Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.09.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 07.09.1904, Blaðsíða 3
159 shé» Foulard-silki Biðjið um sýnishorn af vor- og sumar-silkjum vorum. Sérstaklega: Þrykt Silki-Foulard, hrá-silki, EVÍessalines, Louisines, Sveizer-ísaumsssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au. og þar yfir pr. meter. Vér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn kjósa sér, tol Ifrítt og buroargjaldsfrítt heim til manna. Luzern y 6 (Schweiz) Silkivarnings-Utflytjendur. N° 10 N° 10 N° 10 REYNIÐ N° 10 m AB mmm og pér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá öllum helztu, kaupmönnum á íslandi og um allan heim. — N° 10 = N° 10 — Svo lítið verður á þeirri tilvitnun að græða. Þá kemur hjá blaðinu einhver ó- skiljanleg meinloka um rektor Björn Ólsen. Það er eins og „ísaf.“ telji það hálfvegis þakkarvert, að ráðherr- an hafi „látið" hann fara frá em- bætti. En af því að allir vita, að Dr. Olsen sótti um lausn, ótilkvaddur af öllum, sakir heiisuleysis, þá er alt, sem ráðherrann gæti átt þökk fyrir, það eitt, að hann lagði ekki til við konung, að Dr. Ó. væri synjað um lausn, þrátt fyrir læknisvottorð um heilsuleysi — vottorð, sem hver ein- asti læknir í Reykjavík hefði Jilotið að gefa, ef hann hefði verið til þess kvaddur. En það er meira blóð í kúnni! Ráðherran hefir, eftir tiliögu póst- ineistara, veitt póstafgreiðslustarí á Seyðisfirði þeim manni, sem bezt og ílest meðmæli kunnugra manna þar á staðnum hafði til þessa fengið. Sá maður hefir vitanlega aldrei verið kendur við pólitík. En það er sama. Hann er prentari, og hann prentar fyrir föður sinn blað, sem sleikir upp alla, sem við æðstu völd eru, og heíir veitt Heimastjórnarflokknum það snildarlega og áhrifa-mikla fylgi, að það hefir komið kjördæminu, sem það kemur út í, úr höndum Heima- stjórnarflokksins yfir í hendur Fram- sóknarflokksins. Loks hefir „ísaf.“ uppgötvað það, að einhver maður, sem kvað vera skipaður fiskimatsmaður á Ísaíirði, hafi einhvern tíma greitt atkvæði við þingkosningar með þingmannsefni Heimastjórnarflokksins.. — Hins hefir hún gleymt að geta, hvort maðurinn vaui ekki vel vaxinn starflnu. Og alveg hefir hún gleymt að geta þess, hvernig sá maður hefir greitt atkvæði. sem skipaður er fiski- matsmaður hér i Reykjavik. Hvern- Ig stendur á því? Já, það er fleira, sem biaðinu hef- ir gleymst. Einhver hlýtur víst að hreinsa salernin við stjórnarráðshúsið. Skyldi ekki vera auðið að grafast eftir, hvernig sá maður hefir greitt atkvæði? Það væri sérlega þakklátt verkefni íyrir „ísaf.“ að reyna að þefa það uppi. Ef maðurinn skyldi nefnilega vera Heimastjórnarmaður, þá er hlut- drægnin bersýnileg. Þá má skamma ráðherrann! Og ef hann skyldi vera Framsókn- arflokksmaður, þá er það bersýnilega gert til háðgungar, að taka kamar- mokara stjórnarinnar úr Framsóknar- flokknum. Þá má líka skamma ráðherrann! Jú, þetta er þakklátt verkefni, og vér eigum þökk skilið fyrir að minna blaðið á það. Jæja. Svona var nú reihiingur „ísafoldar“ yfir emættisveitingasyndir réðherrans. — Yér höfum nú endur- slioðað hann eftir því sem vér viss- um sannast og réttast, og leggjum hann svo undir úrslcurð þjóðarinnar. Leiðrétting við „ísafold“, Út af ummælum „Bindindisvinar" og athugasemd herra Þ. J. Th. í síð- asta blaði ísafoldar votta ég undlr- ritaður samkvæmt beiðni hr. héraðs- læknis Guðmundar Björnssonar, að ég heyrði hann tvívegis iýsa skýrlega yfir því á kjósendafundinum 27. f. m., að hann vildi flytja aðflutoings- bannsfrumvarpið á næsta þingi, ef stórstúkuþing Goodtemplara 1905 ósk- aði þess. Mér er og kunnugt um, að hann hefir síðar svarað skriflegri fyrirspurn um þetta efni frá Good- templurum hér í bænum á sama hátt. Reykjavík, 3. September 1904. Haraldur Nielsson. Firðrita-málið. [Niðurl. frá 37. bl.] „Stóra Norræna firðritafélagið“ vill borga landsjóði 300,000 kr., er verja megi til landsímalagningar, ef félagið má leggja þráðinn upp að austur- landi [líklega helzt Bjúpavogi, varla Seyðisíirði], en ekkert, ef það eigi að leggja hann til Þorlákshafnar eða þar í nánd. Það verður alþingi að vori, sem ræður því. hvar lendingarstaðurinn verður. Hér í Reykjavík eru einstöku menn bálæstir yfir því, ef síminn verði lagður að landi nokkurstaðar annar- staðar, en hér i Rvík. Þessi æsing virðist oss mjög fávís- leg. Hér