Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 27.06.1905, Side 2

Reykjavík - 27.06.1905, Side 2
126 REYKJAYÍK KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir yið. Auðvitað er það ekki gásar- lappa-»Þjóðviljinn« á Bessastöð- um, sem vér eigum við, heldur vilji pjóðarinnar, eins og hann kemur í ljós á þann hátt, sem honum er lögheimild og lögtrygg- ing til sett í stjórnarskrá og öðr- um landslögum. Þannig t. a. m. með kosningum til Alþingis. Við þær kemur fram vilji meira liluta kjósenda í hverju kjördæmi um það, hverjum hún trúir fyrir að fara með umboð sitt. Og við atkvæði þjóðfulltrú- anna á Alþingi kemur fram vilji meiri hluta þeirra. Pað er vilji þjóðarinnar. Ekkert eitt kjördæmi er þjóðin— að eins hrot úr þjóðinni. Og kjördæmin hafa að eins einn lög- heimilaðan og lögtrygðan veg til að láta vilja sinn í Ijós: með kosning til Alþingis. Því eru kosningalög tilbúin, að tryggja það, að hver kjósandi geti neytt réttar síns, og að hann geti gert þetta sem frjálsastur og óháð- astur. Fyrir þessu sjá lögin með ýms- um tryggjandi ákvæðum. T. d. um fundarbirting á almennan fastákveðinn liátt með ákveðnum fresti; með kjörþingi í hverjum hreppi, til að gera mönnum sem hægast fyrir, og með heimullegum kosningum, til að varna því að ribbaldar og ófyrirleitnir menn geti kúgað sannfæring lítilsigldra manna, sem annaðhvort eru þeim háðir eða geta haft ástæðu til að óttast ofsóknir þeirra. Annar vegur enn þessi er ekki til að lögum hjá oss fyrir þjóð- ina, til að láta vilja sinn í ljós á ótvíræðan hátt; og því fremur ríður henni á að nota liann vel. En í sjálfu sér væri það hvorki óhugsandi né óeðlilcgt, að til gæti verið fleiri vegir. En hver vegur, sem til þess kynni að vera val- inn, verður þá að vera svo, að trggging sé fyrir, að hann leiði að takmarki sinu — sýni vilja þjóðarinnar. Einn slikan veg, sem stöku þjóð hefir lögleitt, skulum vér nefna. Hann er sá, að leita álits þjóðar- innar um einstakt málefni með því, að stjórnin leggur fyrir hana spurningu, sem hún getur svarað með já eða nei, óg er þá svarið greitt af hverjum kjósanda á sama atkvæðamiðann, sem hann kýs þingmann á, og eru þá hringir sérstakir, annar fyrír já og hinn fýrir nei, á kosningamiðanum. Auðvitað má leggja slíka spurn- ing fyrir kjósendur milli kosninga, en þá verður það að vera gert á sama hátt, með öllum sömu trggg- ingum, eins og kosning þingmanns. En þegar einhver flokksklíka eða flokksþingmaður boðar fund á stærra eða minna svæði — boð- ar hann í einu flokksblaði, eða boðar hann fyrirvaralítið og læt- ur boðin berast eins og fundar- boðanda hentar bezt, smalar svo saman ílokksbræðrum sínum og' fær þá til að taka málfrelsi af mófstöðumönnum, fyllir þá með Iggum, herfilegum fjarstœðu-lyg- um, og sér um að mótmæli geti ekki komist að og svo standa skuldheimtumenn, kaupmenn, sýslumenn eða einhverjir aðrir, er mikið eiga undir sér gagnvart títilmögnum, og ögra þeim til fylgis við sig —skipa þeim jafnvel með harðri hendi á fund og að greiða atkvæði — ja, þá má væntanlega stundum fá einhverja höfðatölu til að greiða atkvæði fyrir hver- jum skollanum, sem vera vill. En að kalla slíkt kjördæmisvilja þótt þar sé ekki nema lítið brot kjósenda, og að ætla sér að leggja saman útkomuna og kalla þjóð- vilja —það er að reyna að húa til þá fáránlegustu skrípamgnd af sönnum þjóðvilja. Vér vórum staddir í Hafnar- firði á Fimtudaginn. Þar átti að fara að halda »þingmálafund« svo kallaðan. Það var verið að smala mönnum á fund: mönnum, sem vóru við vegagerð; mönnum, sem vóru við fiskvinnu — allir vóru teymdir eða rekíiir á fund, hvort sem þeir vildu eða ekki. Kaup- menn lokuðu búðum og skipuðu verzlunarþjónum sínum á fund. Einn alþýðumaður, þreytufegur en ekki ógreindarlegur, sagði við annan: »Æ, ólíkt heldur hefði ég nú viljað mega vera kyrr við vinnuna, en að vera drifinn á þennan fund. Eg hcfi ekki vit á þessu, og til hvers á ég þá að vera að greiða atkvæði?« Á þessum fundi létu fundarboð- endur, þingmenn kjördæmisins, samþykkja, að þeir einir skyldu hafa óskorað málfrelsi. Kjósend- ur máttu að eins fá að tala 5 mín- útur hver — ekki meira. Hr. alþingism. Ágúst Flygenring beiddist orðs og notaði mæta vel þær mínútur, sem hann fékk. En alt í einu vóru 5 mínúturnar liorf- nar og orðið tekið af honum. