Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.04.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 15.04.1905, Blaðsíða 3
hvort sem hann trúir' eða trúir ekki, hafi hann lifað lífinu eftir beztu vitund. í þessum anda lifir Höffding og aðrir göf- uSlr „trúleysingjar11 vorra tima. Svo skal ég, áður en iýkur, drepa einu orði á viðureign þeirra Höfídings og Brandcsar út af Nietzsche. Höftding viður- kennir nú i síðasta riti sínu (Moderne Filo- sofefi, hls. 119), að þeir hafi þa báðir farið lyrir ofan garð og neðan hjá Nietzsche, af því þeir þekktu ckki kenning hans U8Bgilega. Myndir þú vera jafix sannleiks- elskandi, séra Surtur? En kénning Aietzsches var í því fólgin, að mannkynið ®tti að leitast-við að framleiða mikilmenni, sem liyrfu ekki í fjöldann, eða þjónuðu girndum lians, heldur drotnuðu yfir hon- Um og reyndu að draga smámennin upp á við með eftirdœmi sinu. Og það mun emnig Krjstur hafa gert með eftirdæmi S1nu, þó það hrífi ekki mikið á suma þjóna hans. Vertu sæll, kúnningi! Þú þarft ekki að hlygðast þin fyrir mér né öðrum fyrir þetta og annað, sem þú hefir gert, en eigir þú einhvern launkofa, þá farðu þangað °g reyndu að blygðast þín fyrir þínum mnra manni. —■ Takist þér það, þá er hann ekki sem verstur, og þú getur enn vænst andlegs afturbata, þó ekki verði það afturhvarf. Þú skilur! Þinn : Ágúst Bjarnason. Ráðsmaður holdsveikraspítalans. Herra ritstjóri! ^ér segið í blaði yðar 8. þ. m. að Guðm. Böðvarsson hafi ekki haft ann- að sér til ágætis, er hann fékk ráðs- mannsstöðuna, en að konan lians var uf Stephensens-ættinni — í ætt við landshöfðing j a.1 .Petta verður ekki skilið öðruvísi en svo, að landshöfðingi hafi ráðið veit- ingunni og gert öðrum rangt til, er harin veitti Guðmundi stöðuna. Pessi tilgáta er ekki rétt. Kg réð mestu um þá veitingu. Þegar spítalinn var settur á stofn, var mér falin á hendur öll undirbúnings- vinnan, og þing og stjórn fóru eftir tillögum mínum svo að segja í öllum greinum. Mér fanst því cðiilegt að ég fengi að ráða miklu um það, hver fyrstur yrði ráðsmaður, og það fékk ég lika. Pað er eitt ið helzta aðalstarf ráðs- manns að annast mestöll innkaup fyrir spitalann; þau nema um 2000 kr. á ári; húskapur er þar enginn; þess vegna á- eit eS að vanur verzlunarrnaður væri einna hezt fallinn til þessa starfa. Raðsmaður verður daglega að aíla spí- talanum ýmsra matvæla og annara nauðsynja —hann verður að vera stak- ur regluinaður. f-g þekti Guðm. Böðvarsson vel, vissi ao nann var • , 11 maður miog samvizku- samur og skibiurækinn, mesti reglu- maðurog vanur verdunarstörfum. Pess vegna aleit eg rett að Veita honum stöðuna frernur en ýmsum sveitamönn- um, bændum og' prestum, sem um hana sóttu, þó að þeir væru mestu sóma- menn. Meðnefndarmenn minir í stjórn- arnefnd spitalans urðu á sama máli °g landshöfðingi veitti þá Guðm. Böö- varss. ráðsmennskustarflð eftir ein- dregtnni tillögu stjórnarnefndarinnar. Allir vita að Guðm. Böðv. hefir leyst starf sitt prýðisvel af hendi. .' 