Reykjavík - 03.01.1905, Side 4
4
3\^HTh AÍHOMSEhPxky
rr_j
■ HAFNARSTRÆTl • 1718 1920 21 • K0LASUND'-|-2-
® REYKJAVIK®
Thomsens Magasín óskar öllum viðskiftavinum sínum gleðilegs
nýárs, þakkar þeim fyrir in miklu viðskifti á gamla árinu, og vonar, að
viðskiftin megi halda áfram í líkum eða stærri mæli á þessu nýa ári.
Thomsens verzlun heflr nú staðið full 67 ár. Hún er langelzta
verzlunin hér og er stöðugt að aukast, þrátt fyrir mikla samkeppni; þetta
virðist benda á, að hún reynist mönnum góð verzlun, enda gerir hún sér far
um að haga sér eftir óskum viðskiftamanna og fylgjast vel með tímanum.
Thomsens Magasín býður mönnum vandaðan varning, margbreytt-
ar birgðir og gott verð á öllu. Magasínið reynir að hafa allar þær vörur
á boðstólum, sem á annað borð er leitað að í búðum. Vörurnar eru keypt-
ar beint frá framleiðendunum í stórkaupum, fyrir peninga út í hönd, og
seidar með mjög litlum ágóða. Magasínið kaupir aliar íslenzkar afurðir
fyrir peninga út í hönd, og hefir t. d. síðastliðið ár keypt mestalla ull-
ina af Suðurlandinu, en erlendar vörur seldi það fyrir fullar 600,000 krónur.
* Thomsens Magasín er skift í margar sérdeildir, svo að menn hafi
greiðari aðgang að hverri vörutegund fyrir sig. Útibu eru í Kaupmanna-
höfn og á Akranesi, en agentar með báðum strandferðabátunum.
Thomsens Magasín hefir auk þess: vindlaverksmiðju, gosdrykkja-
verksmiðju, möbelverksmiðjur og saumastofur fyrir karlmanna-, kvenn- og
barnafatnað.
Thomsens Magasín notar sitt veltufé til að veita sem flestum góða
atvinnu, og styðja að praktiskum framkvæmdum í landinu.
Virðingarfyllst
H. TH. A. THOMSEN.
Kotið tækijæið
meðan það býðst.
Undirritaður hefir mörg hús til sölu
á góðum stöðum hér í bænum 1— 2
—3 ára gömul, með ótrúlega góðum
borgunarskilmálum.
Sömuleiðis tek ég hús til bygginga
og ef óskað er geri eg húsin að
öllu leyti fyrir ákveðið verð.
Meginregla: vandað og ódýrt.
Reykjavík, 81/io ’04.
Guðmundur Gíslason, trésmiður,
Spítalastíg 5. [ah. —9.
magnslogum var hleypt gegnum loft-
ið milli rafmagnsþráða frá vélinni.
Prófessor Goldsborough, forstöðu-
ínaður rafmagnsdeildarinnar, sagði í
i gæikvöldi um sýning þessa:
„Þessar tilraunir eru hinar full-
komnustu, sem á síðustu tíð hafa
gerðar verið með rafmagnsverkfærum
til að senda afl í mikla fjarlægð.
„Sem stendur er afl ekki sent
lengra en 150 mílur og til þess þarf
þrýsting, er nemur 60,000 volt1). í
þessum tilraunum er notað 500,000
volt og það er svo inikil þrýsting að
með henni mætti senda afl í 1000
mílna fjarlægð eða meir.
„Tilraunir þessar vekja mikla eft-
irtekt meðal rafmagnsfræðinga, vegna
þeirrar úrlausnar, sem þær gefa um
sending afls með rafmagni í mikla
fjarlægð. Þær eru mjög tilkomu-
miklár og stórfengilegar að sjá, og
sýna rafmagnsloga 5 til 10 feta langa2).
„Þær verða sýndar á hverjukvöldi
milli 8^/2 og 9 og ættu að vekja
mikla eftirtekt hjá almenningi."
B. B. J.
1) Volt heitir eining sú, sem mælt er
með þrýstingarafl rafmagnsstraumsins. Kaf-
magnsvélar, sem framleiða 500,000 volta
þrýstingarafl og meir en það, hafa lengi
verið algengar, cn þær eru allar að heita
má afljausar, því rafmagnsstraumur sá, er
þær framleiða, er svo lítill, að hans gætir
varla. Vél þessi er ólík þeim og hefir um
54 hesta afl. Ritstj. „Vínl.“
2) Loftið veitir rafmagni svo mikla fyrir-
stöðu, að til þess að koma því eitt fet
gegnum loftið þarf miklu meiri straum-
þrýstingu en þarf til þess að senda það
100 mílur vegar eftir góðum rafmagns-
leiðara, eins og t. d. eyrþræði.
