Reykjavík - 24.09.1904, Blaðsíða 2
168
Heimsendanna milli.
— 0 —
Rvik, 22. Scpt.
Hroðalegt er að heyra inar nánari
fréttir frá orrustunni við Ljá-yang.
Tai-tsí-fljótið rennur norðan við bee-
inn og er Rúsar flýðu sern óðast
fyrir Japönum, drukknuðu svo margir
hestar í fljótinu, að um tíma stíflað-
ist það af hestabúkum og stikiuðu
Rúsar yfir á búkunum; en svo lótu
skrokkarnir undan og féll þá fjöldi
Rúsa í vatnið og drukknuðu unn-
vörpum. Svo telur Lundúnafregnriti
„Neue freie Presse, “ að 50 þúsundir
manna hafi Rúsar mist alls í orrustu
þessari, fallna menn eða óvíga af
sárum.
Svo segja útlend blöð alment nú,
að þótt orrustan við Ljá-yang hafi
ekki orðið Rúsum eins og Sedan
varð Prökkum undir Napóleóni III.,
þá hafi það orðið þeim ámóta og
orrustan við Leipzig(16.—19. Okt.
1813) varð Napóleóni I.
Rúsar gátu á síðasta augnabliki
sent 500 járnbrautarvagna írá Ljá-
yang norður eftir, áður en Japanar
náðu bænum, Þeir vagnar vóru
fullir af særðum mönnum og vopná-
forða.
Sendiherra Japana í París fullyrð-!
ir, að Japanar hafi ekki haft nema
liðlega 160,000 mannsí Ljá-yang-orr-
ustunni, en Rúsar höfðu á 3. hundr-
að þúsunda-
Þess er áður getið, að Kuropatkin
flýði með herleifar sínar norður eftir
til Yentai, en að Kuroki héit nokkru
af her sínum á eftir honum og ætl-
aði að reyna að einangra hann. Kur-
oki bjóst við að Kuropatkin væri
liðfærri en hann reyndist, en ieifar
nokkrar af her Stackelbergs höfðu náð
að sameinast Kuropatkins herleifum.
Kuroki varð því miklu liðfærri en
Rúsar og tókst honum ekki að ein-
angra þá.
Kuropatkin tókst því 5. þ. m. að
að halda áleiðis norður, en torsótt
hefir honum veitt undanhaldið til
þessa (13. þ. m. eru yngstu fregnir
frá Gautaborg), enda eru Japanar
á hælum honum og á hlið við hann.
13. þ. m. vóru sumar sveitir þeirra ekki
lengra frá Mukden en 4 mílur ensk-
ar (góða 4 fimtunga danskrar mílu),
en þá var ið fyrsta af her Kuropatk-
ins að komast inn i borgina (Mukden).
Er það sumra manna sögn, að eigi
hefði hann þá meira lið en 75 þús-
undir. Þó er mælt, að Japanar sé
í þann veg að afkvía 12000 manns
af syðsta flóttahemum rúsneska und-
ir Mistsjenkó hershöfðingja, en hann
sjálfur kvað fallinn.
Jafnframt þessu eru Rúsar að flýja
Múkden og halda norður lengra, og
er það nú sýnt, að þeir ætla þar
ekki að staðnæmast, heídur fyrst um
sinn að halda norður til Tieling, sem er
38 mílur norður frá Múkden. En
ekki telja Japanar líklegt að þar verði
mikið viðnám og vænta þeir að Rús-
ar flýi alla leið norður til Harbin.
En um hana búast Japanar eigi við
að setjast fyrri er næsta vor.
13. Sept. — Kuropatkin hefir nú
farið norður til Tieling, sem nú er
verið að vígirða í óða önn, og er
kominn aftur til Múkden. En Kur-
oki hefir sett herbúðir sínar á hæð
austur af bænum og horfast nú her-
irnir þar í augu.
Oyama marskálkur, yfirhershöfð-
ingi alls Japanahers, hefir nú sezt
að í Ljá-yang og búa Japanar þar
um sig. Þeir flytja nú norður lið og
vistir, einkum frá Njú-tsjang bæði á
járnbrautum og skipum á fljótinu,
og frá Dalny eftir járnbrautinni. Svo
senda þeir og í sífellu lið norður frá
Ljá-yang til Kurokis við Múkden, og
er þjóðbrautin full af vögnum og
kerrum. Járnbrautina, sem Rúsar
skemdu hér og þar, hafa þeir enn
ekki komist yfir að gera við.
