Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.03.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 11.03.1905, Blaðsíða 3
51 Kaupið 5chweizer-$ilki! Biðjið um sýnishorn vorra undurfögru nýjunga í ríkolegasta úrvali. Sérvara: Silki-Damast, í íslenzka búninga, svört, hvít og fjöllit, írá Kr. y.16 pr. iaetur. Vér seljum að eins áreiðanlega dúka úr al-silki l»einleiöís ein- staldiuguin toll-iVítt og l>urðiir[>'jiilds-frítt h( im til þeirra. Schweizer & Co., Luzern y 5 (Schweiz) Silki-útflytjendur — Kgl. hirðsalar. felt úr gildi þan ákvæði í nefnda- samþyktunum sem þeim þóttu ó- þörf. Þá var og tala nefndarmanna í hverju héraði lærð niður og að- alsmönnunum gefin þar flciri at- kvæði en áður á kostnað bænd- anna. Kjósendum var áður skift í þrjá flokka eftir efnahag, en nú var því einnig breytt, og þeim skift i þrjá flokka eftir stéttum: aðals- menn, bændur og borgara. Aðals- mennirnir fengu nú tleiri atkvæði í nefndunum en báðir hinir flokk- arnir til samans. Nikulás II. lief- ir þar að auki takmarkað vald nefndanna til skattaálaga þannig, að árlega má fé það sem þær fá til umráða ekki vaxa meir en um 3 af hundraði. í hverju héraði (ujesd) er hér- aðsnefnd og í hverju fylki fylkis- nefnd, en til hennar velja héraðs- nefndirnar menn auk þess sem nokkrir aðalsmenn og embættis- menn eru sjálfkjörnir. Iíirkjan hefur einnig rétt til að senda þang- að fulltrúa. Þessar nefndir lialda fundi einu sinni á ári. Héraðs- nefndirnar koma saman í Septem- ber og sitja á fundum 10 daga, en fylkjanefndirnar í Desember og sitja á fundum 20 daga. Þó má lengja fundatímann með samþykki fylkjastjóranna og kalla saman aukafund með samþykki innanrík- isráðherrans. Undir valdsvið nefnd- anna heyra meðal annars þessi mál: Skólamál, heilbrigðisinál, fá- tækramál, vegamál og samgöngur eftir ám og stöðuvötnum, ákvæði um byggingar utan borganna, inn- byrðis vátryggingar, niðurjöfnun almennra skatta o. s. frv. Þetta er hið frjálslegasta fyrirkomulag á »semstóvunum« og er aðeins kom- ið á í 34 fylkjum, sem öll eru í miðju landi. í 9 fylkjum öðrum, að vestan og sunnan, er þó fyrir- komulagið eins að öðru en því, að þar velur stjórnin ein nefndirnar. Þó þetta fyrirkomulag sé mjög ófullkomið, þá liafa þó rúsnesku »semstvóurnar« komið miklu góðu tii leiðar. 185(5 voru skólamál Rúsa ekki lengra komin en svo, að 1 skóla- arn liQm á hverja 142 menn af í- búum landsins, en 1894 kom 1 slcóla- barn á hverja 46. í Moskva-fylkinu ct mentunin í beztu lagi; þar kem- ui 1 skólabarn á hverja 15. Nefnd- imar hafa og látið sér mjog ant um lieilbrigðismálin. í vegamálum hafa ráðin oft verið lirifsuð af þeim af stjórninni. En auk þess sem hér hefir verið talið hafa nefndirnar tek- ið ýmisleg störf að sér, t. d. kaup og sölu á vörum, stofnanir verk- smiðja o. s. frv. í mörgum borg- um og bæjum hafa þær sett upp bóksölubúðir. Yfir liöfuð hafa all- ar framfarir verið stórum meiri í þeim fylkjum sem nefndirnar hafa fengið, en hinum. Tvö síðastliðin ár hafa nokkrir nefndarmenn úr »semstvóunum« til og frá um landið komið