er auðvitað meira en eins að gæta og meira ættu að ráða hags- munir alls landsins heldur en hégóma- skapur og metaaðar-girni Reykjavíkur. Engum dettur annað í hug, en að Reykjavík, sem er höfuðstaður landsins í öllu tilliti, eigi um fram alt að komast í trygt og örugt sam- band við umheiminn. En e/ vissa fæst fyrir því, að landsíminn geti veitt alveg fullörugt samband, þá væri fávíslegt af oss að Jcasta 300,000 Jcr. i sjóinn í stað þess að nota þær til landsímalagningar. Og þetta væri þá í allra bókstaflegasta shilningi að lcasta peningum í sjóinn. Því að landsímann þurfum vér að leggja þegar i stað. Því að svo mik- ið gagn sem oss verður að síma- sambandinu við útlönd, þá verður þó hitt gagnið niargfalt meira, er vænta má af landsímanum, er kemur helztu stöðum umhverfis landið í samband. Fiskveiðar vorar einar mundu bera meira gagn úr býtum við það, en landið við sambandið við útlönd. Og þar sem fiskveiðarnar, þilskipa- útvegurinn, er um fram alt núver- andi lífsrót og framtiðar-lífskilyrði Reykjavíkur, þá mundi hún, höfuð- staður landsins, græða mest við það, að landsiminn komist á tafarlaust. 300,000 kr. er það, sem sæsíma- lagning frá Djúpavogi til Þorlákshafn- ar mundi kosta, og með honum væri þó ekki nokkrum stað á landinu komið í samband við Reykjavík. Nú er miklu dýrara að leggja sæ- síma en landsíma, svo að ætla má að þessar 3uO,OQO kr. mundu fara langt að borga ineginkostnaðinn við lagning landsíma norður um land og suður til Reykjavíkur, þótt lagð- ur sé um bygðir. Hins vegar eru ekki veður hér, hve ill sem eru á vetrum, til líka eins ill eins og í Alaska og í Síberíu, og í báðum þeim löndum hafa land- símar reynst eins tryggir og hvar annarstaöar. í verra veðurlagi og um meiri öræfi og óbygðir liggur landsími í Noiður-Ameríku, og dugar vel. Yitaskuld getur það komið fyrir að ritsíminn slitni í aftakaveðrum. Það kemur jafnvel fyrir í Danmörku, að vér ekki nefnum í Noregi. En í því er enginn voði fólginn, ef síminn liggur um bygðir, svo að samdægurs megi ná frá næstu bæjum þangað sem hann slitnaði. Það er vanda- laust verk að tengja þráðinn saman aftur. Það getur hver maður gert. En ísland er ekkert milíónaland. Það er jafnvel talað um að það sé fá- tækt. Landsmenn láta ekki mikið yfir því, að þeim sé létt að kasta á sig nýjum álögum um nauðsyn fram. Ef landsíminn veitir Reykjavík jafn- trygt samband, eins og höfuðstaðir annara landa eiga við að búa — höf- um vér þá ráð á að varpa 300,000 kr. í sjóinn og demba þessari upphæð á bak gjaldþegna landsins? Er það ekkeit umhugsunarmál ? 8 dögum eftir að „Reykjavík“ hafði skýrt Ijóslega frá, hversu fiiðiitamál- ið horfir nú við, þá kemur „Sannleiks- vitnið“ [,,ísafold“ öðru nafni], sem er illa við að ráðherra vorum sé eign- uð og þökkuð sú framkvæmdarögg- semi, sem hann hefir sýnt í þessu máli alla tíð síðan hann tók við völd- um, og segir frá á þessa leið: „Það hefir lieyrst [„ólyginn" sagði Gróu á Leiti, og Gróa sagði „ísaf.“], að Svíar og Norðmenn hafi sótt í sumar um leyfi til ritsímalagningar hingað til lands styztu leið, frá Björg- vin helzt. En þá hafi. ritsimafélagið norræna risið þar upp í móti og sagst ætla nú að leggja þráðinn sjálft“. í Marzm. síðastl. hafði Stóra Nor- ræna ritsímafél. tjáð „hugsanlegt“ eða takandi í mál, að það kynni að taka að sér lagninguna með þeim ein- um fjárstyrk, er alþingi og ríkisþing höfðu heitið. Síðar í vor er orðin „öll útsjón til“ að fél. („St. N.“J geri þetta. Þetta sýna bréf hór í skjala- safni ráðaneytisins [Sbr. „Rvík“ bls. 47-- 48. þ. á.]. Samkvæmt þessu gat það ekki hafa risið upp við neina málaleitan frá Svíum og Norðmönnum, fram komna í sumar. Því síður, sem frá Svíum og Norð- mönnum hefir engin málaleitun fram Jcomið, hvorki i fyrra, né í vetur er leið, né í vor, nó í sumar, né noJckru sinni fyrri eða síðar alt fram að þeim degi (27. f. m.), er þetta „ísa- foldar“-tölublað kom út. Vér skulum ekki angra blaðið með að skora á það að skýra frá, 'hvar og hvernig það hafi heyrt þessa lyga- fregn, því að því væri það jafn-ómögu- legt eins og að klífa upp í tunglið eða gleypa sjöstjörnuna. - Sagan um þessa norsku og sænsku málaleitun er neínilega ekkert annað en upp- spuni blaðsins, án nokkurrar tilhæfu, í þeim eina lofsamlega tilgangi, að reyna að stela af ráðherra vorum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.