Reykjavík - 24.09.1904, Blaðsíða 3
169
atíí Foulard-silki
Biðjið um sýnishorn af vor- og sumar-silkjum vorum.
Sérstaklega: Þrykt Silki-Foulard, hrá-silki, Messalines, Louisines,
Sveizer-isaumsssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au og þar yfir
pr. meter.
Yér seljum beinlelðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn
kjósa sér, tol Ifrítt og buruargjaldsfrítt heim til manna.
Luzern y 6 (Schweiz)
Silkivamingi-Utflytjendur.
N” 10 N" 10 = N" 10
K|g w wuiw
og þér munuð eigi vilja aðra tegund.
Selt hjá öllum helztu kauþmönnum á Islandi
og um allan heim.
N°10 === N° 10 ===== N° 10
Landshomatma tnilli.
Alþingiskosnigar. Á ísafirði
séra Sig. Stefánsson kosinn (77 atkv.);
séra Þorv. Jónsson fekk 4 atkv. færra.
— Á Akureyri var Páll amtm. Briem
kosinn (135 atkv.). Magnús Kristjáns-
son fékk 82 atkv.
t Griiðrún Tulinins, koDsúlsfrú á
Eskifirði, lézt úr lungnabólgu 30. f.
m. Hún var dóttir Þórarins prófasts
Erlendssonar, sönn sæmdarkona, skör-
ungur og kvenval. Hún var einhver
in hjartabezta og drenglyndasta kona,
og mun öllum harmdauði, er hana
þektu.
TRc^Rjavtk oö Qrent).
— :o:—
Landsjöðs-gjaikcri við Lands-
bankann er V. Claessen kaupm. á
Sauðárkróki skipaður (1800 kr. laun).
Ritsíminn. Verkfræðingur kom
með „Vesta" frá Höfn til að undir-
búa símalagninguna frá stóra norræna
símafél.
ÍHsfctM annars!
—:o:-—
Fræðið ungmennin! Mikil van-
virða var það þessum bæ, er ekki
fengust svo margir til að óska börn-
um sínum frekari fræðslu, en barna-
skólinn alment veitir, að auðið væri
að veita 7. bekkjar kenslu í fyrra.
Nú er enu boðið í ár, að veita
þessa fræðslu í aukabekk (7. bekk)
skólans, ef 12 börn fáist; en það
vantar enn eitt eða tvö á töluna.
í aukabekk þessum er meðal annars
veitt kensla í ensku og móðurmáli
og annars flestöliu því er þarf til að
geta komist inn í miðshólann, þ. e.
neðri deild latínuskólans.
Vér þykjumst ekki þurfa að brýna
fyrir foreldrum, hve ómetanlegt hag-
ræði þeim er boðið með þessu. Þeir
vita það vel. Það er hirðuleysi eitt
eða gleymska, sem veldur því, að
svo íáir nota sér þetta.
Því er nóg að minna fólk á, að
þessa dagana, fyrir mánaðarlokin,
verða þeir sem vilja senda börn til
að nota kensluna í 7. bekk, að gefa
sig fram við skólastjóra M. Hansen.
Eitt eða tvö börn vantar enn.
Gleymið nú ekki að panta kensl-
una í tíma handa þeim.
Kosninga-lygarnar eru ekki á
enda her í bæ með kosningunni.
Stjórnarfjenda-blöðin hér breiða það út
hiklaust, að undirkjörstjórn 1. deildar
hafi vísað frá kosningu mönnum,
sem höfðu vanrækt að kjósa í tíma
í 2. eða 3. deild, og hafi látið þetta
berast út og með því aftrað fjölda
kjósenda frá að neyta kosningarrétt-
ar síns.
Á þessari frásögn eru nú ýmsir
slæmir gallar:
Sá fyrstur og lakastur, að engum
slíkum manni var nokkru sinni vísað
frá kosningu í 1. deild. Sá fyrsti,
sem kom úr 3. deild og vildi fá að
kjósa í 1. deild (Þorgr. Johnsen
læknir) var beðinn að víkja frá og
bíða þar til er kjörstjórnin hefði
felt úrskurð um, hvort hún mætti
taka við atkvæðum kjósenda úr öðr-
um kjördeildum. Svo úrskurðaði kjör-
stjórnin að taka við atkvæðunum, og
þessi kjósandi og allir aðrir, sem
óskuðu, fengu að greiða atkvæði.
Þeir urðu heilir 7, hvorki fleiri né
færri. —
Hafi nkkur sögn borist út um það,
að kjörstjórn 1. deildar neitaði að
taka við atkvæðum manna úr öðrum
deildum, þá stafar sú sögusögn ekki
frá kjörstjórninni, heldur hlýtur hún
að stafa af rangri eftirtekt eða mis-
skilningi einhverra utan kjörstofunn-
ar, ef hún er ekki hreinn og beinn
uppspuni stjórnar-fjenda á eftir.
