Reykjavík - 03.12.1904, Qupperneq 3
221
Kaupið Schweizer-siiki
■
Biðjið um sýnishorn nýjunga vorra í svörtu, Iivítu eða lituðu frá
90 au. til 13 kr. metrið.
Afbrögð: Silkidúksr í s a m k v æ m i s-, Srúðar-, dan s,-'og úti-
búninfja og b 1 ú z u r, f ó ð u r o s. frv
Yér seljum beinleiðis einstaktingum og sendum umbeðnar silkivör-
ur ótollaðar og burðargjaldslaust heim til manna.
Schweizer & Co., Luzern Y 5 (Schweiz)
Silki-útflytjendur — Kgl. hirðsalar.
allir, sem sjá, hve ranghermur þú
ert um það sem á prenti er og
allir geta rannsakað, þeir hugsa, sem
rétt. og eðlilega er ályktað, að þá
sé þér ekki að trúa mikið um orð
töluð undir fjögur augu.
Fyrir þetta ósjálfræði er svo hætt
við, að þú kunnir að fá á þig óáreið
ánleika-ovð, sem ég álít þú eigir
ekki skilið, þegar þú nýtur þín og
slær þér ekki út í svo slæman fé-
lagsskap, sem í þetta sinn. Frá því
sleppur enginn óskemdur t.il lengdar.
Næst þegar þú leggur út í leið-
angur, þá vil ég ráða þér að gista á
þrifaheimili, eins og t. d. í „Reykja-
vík“, sem með ánægju mundi.veita
þér gisting. Þar verður þú laus við
alla óværð og illan félagsskap, og þá
nýtur þú án efa allra þinna góðu
hæflleika óskemdra.
Og svo er ég, þrátt fyrir þessa
litlu „rangherma“-brýnu,
þinn óbreyttur gamli vin
Jón Olafsson.
Lygar og tortryggingar-tilraunir.
„Málgagn lyginnar“ er enn 5. f.
m. að halda því fram gegn betri vit-
und, að Bretar(í) hafl knúið Stóra
norr. firðritafél til að leggja sæsíma
til íslands, og er meðal annars að
bulla þar um síma þess félags til
Asíu(!!) Vér höfum tvívegis skýrt
frá því áður, og endurtökum það enn,
að írá Bretastjórn hefir alls ekkert
gert verið í þessa átt. Það er end-
urnýjun einkaleyfis fyrir síma St. N.
■yfir Norðursjöinn, sem notuð hefir
verið tíl aðhalds við félagið, en það
hefir Danastjórn gert ein, enda þurfti
hennar samþykkis þar til eins vel og
Breta.
Vér skýrðum í „Rvík“ 19. Ágúst
s. 1. frá samningatiiraunum ráðherr-
ans við Marconí-félagið í Lundúnum,
og birtum meira að segja tilboð fé-
lagsÍDS með töiu-upphæðum. Bróf
félagsins — að mestu leyti svarbréf
— eru dags. 19. Febr., 18. Maí
(fyrsta tilboð með tölum), 22. Júh
(nánara tilboð), 3. Sept. (5 ítarleg
tiiboð með uppdráttum og 14. S6pt.
Öll frumbréfin eru hjá ráðaneytinu,
og vér efum ekki, að hver blaðstjóri
og hver annar málsmetandi maður,
sem beiðist þess, geti fengið að sjá
þau.
Þetta vita blöðin hér vel, því að
þau hafa hagnýtt á sinn hátt þá
grein í „Rvík“, er þetta stóð í.
Þau vita, að stjórnin leitaði sam-
ninga, og að tilboð fólagsins vóru svo
margfalt dýrari, en boð St. N.
Eu svo kemur „ísaf.“ 26. f. m.
(og „Fj.kon.“ eftir henni í þessaiú viku)
og flytur þá sögu, að einhver danskur
blaðamaður hafi átt tal við Marconi í
New York nýlega, og Marconi hafi
sagt, að „enginn hafi leitað til sín“
um þetta mál, og að þráðlausa sam-
bandið „yrði ódýrara“.
Ekki viljum vér fullyrða, að ísaf.
hafi logið þessu upp, þótt líkindi gætu
til þess verið eftir öðru. En hitt
fullyrðum vér, að blaðíð veit vél, að
Marconi hefir ekkert með samninga
um uppfundning sína að gera; hann
hefir selt allan rétt sinn Lundúnafé-
laginu; hann er ekki einu sinni í
stjórn þess, heldur verkamaður fyrir
borgún.
