Reykjavík - 25.11.1904, Blaðsíða 4
214
Thomsens Magasín.
Með gufuskipinu „Kong Trygve" komu vörur í magasínið fyrir fullar
60 þús. krónnr.
Tíminn og rúmið leyfa það ekki, að hér séu talin upp öll þau
kynstur af góðum varningi, sem koinið hafa, enda^ er hægra að telja upp
það, sem eltki hefir komið, en það, sem komið heflr.
Deildarstjórarnir í inum ýmsu deildum hafa strangar skipanir til
að panta alt það, sem viðskiftamenn óska eftir, eða líklegt er að seljist,
og menn geta því næstum ætíð fengið í magasíninu einmitt þá hluti og
af þeírri tegund, er þeim hentar bezt.
Kaupmannahafnardeildin sendir auk þess hingað sýnishorn af öli-
um nýjungum, sem koma fram á heimsmarkaðinum, og þess vegna er
ætíð um nóg nýtt að velja. Með „Vesta" í Desember er von á fleiri vör-
um til Jólanna. Ágóðinn er mjög lítill á hverju fyrir sig, enda eru út-
gjöld tiltölulega minni á stórri verzlun en smárri. In mikla sala, sem
stöðugt er að fara í vöxt, er bezti vottur þess, hve vörurnar eru ó-
dýrar eftir gæðum.
H. TH. A. THOMSEN.
Heimsendanna milli.
Bandaríki N. A. Roosevelt var
kosinn þar forseti með mesta at-
kvæðamun, sem þekst hefir siðustu
30 ár.
Frakkland. Samningurinn við Breta
um öll ágreiningsefni laudanna og
gerðardómar um nýjar þrætur var
staðfestur af þinginu franska. —
Krakkastjórn hefir nú gert gerðar
dóms-samning við Bandaríkin N.-A.
— Þingmaður sló Andrée hermála-
ráðgjafa á þingfundi; mæltist það
illa fyrir að vonum. Andrée hefir
síðan sagt af sér völdum. — Paul de
Cassagnac, inn alræmdi orðhákur og
vígamaður, Napóleonssinni æstur, er
dáinn. Sem stjórnmálamaður var
hann reyndar steindauður fyrir löngu.
Ofriðarhorfurnar milli Breta og
Rúsa virtust hverfa, er stjórnirnar
fóru að koma sér saman um að
leggja máiið í gerðardóm; en síðustu
daga (vér höfum blöð frá 16. þ. m.)
virtist ófriðarblikuna draga upp á ný,
er Rúsar vildu ekki undirskrifa bráða-
birgðasamninginn, nema breyting
yrði á ger, er Bretar neituðu.
Eystrasalts-flotinn lagði út frá
Libau 19. Okt., en var 16. Nóv. ekki
kominn lengra en til Dekar, frakkn.
bæjar nærri Cape Verde í N.-Afríku,
og bannaði Frakkastjóru Rúsum að
kola þar. Brezk herskip lágu þar
fyrir utan. Með áþekku áframhaldi
verður farið að vora, er fiotinn nær
austur.
Stríðið. í Mandsjúrí alt tíöinda-
iaust. Við Port Aithur hefir verið
barist grimmilega, en borgin óunnin
enn. Síðast er meira að gert neðan
jarðar en ofan; Japanar eru aðgrafa
göng inn undir virkin, til að sprengja
þau upp, og Rúsar eru að grafa á
móti, til að sprengja upp herflokka
Japana. Stözzel sendi nýl. Rúsa-
keisara hraðskeyti, síðustu dánar-
kveðju; kvað engan mann utan Port
Arthur mundu sjá sig framar á lífi.
Mun ætla að sprengja sjálfan sig
upp með síðasta virkinu. Þar ernú
skortur á matvælum, lyfjum og sjúkra-
skýlum. Stöku rúsn. hermenn far-
nir að strjúka, og segja herinn svo
hugþrotinn, að foringjar standa sífelt
yfir hermönnum með hlaðnar skamm-
byssur, og skjóta niður hiklaust
hvern, sem þeir gruna, að ætli að
strjúka. 16. þ. m. er Stözzel sagður
lagstur sjúkur.
(Meira næst).
Verzlunarfrettir. Hr. L. Zollner
hefir góðfúsi. gefið oss skýrslu um
sölu sína á ísl. vamingi í sumar, og
er þetta niðurstaðan:
Sauðfé. Ekkert drapst á ferðinni.
En þetta nettó-verð fékst upp úr fénu
að meðalt. pr. kind.:
F. H. Seyðisfirði kr. 14,89 og 14,75
(margt veturgl.). Vopnafirði 15,72
(margt veturgl. og ær). N.-Þingeyjars.
18,55 og 20,12 (afbragðs skepnur).
Breiðdal 14,16 (misjafnt fé). Þing-
eyjars. 16,01 (þar í margt frá Sval-
barðseyri). Svalbarðseyri 13,44. Skaga-
firði 13,66 (mest veturgl.).
Hestar seldust viðunanlega. Meðal-
verð varð:
Vopnafjörður kr. 59,47. Seyðisfjörð-
ur 63,60. Dalasýsla 56,78. Árnes-
sýsla 58,17. Húnavatnssýsla 63,59
(1 ágætish. 115,65). Skagafj.s. 64,22.
Stokkseyrí 61,66 og 40,30 (fyr. tvæ-
vetra).
VLl:
Norðl. (ogaustf.) lma 87x/2 ey. brtto.
— — (nokkur merkí) 85 á 86 au.
— — 2da 80 au.
