Reykjavík

Issue

Reykjavík - 30.09.1904, Page 3

Reykjavík - 30.09.1904, Page 3
173 ssíe Schweizer-silki Biðjið um sýnis’horn af nýjungum vorum. af svörtu, livitu eða mislitu. Sérstaklega: Silki-Foulard, brásilki, Méssalines, Louisines, Sveizer-ísaumssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au. og^ Þar yf‘r pr. meter. Vér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn kjósa sér, tollfrítt og burðargjaldsfrítt hcim til manna. Schweizer & Co., Luzern y 5 (Schweiz) Silki-ótflytjendur — Kgl. hirðsalar. N° 10 N° 10 N° 10 REYNIÐ Aííira N° 10 og þér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá öllum helztu kaupmönnum á Islandi og um allan heim. ===== N° 10 ===== N° 10 Undirskrifaður hefir mörg hús til sölu á fleiri stöðum í bœ- num, sum með stórri lóð, túni og görðum. Reykjavík, 23. Sept. 1904. j)jarni Hónsson snikkari [_45. Vegaiuótum. Latínu-skólinn. Það er hijóðbært orðið af blóðun- um, að um leið og yfirkennari Stgr. Thorsteinsson var settur rektor við latínu-skólann, var kennari við gagn- fræða og kennara skólann í Flens- borg, cand. theol. Jóhannes Sigfús- son, settur til að þjóna í vetur yfir- kennara-embættinu. Oss er allsendis ókunnugt um á- stæður stjórnarráðsins fyrir því, að ekki var skipaður rektor þegar, held- ur settur, og eins fyrir því, að ein- mitt hr. Jóhannes Sigfússon var settur yfirkennari. Yér sáum ekkert það athugavert við hvort af þessu um sig, er gæfi oss neina ástæðu til að fara að spyrjast fyrir um það. - Vér vissum, að hr. Stgr. Thorsteins- son er bráðum hálf-áttræður maður, og eftir skýrslu sjálfs hans til al- þingis síðast er honum tekið svo að hnigna af elli, að hann treystist ekki til að vinna fuit starf sem kennari. Því var skiljanlegt, að stjórninni þætti ísjárvert að skipa hann rektor og demba þar með á hann þeim áhygg- jum, sem stjórn skólans hefir í för með sér, og að henni hafi þótt ófyr- irsjáanlegt, að hann mundi aldrei hafa heilsu og þrótt til að gegna þeirri stöðu nema örfá ár. Þetta virðist oss skiljanlegt, að vakað hafi fyrir stjórninni. Ef hún þá ekki þóttist eiga að sinni kost á manni, sem hún fulltrðysti, í rekt- orsembættið, eða ef hún gerði sér von um einhvern síðar í það eni- bíetti, þann er hún bæri beat traust til, þá var eðlilegt, að hún setti mann í það fyrst. Þetta er heldur ekki óvanalegt. Næstsíðast er það embætti losnaði, var maður settur um 2 ár til að þjóna því, áður en það var veitt. Þegar svona stóð á, virðist það og vel skiljanlegt, að stjórnin setti til bráðabirgða mann í yfirkennara- embættið, sem vel væri fallinn til að aðstoða inn setta rektor í skóla- stjórninni. En það er og auðskilið, enda hijóðbært frá öndverðu, að sá maður, sem settur var í yfirkenn- ara-embættið, væri að eins settur í það til bráðabirgða, þangað til rekt orsembættlð yrði veitt, enda mun hann hafa verið látinn vita, að hann mætti ekki búast við veiting yfir- kennaraembættisins; þetta væri að eins bráðabirgða fyrirkomulag. Kenn- urunj skólans er þannig ekki á neinn hátt bægt frá að þokast „áfram og upp á við“ að virðing og launum, þá er embættin verða veitt. Með þessum línum vildum vér að eins skýra það, að hér sé ekkert að gert, sem neinna víta sé vert. Um hitt dæmum vér ails ekki, hvort það sem gert hefir verið, sé einmitt í alla staði það heppilegasta sem auð- ið var að gera. Um það geta eðli- lega verið skiftar skoðanir. En að stjórninni hafi nokkuð ann- að til gengið, en að gera það sem hún áleit skólanum fyrir beztu, það er fjarstæða. Jóhanncs Sigfússon. Eins og kunnugt er, þá má einu gilda, hvað stjórnin gerír, skammir skal hún fyrir það hafa hjá stjórö- arfjenda-blöðunum, sem ekkert mark- mið hafa í neinu máli annað en að rægja og skamma stjórnina. Það var því ekki nema auðvitað mál, að hún yrði skömmuð, og skömmuð að marki, fyrir