Enginn maður getur því samið
við Marconi um Marconi-fiðritun, af
því að hann hefir engan rétt til að
semja sjálfur. Hans hefir því ekki
leitað verið, heldur félagsins, sem
keypt hefir af honum öll hans rétt
indi.
Hann getur og vafalaust haft satt
í því, að það kosti minna í sjátfu
sér að koma á firðritun, en að leggja
síma. En hvað gagnar það, ef fé-
lagið ætlar sér svo geypilegan gróða,
að firðritunin verður margfalt dýrari
þeim sem eiga að notahana?
Og þetta er einmitt það sem fram
hefir komið við oss.
En til hvers eru blöð þá að flytja
slíkar*markleysu-fregnir ?
Auðvitað til að villa [almenningi
sjónir og fá menn til að trúa þvi,
að það sé einber lygi, að ráðherrann
hafi reynt að semja um Marconi-
firðritun hingað.
Alt er á eina bókina lært! jjjkj
tteimsendauua milU.
Með botnvörpungi, sem kom u
fyrradag bárust oss blöð til 20. f- m.
Port Arthnr þá enn eigi fallin,
en talið að Rúsar mundu varla fá
lialdið borginni 20 daga til.
Örvæntingar-tiltæki. í vikunni
fyrir 20. f. m. lagði tundurspillirinn
rúsneski Raztoropny, liklega einasjó-
færa skipið í Port Arthur, út þaðan
um nótt. með áríðandi skeyti til
Rúsakeisara. Raztoropny kvað verið
hafa hraðskreiðasta herskip Rúsa í
Asíu. Niða náttmyikur var á og
sjnóbylur. Skipið slapp út, en varð-
kvíunarflotinn japanski varð var við
það og sendi tundurskip nokkur á
eftir því að elta það. En R. var svo
hraðskreitt, að ekki dróg saman með
þeim, Þó virðast Japanar hafa kom-
ist í skotfæri við R. úti fyrir Chífú,
því að þar heyrðu menn skothríð
nokkra íétt fyrir utan höfnina. En
í því hún hætti, flaug R. inn á höfn-
ina svo hratt sem kólfi væri skotið,
og lagðist rétt fyrir aftan Banda-
ríkja-herskip, er þar lá. Sínverskt
herskip þar á höfninni tók þegar að
kynda, og innan 20 mínútna hafði
það lagt síbyrt við Raztoropny, og
tilkynti foringja þess, að skipið yrði
að verða burtu innan 24 stunda;
ella yrði það tekið og afvopnað og
skipshöfnin öll sett í varðhald. Rús-
neski foringinn tók því vel; kvaðst
verða skyldu burtu innan þess tíma.
Lagði svo sínverska herskipið frá, en
rúsn. skipið flutti sig lengra inn á
höfnina. Foringinn fór í land á fund
rúsn. konsúlsins og skilaði brófum
sínum. Morguninn eftir var fult af
japönskum herskipum úti fyrir höfn-
inni. Rúsn. foringiun fór þá í land
með alt sitt lið, nema einn maður
varð eftir um borð. Hann kveikti
á tundurþræði og forðaði sér svo, en
rétt á eftir heyrðust þrír brestlr og
sökk Raztoropny þar, og sér nú að
eins á einn siglutopp.
Þetta sýnir, hve alveg viss Stözzel
þykist um, að Rúsar eigi enga við-
reisnar von þar eystra, en að alt
muni lenda í höndum Japana: ann-
ars hefði hann ekki lagt fyrir for-
ingjann að sprengja upp skipið í
hlutlausri höfn.
Ástandlft í l’ort Arthur fer
ýmsum sögum um. Rúsastjórn læt-
ur vel yfir því, og yfirforinginn á
Raztoropny sagði þar eigi hörgul á
neinu enn. Setuliðið gæti vel varist
tvo mánuði eða lengur. En fregn-
ritar í Chífú segja, að alt annað
hijóð hafi verið í ínum óæðri for-
ingjum og skipsmönnum öðrum. —
Hafi þeir talið vista þurð og skotfæra
og sagt stærstu fallbyssurnar flestar
ónýtar orðnar, sumar af sliti, aðrar
af áföllum af skotum Japana. Þeir
kváðust ekki skilja í, að borgin gæti
varist lengur en 20 daga í mesta
lagí.