1 ar var ákveðið, að stjórnarnefndin etn skyldi veita stöðu ráðsmanns, ráðs- r). tiei, þnð vóru siður en ckki vor orð.lield- Ur tilfærð orð Valtýingablaðs cins þá. Ritstj. *Rvikur.« 77' konu og gjaldkera. Pað er því fylli- lega rétt, sem þér segið, að stjórnar- nefnd spitalans ber nú ein ábyrgð á þeim veitingum. Nú hefir þcss verið getið í öðrum blöðum, að ég hafl verið þvi mótfall- inn, að Hermann Jónasson alþingis- maður fengi ráðsmannsstarfið. Pað er rétt hermt. Ég var þvi mótfall- inn. Meðal umsækjenda vóru margir vanir verzlunarmenn, dugnaðar og reglumenn; ég áleit að spítalanum og landssjóði væri fyrir beztu að ein- hver þeirra hlvti stöðuna — færði til sömu ástæðu sem þá, er staðan var veitt í fyrsta sinn. Meðnefndarmenn mínir voru nú á annari skoðun og tel ég mér ekki skylt að verja gerðir þeirra gegn ásökunum, er fram hafa komið; það munu þeir sjálfir gera, ef þeint þykir þurfa. En þar sem það heflr verið gefið í skyn, að ráðherrann hafi knúið stjórn- arnefndina til að veita Hermanni stöð- una, þá tel ég mér skylt að geta þess, að við mig hefir ráðherrann ekki nefnt það einu orði, hvorki fyr né síðar. Rvík, 9. Apríl 1905. Virðingarfylst. G. Björnsson. Landshornanna milli. — ;o: — Asij;ling. Með Hólum kom liingað frá Vest- mannaeyjum skipshöfn af franskri fiski- skútu, 25 manns, er farist hafði fyrir skömmu sunnanvið land á þann hátt, að enskur botnvörpungur rakst á hana og braut svo, að lnin sökk eftir litla stund. Enga tilraun gerðu botnvörp- ungar til að bjarga skipshöfninni, en héldu burt sem hraðast. Frakkar komu bátum út áður en skipið sökk og náðu öðru frönsku fiskiskipi eptir nokkurra tíma róður; það ílutti þá til Vest- mannaeyja. . Mannalát. 18. febr. síðastl. and- aðist Þórður Sveinbjörnsson bóndi i Tungu i Staðarsveit úr lungnabólgu, 71 árs. 5. marz andaðist Sigurveig Björns- dóttir húsfreyja á Asmundarstöðum á Sljettu, f. 1851. Látinn er á Seyðisíirði 16. þ. m. rit- stjóri »Austra«, cand. phil. Skafti Jósefs- son, læknis á Hnausum, Skaftason, f. 17. Júní 1839. — Erflngjar hans halda á fram blaðinu og er Þorstcinn sonur hans ábyrgðarmaður þess. Sótt. — Í3. þ. m. kom hraðboði frá sýslumanni Skaftfellinga með tilkynn- ingu um, að upp hali komið mjög sótt- næmur og mannskæður sjúkdómur, difteritis, í Hofshreppi i Austur-Skafta- fellsýslu. Hafði héraðslæknirinh (Þor- grímur Þóðárson) bannað allar sam- göngur til og frá hreppnum og var það samþykt af sýslumanni og síðan af stjórnarráðinu 14. þ. m. 3 sjúklingar hafa dáið á skömmum tíma. Veikin gerir vart við sig á ílestum bæjunt í sveitinni. Stjórnaráðið sendi með hrað- boðanum Serum til vonar og vara, ef læknirinn hefði það ekki. IRe^kjavífc og ðtenð. Hásbrot <>í>' hrenna. Austar- lega i Skuggahverfinu, skamt fyrir vest- an klæðaverksmiðjuna »Iðunni«, á lítilli hæð, sem þar skagar út i vikina, stóð allstórt hús tvílyft, með steinveggjum að neðan, en að ofan úr timbri, eign Edinborgar-verzlunar. Húsið hét Sjáv- arborg. Þar innfrá er útgerðarstöð verzlúnárinnar og stóð húsið eitt sér, þvi fyrir ofan eru þerrireitir fýrir