í vanrækt svo ótaJmargt landinu til þrifa og þarfa, sem lengur mætti nú eigi draga. Yér værum einar 80000 manns og gætum því ekki búist við í ágreiningi við Danastjórn að koma. voru máli fram með ofstopa eða valdi, vér yrðum, eins og hann hefði áður sagt, að fara með gætni og stillingu, reyna sannfæringarinnar veg. En að hefja þá ofstækisbaráttu, sem feldi þingræðið úr höndum ^oss og hefti allar verklegar framfarir, á því hefðum vór víst varla ráð. — En ef vér efldum atvinnuvegina, svo að fólkinu fjölgaði og oss yxi fiskur umhrygg —ef vér yrðum t. d. nokk- ur hundruð þúsunda að tölu, þá mundum vér standa betur að vígi með að fá framgengt þeim kröfum vorum, er þá væru enn óuppfyltar. Jón Jensson: Því færri og fátæk- ari sem vér værum, því fremur riði oss á, að Mta það sitja fyrir öllu að vernda landsréttindi vor. Ef vér berðumst fyrir þeim, þá efldust at- vinnumál vor af sjálfu sér. Það sýndi dæmi annara þjóða (Eödd: Svo?). Já. Það væri annars undarlegt tal, sem hér væri haft um þingræðið; það væri eins og menn gættu þess ekki, að ein þjóð gæti vel haft þingræði, en þó glatað landréttindunum [jÁ Ol.: Svo ? Dæmi!] Það liggur í augum uppi ! Það væri sjálfsagt, að vér ættum að heimta af ráðherranum að hann fengi konung til að heita því, að haga undirskriftinni öðruvís eftirleiðis. Ella yrðam vér að steypa honum. Einar Benediktsson : Harla fávís- legt af Jóni Ólafssyni, að vita það ekki, að þjóð gæti glatað landsrétt- indum sínum og þó haldið fullu'þing- ræði. Það þyrfti alkunna fáfræði og vanþekkingu þessa' staka alvitrings til þess að spyrja um dœmi til slíks. Þess þyrfti ekki langt að leita. „Vér vitum allír, að Fœreyingar hafa fult þingrœði, en þó haía þeir glatað öll- um sínum landsréttindum“. „í nafni siðgæðis og réttlætis verð ég að mótmæla þeim loddarahætti eða leikaraskap, sem hér er frammi hafður við upplýsta kjósendur! [Stór- hlátrar og: beyr!] Kjósendum höfuðstaðaríns væri ekki bjóðandi sú vitleysa, að eigi raætti íieimta það af hverjum meiri- hluta-manni, að hann neitaði að taka við ráherrastarfí með útnefningu und- irskrifaðri af forsætisráðherra ríkis- ins, þó að ganga mætti að því vísvu, að þingfæðið færi í sölurnar, af því að jafnan mætti fá einhverja mann- rolu til að takast ráðgjafastarfíð á herðar. Það væri svo sem auðvitað, að í því landi, sem Jón Ólaísson elur aldur sinn i, mætti jafnan fá övand- aðan mann til að gera hvað sem vera vildi. Ósvífið þykir mér að neita þvi, að undirskriftaratriðið hafí ver- ið gert að „skilyrði" af alþingi. Það vita þó allir, að þegar frumvarp er samþykt á þingi, þá er þar með snmþykt nefndarálit það, sem réð til að fallast á fiumvarpið, og því er ávalt sjálfsagt að skýra og skilja lög- in samkvæmt því sem um þau hefír sagt verið í nefndarálitinu. Jön Olafsson: Það er sagt, að mikið megi menn beyra, áður en eyrun detta af þeim, og það er óef- að satt, fyrst eyrun sitja enn föst á manni eftir að hafa heyrt til Einars Benedíktssonar þá fásinnunnar ósvífni, að Færeyingar hefðu ]>i)igræði. — Fær- eyingar, sem ekki hafa einu sinni nokkurt þing, nema ómerkilegt ráð- gefandi amtsráð! — Færeyjar, sem ekki eru nema eitt kjördæmi í Dan- mörku. — Hvað er ósvífni, hvað er að misbjóða kjósendum, ef ekki það, að dirfast að bera slíkan ósanninda- þvætting fram fyrir þá? [Lárus Bjarnason: Hann veit ekki betur! — Hlátur]. Mig hefði furðað á, að heyra nokk- urn lögfræðing, annan en E. B., nokkurn sæmilegan lögfræðing, sem nokkuð vissi, koma fram með þá fáránlegu staðhæfingu, að þegar þing samþykti •lagafrumvarp, samþykti það að sjálfsögðu öll ummæli í nefndar- álitinu um það. Hver leikmaður auk heldur gæti þó sagt sér sjálfur, aö menn fallast oft á tillögu