Þetta veit engin betur, en hr. Jón
Jensson, sem sjálfur var viðstaddur
alla kosninguna í kjörstofu 1. deild-
ar, og samþykti alt, sem þar fór
fram, og undirskrifaði athugasemda-
laust, kjörbókina.
Hitt hefir aftur verið röng aðíerð,
að þessi 7 atkvæði vóru látin i um-
slag sér, innsiglað að vísu bæði af
kjörstjórn og þingmannsefninu Jóni
Jenssyni og umboðsinanni hins þing-
mannsefnisins. En engin áhrif geta
þessi 7 atkvæði haft á kosning-
una, þar sem G. B. hafði 40 atkvæði
fram yfir J. J.
Og Jón Jensson lýsti sig þar á
kjörfundinum herum orðum samdóma
kjörstjóra um þá aðferð, svo að liann
einn allra manna hefir engan rétt
til yfir henni að kæra; þeim rétti
afsalaði hann sér með því, að lýsa
sig aðferðinni samdóma.
Á gildi kosningarinnar getur ekki
leikið inn minsti skuggi af vafa.
Hannesar-fyrirlestrar.
Hr. Ágúst Bjarnason heimspek-
ingur hefir beðið „Reykjavík" að geta
þess, að hann ætli á komandi vetri,
frá 10. Okt. og til vors, að halda
fyrirlestra 1—2 á viku, sem styrk-
hafi Hannesar Árnasonar sjóðsins.
Efni fyrirlestranna verður það, er nú
skal greina:
Yfirlit yfir sögu mannsandans.
I. HelztU trúbrögð Austurlanda.
Kínverjar— Indar — Persar — Kong-tse
— Búddha — Zarathustra.
II. Heimspekin gríska.
1. Náttúruspekin. Eleatar — Heraklit
—Demokrít.
2. Hugspekin. Sókrates — Plató -
Aristoteles.
3. Siðspekin. Stóikar — Epikúrear.
4. Trúspekin. Phíló — Plótín.
III. Kristnin.
1. Kristur.
2. Útbreiðsla trúarinnar.
3. Kristindómurinn. Ágústínus —
Thomas Aquinas.
4. Skólaspeki miðalda.
IV. Endurreisnartímabilið.
1. Alment yfirlit.
2. Mannúðarstefnan.
3. Siðbótin.
4. Heimsskoðun Kopernikusar. Brúnó
— Bacó.
V. Heimspekiskerfin miklu.
1. Oartesíus. 2. Spinoza. 3. Leibnitz.
VI. Fræðistefnan enska.
1. Locke. 2. Berkeley. Hume.
VII. Fræðistefnan franska.
1. Voltaire o. fl. 2 Diderot. 3. Rous-
fyrirfram, bréflega eða munnlega.
Verður síðar auglýst, hvar og hvenær
fyrirlestrarnir verða haldnir.
Mustad’s Ijúffenga
Margarine
kom með „Vesta“ til
6u3m. Olsen.
LINDARPENNI týndist Mánudag
19. þ. m. Ritstj. ávísar eiganda.
REGNHLÍF, úr silki, með látúns-
álmum, handfangið kreftur hnefi og
beinhringur í, — hvarf úr Þingholts-
stræti 28. Sá sem tekið hefir er
beðinn að skila henni þangað aftnr.
SKINNBÚI hefir tapast. Góð fund-
arlaun. Ritstj. ávísar.
OSTAR
fást BEZTIR í verzlun
Einars Árnasonar.
Rokes
úr „Vesta“ fæst á 30 kr. tonnið við
bryggjuna.
H. TH. A. TH0MSEN.
seau.
VIII. Heimspekin þýzka.
1. Kant.
2. Hugspekin. Fichte — Schelling —
Hegel — Schopenhauer.
3. Holdhyggjan. Vogt — Feuerbach.
4. Raunvísindin. Robert Mayer —
Helmholtz.
IX. Heimspekin enska.
1. Stuart Mill.
2. Breytiþróunarkenningin. Spencer
— Darvin.
X. Siðspekin nýja.
1. Guyau. 2. Nietzche. Tolstoy.
Þeir er hafa hugsað sér að hlusta
á fyrirlestra þessá, eru beðnir að gefa
sig fram við hr. Ágúst Bjarnason,
TIL LEIGU 2 herbergi fyrir ein-
hleypa eða familíu, með eldhúsi (eða
án) á Skólavörðustíg 4.
Til sölu
hús stærri og smærri á
góðum stöðum hér í
bænum. Lysthafendur semji við fyrv.
lögregluþjón [ah.—48.
Þorstein GUNNARSSON,
Reykjavík, Þingholtsstræti 8.
Seltirningar
eru beðnir að taka „Reykjavik" í.
pakkhúsinu hjá hr. Andrósi Andrés*
syni hjá Bryde.