Siðustu skeyti:
Bóm, 19. Nóv. Pétursborgar-fregn-
riti blaðsins „Italia Militaire" segir
almæli, að Rúsakeisari hafi símað
Kúrópatkín og boðið honum að fara
fram á við Oyama marskálk, að
sendimanni yrði leyft að fara til
Port Arthur með skeyti til Stözzels,
og muni það vera fyrirmæli um að
gefa upp Port Arthur.
JParis, 19. Nóv. Frá Chífú er sím-
að, að japanski konsullinn þar bafi
lýst yfir því, að framvegis verði Chífú
skoðuð sem stríðheyjandi höfn. Ekki
er staðfesting þessai-ar fregnar kom-
in enn úr annari átt. [Chífú hefir
verið Rúsa-bæli mikið í Sínlandi; það-
að hefir rúsn. konsúllinn þar sífelt
verið að senda vistlr og skotfæri til
Port Arthur á leigu skipum; nokkur
hafa komist leiðar sinnar, en yfir 80
hefir varðflotinn japanski náð. — Reyn-
ist þessi fregn sönn, sem ekki er
líklegt, getur það dtegið fleiri þjóðir
inn í ðfriðinn].
Chifú, 18. Nóv. Umsátursher Jap-
ana um P. A. er nú aftur 70,000.
Talið er að 70,000 Japanar hafi fall-
ið þar og særst síðan umsátin hófst.
15000 er fallið af setuliði Rúsa, og
margt óvigt.
Berlín, 18. Nóv. Japanska stjórnin
hefir haft firnin öll að vinna fyrir-
farandi að senda liðsauka til Oyama
marskálks, enda aukið lið hans um
3 deildir (75,000 mantis). Að Kuró-
patkín hefir og diifið mikill lið.-auki.
Talið hann muni bráðum ráða á
Japana.
Múkden, 19. Nóv. Alt árdegið hefir
heyrst ógurlegur fahbyssu-dynur hér
suður af. Sjálfsagt byrju^ taisverð
orrusta á ný við Sju-hó.
íslenzk sýning
í Kaupmanualiöfn 1905.
Á sumri komanda verður lialdiu stór
þjóðleg sýning í Tivoli, inum fræga skemti-
stað í Kaupmannaböfn, á munum og grip-
um frá íslandi og Færeyjum og frá inum
dönsku nýlendum, Grænlandi og vestur’-
indversku eyjunum.
Fyrir sýningu þessari hefir gengist danskt
kvenfálag, er nefnist „Dansk Kunstflids-
forening.11 Félag þetta hefir nú í 4 ár
undir iorstöðu aðmirálsfrúar Emmu Gad
haldið uppi ókeypis kenslu fyrir ungar
stúlkur í hanhyrðum, sérstaklega í vefn-
aði, og hefir á hverju ári veittk—3 islenzk-
um stúlkuin hlutdeild i þessari kenslu og
kostað að öllu dvöl þeirra í Kaupmanna-
höfn i 4 mánuði og annast um ferð þeirra
fram og aftur. ÁgóðÍDn af sýningunni,
ef nokkur verður, á að ganga til þessar-
ar kenslu. Nefnd hefir myndast i Kaup-
mannahöfn til að standa fyrir sýningunni,
og er í henni mikið mannval bæði af
körlum og konum dönskum og íslenzkum.
Sýningin stendur undir vernd hennar kon-
unglegu tignar kronprinsessunnar.
Eftir ósk frá nefndinni í Kaupmaima-
höfn liöfum vér, sem hér ritum nöfn vor,
gengið í nefud, iil að starfa að því, að is-
lenzka sýningin megi verða sem fullkomn-
ust.
Til er ætlast að íslenzka sýningin gefi
sem greinilegasta hugmynd um alt lif og
menning inuar islenzku þjóðar bæði að
fornu og nýju. Á þar meðal annars að
vera eftirlíking af laglegum islenzkum
sveitabæ með öllu tilheyrandi, hestar á
beit o. fl. íslenzkar stúlkur á þjóðbún-
ingi eiga að sjá um sýninguna o. s. frv.
íslendingum væri það inn mesti sómi
ef sýning þessi gæti tekist sem bezt og
verði svo, getur hún orðið landi voru til
mikils gagns.
Yér vonum því að allir góðir íslending-
ar, bæði karlar og konur, leggist á eitt