flsk. I húsinu var ýmis útbúnaður, er að sjávarútgerð lýtur, og auk þess var þar skrifstofa umsjónarmanns flskverzlun- arinnar og útgerðaririnar. Þar var riiúrskápur stór með járnhurð fyrir og inni í honum geymdur eldtraustur járn- slcápur, en þar í peningar og bækur verzlunarinnar. Tvær útbyggingar voru við húsið og var i annari saltgeymsla, en i liinni smiðja og liesthús. Aðfaranótt 11. þ. m. var brotist inn í húsið, sýnilega í þeim tilgangi að komast í peningaskápinn, því múr- skápurinn var sprengdur upp og á peningaskápnum, sem þar var inni geymdur, voru merki, likust því sem barið liefði verið á honum með stór- um járnkalli, cða sleggju. Peninga- skápurinn var stór og afarþungur, svo að margra manna krafta hefði þurft til að hreyfa liann. Þjófunum tókst og eigi að viiina á honum, höfðu að- eins beglt og sprengt ytra járnborðið, en orðið svo frá að hverfa engu rík- ari en áður — eða mjög litlu, því eitt- hvað af smápeningum hafði legið í múrskápnum. Nú mun þjófunum hafa þótt för sín orðin hin versta, þar sem þcir urðu að gefast upp fyrir járnskápnum eftir harða átsókri, og er líklegt, að þeir hafi þá óskað sér heim í tletin, en það óunnið*er þá var að gjört. Eigi munu þeir liafa línt árásinni á kassann fyr en dagur leit yflr íjallabriinir og þeir hugðu honum liðsvon úr bænum. En þá taka þeir það ráð sem verst var og illmannlegast, annaðhvort í hefnd- ar skyni, eða |þá til að Lrcyna að dylja ófarir sínar: Þeir leggja eld i húsið. Þessa varð vart kl. 4 um morg- uninn og var eldurinn þá óslöklcvandi. Brann liiisið til ösku og alt er i var, sem eld gat lést á. En mitt í rústun- um stóð múrskápurinn óbrunninn og inni i honum peningaskápurinn sigri hrósandi, en sár mjög, eins og áður segir, og ber liann vitni um, hvernig á brunanum standi. Hús brann þarna á sama stað fyrir tveimur árum, eign sömu verzlunar, og einnig af manna völdum, en ekki hefir komist upp hverjir þá brendu, og eigi heldur hverjir nú brendu, enn sem komið er. Alt, sem brann, var vátrygt. Eínn hestur var í hesthúsinu og brann hann inni. Er það einna ljótast í þessu fólskuverki, ef þjófarnir hafa vitað af hestinum þar inni og samt ekki bjarg- að honum. Mótorbát sleit upp hér á höfn- inni í hvassviðri á Mánudaginn var, rak í land og brotnaði hann nokkuð, en þó eigi meir en svo, að gera má hann jafngóðan. Báturinn var ný- smíðaður, eign Björns Gislasonar. Strandforðabátarair eru nú báðir komnir, Hólar 9., en Skálholt 12. þ. m. Komu báðir beina leið frá Khöfn: Með Skálholt kom Kaaber verzlunarmaður. "Viö ylirréttinn er cand. jur. Guðm. Eggerz settur málaflutnings- maður. Hruna-prestakall er veitt séra Kjartani Helgasyni i Hvammi i Hvammssveit, eftir ósk sóknarnefndar, þvi aðrir sóttu ekki um brauðið. Stokkscyrar-prestakall. Þar eru nú í kjöri sr. Helgi Arnason i Olafsvík, sr. Páll Stephensen á Mel- graseyri og cand. theol. Gisli Skúlason. Tang-stvoilcin. Eitt af fiskiskip- um Geirs kaupm. Zoega »Friða« kom inn í fyrri vikunni mcð 5 menn sjúka af taugaveiki. Káðlicrrann lir. H. Hafstein