saman til þess að ræða sameiginleg mál og endurbætur á fyrirkomulaginu. Þeir fundir hafa þó ekki verið opinber- ir. Eftirmaður Plehves, Sviatópolk Mirski, innanríkisráðgjafi, var þessum fundum hlyntur og stakk upp á því í haust sem leið, að þeir yrðu framvegis haldnir opinberlega með leyfi stjórnarinnar. Fundur- inn var ákveðinn 19. og 20. Nóv. og skyldu koma þar saman 105 »semstvóamenn« víðsvegar að af landinu. En þegar til keisarans kasta kom, neitaði hann, að fund- urinn yrði haldinn opinberlega, en lofaði jafnframt innanríkisráðherr- anum, að lögreglan skyldi þó ekki hindra samkomuna. Þetta þing hófst ákveðinn dag, 19. Nóv., og stóð yíir í 5 daga. En þegar til kom urðu kröfur fund- arins miklu meiri en til liafði ver- ið ætlast í fyrstu, því hann sam- þykti álitsskjal í 11 greinum, og var þar farið fram á algerða stjórn- arbreyting, sýnt að einvaldið væri ógæfa Rúslands. Kröfurnar voru þessar: að dómstólarnir yrðu ó- háðir stjórninni, fullkomið sam- vizkufrelsi, málfrelsi og prentfrelsi; óbundinn réttur til fundahalda og félagastofnana o. s. frv.; og loks krafðist fundurinn að stofnað yrði löggjafarþing, er kosið skyldi til með óbundnum kosningarétti. Þessar kröfur vöktu, sem vænta mátti, mjög mikla eftirtekt og breiddust skjótt út fregnir af fund- inum, þótt keisarinn bannaði strang- lega að á þær væri minst í nokkrn blaði. Hirðklíkan talaði í fyrstu um fundinn með hinni mestu fyrir- litningu, en þó kom svo, að allir sáu að hér var full alvara á ferð- um, og ýmsir af nánustu ráðamönn- um keisarans létu opinberlega í ljósi, að þeir væru fundinum sammála. 5 menn voru valdir til þess, með aðstoð innanríkisfáðherrans.að bera fundarályktunina fram fyrir keisar- ann. Svar keisarans þótti dragast, og fékst það ekki fyr en 26. Des. og þá óákvcðið. »Hin órjúfanlegu lög, sem eru máttarstoðir ríkisins, skulu standa,« sagði hann; en það ersama sem: Einvaldið helzt. En umbót- um lofaði hann: Kjör bænda skulu bætt; allir skulu jafnif fyrir lögun- um; vald semstvóanna skal aukið; betra skipuíag sett á dómstólana; kjör verkalýðsins bætt; trúbragða- frelsi og prentfrelsi rýmkað. Dag- inn eftir fengu þó fundarmenn harð- ar ávítur af keisara fyrir umkvart- anirnar um stjórnarfyrirkomulagið. En eftir að svar keisarans kom fram urðu óeirðir og uppþot um alt rík- ið. Alstaðar lieimtuðu menn kröf- um fundarmanna fullnægt, og verði það ekki gert áður langt um líð- ur, má búast við uppreisn og stjórn- arbyltingu. [Þýtt og atytt úr „Dot nyc Aarh “] Þ. O. Mynda ranmiar fást áreiðanlega hvergi vandaðri, og þó ótrúlega ódýrir, en á Laufás- vegi 37. [ah.-—25. dónas %3t. tJónasson. Heimsendanna milli. Rúsland. — Enn hafa Rúsar myrt prins á ný: Andrónnikoff prins í Yarsjá; hann var rekinn í gegr.: Hann var einn af þeim mönnum, er skip- uðu að skjóta á lýðinn í Varsjá. Tvo kastala nálægt Voronessj, syðst og vestast i Stóra Rússlandi, rændu bændur og brendu svo. Friðar-fregnir halda sér sífelt frá Pétursborg, en engin staðfesting kem- ur á þeim frá stjórninni. Siðustu fregnir (um ‘25. f. m.) segja víst., að