Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.01.1905, Blaðsíða 2
17 KR. KRISTJÁPíSSON, Skólavörðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. Til núverandi stjórnar „íþöku“. —:o:— í 81. blaði ísafoldar, árg. 1904, sem út kom 23. f. m., hafa 5 skólabræður minir, sem eru in nýkosna stjórn í lestrarfé- lagi akólapilta, er „íþaka“ heitir, ritað grein, þar sem þeir þykjast ætla að fara að leiðrétta ávarp það, er Birni prófessor Olsen var á síðastliðnu sumri sent af þá verandi stjórn félagsins. Grein þessi hefir enn fremur birzt i Fjallkonunni 27. f. m. og einnig i Þjóðviljanum, og hafa piltar þessir (stjórn félagsins) nú fengið áminn- iugu hjá rektor skólans út af þessu. Þó þessi grein sé engin leiðrétting á neinu, heldur móðgunarorð ein við prófessor Olscn og áaustur á mig og annan pilt, sem þá var og í stjórn félagsins, vil ég þó gera nokkura skýringu á ura þetta efni, af því að ég skrifaði undir ofannefnt á- varp ásamt greindum pilti. Að þriðji maðurinn, sem með okkur var í stjórn félagsins, skrifaði ekki undir með okkur, kom ekki af því, að við færum á bak við hann eða hann væri okkur ósam- þykkur um ávörpin, en hann var ekki þá hér í bænum, er undir var skrifað. — Fleh'i en þrír vóru þá ekki í stjórn, því að hinir höfðu sagt sig úr henni af ástæð- um, sem þeim eru kunnar. í stað þeirra vóru svo kosnir 3 menn nýir i stjórn- ina í haust, og var stjórnin þar með fullskipuð með 6 mönnum fram að síðustu áramótum. Þessir nýju stjórnar- menn fengust ekki til að gera ávörpin að öpinberu óánægjuefni, þó að þess væri leitað, enda sögðu sig allir sem einn maðt ur úr stjórninni með mér, þegar ég lét yikja mér úr henni fyrir þetta efni. Þeir sem vildu hafa óánægjuna fram, urðu því að búa til nýja stjórn til þeirra verka, og er þó einn maður í þeirri nýgju stjórn, sem ekki hefir látið hafa sig til þessa. í fyrra vóru liðin 25 ár frá því „íþaka“ var stofnuð (1879). Fn frumkvöðlar þess og fyrstu stofnendur voru þeir Björn 01- sen, sem þá var nýorðin kennari við latínu- skólann, og prófessor Willard Fiske, sem það ár (1879) dvaldist um hríð hér á landi. Báðir þess menn urðu síðan án afláts inir einstökustu stuðnings- og velgerðamenn félagsins. Með hverjum pósti frá útlönd- um á hverju ári æ síðan sendi Fiske fé- aginu fjölda bóka og skemtiblaða, öllum, sem í félaginu haía verið og kunnað hafa rétt að nota það, til ógleymanlegs inndæl- is. Sjálfur lézt hann í Sejrtembermánuði núna síðast, en velgerðir þessa góða manns við lélagið hafa enn, alt til þessa dags, haldið áfram eftir hann iátinn, því að hann hefir verið búinn að borga út ár- ganga fjölda af skemtiblöðum handa félag- inu alt til þessara áramóta. Höfðingsskap- ur Fiskes og góðsemi við félag vort var svo stórkostleg, að fram hjá sliku var ekkí hægt að ganga á 25 ára afmæli þess með þegjandi vanþakklæti; þar sýnast og allir Vera á eitt mál sáttir, að houum hafi átt að senda ávarp, og færa honum þakkir, Og yfir þvi kvartar enginn, að okkur, sem þá vórum i stjórn „íþökn“, hafi brostið heimild til þess. £n allar þessar velgerðir Fiskes við fé- lagið á það eininitt að þakka prófessor B irni 0 1 s e n í öndverðu. H