Reykjavík - 06.08.1905, Síða 1
Útgefondi: hlctífÍi.aois „JtBTKjAyfi*
Ábjrgðarrnaður: Jók Ólafssok.
A%reiðandi Sioríbur Ólafsson
(búð Jóm Ólal'ssonar, Laufásveg 6).
‘IRcpkjapík.
Kostar um irið 60—70 tbl.) 1 kr.
(ariendii kr. 1,60 — 8 ih. — 60 eU).
Talefónan Kr. 2« (Lanfíny. 6)
og 80 (þmghúsið) — 71 (Prentamiðjan).
Ú t br eiddaata bl.ð landilna. Baita trótt.blaðlð, — Opplag 3100.
VI.
argangur.
Sunnudaginn 6. Agúst 1905
38. B. tölubiaó.
amiðrsí
—:o;--
Jíýmæli. Frumvarp til laga um
varnarþing í skuldamálum (varnarþing
skuldunauts sé þar sem skuldin er
stofnuð) báru þeir fram í Ed.: Jón
Ólafsson, Jóh. Jóhannesson og Guðjón
Guðlaugsson. Fiv. sama efnis bar
J. ÓJ. fjrst fram á Alþingi 1889. —
Nú er það samþ. til fullnaðar í Ed.
og fær vonandi góðan byr í Nd.
Annað frv. um tollvörugeymslu og
tollgreiðslufrest báru þeir Jón Ólafsson
og Aug. Flygenring fram í Ed., og
fær það væntanlega góðan framgang
þar. Það er þörf og góð hagsbót
fyrir kaupmenn, en landssjóði útlát.a-
laus. Það léttir efnalitlum kaup-
mönnum, og það gerir öllum hérbú-
settum kaupmönnum greiðara fyrir,
þá er landið kemst í hraðskeytasam-
band við umheiminn, að sæta kaup-
um á tollvörum, þá er verð er lágt
á þeim — það styður því einkanlega
innlenda. verzlunarstótt.
Ritsímanefnd. Nd. hefir nú lokið
álitsskjali sínu; það er langt mál:
öll helztu skjöl, er á verður að
byggja, prentað bæði á frummálum
og í þýðing.
Nefndin hefir klofnað (meiri hl.
Guðl. Guðmundsson, Guðm. Björnsson,
jón Jónsson, Árni Jónsson, Björn
Bjarnarson; — minni hl. SkúliThoi-
oddsen og Björn Kristjánsson). Báðir
hlutar nefndarinnar eru nú að láta
prenta álitsskjölin. Vonandi verður
álit beggja útbreitt og víðlesið um
landið.
Mörgum mun sýnast, að sæmra og
samvizkusamlegra hefði verið af æs
ingamönnunum í ritsímamálinu að
geyma að kveða upp álit um það
mál, þar til er þetta skjal lá fyrir
almennings augum, heldur en að
flónska sig hér sér til minkunar 4
dögum áður en álitsskjalið fór í prent-
smiðjuna.
Skálkaskjdl. Flestir þeir heiðvirðu
og siðsömu menn áf bændastétt, er
hingað létu ginnast 1. þ. m., sán
glögt, áður en lauk, að þeir vóru
hingað tældir til að nota þá sem
skálkaskjól fyrir götuskril bæjarins,
sem framdi sín ærsl og óskunda í
blóra viö þá.
Lítill sæmdarauki mun heiðarleg-
um bændum hafa að því þótt fyrir
sig. Verða væntanlega ótrúgjarnari
og óleiðitamari í annað sinn.
Eftlrleíkurlnn. Samsæti hólt
Skrílræðisfélagið sjálfu sér og aðkomu-
mönnum að kvöldi 1. þ.m. íBárubúð.
Segja sauðargæru blöð þeirra, að þar
hafi alt verið áfengislaust. Ekki var
þó áfengislaust í kollinum á þeim
sumum, er þaðan komu um nóttina
— ekki þeim að minsta kosti, sem
teknir vóru fyrir lögieglurétt á eftir
fyrir næturverkin, því að dómarinn
lagði & þá áfengistoll.
Kkki þeirra kjósendur. Enginn
þeirra. er þátt tóku í atförinni að Al-
þingi 1. þ. m., var við síðustu kosn-
ingar kjósandi nokkurs þess þing-
manns, er á var skorað að segja af
sör þingmensku.
Hvað sannar svo atförin?
Ekki annað en'það, að þessir menti,
sem vóru Valtýingar viðsiðustu kosn-
ingar, sóu það enn (nema einhverjir
Hf þeim hafi snúist við förina, sem
ekki er ólíklegt).
Ef förin ætti að sanna nokkuð,
væri það, að nú væri ekki annað eft-
ir í þessum kjördæmum af Valtýing-
þeim þa fækkað stórum.
