Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 09.07.1905, Qupperneq 2

Reykjavík - 09.07.1905, Qupperneq 2
132 REYKJAVÍK KR. KRISTJÁNSSON, SkólaYÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. Um firðrit Marconis. í Desemberheftinu 1904 af „Det ny árhundrede" hefir vélfræðingur J. H. Christensen ritað fróðlega og óhlutdræga ritgerð um loftflutning hraðskeyta, og rekur hann fyrst sögu hans og iýsir inum eldri tilraunum. Hér skal ekki farið út í það, en vísað að eins til þess, er þar segir. Svo kemur hann að ioftskeytaflutning Marconis, og segir þar m. a. svo: „Til þess að gera byigjur þessar [rafmagnsbylgjurnar] svo magnaðar sem hægt er og fá þær, til þess að breiðast svo langt, sem unt er, út í geiminn, nota menn ýmiss konar upp- setning svo sem kunnugt er, þó er það einkum Marconi, sem hefir gert sig frægan af loftskeytaflutning með þráðlausri flrðritun. Annars hefir á seinni árum risið upp hvert „þráð- lausa" félagið á fætur öðru. Þessi félög eru vanalega grundvölluð á ein- hverju sérlegu skipuIagi(Arrangement), sem er meir eða minna þýðingarmikið, óg reyna þau þá að fá sér einkaleyfi: Yfir höfuð leitast hvert um sig við að girða sig einkaleyfum eftir fremsta megni. Þar af h::fa sprottið deilur og mál milli félaganna; hvert hefir viljað skara svo mikinn eid að sinni köku, sem það gat náð í frá hinu. Ekki verður því þó neitað, að bæði í Englandi og Ameriku (Marconi—Lodge —De Eorest) og á Þýzkalandi (Slaby— Braun) hefir verið unnið mjög mikið að því að gera „inn þráðlausa" nota- sælan og alþýðlegan. England og Ameríka hafa gert þetta fremur í kyrþey, en Þjóðverjar hafa varla að ölfu vikið frá vana sínum, að taia hátt um smámuni, gerða af Þjóð- verjum. Þá kemur lýsing á loftritun Marconis. Þar segir svo : „Fá má hugmynd um, hvað góð Marconivél í raunintii getur afrekað, er maður les skýrsluna um tilraunir þær, sem gerðar voru á inu ítalska herskipi Carlo Albcrto, á leið frá Italíu til Pétursborgar. Tilraununum var stýrt að nokkru leyti af Marconi sjálfum, og ítalskir sæforingjar höfðu eftirlit með þeim. Allan tímann, svo að heita, var sambandi haldið við tilraunastöð Marconis í Poldhu (i Korn- bretalandi); jafnvel einu sinni í 2000 kílómetra (c. 300 mílur) fjarlægð var sambandið gott. í samanburði við þetta er það þýðingarminna, að Mar- coni einu sinni að sögn, þegar ástæð- ur voru líklega sérlega góðar, hefir getað komið greinilegum merkjum yfir Atlantshafið. Það er nefnilega óhætt að segja, að enn um langan aldur verður þráðlaus firðritun ekki aðallega notasæl á inum lengri fjar- lægðum, þar sem sambandið aðnokkru leyti mun verða óáreiðanlegt, og að nokkru leyti raskar allri annari firð- ritun innan mikilla flæma, þangað til verulega góð og áreiðanleg stilling vélanna kemur. Þráðlaus firðritun verður aðallega notuð þar sem fjar- lægðirnar eru litlar og ástæðurnar svo að segja krefjast þráðlauss sam- bands. „Sá þráðlausi" er t. d. að öllu hæfilegur og hefir rutt sér mjög til rúms, þar sem sendivólin og við- tökuvélin skifta oft um stað og breyta afstöðu sinni hvor til annarar. Fyrst og fremst á það sér stað milli skipa á siglingu, eða milli skipa á