Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.05.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.05.1905, Blaðsíða 2
96 KR. KRISTJÁNSSON, Skólavörðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir yið Tapast befir á veginum frá Rauðará og upp að Elliðaám Nýsilfurbúinn tóbabs- baukur. Skilvís finnandi er vinsaml. beð- inn um að koma honum á Laugaveg nr. 1 í Kvík. IRe^kjavík oq ðrenö. 12. maí. Mislingarnir. Þeir hafa ekki breiðst hér út frekar en um er getið í sið- asta blaði; aðeins hafa smittast tvö systkini annars drengsins, sem þar er nefndur, en þau voru í sóttkví. Búist er við að samgöngubannið standi ekki lengur en fram í miðja næstu viku. Effersey er yfirstandandi ár leigð Kristjáni kaupmanni Þorgrimssyni fyrir 275 kr. Yegaviðgerð. Á bæjarstjórnar- fundi 4. þ. m. var samþykkt að verja á þessu áiá 1900 kr. til viðgerðar á Aðalstræti og 3200 kr. til viðgerðar á Hafnarstræti. Rafiýsing. Tilboð hefir komið til bæjarstjórnarinnar frá Bergsteini Björnssyni á Akureyri um að raflýsa Reykjavík. Málið er hjá nefnd til at- hugunar. Fulltrúi bæjarfógeta hér í bæn- um er cand. jur. Halldór Julíusson nú orðinn í stað Guðm. Guðmunds- sonar, er iengi hefir verið það und- anfarandi. Konriið Hjálmarsson, kaupm. í Mjóafirði, hefir verið hér að ráða menn á fiskiskip sitt, „Súluna". Tíðin er fremur köld nú síðustu dagana og rigningar öðru hverju. Jarðarför H. J. C. Bjerings fór fram í fyrradag hér í Reykjavik. Hann var fæddur 23. okt. 1845, var lengi verzlunarmaður hér í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði. Siðustu árin var hann verzlunarstjóri i Borg- arnesi, fyrir verzlun J. Langes. Ferðamenn. Fjöldi af aðkomu- mönnum er nú hér í bænum, enda skip nýkomin úr öllum áttum. Með „Kong Trygve" komu frá útlöndum 9. þ. m.: konsúlarnir Jón Vídalín og Sigfús Bjarnason (ísaf.), kaupmennirnir R. P. Ris (Borðeyri), Árni Riis (ísaf.), Sveinn Sigfússon, J. Lambertsen og unnusta hans, fyrv. kaupm. Sig. E. Sæmundssen, Pétur Brynjolfsson Jjósmyndari, Einar Bene- diktsson sýslum. og frú hans, Þorst. Þorsteinsson skipstjóri, Magnús Blöndal snikkari, Jósep Magnússon snikkari, Þorv. Jónsson prófastur (ísaf.), frú Guðríður Guðmundsdóttir (kona séra Ól. Ól.), Hans Petersen verzlunarm., Jón Björnsson verzJunarm. (Borgarn.), Gestur Einarsson (frá Hæli), Þorkell Klemens vélasmiður, Guðm Einars- son steinsmiður, tlalvorsen bygging- armeistari, Exner málari danskur, ‘Torberg norskur ritsímaverkfræðingur, J. Hansen frá Generalstaben, Björn Björnsson gullsmiður (ísaf.), Snorri Einarsson o. fl. Með „Hólum“ kom fjöldi fólks 8. þ. m. Þar á meðal Páll Ólafsson skáld og Ragnhildur kona hans, (þau eru flutt hingað), Þorgrímur Þórðarson læknir (til að taka við Keflavíkurhér- aði), Júl Jörgensen, Stefán Steinholt kaupm. á Seyðisfirði, Björn R. Stefáns- son kaupfélagsstjóri á Breiðdalsvík og kona hans, Stefán Gíslason iæknir (komst ekki á land í Vík). Með „Ceres8 komu Páll útflutnings- stjóri Bjarnason ogSveinnagentBrynj- úlfson (þeir fóru aftur kringum land með „Vestu“. Með „Skálholti" komu að vestan: Lárus Bjarnason sýslumaður í Stykkis- hólmi, Sæmundur Halldórsson kaupm.i Sth., Guðm. Bergsteinssonverzlunarm. úr Flatey, séra Helgi Árnason frá Ólafsvík o. fl. Með „Reykjavíkinni" komu frá Borgarnesi: Sigurj. læknir Jónsson, séra J. L. L Jóhannesson á Kvenna- brekku, séra Arnór Þorláksson á'Hesti, séra Guðm. HeJgason í Reykholti, séra Jóh. Þorsteinsson í Stafholti, séra Gisli Einarsson í Hvammi, Hjörtur Snorrason skólast. á Hvann- eyri, Hjörtur Líndal á Efranúpi í Miðfirði o. fl. Hermann Jónasson alj[)ni. er nú alkominn hingað til þess að taka við Laugarnesspítalanum. Ljótt slys. 23. f. m. datt barn ofan í for rétt við hlaðið á Túni í Flóa og kafnaði samstundis. Pallur var yfir forinni, en ekki haldbetri en þetta. Barnið hét Páll Sæmundsson, frá Selfossi. Thore-félagið. hélt sinn árlega aðalfund í f. m. — Árið 1904 hefir félagið haft 7 leigu- skip í förum auk sinna eiginna skipa, og fór 36 ferðir til íslands. Alls fékk fél. í farmgjald 340,817. 