Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.11.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.11.1904, Blaðsíða 2
212 T.HOMSENS MAGASÍN. Hvíta búðin. jíýkomnar vörur: 230 stk. af þeim laagbeztu og fallegustu karl- manna Regnkápum og um leið ódýrustu, sem til bæjarins hafa nokkru sinni komið. Yerð: 8,00, 9,50, 10,00,10,50, 12,00, 13,00, 14,50,15,00, 17,00, 18,00, 20,00, 21,00, 23,00, 24,00,24,50, 25,00, 26,00, 30,00, 31,00, 35,00, 40,00. Ctaloeher, Skófatnaður, Yerkm.-stígvél 7,50 og 8,00, Vatnsstígvél 10,00—18,00. Loðhúfur 42 tegundir; verð frá 0,70 —11,00. Enskar húfur með uppslagi. Hanzkar, Hálslín og margt fleira. KR. KRISTJÁNSSON, Skúlavörðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. Reknetjaveiðin við ísland. i- Herra Thor. E. Tulinius hefir góð- fúslega látið „Reykjavík“ í té, eins ■T>g áður, skýrslu hr. Falcks um rek- netjaveiðarnar hér við land þetta ár, og er hún á þessa leið: Stavanger, 24. Okt. 1904. Hr. Thor E. Tulinius, Kaupmanna- höfn. — í fyrra sendi ég yður 4. árs- skýrslu mína um reknetja-veiðina við Island, og samkv. loforði mínu við yður sendi ég yður enn í ár stutta skýrslu um veiðina. Fra því ég gerði fyrst tilraun með xeknetjaveiðar við íslands strendur árið 1900, hefir aflinn verið þessi: 1900: 536 tn. 1903: 40,000 tn. 1901: 916 „ 1904: 85,000 „ 1902: 5000 „ Þetta er framför og árangur, sem vart á sinn líka. Andvirði aflans í ár met ég 1,100,000 kr., og útflutningstollurinn einn, sem á íslandi hefir goldinn verið af reknatja-síld, nemur 17,000 hr.1) Eíhs og ég skýrði yður frá í fyrra2), höfðu þá þegar nokkrir íslendingar keypt sér skip og reknet, og hefir tala þeirra talsvert aukist í ár; það er ekki á Norðurlandi að eins, heid- nr og á Austfjörðum og jafnvel í Reykjavík, að félög hafa myndast til að reka þessa veiði með snekkjum, og yfirleitt hefir þeim víst farnast heldur vel. Frá Noregi var veiði þessi mest stunduð frá vesturlandinu, en einkum pó frá Stafangurs-umdæmi. Hér í Noregi var mönnurn mestur hugur á, hversu þeim mundi farnast inum tveim eimskipum „Albatros" og „Imbs“, sem áttu að reyna að veiða með amerískum herpi-nótum. Útgerðarmenn þeirra beggja höfðu ieypt sér slíkar nætur frá Ameríku, fengu báta smíðaða hér og lögðu út með völdum skipshöfnum. „Albatros" var einkum heppinn í hyrjuninni, fékk 1000 tn. á viku og hélt þegar heim með fenginn. Síðar aflaði hann og vel, fékk alls 3100 tn. „Imbs“ fékk 2600 tn. Reynslan varð þvi sú, að herpi-nótin var ekki að eins nýtileg, heldur reynd- Ist mesta afbragðs veiðarfæri. Með öilum útbúnaði kostar slík nót frá 4500 til 5000 kr. Með reknetjum veiddu og ýmsir mjög vel í ár; sum eiinskip fengu alt að 2400 tn., og sumar seglsnekk- jur 1600 tn., og öll fengu skipin nokkra veiði. Alit mitt er því það, að næsta ár verði útgerðin munum meiri en í ár, og hugsanlegt að fleiri útgerðarmenn kaupi 'sér herpi- nætur3 * * * *). 