Reykjavík - 22.07.1905, Blaðsíða 2
140
REYKJAVÍK
KR. KRISTJÁNSSON,
Skólavörðustíg 4,
smíðar manna bezt húsgögn og gerir við
Hsirasendanna miUi.
M arconi-lof tskey ti
19. Júlí 1905, 10.40 síðd.
Frá Tokíó kemur sú fregn, að
Japanar hafi sett her á land fyrir
norðan Vladivostok.
Herskipin rúsnesku, sem sökt var
við Port Arthur, reynast miklu minna
skemd, en menn höfðu ætlað. A
„Bajan“, „Peresviet“ og „Ratvisan"
er aðgerðin svo langt komin, að þau
munu bráðum geta siglt til Japan.
í Ncw Yorlt var svo heitt ígær,
100° Fahrenheit [= yflr 30° Celsius]
í skugganum, að 50 manns biðu
bana af.
Zemstvo-þing var sett í gær í
Moscow í húsi Dolgoronkoffs prinz.
20. Júlí 1905. 11.30 siðd.
Saltiiskur daufur. Verð á stór-
um þorski 66 til 70 krónur.
tsl. n 11 er eftirspurn eftir. Zöliner
hefir selt 1200 sekki t.il Philadeiphíu
fyrir milligöngu Kanpmannahafnar-
umboðsmanns. Verðið var 20B aur.
2fíólið (104 aur. pd.)
Agrip af skeytum meðt. í dag:
Lögregluliðið brauzt inn á bændaþingið
í Moscow og skipaði þingmönnum burt; en
þeir neituðu, og rituðu lögreglumenn upp
nöfn þeirra,
Vara-landstjóri Finnlands var særður
sprengikúlu; tilræðismaðurinn slapp undan.
Reynt var að skjóta á Pobiedonostzeff,
en mistókst; tilræðismaðurinn handtekinn.
de Witte kominn á leið til Washington
[til friðsamningar].
Marconi-skeytin. Hr. Capito ósk-
ar að vér getum þess, að það hafi
verið af slysalegri tilviíjun einni, að
vér hættum að fá Marconi skeytin
um daginn; þau höfðu af vangá ver-
ið send á skakkan stað. — Mr. Dens-
ham biður þess og getið, að hann
hafi ætlað að segja, er hann átti tal
við oss, að hann byggist við skeyt-
um næstu 30 daga, með 2—3 daga
undantekning á viku (ekki á mánuði).
Þetta mismæli hans er hér með leið-
rétt.
Alþingis-tíðindi.
IV.
Þessar styrkbeiðnir hafa enn kom-
ið í viðbót við þær sem áður eru
taldar:
Frá yfirfiskimatsmanninum á ísafirði
um 400 kr. launahækkun og 400
kr. uppbót á ferðastyrk suður í
lönd síðastl. haust.
Frá barna- og unglingaskólanum á
Heydalsá í Steingrímsfirði um
500 kr. styrk á ári í 2 ár.
Frá sýslumanni Húnvetninga umstyrk
til kvennaskólans á Blönduósi.
Frá séra Lárusi Halldórssyni um styrk
handa Vaigerði dóttur hans til
utanfarar til fullkomnunar í söng,
hljóðfæraslætti og tónfræði.
Frá Ásgrími Jónssyni um 1000 kr.
styrk í 2 ár til þess að fullkomna
sig í málaraiist.
Frá þingmönnum Norðmýlinga um
fjárveitingu til brúargerðar á Jök-
ulsá í Dal, undan Hákonarstöð-
um.
Frá Sögufélaginu í Reykjavik um styrk
til útgáfu rita snertandi sögu ís-
iands.
Frá sýslumanninum í Gullbringu- og
Kjósarsýslu um fjárveitingu til
akvegar upp Mosfellssveitina mót
framlagi úr sýslusjóði og frá Mos-
fellshreppi.
Frá sama um 5000 kr. fjárveitingu
til vegar frá Hafnarfirði að Voga-
stapa.
Frá Stefáni Stefánssyni 2. þm. Ey-
firðinga um 12000 kr. fjárveitingu
til framhalds akbrautar í Eyjafirði.
Frá séra Vilhj. Briem á Staðastað um
að prestinum á. Staðastað veitist
leyfi til að verja því, sem greiða
á í landsjóð af Staðastaðarpresta-
kalli, til umbóta á kyrkjujörðum
kallsins á líkan hátt og áður.