a n n fékk Fiske til þnss að stofna með sér félagið; fékk hann til þess að fá þann áliuga á þvi,sem allir velgerningar Fiske’s við það vóru af sprottnir. Félagið væri þvi lík- lega ekki til og Fiske hefði því líklega aldrei skift sér af þvi, hefði pró- Fyrir dansleikana! Vandaðir glansleður-skór, ballhanzk- ar, slipsi og slaufur fást þúsundum saman í TH0MSENS MAGASÍNI. S j ó m e n n. í TH03ISENS MAGtASÍNI fást sterk og vönduð stígvél. Sjómenn ættu að skoða þau áður en þeir kaupa stígvél annarstaðar. Eldfæri. Sérstæðar eldavólar og góðir ofnar, sem spara mjög eldivið fást í THOMSENS MAGGASÍNI. Havannavindlar innfluttir, beztu tegundir fást í THOMSENS MAGtASÍNI. Höfuðföt. Mikið og fjölbreytt úrval af hött- um, húfum og kaskeitum fæst í TH0MSENS MAGASfNI; Regnkápur mjög haldgóðar, en þó ódýrar, fást í TH0MSENS MAGASÍNI. Brent og malað kafíi þykir ætíð bezt í THOMSENS EVfAHASÍNI. Skófatnaður postulíns-, £cir- og 6ler-v8rur margvíslegur, fæst í THOMSENS MAGASÍNI, svo sem: dansskór, leikflmisskór, reimaskór og reimastígvéi, verkmanna- stígvél og sjómannastigvél. fást í mjög margbreyttu úrvali í THOMSENS MAGASÍNI. Hanzkar, fjölda-mar'gar tegundir, fást í THOMSENS MAGASÍNI, fessor Olsens ekki að notið. Auk þessa hefir hann öll þessi ár gefið félaginu drjúga peninga, svo það má kallast mikið fé samtals, og bækur hefir hann gefið því, og á margan hátt annan verið því til gagns og góða. Slíkt getur varla orðið virt nema á einn veg. Eg þori því öruggur að leggja það undir dóm allra réttvísra manna, hvorir hafi breytt félaginu sam- boðnara, við með því að meta þetta þakka- vert og þakka það, eða þeir skólabræður mínir, sem annaðtveggja vilja að það hefði metist einskisvert, og verið óþakkað, eða ef þess var ekki kostur, þá blátt éfram vanþakkað eins og þeir nú hafa gert, Ef senda skyldi Fiske ávarp, som allir eru sammála um að hafi átt að vera, og hefir sýnt sig að ekki mátti öllu síðar verða en gert var til að ná honum lifandi, þá var ómögulegt að ganga fram hjá pró- fessor Olsen, nema með því að gera sig seka í engu minni ósvinnu enn ofan- nefndir skólabræður mínir hafa ratað í, — þvi að allir eru sannmælisverðir. St.jórn Ólsens á skólanum álít ég ekkert koma þessu-máli við, og þess var vandlega gætt i ávarpinu til hans, að fara ekki hárs- breidd út fyrir efnið. Hitt er þeirra sök, skóJabræðra minna, að þeir halda, að al- menningi muni vera mjóg áríðandi, að sjá prent.að álit þeirra um skólastjórn hans. Eu þar til hugsa ég að mér gagnist dóm- ur almennings, að ávarpið til Olsens hafi verið meir i sóma félagsins enn grein þeirra er, sem ég tel þá ekki öfundarverða af. Það er fjarri öllum sanni, sem segir í grein skólabræðra minna, að við höfum farið í felur mcð ávörpin. Um þau bæði höfum við verið i samráði við kennara við skólann, og það til merkis, að núverandi rektor stýlaði ávarpið til prófessor Fiske, og ávarpið til prófessor Ólsens var prent- að í Þjóðólfi. Þeir segjast, skóiabræður mínir, rita grein sina „fyrir hönd félagsmanna11. Ég skal láta það ósagt, hve margir þeir félagsmenn eru, sem á þeim fundi vóru, er fól þeim það á hendur, en ætla skal, að það hafi þó