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði áður haldið ræðu þrjá stundar- fjórðu, og varla mæll eittsattorð á öllum þeim langa tíma. Auðvítað getur enginn maður á 5 mínútum hrakið 10. hlut þess sem hlaða má saman af ósvífn- um ósannindum á Osinnum lengri tíma — þvi síður, sem með rök- semdum verður oftast að hrekja, þótt ósannindin sé ekki annað en ósvífnar fullyrðingar. Baldurshag’a nefni eg nýtt greiðasöluhús, sem ég hef látið reisa við þjóðveginn hjá Ilauðavatni, 10 kilom. frá Reykjavík, ágæturstaðurtilskemti- samkomu. Hentugt fyrir ferða- menn. Allir velkomnir! Guðm. Sigurðsson. hárskeri Á laugardag og sunnudag halda Mosfellingar Tombólu til ágóða fyrir lestrarfélag þeirra, drættir góðif, sauðfé o. fl. 2B/e ’05 Einar Guðmundsson Miðdal. Kveðja. Vér undirritaðir, sem alið höf- um aldur vorn alt til þessa í Neshreppi innan Ennís á Snæ- fellsnesi, en erum nú að flytja af landi burt, getum eigi hjá oss leitt, að láta þess getið sannleik- ans vegna, að eigi flytjum vér af Snæfellsnesi fyrir þær sakir, að oss fyndist réttarfarið þar kreppa að oss, eða að vér vissum nokk- ur deili á þvi, að Lárus sýslu- maður H. Bjarnason beitti ofur- veldi við nokkurn sýslubúa sinn æðri eða lægri. Og liyggjum vér það ina mestu lygi, að þess- vegna flytti nokkur maður úr Ólafsvík eða annarsstaðar af Snæ- fellsnesi á þessu vori. Að burt- flutning manna úr Ólafsvík og þar í grend liggja önnur rök. En til þess að ganga ekki um of nærri þeim, er mest láta á sér hera þar nú og virðast ef til vill að sumra dómi hafa það fyrir aðalstarf, að efla þar ófrið og sundurlyndi, látum vér rök þau að sinni ónefnd. Hitt vildum vér að ódulið væri, að vér þekkjum eigi Lárus sýslumann H. Bjarna- son að öðru en því að vera rögg- samt, réttlátt og friðsamt yfirvald, er engu síður gætir réttar inna minni máttar af sýslubúum sín- um, en þeirra, er völdin hafa og' auðinn. Iiöfum vér og aldrei heyrt ina betri og vitrari Snæ- fellinga annað en þetta um nú-* verandi sýslumann sinn mæla. Um leið og vér . að skilnaði vottum sveitungum vorum alúðar- þakkir fyrir alt ið umliðna, send- um Snæfellingum liugheita ósk um hlessunarríka framtíð, eins og löndum vorum í heild sinni, lát- um vér þá ósk i Ijósi, að Snæ- fellingum mætti auðnast að njóta sem lengst ins góða og mikil- hæfa yfirvalds, er nú hafa þeir, og ins ljúfmannlega og skyldu- rækna læknis í Ólafsvík, Halldórs Steinssonar. Enn er það og' ósk vor lil Snæfellinga, að sem fyrst mætti leysast þaðan úr héraði þeir mennirnir, er nú og nokkur undanfarin ár hafa valdið þar flestum og mestum friðarspjöll- unum með undirmælum og' ef tíl vill óhlutvendni. Staddir í Reykjavík 17. Júni 1905. Sigurður Guðmundsson (frá Haukabrekku í Neshr. innan Ennis), Önundur Guðbrandsson (frá Ólafsvík). Stefán Guðbrandsson (síöastliöiö ár bóndi á Hrafngilsstööum í Eyrarsveit). — Eftir því sem vér höfum spurst fyrir um, hafa naumast neinir aðrir af Snæfellsnesi tlutt til Vesturheims í ár, en þessir menn og fjölskyldur þeirra (alls um 20 manns). En málgögn lyg- innar hér höfðu skýrt frá, aö Snæfells- nes mundi nærri leggjast í eyöi af því, að menn flýðu þaðan til Ameríku undan ofríki sýslumanns síns. Hér sést nú, hvað þeim heflr innanbrjósts veriö, þessum fáu mönnum, er þaðan fóru vestur. Ritstj. Upphaf ritsímadeilunnar. Við það er uppkastið lil ritsíma- samningsins, þá óstaðfest af kon- ungi, var birt orði til orðs í heim- ildarleysi, byrjaði aðallega árásin á ísl. ráðherra út af samningn- um. Auðvitað liafði alt efni samn- ingsins verið birt þegar í haust f »Reykjavík« og »Þjóðólfi,« en orði til orðs hafði samningsuppkastið ekki verið birt af sömu ástæðu sem konungleg frumvörp eru ekki birt fyrri en þau hafa verið borin undir konung. Petta er svo í hverju einasta landi í heimi, sem kon- ungsstjórn hefir. Ástæðan sú ein- falda, að liilt væri að mishjóða konungi, gefa í skyn, að hann væri ekki nema »alur i vegg,« sem yrði að fallast á hvað eina, sem stjórn hans færi fram á. Auðvitað er það að mestu leyti að eins forms- atriði, af því að konungur synjar aldrei samþykkis tillögum ráð- herra síns, ef þær eru ekki glæfra- tillögur. Því er og títl að stjórnin dregur ekki dulur á efni slíkra hluta, þó að hún birti ekki orð- hljóðun þeirra l'yrri en þeir hafa verið fyrir konung lagðir. Svo var og' um ritsímasamnings- uppkastið. Morguninn eftir að hr. Hafstein kom heim sýndi hann oss það. Og margir menn sáu það fleiri. Engum manni, sem óskaði að fá að sjá það, var neitað um það. Að andstæðingahlöðin hér ekki

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.