Port Artliur. Það segja Japan-
ar, að ósjófær muni nú orðin þau
rúsnesku herskip, er enn liggi í Port
Arthur. Hafa það tii marks, að þau
sé nú alveg hætt að koma út eins
og áður, ]»á er herskip Japana renna
inn að landi og skjóta á virkin.
Uchtomski fursti, aðmíráll yfir Port
Arthur-flotanum er nú settur frá af
Rúsastjórn og á að kæra hann fyrir
herdómi, fyrir það að hann komst
ekki með skip sín burt frá Port Ar-
thur. En í hans stað er Wirén, for-
inginn á „Bojan“, gerður amíráll og
settur yfir Port Arthur-flotann.
Arásum á Port Arthur af Japana
hendi hefir annars heldur linað að
nýlundu, en sént haía Japanar 25,000
manns til frá Japan til styrktar um-
sáturshernum. — Nú hafa Rúsar í
P. A. sannfrétt ósigur Kuropatkins
við Ljá jang, og virðast nú verða orðnir
vonlausir um vörn. Má það einkurn
marka af því, að þá er saman lenti
áður smáflokkum af umsáturshernum
og setuliðinu rúsneska, þá börðust
Rúsar jafnan sem ljón. En þá er
slíkuln flokkum lendir nú saman,
gera rúsnesku fiokkarnir lítið.af að
verjast, en getast upp og láta Japana
taka sig til fanga.
llúsland. Stjórnin þar liefir nú
boðið út 192,000 iiðs, og skal það
koma til Harbin í Október — ef braut-
in getur flutt það og vistir og vopn
handa því, en um það efast margir.
Eystrasalts-flotinn átti nú loks að
leggja á stað 16. þ. m. En hann hefir
nú oft átt að gera það áður! í þetta
sinn virðist þó helzt vera alvara í
því óðsmannsæði. Flcti þessi verð-
ur að leggja leið sína suður um Góð-
vonarhöfða á Afríku, því að um
Suéz-skurð fær hann ekki að fara;
þrjá mánuði er sagt skipin verði á
leiðinni í allra minsta lagi, og verð-
ur þá Port Arthur fyrir löngu tekin,
og Yladivostok ef til vill lfka; að
minsta kosti verður floti Japana þá
laus við Port Arthur, til að mæta
skipum Rúsa, er þau koma kolalaus,
mosa vaxin og þangi og ferðlaus, og
haíandi enga höfn til í að flýja. Geysi-
stór skipaferlíki full kolum á að senda
með herskipunum.
Rúsar eru fullir með það nú, að
þeir hafi í sumar nokkrum sinn-
um orðið varir við tundurskip í
Eystrasalti, er jafnan hafi flúið und-
an herskipum sínum, er þau vóru
þar á vakki, og aldrei viljað draga
upp fána, til að sýna þjóðerni sítt.
Eru þeir fullvissir þess, að þetta só
japðnsk tundurskip (!). 8vo fastir
eru þeir í þessari trú, að þeir hafa
leigt á laun nokkur eimskip í Sví-
þjóð, til að leita um hafið. Er orð-
in rekistefna í Svíþjóð um eitt þess-
ara skipa, björgunarskipið „Isbjörnen,"
er eigendur höfðu leigt útlendum
mönnum, en ekki haft hugboð um,
að það ættti að vera í njósnar-þjón-
ustu fyrir Rúsa.
Annars er ekki trúnaður lagður á
það af öðrum en Rúsum, að Japan-
ar hafi tundurskip í Eystrasalti, sem
líklega ætti þá að vera til að vinna
Eystrasaltsflotanum tjón, ef hann
leggur nokkurn tíma á stað.
Canada fær nú nýjan landstjóra.
Stjórnin brezka hafði í huga að gera
hertogann af Marlborough, sem er
undir-ráðgjafi lýðlendumála, að land-
stjóra í Canada, en blöðin og þjóðin
í Canada tóku því svo illa, að Breta-
stjórn hætti við það og hefir nú gert
Orey jarl að landstjóra, og tekur
hann við af Minto lávarði. Láta
Canadingar vel yfir því.