siglingu og lands; ennfremur milli lands og smáeyja eða meðal smáeyja innbyrðis, þar sem lagning sæsíma myndi verða alt of kostnaðarsöm. En þótt ekki sé nema um, meðalfjarlægðir að ræða, verður gagnið fremur efasam't. Það er kunnugt, að fyrir ekki löngu síðan var sagt, að menn ætluðu að stofna til þráðlausrar firðritunar rneðal Skot- lands og íslands, til þess að setja eyna í samband við meginlandið. En þá fékk málið ekki framgang, og nú hefir „Stóra norræna" boðið sæsíma- samband. Að segja þetta sé mikill ósigur fyrir „þann þráðlausa" sem sum ensk og ameríkst blöð ha'fa gert, er líklega nokkuð ýkt; en hitt er víst, að sæsímasamband í þessu til- felli og öðrum líkum því, hefir þá yfirburði sem ekki þarf að kinnoka sér við að borga þóttnokkuð dýrt|væii.“ Þessi orð eru því þýðingarmeiii, sem höf. gi-einarinnar er langt frá því, eins og hún ber með sér, að vera neinn mótstöðumaður loftskeyta- sambands (á viðeigandi stöðum), og þar sem hann er algerlega hlutlaus með tillits til sæsímasambandsins og alveg hlutdrægnislaus. Það leynir sér ekki, að hann hefir enga trú á stöðugu og áreiðanlegu sambandi milli íslands og meginlands Evrópu. Og því skyld- um vér þá eiga að sækjast eftir því, sem er miður trútt og áreiðaulegt? Areiðanlegleilcinn er það, snn mest er í varið — eins og hver getur skilið. Hvað mörg Marconi-skeyti hafa glatast á leið til íslands, vii.um vér ekkert um enn — og fáum líklega aldrei að vita. 6. Upphaf ritsímadeilunnar. [Niðurl.] Þá er vér lásum uppkastið, fanst oss harla vafasanrt, hvort fyrirætlun vorri gæti orðið fram- gengt. Samt ætlaði ég að lrafa samnings-uppkastið með nrér til Færeyja, því að ef Alþingið færi fram á hreyting í þessa átt, þá skyldum við Færeyingar eftir megni reyna að taka í sama streng- inn. En þá bað Dr. Valtýr mig að lofa sér að halda skjalinu og gerði ég það, en ég og hinn ís- lendingurinn fengum sína afskrift- ina hvor. Hitt datt mér ekki í hug, að skjalið yrði prentað í ó- leyfi, enda fór Dr. V. G. ekki fram á það. »Góðtrúa maður kemur seint í himnaríki«, segir máltækið. Rann- sókn mína, sem að eins miðaði til að vita, hvort ég gæti stuðlað að því fyrir landa mína, að rit- síminn lægi út frá Noregi i stað Hjaltlands, notar svo Dr. Valtýr alveg heimildarlaust og' hagnýtir í alveg gagnstæða átt. Eg var varla fyrri stiginn á skipsfjöl frá Höfn, heldur en Dr. V. G. lætur danska blaðið »Politi- ken« ílytja grein um ritsímamálið. Notar hann þar skjalið, sem ég' hafði léð honum í trúnaði, til að gcra æsinga-árás á ráðherra ís- lands. — Mér hitnaði unr eyru, er ég sá, hvernig Dr. Valtýr not- aði upplýsingar mínar; og ekki bætti það um, er ég sá islenzk blöð um sönru mundir flytja há- værar greinar gegn stjórn íslands, með sama skjalið sem undirstöðu, og' auðvitað frá sanra höfundi. Mér þykir Dr. Valtýr sannar- lega hafa unnið ilt verk. Hann liefir notað upplýsingar, sem ég hafði fengið til að koma fram máli l'yrir Færeyinga, til ódrengilegrar árásar gegn ráðherra íslands. Það tjáir nú ef til vill lítið, að segja frá þessu, en mér finst þó réttara frá minni hálfu að gera það, en að þegja. I’að getur þó orðið til þess, að aðrir rnenn, eins