Kitstj. „Vínl.“
Landshornanna miUi.
— :o: —
Framfaramál líúnvetnínga.
í tillögum sínum til landsstjórnar-
innar telur sýslunefnd Húnvetninga
þetta helztu framfaramál sýslunnar:
Að lengja bryggjuna á Blönduósi,
sem bygð heíir verið að nokkru leyti
fyrir landssjóðs fé, og að leggja ak-
veg frá Blönduósi vestur eftir sýsl-
unni. Að vegur yrði lagður frá flutn-
ingabrautinni fram Miðfjörðinn. Að
svifferja verði sett á Blöndu hjá
Tungunesi. Að gert verði við höfn-
ina á Skagaströnd svo að þar yrði
örugg lega fyrir þilskip, og segir
sýslunefndin, að gera mætti það með
litlum tilkostnaði. Að ræsa fram Flóð-
ið, og segir sýslunefndin, að með því
mætti fá þar stórt engjaflæmi, sem
5 jarðir ættu land að, og kostnaður
við það ekki gífurlegur. Að strand-
gæzlan verði látin ná til Húnaflóa.
Ofsavcður
af suðvestri fór yflr ytri hluta
Seyðisfjarðar aðfaranótt 14. Nóv. Bát-
ar brotnuðu og þök fuku af húsum.
Á Hánefstöðum fuku 20 hestar af
töðu.
Aílí var töluverður á Austfjörðum
um miðjan Nóvember.
Dánir eru nýlega á Austfjörðum:
Helgi Indriðason bóndi í Skógargerði,
Þorvaldur Jónsson bóndi á Uppsölum
og Katrín Einarsdóttir, ekkja á Surt3-
stöðum.
Omissandi til þvotta
er ZADIGS þvottaduft með fjólu-
ilm, í pökkum á 15 oo 25 aura fæst
að eins í
THOMISENS MAGASÍNI.
FLEIRI HUS
leigu eða sölu, með góðum kjörum.
Semja ber við
Cruðm. Eínarsson, steinsmíð.
EUGI stk. 8 aura. Lipton’s te
Backc beqnein (kökuefuið nýja),
Ostar, flesk, svínslæri, pylsur
o. m. fl í
THOMSENS MAGASlNI. '
H i r ð a
á 2 herbergjum í miðbænum óskast
strax. Hátt kaup. Ritstj. ávísar.
Steinolíutunnur
t ó m a r, kaupir [ah.—8.
JES ZIMSEN.
Reykjavik,
kostar að eins 1 kr. árgangurinn
60 tbl. minst.
„Reykjavík" segir beztar úlendar
fréttir, og flytur þær venjulega fljót-
ara og tíðara en önnur blöð,
„Reykjavík" mun frá nýári 1905
gera sér far um að flytja sem bezt-
ar innlendar fréttir, svo að hver sem
heldur hana, þurfi ekki fyrir al-
mennra frétta sakir, að halda neitt
annað blað.
„Reykjavík" vill efla hag og vel-
ferð höfuðstaðarins með öllu réttlátu
móti.
„Reykjavík" segir aldrei víssvitandi
rangt frá viðburðum eða atvikum,
og er eina blað á landinu, sem fús-
lega leiðréttir missagnir. Hún vill
vera „málgagn sannsöglinnar.“
Hún er ckki stjórnarblað, hvað
sem málgögn lyginnar þar um segja.
En sannmælis vill hún unna stjórn
vorri sem öðrum, og bera af henni
ósönn ámæli, og vill styðja allar
gagnlegar framkvæmdir þings og
stjórnar — ekki „rífa niður" nema
það sem skaðvænt er; telur þjóð
vorri nú meiri þörf á að „byggja
upp.“ En finna mun hún að því
sem húMálítur ranglátt, hver sem í
hlut á.
„Reykjavík" er komin í hverja
sveit á landínu. Hana langar til að
komast á hvert heimili.
1000 nýja kanpenður
vill hún fá næsta ár, svo að hún hafi
4 0 0 0.
Stvöjið oss til þess!
Næsta blað árd, á Laugardag-
inn kemur,
Prentsmiðjan Gutonberg.
Pappírinn frá, Jóni ÓlafsByni.