84 kr., Og í fargjaid 31,896.18 kr., Samtals o. 373,000 kr., og var það um 75,000 kr. meira en árið áður. Gróðinn á leiguskipunum var að vanda Jítill, alls 6,230 kr. Félagið varð fyrir 2 slysum á árinu, er „Scotland“ fórst og „Kong Inge“ varð farlama (við strand) í 10 mánuði. Alt um það græddi félagið á sínum skipum 41,075 kr., alls 47,304 kr. Svo græddi það á því að kaupa „Kong Inge“ strandaðan, er vátryggingarfé- lagið þorði ekki að taka að sér við- gerð hans, 34,555 kr. Alls urðu því tekjur þess 81,898 kr., eða að frá- dregnum stjónarkostnaði 13,776 kr., ársgróði alls 68,119 kr. 5% af hluta- fénu var greitt hluthöfum í ágóða (12,500 kr.), og alt sem eftir stóð á stofnunar-reikningi (5,120 kr.), í vara- sjóð lagðar 47,400 kr. o. s. frv. Stálbrýr, allar stœrðir og ódýrar mjög, útvegar S. B. Jónsson kaupm. í Reykjavík. Skófatnaðarverzlun W. Scháfer s & Co. í Kanpmannaliöfn býr til alls konar skófatnað, sem er viðurkendur að gæðum og með nýtízku sniði og selur hann með mjög- lágu verði. Af þessum góða skófatnaði eru úrvalsbirgðir í Reykja- vík hjá herra Stofáni Griinnarssyni i AIJSTURSTI Í,ÆTI 3. Danskur SiatnÉr frá & Co. í Kaupmannahöfii. Brauns verzlun Hamburg Aðalstrœli !). Telefdn 41. Með .Kong Trygvo4 inikiö af nýjum viirum: Sængurdúkur, tvibreiður, frá 1.00. Tvisttau í yfirsængurver frá 0,30. Milliskj’rtur frá 1,10. Allskonar ílonell frá 0.26. Klæði frá 3.50. Kjólatau frá 0.50. Drengjaföt frá 4.50. Fataefni (2'/4 al. lir.) frá 2.00. Portiérar, afpassaðir, frá 5.00 parið. Hvítir og mislitir borðdúkar, serviettur, handklæði Vindlar og sígarettur. Komið í Aðalstræti 9 til Rúmteppi, mislit, frá 0.50. Oxford i milliskvrtur frá 0,30. Nærföt á börn og fullorðna. Lífstykki frá 150. Kvennslipsi 0.40—2.50. Karlmannaalföt frá 12.00. Buxur frá 2.00. Millifatapeysur á fullorða og drengi. Portieraefni 0.55 al. livergi eins gott. Braiuis. Gufuvél með 6—8 hesta afii í ágætu standi, með tilheyrandi uppstandandi katli, er tjl sölu. Hr. bakarameistavi C. Fred- rikssen í Félagsbakaríinu gefur nán- ari upplýsingar og semur um verð. Verzlunarmaður vel æfður, duglegur bókhaldari og afgreiðslumaður, getur strax fongið atvinnu eða síðar við verzlun sunnan- lands. Tilboð moð kauþhæð, afriti af meðmælum og upplýsingum merkt: „Verzlunarm.“ afliendist skrifstofu þessa blaðs. Ijúsnæli. 3 íbúðarherbergi óskast í miðbæn um eða i grend við hann strax eða síðar. TiJboð afhendist skrifstofu þessa blaðs sem fyrst. Hcrbergi til loi«» ii í Þingholtsstræti 26, hjá Þorst. Er- língssyni. IIús til kaups cða leígu. Til kaups eða leigu er vandað liús á Sel- tjarnarnesi, og er laust til íbúðar næstkom- andi 14. Maí. Húsinu fylgir góð iending ágæt vergögn til fiskverkunar, sömuleiðis góðir jarðepla-garðar, sem gefa af ser 25—30 tunnur af jarðeplum á meðal ári. Semja má við [—26: Jón Jónsson, Melsbúsum. Týnt, hárnál (fiðrildi með rauðum stein- um). Ritstj. ávísar eiganda. Vindlar, átlendir, Oigarettur segja allir að sé lang liezt hjá <&uðm. (Blsan. Perjjnsjar fundnir á götum bæjarins. Upplýsingar í Preutsmiðj. Gutenberg. Tapasí Hiefir mórauð regnkápa, dálít- ið brúkuð, nálaigt búð br. kaupm. Karls Lárussonar. Skilvís finnandi er boðinn að koma kápunni til bans. 2 loftherbergi til leigu nú þegar í miðbænum, hentug fyrir 1 eða 2 einhleypa kvenmenn. Bazar Thorvaldsensfélagsins ávísar. JarWrtiir. Tilbúinn áburður og útsæðishafur fæst hjá [ — 24. Jes Zimsen.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.