Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 03.06.1905, Qupperneq 3

Reykjavík - 03.06.1905, Qupperneq 3
111 IRe^kjavnk oo ðvenö. Mlslingarnir. Siðan 14. f. m. hefir þeirra nú ekki orðið vart hér í bænum utan sóttkviunarhúsanna og má því ætla, að tekist hafi til fulls að hefta frekari útbreiðslu sýkinnar. Samkomubannið hér ínnanbæjar mun því verða leyst nú um helgina, en samgöngubannið við Eeykjavík á að leysa 7. þ. m., ef sýkin geiir ekki vart við á ný þangað til. ltán 1 Akurey. Kvöld eitt fyrir skömmu fór Jón Sveinbjörnsson, að- stoðarmaður í stjórnarráðinu, aðgamni sínu á smábát hér út í flóann á fugla- veiðar. Kom hann nálægt Akurey og sá að bátur lá við eyna, en hún er eign föður hans L. Sveinbjörnsson- ar háyfirdómara og er þar dálítið æðarvarp. Hann hólt þá þangað sem báturinn var og hitti svo á, eins og hann grunaði, að menn vóru að stela eggjum og dún úr eynni; höfðu þeir borið hvorttveggja út í bátinn, en urðu nú að skila því aftur. Skamt frá við eyna varð Jón svo var við annan bát og hélt þá þegar þangað, en mennirnir, sem á bátnum vóru, settu þá árar út í skyndi og reru sem harðast undan. Þeir Jón reru á eftir, en hinir máttu betur og dró heldur sundur með þeim. Jón mið- aði þá á þá byssu, kaliaði til þeirra og kvaðst mundi skjóta á þá, ef þeir hættu ekki undanróðrinum. Þorðu þeir þá ekki annað en bíða og kom það upp, að þeir höfðu verið á þjófnaðar- ferð í eynni og höfðu þeir bæði egg og dún í bátnum. Á báðum bátun- um vóru menn hér úr bænum og hafa þeir nú verið kærðir fyrir til- tækið. Sænskt timburskip, seglskip, kom hér inn fyrir nokkrum dögum með við til Völundarfélagsins. Hafði það átt að sigla upp til Akraness og af- ferma þar, en menn allir vóru hér ókunnugir og héldu til Akraness á Mýrum í stað Akranesskaupstaðar. Biðu þeir þar lengi og þótti kynlegt, að enginn kom til móts við þá úr landi, en héldu síðan hingað til íteykja- víkur. Skipstjóri var reiður mjög yfir villunni og neitaði að fara til ins rótta Akraness aftur nema fyrir sjerstaka borgun, og hana fékk hann að lokum. Hekia kom inn hingað á Fimtu- dagskvöld, hafði verið fyrir sunnan land og austan og tekið 3 botnvörp- unga í landhelgi og farið með til Vestmannaeyja, tvo franska og einn þýzkan. Annar franski bonvörpung- urinn slapp þó við sekt, af því að sannanir fengust ekki fullnægjandi fyrir því, að hann hefði verið með vörpu úti; en þetta skip hafði áður verið sektað og afli þess gerður upp- tækur. Hinir tveir fengu venjulegar sektir, 60 pd. sterl. og afli og veið- arfæri þar að auk upptækt. Af þýzka skipinu seldist aflinn fyrir 1000 kr., en af franska skipinu var afli óseld- ur; það er tunnufiskur og talinn um 25 þús. franka virði. Eftir því sem samskonar fiskifarmur seldist í vor í Vestmannaeyjum, ætti þessi að sel- jast á 6—8 þús. kr. Dáinn er 29. f. m. skólapiltur Kjart* an Guðmundsson, í 2. bekk lærða- skólans. Foreldrar hans fluttu hingað fyrir fáum árum