Vestfirzk...................78 —
Haustull....................62 —
Mislit......................60 —
SaltfisJcur hefir alt árið staðið hátt.
Síðast hefi ég selt:
í Liverpool:
Stórfisk £ 23 pr. 2000 ® (ton)
síðast — 26 - — -
Smáfisk — 21^/a - —
síðast — 22J/4 - —
Ýsu, — 18 - — -
síðast — 19 - — -
í Khöfn: Stórfisk 72 kr. pr. 320 ®
síðast 74 - - — -
Smáfisk 64 - - — -
síðast 66 - - — -
Ýsu 54 - - — -
síðast 56 - - — -
Kornverð var i Khöfn 2. þ. m.:
Hveiti, 130—132 ® kr. 6,20—6,25.
Rúgur, 125 (tb kr. 5,00; 128—130 ®
5,25.
Hafrar, 86 ® 5,25; 88 7? 5,35; 94
® 5,50.
Hveitimjöl, kr. 8,00 pr. 100 ®
Stjörnu-mj. kr. 9,50 pr. 100 ®
Bezta amer. hveitim. 14,00 pr. 100®
Ungverskt, 16,00 pr. 100 ®
Rúgmjöl, sáldað 8,00 pr. 100 ®
Rísgrjón 16,00; 18,00; 22,00 pr. 100®
DansJd smjör í Lundúnum (smjör-
nefndarverðið) 95—96 kr. pr. cwt.
27. f. m.
Silki tízka.
Um silkitízkuna ritar oss ið velþekta
silkivarnings-útflutningshús Schweizer &
Co. Luzern á þessa leið:
Tízkan hallast ávalt meir og meir að
inum mjúku og haldgóðu siikiefnum. Mjög
mikið áiit hafa nú sem stendur þessar
silkitegundir: Messalin, Taffetaschifl'on,
Faille, Radium, Louisine brilliant o. s. frv
í samkvæmisklæðnaði eru sérstaklega in
mjúku unisilkiefni notuð t. d. Crepuscule,
Tafl'etasmousseline, CJair de une o. s. frv.
Þar sem á inni liðnu árstíð sérstaklega
væru mikið notuð in marglitu silki eru
nú helzt einlit silki mikið notuð.
Inir núverandi litir eru: brúnn, euir. myr
tbe coqderoche, flotiile og goelette. Grænn
með bláum lit og grænn með brúnum eru
sérstaklega notaðir í skrautklæði.
í kvenkjóla er ágætt hið mjúka Taffetas
Cameleon í bláum og brúnum og bláum
litum og grænum.
Ekki ættum vér að gleyma inum há-
tízku Shantung-Ponge með Schweisscr-
ísaumi og enn fremur japanst Pongée
sem er sérstaklega fyrir vöruhúsið Schweis-
ser & Co. Flöjelin hafa áunnið sjér mikla
eftirspurn og viljum ráða til að fá þau
bæði slétt og röndótt í fatnaðí í öllum
litum.
í dömutreyjur og möttla er mikið notað
ið svarta eða dökkbruna Peluche 130
centim. á breidd.
Vér sendum sýnishorn eftir beiðni og
önnur silkiefni tollfrítt og burðargjaldsfrítt
heim til manna.
í Lækjargötu io
fást alls konar jarðyrkjuverkfæri svo
sem skóöur, kvíslsir o. fl. Einnig
alls konar sköft. Alt þetta selst
fyrir óvanalega lágt verð.
Þorsteinn Tómasson.
Tvisvar i viku, ‘■fpg
Miðvikudaga og Laugardaga, mun
„REYKJAVÍK"
koma út nú fyrst um sinn
Stutt Vinar-bréf til B. S.
Þ. verður fyrir rúmleysi ab bíða
næstu viku. J. Ó.
inu íslenzka kvenfélagi
funour raánud 28 þ< m<
Nú heft ég síðan „Laura" kom
síðast, ina góðu og ódýru súrn
og sætu saft.
e. íjertervíg.
UNDIRITUÐ tek að mér allskon-
ar Fatasaum, bæði á karlmenn og
drengi. Sömuleiðis Kjólasaum. Ódýr
vinna, og fijótt og vel af hendi leyst
Laugaveg 22. Ouðrún Jónsdöttir.
ÚRGLÖS á 25 aura selur JónSig-
mundsson Grjótagötu 10._______
KARLMANNAFATNAÐ sauma ég
mjög ódýrt, fljótt og vel. Ragnhildur
Sigurðardóttir, Grjótagötu 10.
í Austurstræti 4
nýkominn alls konar
skófatuað ur
góður og ódýr.
Dömu vetrarhattar
eftir nýjustu tízku í
Lækjarg-ötu 4.
Nýmjólk
fæst kveld og morgna í bakaríi
9. gernhejts.
Ágæt
€jili og Víuber
‘ b“karil 9. Bernhojts.
gikhalðari.
Reglusamur maður, ógiftur, sem
vanur er bókfærslu, getur fengið at-
vinnu sem bókhaldari í Borgarnesi
frá 1. Jan.
Lysthafendur snúi sér, rneð eigin-
handar skriflegri umsókn og með-
mælum, til undirskrifaðs fyrir 7. Des.
næstk.
Reykjavík 21. Nóv. 1904.
N. B. Níelscn.
JÓ L A- og fæðingardagskort ný-
komin í ÞINGHOLTSSTRÆTI 8.
Halldóra Ólafsdóttir.
Prentari: Þorv. Þorvarðaaon.
Pappirinn frá J6ni ólafaiyni.