1) Utfl.tollur af 85,000 tn. hefði numið 2L,3Uð kr., ef hann hefði lagst á allann atlann, en sumt mun hafa verið flutt út ■án þess skipin kæmu við land (og því toll- irítt), og nokkuð mun hagnýtt haí'a veríð 4il bcitu og því ekki flutt út. Ritstj. 2) Sjá „Rvík“ IV., 50 tbl. 3) „Snurpenot11 (norskt), „snerpevaad“ fdanskt) þýðir eigínlega samdráttar-nót. Maetti ef til vill heita „herpi-nót“ („herpa“ æaman, af „harpa“ = skel, hörpudiskur). Ritstj. Ráðgera má, að allri þessari ver- tíð sé lokið á svo sem 6 vikum, og nema þá mikilli upphæð þau auðæfi hafsins, sem á land eru færð á svo stuttum tíma. Eins og kunnugt er, hefir ádrátt- ar-síldveiðin enn í ár verið sárlítil á íslandi, og því er það gleðilegt að þessi veiðiaðferð hefir komist á til mikiis hagnaðar öilum, sem reka hana, og ekki sízt íslandi, sem hefir fengið talsverðar tekjur af henni. Gæði aflans hafaverið sviplík sem í fyrra, en verkun eða meðferð aflans, hefir yfirleitt verið betri í ár en und- anfarið. Aftur í ár hefir danskur fiskimað- ur eftir beiðni sinni tekið þátt í veiði- brögðunum á „Albatros," til þess að kynna sér aðferðina. Með virðing Ths. S. Falck. Dauða-syndir stjórnnrinnar, II. Fávizka og skriffinska. Vér höfum nú séð, hve samvizku- samlegum rökum ásökun Valtýs gegn stjórninni um eyðslusemi á landsfé var studd. En hann setur og fram aðra á- sökun gegn henni og skulum vér nú sýna, að ekki er hún af betra bergi brotín. Dr. V. G. segír um ráðherrann: „Hann lét ekki neitt uppi um það, að hvcrjum umbótum hann ætlaði sér að vinna fyrir land og iýð“ [í veizlu, er hon- um var haldin í Rvík í Febr. af mönnum af ör.rxM flokkcm -— ekki af flokksbræðr- um hans einum, eins og V. G. segir]; og „þetta virðist óneitanlega stafa af því, að höfuðið hafi verið tómt — hann hafi sjálf- ur ekki vitað það . . . Sem sönnun þessa má geta þess, að hann sendi skömmu síðar fyrirspurn til allra sýslunefnda á landinu um það, hvað mk álitu að ætti að gera til umbóta fyrir þjóðina. Þær áttu að finna upp púðrið fyrir hann og fylla upp auða rúmið i hans eigin heila.“ Þetta kallar V. G. að „setja skrif- fins /ití-stimpilhnn á ráðaneytið undir eins fyrstu dagana,“ Þetta á að vera drepandi fyndni sjálfsagt. En meinið er, að þessar fyrirspurnir til sýslunefnda, sem Val- týr segir hér frá, eru uppspuna-til- búningur sjálfs hans. Ráðherrann reit öilum sýslunefnd- um bréf 8. Febr. þ. á., en í því var engin fyrirspurn um álit sýsiunefnda um það, hvað „gera skyldi til um- bóta fyrir þjóðina“ í heiid sinni, þ. e. um almenn iandsmál, er alla þjóðina varðar jafnt. Um hitt var beiðst álits, hver „framfarafyrirtæki í atvinnu sé talin nauðsynlegust hverju héraöi“, þ. e. um sveita eða héraðs mál. Um það var hver sýslunefnd beðin umsagnar, „að svo miklu leyti sem unt er með áætlun um kostnað við vegagerðir eða önnur slík fyrirtæki, sem almenn- ing varða og eru aðaláhugamál sýsl- unnar.