Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 11.02.1905, Qupperneq 2

Reykjavík - 11.02.1905, Qupperneq 2
30 KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÍJrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. L.andshomanna millt. — :o: — Jólatré. Forstöðumaður Duus-verzlun- ar í Keflavík, hr. Olafsen, hélt þar Jóla- ■trésskemtun 13. f. m. og bauð til hennar fjölda barna þar úr kaupstaðnum og grend- inni, fátækum og ríkum. Alls var þar saman komið um 3 hndr. manns. Skemt- unin þótti að öllu leyti in bezta. Þar v... „mgij i---*.- :■ - —hðr fcr á eftir, ort af Guðmundi skáldi Guðmundssyni, en hann var þá staddur i Keflavík. Kvæðið er kveðið fyrir börniu til þeirra frú Duus og frú Olafsen, sem gáfu jólatréð og skemtunina. Þær búa í K.höfn. Lag : O, bleSBuð vertu sumarsöl. Þið færið oklcur líf og ljós, þið lífgið hverja sumarrós, sem blundar undir ís og snjá við ægisdjúpin blá. Við gleymum kulda, hreti og hríð og hræðilegri vetrartið, er ljósakranz í laufi hlær, sem ljómar undurskær. í barnsins sái er fólgið fræ; í fyrsta vorsins morgunblæ það blómgast, verður voidugt tré þar vinir finna hlé. Á greinum þess sín ijúfu ijóð mun lóan syngja um kvöldin hijóð og giæða öllum gleði hjá, sem gleðja börnin smá. Þið rnunið okkar auðu strönd, sem ægir réttir kalda hönd; þar raddir óma yfir höf frá okkar feðra gröf. Við erum fátæk, ofur smá, en okkar dýpsta hjartans þrá skal bera ykkur, bijúg og klökk, með blænum hjartans þökk. Með söngvaklið vors sögulands við sendum þennan ljóðakrans til ykkar yfir svalköld sund er silfrar máninn grund. Við leikum okkur ijósin við í léttum dans með gleði-klið og árnum ykkur heilla’ og hags til hinsta sólar-lags. Botnvörpungsstrand. Aðfaranótt 16. f. m., laust fyrir dögun, strandaði skozkur botnvörpungur á miðjum Breiða- merkuisanui, austau tBr eiðáróss, í stórsjó og rigningu. Hafði hann lagt að heiman 12. Jan. og ekkert fiskað áður hann strand- aði. Bátinn hafði skipið mist áður en það rak upp á sandinn og komust skip- verjar því ekki í land fyr en um háfjöru daginn eftir. Þá óðu þeir irá skipinu og tók sjórinn þeim í mitti. Þetta var kl. 1 sd. 17. Jan. í’óru þeir nú að leita bygða, komust yfir Breiðá á jökli, en yfir Ejallsá, vestar á sandinum, komust þeir ekki og vóru því teptir milli þessara vatna. Vöxt- ur var mikill í ánum eftir rigninguna og Jökulsá á Breiðamerkursandi ófær. Þenna sama dag fór Björn bóndi Páls- son á Tvískerjum á fjöru, að iítajeftir reka, og sá þá strandið aust.an Breiðáróss. Hann gekk upj) á ísa og komst svo vestur yfir ósinn, þangað sem strandið var. Sá hann spor mannanna upp á sandinn og fór að leita þeirra; fann þá loks i Króki svo nefndum upp undir jökli. Ætluðu þeir að láta þar fyrir berast um nóttina, en 6 stiga frost var, svo þá hefði án efa kalið, ef Bjöm hefði ekki fundið þá. Hann kom þeim heim til sín og dvöldu þeir þar til 24. f. m., en þá lögðu öræf- ingar á stað með þá suður á hestum og komu hingað 6. þ. m. „Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð,“ Þú ert og Úrin mín svo egta góð og fín, sel ég þau sonum þín sérhverja tið. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. Stipið hét, Banffsbire, 349, A, frá Aber- deen, skipstjóri Alfred Jones og stýrimað- ur Albert Jones. (,,ísaf.“) Strand. 27. f. m. sleit upp á höfninni á Patreksfirði eina af fiskiskútum dansk- íslenzka vei’zlunarfélagsins og rak í land j brotnaði hún svo, að vart verður viðbana gert. Hún var mannlaus. Fjárkláðinn. Hans hefir nýlega orð- ið vart á 2 bæjum í Svarfaðardal, Völlum og Þverá, og á 1 bæ í Þingeyjarsýslu, Fjalli í Aðaldal, segir „Norðurl." Úr Ólafsfirði. 