austan undan Eyja- fjöllum, efnilegur og ástsæll piltur. Landshomanna milU. IJin Hvaniin í Döluin sækir sera Sveinn Guðmundsson, áður prestur á Ríp, nú uppgjafaprestur í Skarðstöð. Aðrir sækja ekki. Hafís er sagður við Horn og suð- ur á móts við Dýrafjörð, en þó hvergi landfastur. íslenzkl botnvörpungurinn, „Coot“, sem áður er getið um hór í blaðinu og haldið er út frá Hafnar- firði, hertr aflað vel í vor, fengið til þessa full 100,000 af fiski. Mannalát. 31. Marz síðastl. dó Einar Jónsson járnsmiður í Höfn í Borgarfjarðarsýslu, fæddur 23. Mai-z 1819. 15. f. m. andaðist, á ferð hér í Reykjavík, Einar Bjarnhéðinsson, bóndi á Langholti í Flóa, 57 ára gamall. 30 Apríl varð bráðkvaddur Grimur Þórarinsson Víkingur, bóndi í Garði í Kelduhverfi, fæddur 1852. „Þér ferst, Flekka, að gelta!“ Fyrir nokkrum árum var ég staddur á holdsveikra-spítalanum í Laugarnesi; .var þar kominn saman múgur og margmenni til þess að fagna dönsku stúdentunum, sem heimsóttu oss sumarið 1900. Þar sté þá Ísafoldar-Björn ótilkvaddurí stólinn; skreið hann upp á hekk einn í anddyri spitalans og hélt ræðu á dönsku, sem hann einhvern veginn klöngraðist fram úr, því ekki er hann betur að sér í því máli, en sumu öðru, sera hann hefir fengist við að læra (sbr. Dyrhólagatið, orðabókina og lögfræðisnám- ið). Ræða þessi var ekki annað en lof- söngur um Dani, og ég man að hann end- aði mcð því, að kalla þá „Hjertofolket11. Nú or annað hljóð komið í strokkinn og Björn búinn að snúa við blaðinu. Það var alt annað en gott umtal, sem „Hjerte- folket“ hans fékk hjá honum í „ísafold“ i vetur út af sýuingunni, og mátti svo segja, að tvö nr. blaðsins vóru ekki annað en níð um Dani, sem hann áður hafði hafið til skýjanna. Nú sé ég, að Björn er að brigzla ráð- herranum um „Dana-sleikjuskap“ í síðasta nr. ins virðulega blaðs síns; til þess var þá vendingin gerð. /. Ritsí ma-hri nglandi. Þá er það varð hljóðbært, að ráð- herrann hefði gert samning um síma- lagning til landsins, þá sögðu stjórn- fjenda-málgögnin, að það væri Bret- um(III) að þaltka. Þeir hefði Stóra norræna símafél. til að ganga að því, að leggja síma til íslands. En svo varð það uppvíst, að þetta um Breta var tómur tilbúningur, og að ráðherra vor hafði fengið hagfeld- ari kjör en áðar hafði verið kostur á. Þá snúa málgögnin alt í einu við blaðinu, og segja, að ráðherrann geri það Dönum í hag(I), að „neyða" franskt-danskt hlutafólag, með stjórn- araðsetri í Höfn, til þess að leggja hingað sæsima og reka hann í 20 ár með kjörum, sem vitanlega verða félaginu árleg byrði. Samkvæmnina í þessu ættu allir að geta séð. Ef þurfti að neyða félagið til að gera þennan samning, þá var það af því, að félaginu var óhagur í fyrir- tækinu. En hvernig er það þá „Dön- um í hag“? Er það ríkisþinginu svo mikiil hagur, að fá að leggja til 54000 kr. á ári um 20 ár til arð- lauss fyrirtækis? Þetta er einn af óteljandi Ijósum vottum þess, að þessi máltól skeyta engu um