af alt öðr- um ástæðum, en þeim sem flutnings- maðúr færir fyrir henni. Eins er og um þing. Því er það viðurkent af öllum lögfræðingum, að fáar uppsprett- ur til lögskýringar sé óáreiðanlegri og viðsjálli, en nefndarálit. Þetta veit hver einasti lögfræðingur í heimi — nema Einar Benediktsson. Siðgæði og réttvísi eru hugmynd- ir, sem ég eins og allir vandaðir menn bera virðingu fyrir. En ekki get ég að því gert, að mér finst þau orð láta betur í eyrum af annara vörum, heldur en síðasta ræðumanns. Niðurl. Heitrisendanna tnilU. Port Arthur ekki tekin enn. Satt var það, að hraðskeyti aust- an úr Asíu sögðu P. A. tekna 16. f. m. E«i þau fregnskeyti hafa reynst ósönn. Aftur 23. f. m. komu ný símskeyti að austan, að P. A. væri tekin, en það var borið aft.ur næsta dag. Rétt fyrir fyrra Sunnudag sendu Japanar orð í borgina og buðu Rús- um að gefast upp, en þeir neituðu því boði með fyrirlitning. Japanar segjast samt vissir um að taka borgina. Þeir höfðu 24. f. m. aldrei lint árásinni nótt né dag í heila viku, og kváðust halda áfram á sama hátt aðra vikuna til eða leng- ur, ef á þurfí að halda, og hvað sem það kosti af mannfalli. Rúsar segja, að fallnir og særðir af umsátursher Japana síðan umsátin byrjaði nemi 20,000 til 26,000. Rúsar játa sjálfir, að fallbyssur umsáturshersins japanska nái til hafnarinnar í P. A. og nokkurs hluta af bænum, en ekki til hafnarvirk-" janna (á Gullhöfða?). Með augiýsing hefir Rúsakeisari nú kvatt til vopna alt varalið í 47 um- dæmum í fylkjunum Poltava, Kursk, Tevr, Samara, Saratov, Astrakan, Ufa, Simbersk, Perm, Pétursborg, Nov- gorod, Pskov, Livonia, Esthonia, Arkangel og Olonets, og í níu um- dæmum öðrum, og auk þess alla vara- foringja í öllu Rúsaveldi. Alþýðu í Rúslandi er sífelt að verða verr og verr við stríðið. Telur það verið hafa frá öndverðu misráðið og tilefnislaust. Rúsar hafa enn á ný tekið enskt skip „Comedian," þvert ofan í allan þjóðarétt segja Bretar, og þvert ofan í bein og ótvíræð heityrði stjórnar- innar, er hún sleppti „Malacca" á dögunum. „Hve miklu lengur á Bretland enn að sætta sig við loforð, sem að eins virðast gefin til að svikja þau jafn- harðan?“ spyr Lundúna-„Times.“ Eitt af þeim 4 vígskipum, sem Rús- ar áttu eftir í Port Arthur, „Sevasto- pol,* hafa þeir nú mist, það rakst á sprengivél, er það ætlaði að halda út af höfninni, og skemdist svo, að það varð nauðulega dregið inn á höfn aftur og set.t á land. Yið Port Arthur er nú oft baiist dag og nótt; hernum þrískift hjá hvorum um sig, og b'erst hver þrið- jungur hans 8 stundir af sólar- hringnum. Það er sönn fregn, að Japönum tókst að sökkva beitiskipinu „Novik“ fyrir Rúsum. 23. var á enda sá tími, er Sínver- jar höfðu leyft rúsnesku herskipunum Askold og Grosovoi til viðgerðar í Sjanghai. En þau vóru þá enn ekki sjófær, en neituðu að afvopnast. Japana floti liggur fyrir utan höfnina og tekur við þeim, ef þau áræða út. En Japanar og fleiri þjóðir skora nú á Frakka að fá Rúsa til að afvopna skipin, því að þau brjóta frið á Sín- verjurn með að liggja svona á sín- verskri höfn. Verði það ekki gert, munu Japanar halda flota sínum inn á höfnina og skjóta skipin í kaf. En þá liggur nærri að Frakkar og Bretar megi skerast. í leik, en það mun báð- um óljúft. Regntíðinni í Mandsjúrí virðist nú lokið Kúropaktin flýr einlægt undan Jap- önum norður eftir, án þess aðleggja til orustu. Nýfæddi sonur Rúsakeisara var skírður 24. f. m. Fyrirspurn. Hafa þeir borgarar bæjarins ekki fyrirgert kosningarrétti sínum, sem sífelt þrjózkast við og svíkjast um að inna af hendi gjöld sín til bæjarþarfa, og hvort mun það vera goðgá að auglýsa nöfn þeirra ?

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.