Reykjavík - 24.06.1905, Page 2
122
REYKJAVÍ K
KR. KRISTJÁNSSON,
Skólavörðustíg 4,
-flmíðar manna bezt húsgögn og gerir við.
Hitstj ói’i
„Reykjavikur11 býr á Laafásvegi 5.
Af«rreiösla
„lleykjavíkur11 er á Laufásvegi 5, (í búð-
inni).
Laufásvegi 5.
Eins og vant er.
-—:o:—
Enn ein „ísaf.“ og „Fjal!k.“ lygi
hrakin með vottum.
—:o:—
Bæði þcssi málgögn l}rstu það
l)látt áfram ósvífna lygi, upp
spunna af ritstj. »Reykjavíkur«,
að hr. Densham, Marconi-erind-
rekinn hér, hefði farið þeim orð-
um um erindi sitt hingað og um
Marconi-aðferðina, sem síðasta
blað vort gat um.
Yér gátum þess þá þegar, að
um þetta þyrfti ekki. að deila;
það væri vottanlcgt. En þau,
heiðufshlöðin, liafa heldur kosið
að fá hr. Densham, sem ekki skil-
ur það sem í »Rvik« stóð, til að
lýsa það ósatt. Hafi þau ekki
tælt hann til þess með ])ví, að
segjahonum ósatt, þá verður hann
nú maður að minni, staðinn að
ósannindum.
Vér birtum nii vottorð nokk-
urra, sem til hans heyrðu, skip-
stjóra og vélastjóra á »Laura«.
I*að sýnir, hvorir hafa farið með
ósannara mál hér.
Ritstj. „Rvíkur“.
★ ★
¥
Paa given Foranledning tillader
jeg mig herved al bekræfte mine
tidligere Udtalelser: Paa en Tur
med Skibets Baad ud til »Laura«
udtalte Marconi-Systemets Re-
præsentant i Reykjavik, at Mar-
eoni-Systemet selvfalgeligt ikke
kunde konkurrere med et Kahel,
Hans Opgave her for Tiden var
kun at forsege, om der her i
Reykjavik kunde modtages Depe-
scher afsendte fra Storbritannien.
Endvidere, at Marconi-Systemcts
Fordel först fremkom hvor Ned-
lægningen af Kabel var umulig,
f. Ex. fra Skib til Skih etc.
Ærbndigst
P. V. Getsche
Förer af »Laura«.
At ovenstaaende Udtalelse faldt
saaledes, hevidnes
Th. Jensen
p. t. Maskinmester s/s Laura.
[Á íslenzku]:
Að gefnu tilefni leyfi ég mér að
staðfesta það sem áður hefi eg frá
skj'rt: Á leið út í »Laura,« með
skipshátinum, sagði erindrekiMar-
coni-aðferðarinnar í Reykjavík,
að Marconi-aðferðin gæti að sjálf-
sögðu ekki kept við sæsíma. Er-
indi sitt hér nú væri að eins að
reyna til, hvort auðið væri hér í
Reykjavík að taka við skeytum,
er send væru frá Bretlandi inu
mikla. Enn fremur: að kostur
Marconi-aðferðarinnar kæmi fyrst
fram, þar sem eigi væri auðið að
leggja sæsíma, t. d. frá einu skipi
til annars o. s. frv.
Virðingarfylst
P. V. Gfilsche,
skipstjói'i »Laura.«
Að ofangreind ummæli féllu
þannig voltar
Th. Jensen,
p. t. vélstjóri s/s »Laura.«
Heimseudanna milli.
Af stríðimi eru nú komnar greini-
legri fréttir um sjóorrustuna miklu.
Orrustan, hófstvið eyjuna Okino (Okino
sjírna) og er hún í Tsú-eyjar-sundi (en
það er á eldri kortum nefnt Krusen-
stern-sund).
20 herskip mistu Rúsar alls í orr-
ustunni, auk eins, er undan komst til
Vladivostok, og örfárra (2 — 3?) er
komust undan til Sínlands, og þrjú
til Fiiippus-eyja, og urðu þar að gef-
ast upp.