sannleik eða lygi? Hvort- tveggja er þeim jafn-mætt, ef það hjálpar þeim til að svala hatri sínu á ráðherranum, fyrir það að þeir komu ekki manni úr sínum flokki til valda. -- mm 1» • 1---- Einar kennir ensku. Hr. Einar Hjörleifsson hefir eftir 14 daga umhugsun fundið út, að eitt orð sé misþýtt í Marconi-bréfinu í 26. tbl. „Rvíkur", sem adj. G. Zoega staðfesti, að væri rétt þýtt. Það vill nú samt svo til, að þýð- ingin í „Rvík“ er alveg rétt. Þar stendur: „að oss sé að nokkru borg- ið fyrir ófyrirséðum atvikum" (á ensku: „to quote a price which is some sort of protection against con- tingencíes"). Ekki segir Einar, hvern- ig hann vilji þýða setninguna, en seg- ir að „some sort“ þýði „eins konar“. Þetta býzt ég nú við, að við Geir Zoéga viturn báðir eins vel og hann. En ef þýtt væri: „að tiltaka verð, sem só eins konar trygging gegn ó- fyrirsóðum atvikum", þá er alveg nákvæmlega sama merking í þvi — munurinn sá einn, að þá er óislenzku- legar að orði komist. Því að af því sem á eftir kemur er auðsætt, að félagið á við, að það sjái sér borgið að nokkru, fái nokkra trygging — ekki fulla. Það sést ljóst á þessum orðum: „Þegar vór eigum oss trygðan ágóða á tiltekn- um hluta samningsins, þá munuð þér skilja, að vér getum lagt meira á liœttu við hinn hluta hans“. Ef fél. hafði séð sér borgið að fullu, þá lagði það ekkert á hættu. Ekki er það rétt heldur, að ég hafi þýtt bréfið til birtingar eftir að E. H. hafði birt klausu úr því. Þýðingin var gerð og staðfest áður en Fjk. kom út með þýðingarkaflann, og set í prentsmiðjunni og leiðrétt áður. 7. Ó Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigríbi Björnsdóttui!. 1905 Maí Loftvog millim. Hiti (C.) -4-3 *o 8 H 0 *o <D > g, c3 a M QG Cð . a a O sSa Fi 25. 8 763,4 3,9 NE l 7 2 763,8 7,1 N 1 9 9 763,6 6,8 0 9 Fö 26. 8 763,6 6,7 0 8 2 762,3 7,4 0 10 9 750,6 5,5 0 9 Ld 27. 8 757,7 7,5 NE 1 1 2 752,8 10.7 ENE 1 1 9 749,1 9.1 E 1 10 Sd 28. 8 746.5 8,7 0 9 2 746,8 10,2 0 10 9 745,5 8,8 0 9 Má 29. g 745,5 7,10 N\Y 1 10 2 746,5 10,6 N\V 1 5 9 747,9 7.0 N\V 1 7 Þr 30. 8 756.8 3,5 NNW 1 4 2 757,2 8,7 NNW 1 3 9 757,9 7,6 W 1 1 Mi 31. 8 759,7 5,5 NE 1 4 2 756.5 9,5 SE 1 6 9 754,1 8,7 E 1 10 Ijeiryörum Og amaill. vörum Nýkomiö í verzlun H- P. Duus. David Bstlund heldur fyrirlestur á Sunnudagskvöld kl. 8 í Hverfisg. 5. Brent og malað kaffi bezt í verzlun H P- Duu5. Fríkyrkjunnar er -veitt viðtalia !i LAUGAVEGI 41 Arinbj. Sveinbjarnarson í Fríkyrkjunni á morgun, Vilja ekki góðir menn veita ekkjunni Sigr. Ólafsd. í Grettisg. 27 einhverja hjálp í hennar sárustu kringumstæðum? Atvinna óskast við þokkalega vinnu. Tilboð merkt „B. 32“. afhendist afgreiðslu- stofu „Rvík“. Þeir sem nota vilja áimrðarfé- lagið til að flytja úr salerniskollum og sorpílátum, eða kaupa áburð úr áburðarhúsinu, geta snúið sér til Jóns Sigurðssonar á Laugavegi 35, hvern dag frá kl. 12—3 e. m. • neytt

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.