Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.09.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.09.1904, Blaðsíða 2
164 Heimsendarma milli. — 0— Fregnir til 5. þ. m., kl. 5,35 síðd. —0--- Reykjavík, 12. Sept. Um afdrifin við Ljá-Yang berast nú ýtari fregnir, og þó ekki fullséð enda- lok öll enn. — Sunnudagsmorgun 4. þ. m. hóldu Japanar inn í Ljá-Yang kl. 9 að morgni. Rúsar höfðu kvöld- ið áður kveikt í birgðahúsum sínum og brent nær hálfan bæinn, en Jap- önum tókst að stöðva eldinn og náðu ógrynni herfangs, meðal annars yfir 200 failbyssum (Rúsar höfðu haft í orustunni um 300 fallbyssur). Sýnir þetta, hve skyndilegur flótti Rúsa hefir verið. Um 11 mílum norður af Ljá-Yang liggur þverbraut af aðal-járnbrautinni til Mukden og Harbin. Þessi þver- járnbraut liggur austur að kolanám- unum í Yentai, og er yfir 20 mílur á lengd. Yentai liggur fullum 25 mílum n. a. frá Ljá-Yang. Kuropat- kin og herleifar þær er hann hafði með sér, virðist ekki hafa getað not- að jámbrautina til flótta, heldur lent miklu austar með lið sitt fótgang- andi. Hann hafðist við, að hann sjálf- ur segir í skeyti til Rúsakeisara, sunn- an við þverbrautina til Yentai, rétt við Yentai, og því all-langt fyrir aust- an aðalbrautina. En Japanar sífelt á hælum honum. Kuroki hólt á Laugardaginn nokkr- um hlut liðs síns þvert í vestur, til að reyna að ná aðalbrautinni, en hitt liðið mun hafa veitt Kuropatkin eft- irför. — Hvort Kuropatkin tekst að bjarga meginbluta herieifa sinna norð- ur, eða ekki, er ekki fullséð enn. Fyrstu Pétursborgar-fregnir eftir orrustuna sögðu, að leifarnar af her Stackelbergs, rúsneska hershöfðingjans, hefðu náð að sameinast herleifum Kuropatkins við Yentai. En siðari Pétursborgar-fregnir, seint um Sunnu- dagskvöldið, játa, að Japanar hafi ein- angrað Stackelberg með öllu hans iiði, 25000 manna, og hafi hann flúið vest- ur í land, en Japanar elt.— Á Mánu- daginn kemur svo sú fregn frá Pót- ursborg, hvort sem sönn reynist eða ekki, að hann og allur hans her muni hafa strá-fallið. Það fylgir þessari fregn (frá fregn- rita frakknesks blaðs í Pétursborg), að nú sé Rúsastjórn svo hrædd orðin heima fyrir, að hún þori ekki leng- ur, að láta birta fregnir frá stríðinu. Um Ljá-Yang orrustuna fá rúsnesk blöð ekki að geta annars, en að Kuro- patkin sé að halda Jiði sínu norður, til að ginna Japana á eftir sér(l). Um það leyti Kuropatkin var að flýja úr Ljá-Yang, var nýr liðsauki, um 100,000 manns (?), að leggja af stað frá Harbín suður tii móts við hann. En Kuiopatkin símaði norð- ur, og bannaði liðinu að halda suð- yr til Múkden, en bauð því að stað- næmast á járnbrautarstöð nokkurri milli Múkden og Harbin, þó nær Harbin (?). Er það órækur vottur þess, að hanu ætli sér ekki að stað- næmast í Múkden, þótt hann nái þangað, heldur flýja alla ieið norður tiJ Harbin, eins og vér höfðum fyrir löngu spáð, þar sem Múkden er varnarlaus borg. Pétursborgarfregnir segja, að Sín- verjar láti nú mjög ófriðlega, Hershöfðingi Sínverja, sá er Ma heitir, fór í vor með mikinn her til landamæra Mongolíu og Mandsjúrís, til að gæta þar lands. Með honum er sagt að jafnan sé japanskur hers- höfðingi til ráðaneytis og aðstoðar. Stórveldin óttuðust að þetta kynni að leiða til þess, að Sínverjar sætu eigi hlutlausir hjá, og báðu Sínverja- stjórn að láta Ma halda her sínum burt frá landamærum, og var það gert. En eftir orrustuna við Ljá-Yang er Ma nú sem óðast að halda her sínum til landamæra á ný. Port Artliur er enn ófallin, en þó þrengir þar einlægt að Rúsum. 