Per Sivle hefir skotið sig í Kristí-
aníu. Hann var einn af gáfuðustu
og þjóðlegustu miðaldra ljóðskáldum;
reit og nokkrar sögur o. íl., alt á
norsku þjóðmáli. Hann var þjóðræk-
inn maður mjög og trúrækinn og
inn bezti maður og vandaðasti. Þing-
ið norska hafði um nokkur ár veitt
honum skáldastyrk (1000 kr.), en á
fjárlögunum í fyrra var hann dreg-
inn út — vér vitum eigi afhverjum
ástæðum, liklegast smásálarskap, því
að skáldgáfa hans og mannkostir
vóru viðurkendir af öllum. Það er
ætlun manna, að örvæntingin um
að geta lifað fyrir fátæktar sakir fiafi
komið honum til þess að ráða sér
bana. Heilsulítill var hann og frá
barnæsku.
23. Sept.
„Yesta“ kom í morgun með blöð
til 15. síðdegis.
Stríðið. Svo segir fregnriti „Daily
Telegraph“, að líklegia þyki sér að
tala fallinna og særðra af Japönum
í orrustunum við Ljá-yang nemi nær
30 en 17 þúsundum. — Af Rúsum
sagt fallið og sært 50,000 manns.
Sjálfir játa Rú«ar, að þeir hafi flutt
35,000 sæðra manna til Harbin á
sjúkrahúsin þar, en urmull hafði dáið
af sárum á leiðinni. Hve mikið hef-
ir af þeim fallið fyrir utan, einkum
sunnan, Ljá-yang, veit enginn enn
,, en 3100 rúsnesk lík fundu Jap-
anar inni í borginni og grófu.
Alexieff hefir sagt af sér æðstu
yfirirráðum yfir her og flota Rúsa
í Austur-Asíu, en heldur áfram að
vera varakonungur þar Eystra.
Port Arthur segir Alexieff í skeyti
til keisarans að sé mjög að þrotum
komin. Allur viðbúnaður þar til þess
haíður að sprengja í loft upp virki
og hús, áður en Japanar ná bænum.
Japanar eru að kaupa fjölda hesta
í Montana og Canada. Sagt að stríð-
inu verði haldið áfram í allan vetur.
Japanar eru að semja um lán í
Lundúnum, 80 millíónir yena. (1 yen
= 1 dollar = 3,75 kr.)
Gullnámar hafa nýlega fundist í
Japan, skamt frá Tokio. Hafa ensk-
ir jarðfræðingar námafróðir skoðað
þá, og segja að í þeim sé að minsta
kosti 200 millíónir sterlings-punda af
gulli.
Hneyksli er ekki nýtt að þær
veki prinsessurnar af ætt Leopolds
Belgakonungs og Jósefs Austurríkis-
keisara. Lovísa dóttir Leopolds kon-
ungs var ung gefin hertoganum af
Coburg-Gotha, nauðug þó. Hann var
saurlifnaðar-seggur eins og faðir henn-
ar og hún hafði andstygð á honum.
Svo kyntist hún ungverskum foringja,
feldi ástarhug tii hans, hélt við hann
svo að hneysli vakti; var eyðslusöm
og varð fjárþrota. Svo var hún sögð
vitskert og sett á vitfirringahæli, en
var þó reyndar alheilbrigð á geði.
Jafnframt var foringinn, friðill henn-
ar dæmdur til 5 ára betrunarhúss
fyrir víxlafölsun; en hann var reynd-
ar, saklaus, og hafði stjórnin keypt
ljúgvitni gegn honum. Eftir 3 ár
var honum slept og látinn fá aftur
foringja-tign sína. En svo notaði
hann frelsi sitt til þess, að frelsa Lo-
vísu hertogynju úr vitfirringa hald-
inu, og struku þau svo burt og hefir
eigi sannfrézt til þeirra síðan. En
umboðsmenn hefir hún sett til að
semja við mann sinn um skilnað.
Hún er nú 45 ára.
Ritsími til íslands.
Hafstein ráðherra var í Höfn og
og var samningum við stóra norræna
ritsímafélagið svo langt komið, að
heita mátti alt fullgert. Svo hafði
ráðherrann og gert aðrar nauðsynleg-
ar ráðstafanir inálinu viðvíkjandi.
Er því máli nú svo komið, að full-
yrða má, að ritsími verður kominn
hinqað til lands og yfir land alt fyr-
ir haustið 1906, svo fremi að alþingi
veitir það fé, sem með þarf, til land-
símans.
Þetta er rétt hermt, eins og hvert
orð, sem „Reykjavík" hefir flutt um
þetta mál.