ólortryggir og' ég, svíði sig ekki eins sárt á valtýsku kolunum eins og' ég gerði. Og þessa er, ef til vill, þörf. Að ég, sem er Færey- ingur, þekti ekki Dr. Valtý, er sök sér; en inn heiðraði íslendingur, sem með okkur var, hefir ekki þekkt hann nógu vel heldur; um það er ég viss, því að annars hefði hann varað mig við, ef hann hefði grunað ilt. Því miður get ég' nú ekki búist við, að þessar línur mínar geti orðið til að draga úr þeirri æs- ingu, sem vakin hefir verið gegn ritsímasamningnunr og reynt hef- ir verið að bendla mig við upp- hafið að; en hitt vil ég' vona og þess óska, að þessar æsingar verði ekki svo þörfu og góðu fyrirtæki að fótakefli. Að lokum vil ég segja, að mér fellur illa að þurfa að liggja í blaðadeilum við nokkurn íslend- ing, og ég hefði feginn viljað óska, að Dr. Valtýr hefði ekki verið valdur að því, sem franr er konr- ið í máli þessu, svo að ég hefði ekki neyðst til að lrafa svo hörð orð um aðferð hans. 21/e ’05 Með virðingu Jóanes Patursson, pjóðpingismaöur Færeyinga. Alþing'is-tiðindi. ii. Þessar styrkbeiðnir eru komnar fram á Alþingi: Frá Jóni Yigfússyni til þess að læra vefnað í Svíþjóð. Frá Páli Þorkelssyni um 2000 kr. til útgáfu bókar um táknamál, er hann hefir samið. Frá Páli Vídalín Bjarnasyni sýslu- nranni um 600 kr. á ári í 2 ár til þess að semja skrá yfir ísl. lög. Frá inni „Norðl. bindindissamein". um 600 kr. styrk til útbreiðslu bind- indis í Norðurlandi. Frá Jóni lækni Jónssyni um 600 kr. til sjúkraskýlis á Vopnafirði. Frá Helga Péturssyni jai'ðfræðing um 3000 kr. á ári í 2 ár til frarrr- halds jarðfræðisrannsóknum og til vísindalegrar iðju. Frá Ólaíi Hjaltested um 2000 kr. á ári í 2 ár til þess að sjá um endui bætur álandbúnaðarvorkfær- um hér á landi og til að endur- bæta sláttuvél, er hann hefir smiðað. Frá frú Thoru Melsted um 1000 kr. á ári í 2 ár til þess að setja á stofn búsýsludeild viö kvennaskól- ann í llvik. Frá Arnóri Árnasyni í Cbicago um 15000 kr. styrk til þess að leita að námum á íslandi og opna þær ef tiltök sýnast. Frá Helga Jónssyni grasafræðing um 1200 kr. á ári í 2 ár lil mýra- rannsókna á íslandi og annara grasfræðisrannsókna. Frá Þórði Sigurðssyni í Grænumýr. artungu um 1000 kr. styrk til þess að húsa svo bæ sinn, að hann geti veitt ferðamönnum við- unandi húsaskjól. Frá Torfa Bjarnasyni skólastjóra í Ól- afsdai um 3000 kr. styrk á ári í 2 ár til skólans. Frá sjúkrahúsnefndinni á Patreksfirði um 600 kr. til sjúkrahússins. Frá hiutafél. O. W. Arv. um 5000 styrk á ári í 2 ár til gufuskipa- ferða og póstflutninga. Þessi mál hafa verið tekin til með- ferðar á alþingi. I. í neðri deild. 1. Frumv. til fjárlaga fyrir árið 1906 og 1907. 7 manna nefnd kos- in með hlutfallskosningu: Tr. Gunn- arsson (form.), Pétur Jónsson (skrif- ari), Skúli Thoroddsen, Lárus Bjarna- son, Stef. Stefánsson 2. þm. Skf., Jón í Múla, Þórh. Bjarnarson. 1. umr. frestað. 2. Frv. til fjáraukal. fyrir árin 1902 og 1903; vísað til reiknings- laganefndar. 3. Frv. til fjáraukal. fyrir árin 1904 og 1905; vísað til fjárlaga- nefndar. 4. Frv. til laga um samþykt. á landsreikningunum fyrir 1902 og

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.