8. f. m. var þar ofsa- veður og gerði brim svo mikið að elstu menn muna ekki annað eins. Sjór gekk hátt á land, braut báta, fiskiskúra ogpakk- liús, scm vörur vóru gcymdar í, og biðu margir þar talsvert eignatjón. Eldur er sagður uppi í Dyngjufjöllum. Fregnin ógreinileg, höfð eftir manni úr Bárðardal. Eldurinn á að hafa sést bæði úr Bárðardal og Mývatnssveit. „Nld.“. Jónas Hallgrímsson. Eins og áður var getið hér í blaðinu að til stæði, héldu Akureyrarbúar skemtisamkomu á nýárs- dagskvöld, til ágóða minnisvarðasjóði Jón- asar Hallgr-ímssonar. Sr. Matthías Joch- umsson flutti þar ræðu um Jónas og las upp kvæði, er hann hafði ort um hann, mjög lallegt. Jón rektor Hjaltalín og Steíán kennari Stefánsson lásu upp kvæði eftir Jónas' og söngiélagið „Hekla“ söng ýmis af kvæðum haus. Skemtunin var fjölmenn og þótti in bezta. Rjómabú er nýstofnað í Fnjóskadal; félagsmenn um 40, en formaður Bjarni Benediktsson á Vöglum, Rjómabúunum fjölgar óðum. Ið fyrsta var stofnað árið 1900. Við árslok 1903 vóru þau orðin 15, en við árslok 1904 24. Smjörframleiðslan af búunum var 1903 samt. 100 þús. pd., seld til Englands, en 1904 200 þús. pd. Mannaláf. Nýlega eru dáin: Andrés Illugason realstd. á Halldórsstöðum í Lax- árdal; Jósías Rafnsson, áður bóndi á Kaldbak við Húsavík; Konráð .Jónsson hreppstjóri i Bæ á Höfðaströnd; Steinunn Stefán8dóttir í Garði í Hcgranesi, 85 ára; Guðríður Gísladóttir í Vatnskoti i Hegra- nesi, 88 ára. Fátækrafulltrúi Jón Thorsteinsen á Grimsstöðum er, samkvæmt ósk, leystur’ frá því st.arfi, en í hans stað skipaður Jón Tómasson á Grimsstaðaholti. I brunamálanefnd er skipaður Sig- urður Thoroddsen kennari í stað Hannes- ar Hafliðasonar, eu Hannes er orðinn brunamálastjóri. Skip kom hingað frá útlöndum á mið- vikudaginn til Brydes-verzlunar, gufuskip- ið Evvíva, að sækja saltfisk. Botnvörpungur er haldið að farist hafi, rétt fyrir síðustu mánaðamót, sunnan við Reykjanes, helzt undir Krýsuvíkur- bjargi. Flök úr botnvörpuskipi hafa rek- ið á land þar í grendinni. Þjórsáróss-strandið. Skipið, sem þar strandaði, hét King Edgar, frá Grims- by. Það kvað vera nær óskemt í sandin- um og hyggur skipstjóri að ná megi því á flot aftur. E. F- Saust og G. Chr. Jeppesen opna brimð^rrðarliíiíi í nr. 3 í Fischerðundi (húsi ekkju-frúar J. Fredriksen) 15. þ. m. Uppboð hefir verið haldið á fiskinum, sem i því var, en það voru 60 smál., og seldust pær í einu lagi á 80 kr., þ. e. rúma 20 au skp. Nokkuð hafði fiskurinn verið skemdur. Beskytteren náði botnvörpung við veiðar í landhelgi milli Vestmannaeyja og lands 6. þ. m. Sekt 2700 kr., en afli og veiðarfæri gert upptækt. Þrír botnvörpungar vóru þarna að vcið- um er Beskytteren kom þar að, en tveim tókst að forða sér. Þessum eina náði hann eftir tveggja stunda eltingaleik. amiitrs. Rembast cins og rjúpa við staiar. — Það gera þau, bæði „málgagn lyginn- ar“, „málgagn ins hógværa blygðunarleysis11 og hvað þau öll heita stjórnfjenda-mál- gögnin, til að verpa fúleggjum ósann- indanna. Þá er ráðherra vorum tókst að ráða rit- síma-málinu til heppilegra lykta alveg samkvæmt ákvæðum alþingis, þá var fyrst öllu hugsanlegu upp logið: eitt mál- gagnið breiddi út þá fregn, að úrslitin væru að þakka tilboði frá Norðmönnum — tilboði, sem búið var til á skrifstofu blaðs- ins og hvergi var til annarstaðar i heim- inum; þá bjó það næst til þá fregn, að þetta væri að þakka skilyrði frá Bretastjórn, eða íhlutun hennar — annar jafn-tilhæfu- laus uppspuninn frá. — — Þá kom annað málgagnið og fræddi menn urn, að til Marconi’s hefði ráðherra vor aldrei leitað, en þar hefði mátt iá firðritasambandið miklu ódýrara. Þetta flutti raálgagnið eftir að ritstjóri blaðsins hafði verið hjá ráð- herranum og fengið að sjá, að málaleitun við Marconi-félagið hafði staðið yfir af ráðherrans hendi frá þvi hann tók við völd- um og fram undir haust; —- eftir að ritstj. hafði fengið