verið meira enn helmingur. Enn eng- inn af kennurum skólans var þar viðstadd- ur, og eru þeir þó allir í félaginu. Auk þess er grein þeirra prentuð að rektor skólans fornspurðum, en það er gömul regla, að skólapiltar hafa ekki heimild til að gkrifa í blöðin án loyfis yfirboðara sinna. Hins get ég. að þessar línur mínar eru birtar hér með leyfi rektors. Að lyktum get ég ekki stilt mig um að geta þess, að þetta mun vera i fyrsta skifti í sögu latínuskólans, sem menn hafa orðið, meðan þeir vóru í skóla, að verja sig fyr- ir árásum skólabræðra sinna i blöðunum. Eg skýt því til allra góðra skólabræðra minna, að gera þetta efni ekki frekara að blaðamáli enn orðið er. Sjálfur mun ég ekki auka skrif um það eftirleiðis. En ég tek upp á mig ábyrgðina á því að hafa látið prófessor Olsen ná að njóta sannmæl- is um þennan hlut. Þeir sem ekki hafa viljað að svo yrði, hafa þann ábyrðarhluta, sem ég vildl mér siztan kjósa, því það er gamalt lögmál, að þeir sem varna öðrum sanninda, skulu engra sanninda njótandi verða. Og — sero molunt deo- rum molæ, — sed molunt. Revkjavík á þrettánda dag Jóla 1905. Guðbr. Jónsson. ftlDebal itmtarjs! Merkidagur var 5. þ. m.; það var fyrsti dagur á árinu (og verður, ef til vill, inn eini á árinu), sem enginn fáni sást dreginn á neina stöng í bænum. Það heflr sýnilega enginn sveitar- ómagi verið Tnoldaður þann dag. En — það er 5. Janúar, mintist ég þá: dagurinn, sem stjórnarskrá landsins var gefln á, 1874. Þess minnist enginn. Fyrir hennar af- mælisdegi dregur enginn upp fánann — ekki einu sinni stjórnarráðið né forsetar alþingis. ísland er víst eina landið í heim- inum, þeirra er ojga við lögbundið frelsi að búa, sem ekki hefir svo mikið við stjórnarskrá sína, að draga fána á stöng á afmælisdegi hennar. Það má segja, að þetta liafi ekki gert verið til þessa. Envérhöfðum, satt að segja, búist við, að vor nýja innlenda st.jórn mundi ríða þar á vaðið. Þá hefði Alþingishúsið komið á eftir og allir aðrir, sem fánastöng eiga. Það er satt, að hjá oss hagar að því leyti öðruvís til með þetta, en hjá öðrum þjóðum, að hjá þeim hafa stjórnarskárnar komið í gildi sama dag 'sem þær vóru út gefnar. En hjá oss kom stjórnarskráin, sem út var gefin 5. Jan., ekki í gildi fyrri en 1. Ágúst næst á eftir og féll þar að kalla saman við 1000 ára þjóð- hátiðardag vorn 2. Ágúst. Þann dag höldum vér nú helgan hvert ár með hátíðahaldi, sem vel fer á, þar sem hann er um mitt sumar. En engu að síður ætti þó að hafa svo mikið við 5. Janúar, að draga þá alment fána á stengur um land alt. Hátt kaup. Alt í pcninguin! Fyrir karlmenn og kvennfólk! Undirritaður getur útvegað nokkr- um duglegum sjómönnum góða at- vinnu frá miðjum Maímánuði til síð- ast í Október. Einnig geta nokkrar duglegar stúlk- ur, sem eru vanar fiskvinnu, fengið góða atvinnu. Yiðurgerningur ágætur. Áreiðanleg viðskifti. Mig el' að hitta Mánudags, Miðviku* dags og Fimtudags kvöld frá kl. 8-9. í Aasturstræti 18, húsi frú Felixson. Notið tœkifœrið! Reykjavík 14. Jan. 1905. Hclgt Árnason, (afSreiðslumaðurinn „Iðunnar".) Pretitgniiðjah Ötitenberg. Pappírinn frá J6ni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.