Frá Iðnaðarmannafél. á Akureyri um
fjárveitingu til stofnunar kvöld-
skóla o. fl. Ennfremur að fél.
fái umráð yfir væntanlegum styrk
til ungra iðnnema í réttu hlut-
falli við Iðnaðarmannafél. í Rvík.
Erindi um ýmislegt og frá ýmsum:
Frá fél. ísl. stúdenta í Khöfn áskorun
um að semja lög er banni sölu
ísl. forngripa til annara landa.
Frá hreppsnefnd Sauðaneshrepps um
hækkun á launum læknisins í
Þistilfjarðar-héraði og um skifting
læknishéraðsins (að Langanes
leggist til Vopnafjarðar læknis-
héraðs).
Frá séra Helga Árnasyni í Ólafsvík
um aðstoð til að vera ekki fram-
vegis útiluktur frá læknishjáip
og um skaðabætur fyrir bruna á
bæjarhúsum á Þæfusteini.
Frá Búnaðarfél. íslands um að Alþ.
stuðli til þess, að menn eigi
framvegis kost á leiðbeiningum í
húsagjörð og hagnýting bygg-
ingarefna; um smjörútflutning i
kældu skiprúmi; um kosningu
þeirra búnaðarfuiltrúa er áður
hafa verið kosnir af amtsráðun-
um; um fjárveiting handa verk-
fræðingi frá útlöndum til þess að
rannsaka, hvar tiltækilegast sé
hér á landi að koma á vatns-
veitingum til engjabóta í stórum
stíl, sérstaklega að gera áætlan-
ir um veitingu Þjórsár yfir Skeið
og Flóa; um fjárveitingu til stofn-
unar efnaraunsóknastofu í Rvík.
Frá bændum í Húnavatnssýslu um að
vegurinn sunnan undir Vatnsnes-
fjalli verði tekinn í tölu flutninga-
brauta eða þjóðvega.
Frá Seyðfirðingum um að Alþ. breyti
lögum um verzíun og veiting á-
fengra drykkja þannig, að lyfsalar
megi ekki selja áfengi í nokkurri
mynd nema eftir læknisforskrift.'
Frá bæjarstjórn Akureyrar um að
henni verði með lögum veittur
réttur til að skylda þá sem hindrað
geta veiting Glerár inn að kaup-
staðnum til að láta þau réttindi
af hendi, með þeim skilyrðum
sem fram eru tekin í 50. gr.
stjórnarskrárinnar.
Frá 458 lóðareigendum í Rvík: áskor-
un um að gjöra enga breyting á
lóðargjöldum í bænum frá því
sem nú er.
Frá Ásgeir Torfasyni um væntanlega
efnarannsóknastofu í Rvík.
Frá þingmanni Borgfirðinga um um-
bætur á þjóðveginum gegnum
Borgarfjarðarsýsiu og stefnu flutn-
ingsbrautarinnar úr Borgarnesi.
Frá Hafntírðingum: beiðni um að bær-
inn fái kaupstaðarréttindi.
Frá Ólafi Ingimundarsyni í Byggarði:
beiðni um samþ. Alþ. til þess að
hann fái keypta ábýlisjörð sína,
sem er eign dómkyrkjunnarí Rvík.
Þessi mál hafa verið tekin til með-
ferðar, auk þeirra sem áður eru talin:
I. í neðri deild:
28. Frv. til laga um að nema úr
lög 13. Nóv. 1875 um þorskaneta-
lagnir í Faxaflóa. Flm: Björn Krist-
jánsson og Björn Bjarnason.
29. Frv. til laga um löggilding
verzlunarstaðar við Maríuhöfn í Kjósar-
sýslu. Fim: B. Kristjánsson, B.
Bjarnarson.
(27). Kosin nefnd til að íhuga
skatta- og tollmál: L. H. Bjarnason
(form.), Jón Jónsson (skr.), E. Pálsson,
Herm. Jónasson, St. Stefánsson Eyf.,
Jóh. Ólafsson, P. Jónsson.
30. Frv. til laga um að stofna
slökkvilið á Akureyii. Flm.: Guðl.
Guðmundsson, M. Kristjánsson.
31. Frv. til laga um bæjarstjórn
í Hafnarfirði. Flm.: B. Kristjánsson,
G. Björnsson.
32. Frv. til laga um áfengissölu
á mannflutningaskipum. Flm.: L. H.