27.—31. f. m. var þar látlaus skot- hríð, en síðan hafa Japanar látið sér hægra um, en halda þeim stöðvum, sem þeir hafa náð. Þeir segja nú, að hugsanlegt sé, að Port Arthur fái varist enn um hríð, ef til vill fram til Október-loka. Aftur er á Rúsum að heyra nú, að þeir óttist mjög, að setulið sitt í Port Arthur fái sannar fregnir af c 1 örum Kuropat- kins og gefist þá upp; því að vörn- in hefii verið þreytt svo scigt í P. A. í þeirri von, að Kuropatkin kæmi þá og þegar að norðan til liðs við borgina. Um mannfall í orrustunni við Ljá- Yang og fyrirfarandi daga, vita menn ekkert enn með vissu frá hvorugri hlið; það eitt vita menn, að það hefir gífurlegt verið hjá hvor- umtveggju, og óefað meira á Rúsa hlið. Frá Kúslandi var það helzt að frétta, að Laugardaginn 3. þ. m. slapp morðinginn, sem banaði Plehve, úr varðhaldinu, og hefir ekki náðst. Sagan um það er svo sögð, að um kvöldið kom fanga-vagn að díblizunni, þar sem morðinginn var í haldi. í vagninum vóru vopnaðir lögreglu- menn og höfðu með sér skriflegt skjal frá einum ráðherranum, skipun um. að morðingjann skyldi þegar flytja til yfirheyrslu fyrir dómara. Fangavörð- ur seldi fram manninn; en er tvær stundir liðu, og ekki var komið með hann aftur, þá fór hann að spyrjast fyrir, og kom það þá upp, að skip- unarskjalið var falsað, og höfðu inir vopnuðu lögreglumenn verið duibún- ir félagar morðingjans. l^jóðverjalaiid. Krónprinzinn þýzki, Friedrich Wilhelm (f. 6. Maí 1882) hefir sér heitmey festa, Cecilíu hertogynju af Mecklenburg (f, 29. Sept. 1885), systur stórhertogans af Mecklenburg-Schwerin. Danmörk. Gustav Esmann var upphaflega blaðamaður, síðan rithöf- undur og skáld, sagnaskáld og eink- um leikskáld. 4. þ. m. fanst hann dauður heima hjá sér, skotinn með skammbyssu í hnakkann, en í innra herbergi lá skækja hans í andarslitr- um; hafði skotið hann fyrst og sig á eftir. Hann hafði áður skilið við konu sína. ‘Landshornatma tniUi. —:o:— Hörmulegt voðaslys vildi til á Patreksfirði 4. þ. m. „Bergþóra," fiskiskip Guðmundar Ólafssonar á Nýjabæ á Seltjaruarnesi var nýkomið þar inn á legu. 13 af skipverjum lögðu til lands á báti, þar á meðal skipstjóri og stýrimaður. Ofhlóðu þeir bátinn svo af mönnunum, að hann komst að eins fáa faðma frá skipshlið; þá fylt.i hann og sökk og drukknuðu allir, er á vóru, en þeir vóru þessir (að því er „Fjallk." telur): Sigurður Ouðmundsson skipstj., urn þrítugt; Guðni Teitsson stýrim., 23 ára; Kristinn Þorsteinsson 22 ára; Magnús Þorsteinsson 21 árs; Sig- urður Þorsteinsson 21 árs; Sigurð- ur Ólafsson 19 ára; Ólafur Guð- mundsson 22 ára; Guðjón Magnús- son 36 ára; Gísli Guðmundsson 28 ára; Vigf. jfónasson 27 ára; Hafliði Jónsson 25 ára; — allir þessir héðan úr Reykjavík; Olafur Olafsson, 32 ára, frá Byggarði* Yngvar Guðmunds- son, 20 ára, frá Nýjabæ — báðir hér af Seltjarnarnesi. Hafliði var ný- kvæntur, allir hinir ókvæntir, en 9 trúlofaðir. IRepkjavífc oö örenð. Kjósendafundar boðuðu inir