bráða- birgðaráðstöfun sína á embættunum við skólann. En að hr. Jóhannes Sigfússon yrði líka skammaður, rægður og svívirtur, það þurftu menn þó ekki endilega að búast við; því síður áttu menn von á þessu, sem allir kunnugir vissu, að hr. J. S. hefir jafnan vexið flokksbróðir og fylgismaður „ísa- foldar." Því var reyndar logið, til að geta vænt stjórnina ranglætis, að hr. J. S. hefði „að minsta kosti við síðustu kosningar verið æstur fylgismaður stjórnarflokksins." Þessi bráðabirgða- setning í embætti um einn vetur væri svo „launin" fyrir „fylgið." — Þetta er reyndar eins og vant er hjá þessum málgögnum: fullyrðingar þeirra og sannleikurinn eiga aldrei samleið; þau eru sitt í hvorri átt- inni; þegar sannleikurinn er í aust- ur, þá eiu fuilyrðingar stjórnarfjenda í vestur. Sannleikurinn er í þessu atriði sá, viö enga þingmannskosningu hefir Jóh. Sigf. á allri œvi sinni greitt greitt atkvœði öðruvís en með Isa- foldar-flokknum. Aldrei — ekki eitt einasta skifti! Annars hefir hr. J. S. ekkert skift sér af pólitík, hvorki til né frá. En laun heimsins eru vanþakk- læti, að minsta kosti þegar þau eru greidd af ísafoldar-flokksins hendi á þennan hátt gömlum fylgismanni sínum. Og það er ekki nóg með þessa iygi eina. Því er jafnframt haldið fram, að hr. Jóh. Sigf. sé ekki fær um að kenna neitt. Þeir sem ná- kunnugastir eru J. S. og vit hafa á um að dæma, hafa sagt oss, að leit muni verða á meðal kennara skól- ans að finna marga færari en hann í latinu. Um allar aðrar námsgrein- ar má segja, að enginn þein-a sé sú, að grisku ef til vill undanskilinni, sem hann sé ekki mæta-vel að sér í. Og um kennara-hæfiieika hans má fullyrða, eftir 20 ára reynslu, að þeir eru óvenjuhga góðir, eins og þekking hans er djúpsett og fjöl- breytt; og hann hefir við skóla þann er hann hefir verið kennari við í 20 ár, haft sérlega gott lag á að laða að sér unga menn. Og hann ex maður með staklega næmri réttlœtis- tilflnning, stiltur og óuppstökkur. Hann er í skólamálum reyndur maður, reyndur í 20, ár ogreyndur að góðu einu. Það þarf engan efa að hafa á því, að fái J. S. að eins frið til að vinna verk sitt í vetur, þá mun árangur þess reynast til góðs, eins og árang- ur starfs hans hefir jafnan reynst til þessa undantekningailaust. Er það nú — getur það verið — umhyggja fyrir skólanum, sem kom- ið hefir stjórnfjenda-málgögnunum til að rægja og svívirða Jóhannes Sig- fússon? Hann verður nú i vetur. við skólann, hvað sem blöð þessi segja, og er þá ekki réttlátast og hyggi- legast að láta reynsluna skera úr. Sé hann óhæfur, eins og þau segja. þá hlýtur það að koma í ljós. Eða er hitt heldur, að þau vita,: að hann er vel hæfur maður, og óitast að hann reynist vel, ef þau ekki aesi með rógi pilta og kennara móti hon- um fyrir fram? Jú, vér sögðum: pilta og kennará, og ætti það þó ekki að þurfa að segja. En eit*t blaðið hefir reynt að æsa einnig kennarana upp á móti honum, gefið þeim undir fótinn, að' verða samtaka um að gei-a honum lífið svo óbærilegt sem auðið sé. Blaðíð hefir auðsjáanlega ekki séð, að það var sú blóðugasta svívirðing sem það gat gert kennurunum, að ætlast til að það gæti spanað þá upp eins og keipótta unglinga. Oss dettur ekki í hug að ætla neinum þeirra slíkan barnaskap og óvendni. Hver kennari, sem slíkt gerði, gæti ekki með öðru móti fært rækilegri sönnun fyrir óhæfileika sínum til stöðu sinnar, því að sá er enginn hæfur til að vera yfir boðinn aðra, sem kann ekki sjálfur að hlýða þeim sem yfir þá eru boðnir og sýna þeím sjálfsagða virðingu. Það er nóg um pólitískan róg, æsingar og flokkadrátt í Itmdinu, þótt óvandaðir menn reyni ekki líka að gera skólann að leiksoppi sinna illu fýsna og óhlutvendni. Lærisveinar Jóhannesar Sigfússon- ar eru dreifðir út um alt land. Þeir

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.