Þá er Togo sá rúsneska flotann,
dró hann upp orrustu-fána sinn, og
sendi hinum skipunum þessa orð-
sending með merkjum:
„Forlög ríkisins eru komin undir
úrslitum þessarar orrustu. Geri nú
hver sitt bezta."
Tógó aðmiráll er nú gamall maður;
en ekki tók hann svefn á sig nó hvíld
samfleyttar 24 klukkustundir, þar til
er aðalorrustan var unnin.
Mjög er af því látið, hve óflmlega
Rúsum hafi tekist, og sumum hleyði-
lega, nema Rosjdestvenski; hann hafði
sýnt hug og hreysti, enda var hann
meðvitundarlaus og flakandi í sárum
á þilfarinu, er hann féll í hendur
Japönum. Hann var þá á litlu her-
skipi, er hann hafði verið fluttur á,
og var það á flótta.
Fyrir Nebúgatov aðmírál fór öllu
ófrægilegar. Hans skip var nær ó-
skatt og hafði gnægð skotfæra, er
það gafst upp. Er sú saga nú sögð
um það, að hann hafi verið maður
harður við sína menn og hafði liengt
40 sjómenn á leiðinni frá Madaga-
ascar. Vóru menn hans orðnir hon-
um svo reiðir, að þá er orrustan
hófst, tóku þeir aðmirálinn og alia
foringjana og bundu þá, en drógu
svo upp hvítan fána og gáfust upp.
Á vígskipinu Orel fóllu og særðust
snemma í orrustunni 300 manns.
Veinuðu særðir menn á þiijum, en
fengu ekki liðsinni. Poringjum þótti
þessi fjöldi særðra manna vera til
trafala á þilfari, og veinin draga kjark
úr þeim er heilir vóru, þeir létu því
kasta öllum særðum mönnum (140
tals) í sjóinn; vóru sumir þó svo
færir, að þeir héldu sér í hvað sem
hönd á festi og báðu sórlífs; en það
kom fyrir ekki. Þetta mun vera
eindæma-aðferð i sögunni til þessa
dags.
4600 Rúsa tóku Japanar til fanga;
14000 féllu eða særðust; 3000 kom-
ust undan.
Mannfallið á herskipum Japana var
413 manns og að auk 87 á tundur-
bátum og tundurspillum.
Japanar notuðu neðansjávar-báta
eða kaf-skip í orrustu þessai'i, og urðu
þau Rúsum mjög skæð.
Það má segja, að ekki væri ein
báran stök fyrir Rúsum, ef sönn
reynist sú fregn í Lundúnablaðinu
„Daily Express", að vígskip Rúsa,
„Gromboi", er lá í Vladivostok, hafl
lagt þaðan út um það leyti, er orr-
ustan hófst, og ætlað til móts við
Rossjdestvenski, en rekist á sprengi-
vél japanska fyrir utan höfnina og
farist þar með allri áhöfn. Menn eru
hræddir um, að Skrydloff aðmíráll
hafi verið þar um borð.
Rúsar eiga nú engan flota eftir,
nema Svartahafs-flota sinn, sem eigi
má fara út þaðan samkvæmt sam-
ningum, enda gæta Bretar til í Mið-
jarðarhafinu. Örfá gömul skip, og
lítt eður ekki sjófær, í Eystrasalti eru
ekki teljandi. Rúsar gætu nú sem
stendur varla mætt 5. flokks smáþjóð
á sjó.
í japönskum biöðum er mikið um
það rætþ að senda góðan helming
japanska flotans suð.ur um Asíu, og
svo um Suéz-sund og Miðjarðarhaf
og norður í Eystrasalt, til að sækja
Rúsa heim, varðkvía hafnir og rnoina
þeim allar sjóferðir, og svo skjóta á
Kronstadt. Perðin kvað taka 3 vikur.
- Fjárhagurinn tekur nú að ger
ast Rúsum afa.r örðugur. Þeir höfðu
fengið loforð um lán í Þýzkalandi;
en nú eftir sjóorrustuna miklu er því
heitorði brugðið aftur, og nú enginn
kostur að fá neinstaðar lán, ef ófrið-
num verði haldið áfram.