“ Þetta er alt annað, en það sem V. G. segir. Sýslunefndirnar hafa og skilið þetta. Flestahar hafa þær í svörum sínum eingöngu nefnt innanhéraðs-m&l. Ein- stöku þeirra hafa nefnt óskir, sem jafnframt mundu hafa víðtækari á- hrif, en eru taldar nauðsynlegar eftir landsháttum og þörfum þess sýslu- féíags. AJlir vita, að á hverju þingi koma frá þingmönnum tillögur tii fjárveít- inga til fyrirtækja í þeirra kjördæm- um, oft tilraunir til að skera sínu kjördæmi feitan bita á hvalfjöru lands- sjóðs, og þing og stjórn hafa staðið þar undirbúningslaus og því varnar- lítil gegn slíkri hreppapólitík, af því að óskirnar vóru ekki kunnar lands- stjórninni fyrir frarn og hún hafði ekki átt kost á að kynna sér, við hver rök sJíkar óskir hefðu að styðjast. Fyrirspurn ráðh. ertilraun til að fá vitneskju um slíkar beiðnir ári fyrir fram, svo að stjórnin geti aflað sér upplýsinga í tíma, bæði um það, hvort slík fyrirtæki eru í raun og veru nauðsynleg; hvort þau eru þess eðlis, að landssjóði sé rétt að styðja þau; hvað þau kosti ; og ef fleiri eru, en fullnægt verði, þá á hveijum mest Jiggi eða hverjum heldur megi fresta. Þetta virðist lofsvqrð viðleitni stiórnarinnar, til að gera henni og þinginu fært að dæma skynsamlega og réttvíslega um slíkar málaleitanir einstakra héraða, og virðist sem allir ættu að vera stjórnínni stórþakklátir fyrir. Það er óþarfi að nefna dæmi þess hér, að alþingi hefir kastað tugum þúsunda króna til fyrirtækja, sem landssjóði hefði verið óviðkomandi að styrkja,—fé, sem alls ekki hefði verið veitt, ef slíkur undirbúningur hefði verið hafður, sem tilraun er gerð til með þessu ráðherrabréfi. Að 3pinna út úr þessu þau hæfu- laus ósannindi, sem Dr. V. G. hefir gert hér, það lýsir því samvizkuleysi eða óprúttni, sem ætti að gera hver- j/föaljnniur frikyrkjusajnaúatins verðuu haldinn í Fríkyrkjunni Sunnu- daginn 27. Nóvember, kl. 5 síðdegis. jum flokki óhugsandi og óþolandi að beita slíkum manni fyrir forsprakka. Er þjóðin ekld vandaðri en svo í hugsunarhætti, að hún vilji hugsa til, að vita æðstu völd sín í höndum svo óprúttins manns? Með „Eimreiðar“-gíein þessarihefir Y. G. gert það að verkum, að eng- inn af hans eignum flokksmönnum einu sinni, sá er hefir ósJjóvgaða velsæmistilfinning, getur biygðunar- laust hugsað til hans sem leiðtoga framar. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigkíbi Bjöknsdóttcu. 1904 Nóv. Loftvog millim. d W ■+3 «o ♦O <D Ö bo & B OQ Úrkoma millim. Fi 17. 8 752,6 3,3 sw 1 7 3,1 2 753,1 2,6 sw 1 8 9 752,5 1,5 NE 1 5 Fö 18. 8 744,5 -0,2 sw O 10 0,8 2 741,4 —2,3 sw 1 10 9 747,2 -2,7 N 1 1 Ld 19. 8 757,2 -7,4 N 2 5 2 762,0 —5,4 NNW 2 G 9 765,2 -6,4 N 1 3 Sd 2.0 8 768,0 —8,3 N 1 1 2 771,4 — 8,5 N 1 1 9 771,4 -8,3 N 1 2 Má 21. 8 773,7 —7,7 NNW 1 2 2 775,1 -7,4 N 1 0 9 775,2 -6,3 N 1 2 Þr 22. 8 772,0 -4,1 0 10 2 771,2 —3,4 0 1 9 770,8 -4,3 • NW 1 9 Mi 23. 8 766,5 — 1,5 NE 1 10 2 765,2 L7 SSE 1 10 9 761,4 0,9 SE 1 10 Cand. juris ]in Sveinbjörnsson til viðtals hvern virkan dag frákl. 5—8. Túngötu 2.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.