Bjarnason o. fl.
33. Fyrirspurn til ráðherrans við-
víkjandi orðasveim um mútar í hrað-
skeytamálinu (sbr. Rvík. 9. þ. m.)
34. Breyting á lögum 12. Júlí
1878 um gjafsóknir. Flm.: Sk. Thor-
oddsen, Ól. Ólafsson.
35. Frv. til laga um brúargerð á
Ytri-Rangá. Flm.: Eggert Pálsson.
Nefnd: Tr. Gunn. (form.), E. Pálsson
(skr.), P Jónsson.
36. Frv. til laga um iöggilding
verzlunarstaðar við Gerðaleir í Gull-
bringusýsiu.
37. Frv. til laga um löggilding
verzlunarstaðar við Lambhúsvík á
Yatnsnesi. Nefnd: Hermann (form.),
Árni (skr.), Jóh. Ólafsson. Til nefnd-
arinnar vísað 2 næstu málum á eftir,
38—39.
38. Frv. til laga um löggilding
verzlunarstaðar á Syðra- Skógarnesi
í Miklaholtshreppi í Snæfelisnessýslu.
39. Frv. til laga um löggilding
verzlunarstaðar að Látrum í Aðalvík.
II. í efri deild:
24. Fyrirspurn til ráðherrans við-
víkjandi orðasveim um mútur í hrað-
skeytamálinu (sbr. Rvík. 9. þ. m.).
25. Frv. til laga um afnám fóður-
skyldu svonefndra Maríu- og Péturs-
lamba. Flm.: Jón Ólafsson o. fl.
26. Frv. til laga um varnarþing
í skuldamálum og ýms viðskiftaskil-
yrði. Flm,: Jón Ólafsson o. fl. Nefnd:
Jóh. Jóh., E. Briem, Guðjón. J. Ól.
Aug. Fl.
27. Tillaga til þingsályktunar um
að skipa nefnd til þess að íhugafjár-
mál landsins. Flm.: Jón Jak., Yaltýr.
Nefnd: J. Ól., Guttormur, Jón Jak.,
Sig. Stefánsson, Valtýr.
Afgreitt er sem lög frá þinginu
svohljóðandi
Frumvarp til laga um hækkun á
aðflutningsgjaldi.
1. gr.
Gjöld þau sem greiða ber til land-
sjóðs af aðfluttum vörum samkvæmt
1. gr. toll-laga íyrir ísland frá 8. Nóv,
1901, skulu hækkuð þannig, að greiða
skal ákvæðisgjald laganna að viðbætt-
um 30 af hundraði. Ekkert innheimtu-
gjald greiðist af gjaldauka þessum, en
að öðru leyti fer um innheimtu hans
eftir nefndum lögum.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi þann dag,
sem þau eru staðfest, og gilda til
ársloka 1907.
örþrifsráð ísafoldar-ritstjórans,
í allan liðlangan vetur hefir hannr
ísafoldar-ritstjórinn, setið með sveitt-
an kollinn að níða og ófrægja stjórn
vora.
Hann hefir skrifast á við skósveina
sina í hverju prestakalli á landinu
og lagt á ráðin, hvernig þeir eigi að
fara að ráði sínu til þess að auka
vinsældir og traust „ísafoldar", en
eitra fyrir stjórnina og stuðnings-
menn hennar.
Á útmánuðunum situr hann sýknt
og heilagt við að semja tiilögur, sem
bera skyldi upp á þingmálafundum og
prenta síðan með breyttu letri í
„ísafold"; síðan kinnokar hún sér ekki
við að lýsa yfir því, að þessi fúlegg,
sem orpið hefir verið á skrifstofu
blaðsins, séu einskær vilji 9/10 hluta
þjóðarinnar — inn sanni þjóðvilji(l).
Og aumingja Ingólfur litli stendur
hálfboginn og heldur í pilsfald mömmu
sinnar og segir í hálfum hljóðum:
„Eini og sanni þjóðviljinn, °/io hlutar
þjóðarinnar".
En þetta hrífur ekki. Heimastjórn-
armenn riðlast ekki og halda fast við
þá skoðun sína og sannfæringu, að
þeim sé skylt að styrkja stjórn þá,
sem skipuð er úr þeirra flokki, með-
an hún gerir sér far um að efla heil