sam- einuðu stjórnarfjendur til með stutt- um fyrirvara 9. þ. m. í Iðnar- mannahúsinu. Töluðu þar 12 menn af hendi fundboðenda, en 6 af hendi stjórnasinna. — Það þýðir ekki, svona eftir dúk og disk, að gefa ágrip af því er þar var talað. Þess eins má geta, að við skop-lof “ísafoldar" hafði Einar Ben. fengið svo mikið traust á sinni „töfrandi mælsku“, að hann fullyrti, að hann með fortölum sínum gæti „sannfært hvern einasta kjós- anda í Reykjavík, utan einn — þing- mannsefnið Guðmund Björnsson". Næsta dag svöruðu kjósendnr því þegjandi með sínum heimullegu, al- frjálsu atkvæðum. Hjalti skipstjóri Jónsson talaði þar einn af hendi sjómanna og mæltist vel; iýsti hann trausti sínu á Guðm. Bj. og fylgi við hann, í sínu nafni og fjölmargra sjómanna annara". A1 þingismaður annarfyrir Reyk- javík var kosinn hér 10, m. Vay kosíð í 3 deildum ; í fyrstu deild kusu þeir kjósendur, er á kjörskrá stóðu undir upphafsstöfunum A—G; í ann ari deild H—M; í þriðju N—Ö. Alls greiddu atkvæði 704 kjósendur, og reyndust 10 seðlar einir ógildir, svo að gild atkvæði vóru greidd 694. Kosinn var Gfuðinundur Iíjörns- son héraðslæknir með 867 atkv. Jón Jensson yfirdómari fékk 327 atkv. Kosningin stóð lengst yfir i 1. deild. 7 menn, sem höfðu orðið of seinir að kjósa í 2. og 3. dsild, fóru þang- að að greíða atkvæði; en þau vóru lát- in öll í eitt umslag sér, en ekki í atkvæðakassann, þar eð kjörstjórn 1. deildar var í vafa um, hvort hún ætti að taka við þeim, þótt þeir hefðu vottorð um, að þeir hefðu ekki greitt atkv. í hinum deildunum. Þessi atkvæði tók yfirkjörstjórnin ekki gild, með því að kjósendur hefðu ekki látið þau í kassann. Umslagið með þeim í var alls ekki opnað. Óvenjulcg sorgarsjón var það að morgni 14. þ. m. að sjá 12 lik- kistur, hverja með líki í, bornar í einu suður í iíkhús hér, en fánar blöktu allan þann dag í hálfa stöng um allan bæinn. Þetta vóru líkin af 12 af þeim 13, er drukknuðu á Patreksfirði, (sjá hér að framan). Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Loveday Brooice. IV, Tygilhnífurinn, Framh. „Nei, það er ekki von að neinn maður botni í því; en ég skal reyna að skýra það fyrir yður. In unga mær, sem þið hjónin tókuð í hús ykkar og hugðuð vera dóttur forn- vinar yðar, var reyndar alt önnur en hún lézt vera. Þessi stúlka var eng- in önnur en þerna sú er Miss Monroe fékk sér um borð á skipina, eftir að hún hafði látið gömlu sínversku þern- una sína fara í land á Malta. Eins og ég sagði yður áðan, heitir þessi stúlka, sem verið hefir í húsi ykkar, Mary O’. Grady. Hún hefir reynst Miss Monroe ágætlega til aðstoðartil að framkvæma þá fyrirætlun, sem þau Miss Monroe og unnusti hennar, Mr. Danvers, hafa auðsjáanlega gert áður en hún fór frá Peking.“ „Hvað er þetta!" mæiti séra Hawke forviða. „Hvernig vitið þér ait þetta? Segið mér alla söguna." „Já, fyrst skal -ég segja yður alla söguna og svo skal ég á eftir skýra yður frá, hvernig ég fór að komast að þessu. — Eftir því sem fram hef- ir komið, virðist mér Miss Monroe hljóta að hafa bundið það fastmæl- um við Mr. Danvers, að hann skyldi leggja af stað frá Peking tíu dögum eftir að hún var farin, halda sömu leið á eftir henni og lenda í Plymoutli j

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.