keisari hugsi nú til friðar og mundi vilja láta Japana halda Port Arthur og Ljá yang skaga, skila Sínverjum Mandsjúríu norður að Harbin, gera Vladivostok að hlutlausri höfn og heimila öllum þjóðum þar verzlun með sömu kjörum og Rúsum, set.ja austur-sínversku járnbrautina undir stjórn ýmsra þjóða nefndar, og — tal- andi um einhverjar kostnaðar bætur. En óvíst talið að keisari vilji gera neitt til friðar-umleitunar fyrri en ein stórorrusta heflr enn verið háð eystra. — Oyama heflr beðið keisara sinn að senda sér 50,000 hermenn enn í viðbót og 120 fallbyssur og verði það að koma svo, að hann geti reynt að láta til skarar skríða við Kuropatkin fyrir lok þessa mánaðar (Marz). — Fregn frá París segir, að gerð- ardómurinn þar muni hafa lokið starfl sínu og vilji ekki láta Rossjdestvenski bera ábyrgð fyrir tiltækið í Norður- sjónum. En ekki var dómsákvæðið heyrinkunnugt. Landshornanna mttti. — :o: — Brú fank af Svartá, hjá Reykjum, í ofviðrinu 13. Jan., brotnaði mikið og bar áin viðina langar leiðir. Mútor-bát, 6—8 lesta, tala Eyflrð- ingar um að fá til að auka samgöng- ur innan fjarðarins í sumar. Er tal- að um að ferðirnar byrji í Mai og fari báturinn á sumrinu um 40 ferðir fram og aftur um fjörðinn. ísfirð- ingur, Skúli Einarsson, hefir boðið að leggja til bátinn og taka að sér ferð- irnar fyrir 2000 kr. styrk úr sýslu- sjóðum Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslna og bæjarsjóði Akureyrar. Skarlatsótt er enn á gangi í Eyja- flrði. Plægingakensla. Til að kenna plægingar í Húnavatnssýslu frá mið- jum Maí til Jónsmessu heflr Magnús Jónsson fra Sveinsstöðum fengið styrk hjá Búnaðarfélagi íslands. Þingkosning á Akureyri á að fara fram 15. Maí. Frambjóðendur eru þar: Magnús Kristjánsson kaup- maður og Guðm. Hannesson læknir. Jarðskjálftarnir, sem hérgengu í vetur, höfðu verið miklu snarpari í Krísuvík og þar í kring en annar- staðar. Þar skektust eða hrundu öll hús á 2 bæjum, Nýjabæ ogVigdisar- völlum; fólk flúði þá bæi báða og gripir voru reknir úr húsum, svo að hvorki fórust menn né skepnur. Maður druknaði ofan um ís í Kúðafljóti nýlega, Eggert Guðmunds- son ljósmyndari frá Söndum. Hann var að fylgja Öræfingum þeim sóm botnvörpungs-strandmennina fluttu hingað í vetur. Höfðu þeir lagt með 17 hesta út á ísinn, en hann brast undir þeini síðasta og fór hann í kaf, en var bundinn aftan í annan hest, og dró hann með sér. Tveir menn ætluðu að reyna að bjarga hestun- um, en ísinn brast undir þeim og lentu báðir í vökina. Annar, Björn, sá er bjargaði strandmönnunum á Breiðamerkursandi, eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, náði í ísskör og bjargaðist, en Eggert hvarf með straumnum inn undir ísinn og hestarnir tveir. Hvorki heflr mað- urinn né hestarnir fundist. Timbursiníða-verkstofa, sem vinnur með smíðavélum og notar vatnsafl til að hreyfa þær, kvað vera komin upp á Húsavík í Þingeyjar- sýslu. Strand. Sunnudaginn 8. Jan. sleit upp fiskiskip á höfninni á Eskifirði 0g rak á land og brotnaði svo að

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.