ætiar til Khafnar í dag (eða á morgun) með »Kong Trygvew til að flytja fyrir konungi frumvörp þau sem af stjórn- arinnar hendi verða lögð fyrir alþingi. lfíinisk. „lTri<lt;ioí'“ (kapt. Andersen) frá Thore-félaginu kom liing- að í gærmorgun frá Leith, hlaðið kol- iim og vörum. Héðan fer skipið til Eskifjarðar. s|s ,,'Vil>rsin“ (kapt. C. Landenes) aukaskip frá Thore-félaginu kom hing- að í gærmorgun frá útlöndum, kom við á Stokkseyri og losaði þar nálega 200 tons af vörum. Skipið fer héðan til Ólafsvíkur, Skarð- stöð og Stykkishólms, þaðan austur til Eskifjarðar. »Edimlt>org’ar«—b úðina, ina nýju og prýðilegu, höfum vér ný-skoðað. En lýsing á henni verður að bíða næsta bl. — IN aiísita blað á þriðjudagskvöld, skrautprentaö með litum. Augl. ættu að konia í d a g eða árla á morgun ,— Ekkert blað á Laugardaginn næsta, ----- ■ ■ ■! --- Iloimsoixlaiiiia íailli. Stríðíð. Blöð vor ná til 8. þ. m. seint um kvöldið. Linievitsj, yfirhersh. Rúsa, hefir nú dregið saman allar flóttahers leifarnar, 300,000 manns, og hefir sent 50,000 af því liði til Kirín, til að reyna að verja borgina. En 250,000 hefir hann með sér og heldur því liði þvers yfir brautina, en liggur n. a. til Kirín, en Japanar hrekja hann sífelt undan sór þar. En hann brennir og brælir bygð alla, svo að eyðimörk ein er eftir. Er ætlað að hann rnuni ætla að gera viðnám milli Tsjang-tsjun og Kírín. Hann heldur liði sínu heldur þétt saman, svo að ekki tekur yfir meira en 40 rastir rúsneskar á breidd og beygir báða fylkingararma norður á við. Japanar sækja eftir honum og hafa 475,000 manns; mynda stóran hálf- baug um hann og hafa riddaralið fremst, svo að Rúsar vita ógerla, hve Japanar eru komnir langt norður aust- an megin og vestan. Stýra þeir Kúróki og Kawamura hægri fylkingararmi, Oku inum vinstra, en þeir Nodzu og Nogi eru í miðju. Búizt er við að til höfuðorrustu dragi um eða eftir næstu mánaða- mót, ef Linievitsj verður ekki flúinn alla leið norður fyrri, því að hætta þykir Rúsum á, að Japanar kunni ella að umkringja hann. Eystrasalts-flotl Rúsa undir for- ustu Rosjdestwenski sigldi 8. þ. m. austur um Malacca sundin og stefndi til Singapore, 37 skip segja sumar fregnir, en aðrar 47. (likl. 37 her- skip og 10 kolaskip). Á undan þeim fóru 12 herskip Japana, njósnarskip, en aðalfloti þeirra var þá að hópa sig saman eitthvað austar; það munu vera milli 40 og 50 skip. Bjuggust sumir viðsjóorrustu innan fárra stunda, en það er eins víst að hún geti dregist. Rúsar eru kolalitlir og Jap- anar eins vísir til að reyna að ein- angra nokkur skip þeirra fyrst og eyða þeim áður en þeir leggja til höfuðorustu. Japanar hafa örskreið- ari skip og langdrægari fallbyssur, og er það líkt Tógó aðmírál að neyta þess og vinna Rúsum sem mest tjón áður en hann leggur til höfuðorrustu, og teygja þá sem lengst austur fyrst, likt og hann fór að í Ágúst síðastl. Þriðji Eystrasaltsflotinn var að sigla suður úr Rauðahafi um þetta sama leyti. Á Indlandi hafa orðið geisimikl-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.