— Friðarumleitanir hafa nú gerð-
ar verið með þeim hætti, að Rúsar
létu Roosevelt Bandaríkja-forseta vita,
að þeir vildu gjarnan komast eftir,
hverjum friðarkostum Japanar vildu
taka. Hann lióf því máls á friðar-
samningum við báða málsaðila og
varð sá árangur, að hvorirtveggju
hafa tjáð sig fúsa til að senda um-
boðsmenn til að semja um frið. Jap-
anar gera það að skilyrði, að umboðs-
mennirnir skuli þá hafa fult vald til
að semja frið; en Rúsar vilja eigi
gefa sínum erindrekum umboð til
annars en að fá að vita friðarkosti,
en svo skuli keisari sjálfur og stjórn
hans semja við Japana-stjórn. Eigi
er þó vonlaust talið, að saman kunni
að ganga um þetta atriði, enda höfðu
Rúsar þegar til nefnt sinn umboðs-
mann.
Japana-stjórn hafði skýrt Roosevelt
frá í trúnaði, hverra friðarkosta
hún vildi unna Rúsum, og vita menn
þá eigi gerla, en kvisað var það, að
þeir mundu vera á þá leið: J) að
Rúsar skili Sínverjum aftur Man-
dsjúrí; 2) að Japanar eignist Port
Ai thur og. Ljá-tung-skaga, er Rúsar
áttu áður; 3) cið Korea standi undir
vernd Japana; 4) að Rúsar iáti af
hendi við Japana Síberíu járnbrautina
fyrir austan Harbin, en láti hinn hlut
hennar opinn fyrir milliþjóðaflutning-
um; 5) að varnarvirki öll umhverfis
Vladivostok á sjó og landi verði rifln
niður og borgin opin ölium þjóðum
til verzlunarviðskifta með sama rétti;:
°) að Rúsar megi ekkert herskip hafa
austur í Kyrrahafi næstu 25 ár;
7) að Rúsar láti af hendi við Japana
eyjuna Saghalin; 8) að Japanar eign-
ist öll herskip Rúsa, þau er flúið hafa
inn á hafnir hlutlausra þjóða og af-
vopnast þar; 9) að Rúsar greiði Jap-
önum £ 200,000,000 (= 3640 milíón-
ir króna) í herkostnað, þó svo, að frá
þessari upphæð verði dregið nokfcuð
til andvirðis fyrir járnbrautina og
jafnvel einhver þóknun fyrir skipin;
en 10) að Rúsar hafl á sínu valdi
Vladivostok og Amur-dalinn þar til
er herkostnaður er að fullu greiddur.
Svo segja rúsnesk blöð um þessa
kosti:
4) Norður að Harbin, en ekki lengra.
2) og 3) samþykkja þeir.
4—6) Ekki að nefna.
7) Samningsmál.
8—10) þvert nei.
Svo að margt sýuist nú í milli
bera fyrsta kastið. En má vel vera
að Rúsar þoki aftur. Japanar munu
ekki slaka til. Það er þeirra siður
að fara þegar í stað fram á það minsta,
en láta.'sér heldur ekki úr því aka.
— Úr Mandsjúrí fréttist 15. þ. m.
að talsvert af her Japana væii kom-
ið til Omosa, sem er uin 75 mílur
enskar nær í háaustur frá Kirin. Eru
þeir þannig vel á veg komnir að króa
að Linievitsj á þrjá vegu, en hann
hefir lið miklu minna en þeir og verr
búið, og auk þess hugdauft eftir að
fréttust hrakfarir flotans. Var víst
talið, að Japanar mundu leggja til
orrustu í þessari viku, sem nú er að
líða, enda byrjaðar skærur fremstu
forherjanna. Sú orrusta verður úr-
skurðar-orrusta ófriðarins á þessu ári,
því að þá er henni er lokið, ná Jap-
anar járnbrautinni milli Harbin og
Vladivostok og setjast um báða þá
bæi. En svo segir Pétursborgarfregn
10. þ. m., að þá sé farinn að verða
vistaskortur í Vladivostok; rúsneskir
foringjar hafi stolið miklu af því fé,