að sjá bréfin og tilboðin frá Marconi-félaginu (sem á uppfundning Mar- coni’s og hefir eitt rétt til að semja um liana) og séð þar, að þau tilboð, um þráð- lausa firðritun (eða loftritun), vóru marg- falt dýrari oss og í alla staði óaðgengileg. Þá var næst fundið upp á því, að Ijúga í þjóðina um fjárveiting aiþingis til þessa fj-rirtækis. Fjárveitingunm og fjárveiting- arskilyrðunum til loftrita var blandað saman við fjárveitinguna til ritsíma — alt til að villa þjóðinni sjónir. — Alt þetta hefir „Rvík“ fyrir löngu sýnt fram á. Nú á að finna ráðherranum það til for- áttu, að hann hefir gert óhjákvæmilegar ráðstafanir til undirbúnings landsímalagn- ingarinnar — upp á væntanlegt samþykki afþingis. Þar sem aðgerðir hans eru þær einar, som eru i fylsta samræmi við yfir- lýstan vrlja þingsins, þá hefði það verið stór-vítavert, ef liann hefði látið færið til að fá firðritasamband við útlönd ganga úr greipum oss fyrir það, að hann hefði ekki haft rænu á að fullnægja skilyrðum þeim, sem þetta var bundið og alþingi hefir ávalt gengið að vísu um. Þá hefði verið ástæða til að víta hann. — Þá er ráðaneytisbreytingin í Dan- mörku fregnaðist hingað, lustu stjórnfjend- ur þvi upp, að ráðherra íslands hefði verið vikið frá völdum. Og gleðin yfir þessu var ekki smá, þótt þeir segðu, að hann væri skipaður á ný. Gloðin var yfir þvi, að á oss hefði þingræðisreglan verið brotin — ekkert íslenzkt þingræði væri viður- kent. En þessarar þjóðræknislegu (!) gleði fengu þeir ekki að njóta í friði fyrir oss, þar sem vér skýrðum frá, að ráðherra ís- lands hefði alls ckki farið frá. völdum og að islenzkt þingræði væri viðurkent jafnt af nýju stjórninni sem inni gömlu í Dan- mörku. Yér vórum með engin gleðilæti yfir því, af því að vér vissum þetta fyrir- fram. Vér sögðum að eins, að þetta væri svo; að fyrir þvi væri ekki að eins „fylsta [—mjög full] vissa“, eins og Isaf. hefir eftir oss, heldur „sú fylsta vissa, sem auðið er að hafa.“ IRe^kjavíh oq orenfc. Hjúkrunarfélag Reykjavíkur hélt aðalfund 2. þ. m. í því eru nú um 150 manns, og cr minsta árstillag 2 kr. Tekj- ur félagsins síðastl. ár vóru rúmar 1000 kr. og hafði mikið af því fé safnast með áheit- um og gjöfum frá einstökum mönnum. Eina hjúkrunarkonu hefir félagið haldið alt árið fyrir 500 kr., Guðnýu Guðmunds- dóttur, og aðra tvo síðustu mánuðina. Stjórn var endurkosin, sr. Jón Helgason form., Hannes Thorsteinsson og Sighvat.ur Bjarnason. — Guðm. Magnússon læknir flutti á fundinum ræðu um lífsaflið. Sápugerð. Hr. Edvard Mpller, sem sotti hér á stofn sápugerð i haust, hefir nú sótt um loyfi bæjarstjórnar til að byggja hús inni við laugar og að fá að nota vatn- ið úr laugunum til sápugerðariunar, Svar bæjarstjórnarinnar er enn ekki fengið. I Sauðanessprestakalli cru þessir prestar i kjöri: Árni Jónsson á Skútustöð- um, Jón Jónsson á Stafafelli ogJón^Hall- dórsson á Skeggjastöðum. Lseknahéruð. Höfðahverfishérað cr veitt Sigurjóni Jónssyni, settunr lækni á Mýrum. Jónas Kristjánsson, læknir í Fljótdals- héraði, er settur til að þjóna Hróarstungu- héraði til Aprílloka þ. á. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sioríbi Björusdóttur. 1905 Febr. Loftvog millim. Hiti (C.) 4* £ Sh *o <D Skýmagn Úrkoma millim. Fi 27 8 753,6 -8,2 0 1 2 759,4 —7,5 0 1 9 759,6 —6,1 NE 1 4 Fö 3. 8 754,5 -3,7 NE 2 10 0,3 2 747,5 -2,6 NE 2 10 9 744,8 —8,3 NE 1 10 Ld 4. 8 743,7 1,7 SE 1 10 1,6 2 737,8 1,2 NE 1 10 9 732,7 -1,3 SSE 1 10 5,7 Sd 5. 8 730,0 1,2 S 1 10 2 733,4 1,4 w 1 10 9 741,5 3,1 E 1 2 Má 6. 8 747,9 -2,8 NE 1 4 0,3 2 749,9 —0.9 0 9 9 751,4 -1,3 0 3 Þr 7. 8 757,5 —3,6 0 3 2 760,4 —2.2 NE 1 9 9 756,1 -2,1 NE 1 10 Mi 8. 8 734,4 0,7 NE 1 10 2 730,4 2,6 S 1 10 9 736,2 —0,4 S 1 10

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.