Ógreiöa gerir „Fjósak." llokki sín-
um með því að birta f síðasta bl.
nafnaskrá allra þeirra, sem þess flokks
blöð telja hafa verið með í ærslun-
um 1. þ. m. — Við það hefir kom-
ist upp, að þeir hafa verið munum
færri, en látið var í veðti vaka, því
að nafnaskrá „Fjk.“ er f'óhuð. Hún
telur þar ferðamenn, sem hér vóru
staddir í bænum í alt öðrum erind-
um. og engan þátt áttu í samþykt-
unum né ærslunum — bjargfasta
heimastjóinarmenn; sömuleiðis fáráð-
lings-bjálfa, sem aldrei hafa kosning-
arrétt haft.
Háð mikið er gert að „suðurför-
inni“ austur um sveitir. Svo segja
ferðamenn að austan, að fararmenn
beri ekki höfuð hatt eftir heimkom-
una, sakir spotts og spés, sem að
þeim sé dregið heima í bygðarlögum
þeirra.
f úsundir segja þau „ísa“ og„ Fjk.“
að hafi tekið þátt í hrópunum á
Lækjartorgi og Austurvelli 1. þ. m.
— Fjölmennið var nú aldrei meira
þar, en títt er þegar þeyttir eru lúð
rar þar. Megin fólksins vóru áhorf-
endur, er engan þátt tóku í hrópun-
um. Sjaldnast var sá skríllinn, sem tók
undir htópin, meira en 10—12 sálir;
stöku sinnum líkl. í hæsta lagi 50.
Bændurnir þögðu yfiileitt uær allir
alla tíð.
hóðhátíð Reykvíkinga
var haldin 2. þ. m. Veður var ið
bezta framan af degi, en hvesti nokkuð
et' á leið. Margt manna sótti hátíð-
ina úr næstu sýslum og var hún
sýnu fjölmennari en nokkru sinni
áður.
Helztu skemtanirnar hafa áður ver-
ið auglýstar hér í blaðinu. En verð-
launaveitingarnar féllu svo.
í fótboltaleiknum sigraði hvorugur
flokkminn og var því verðlaununum
(25 kr.) skift á milli þeirra.
í kappreiðumnn fékk 1. verðlaun
fyrir stökk (50 kr.) grár hestur, eign
L. Andersen klæðskera i Rvík, 2. verð-
laun (30 kr.) grár hestur, eign Guðj.
Helgasonar trésmiðs í Rvík og 3. verð-
laun (20 kr.) rauður hestur, eign Þorbj.
Ólafssonar úrsmiðs í Rvík. 1. verð-
laun (50 kr.) fyrir skeið fékk brúnn
hestur, eign Ásg. Þorvaldssonar verzl-
unarm. á Blönduósi, 2. verðl. (30 kr.)
grár hestur, eign Vilh. Bernhöfts tann-
læknis í Rvik og 3. verðlaun (20 kr.)
sonar verzlunarm. á Blönduósi.
í hjólreiðunum fékk 1. verðl.(15kr.
og silfurbikar) Gisli J. Ólafsson skólapilt-
ur í Latínuskólanum (sonur J. Ól. rit-
stjóra), en 2. verðl. (10 kr.) Hafliði
Hjartarson trésmiðurí Rvík. Gisli reið
á reiðhjóli frá Þorkeli Clementz.
f Glímum fókk 1. verðl. (30 kr.)
Jónatan Þorsteinsson kaupm. í Rvik,
2. verðl. (20 kr.) Guðm. Erlendsson
frá Hlíðarendakoti í Fljótshlið og 3.
verðl. (15 kr.) Þórh. Bjarnarson í
Rvík.
Formaður hátíðahaldsins var Klem-
enz landntari Jónsson og setti hann
hátíðina kl. 12. Guðm. Björasson
læknir mælti fyrir minni konungs,
Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti og
alþm. fyrir minni íslands, Jón Jóns-
son alþm. fyrir minni Reykjavíkur
og Halldór Jónsson fyrir minni ís-
lendinga erlendis. Sungið var milli
ræðuhaldanna „Ó, guð vors lands“,
„Ó, fögur er vor fósturjörð", „Minni
Reykjavíkur" (eftir Guðm. Magnúss.)
og „Eldgamla ísafold".
Hoinablástur og söngur var við og
við allan daginn, dans síðari hluta
dags og flugeldar um kvöldið.
Franska loftrita-tilboðið.
Það var þaö, sem ærði inn skamm-
sýnni og trúgjarnari hlut þjóðarinnar,
er „ísa“ og „Fjk.“ og öll stjórnfjenda-
blöðin breiddu út um land þá full-
yrðing, að frakkneskt loftritafélag byð-
ist til að koma á öruggu hraðskeyta-
sambandi milli íslands og útlanda,
og sambandi milli að minsta kosti
18 stöðva innanlands, fyrit afarlágt
verð, er þau kölluðu (þótt það væri
nú reyndar geipi-dýrt).
Þetta tilboð fuliyrtu þau að væri
í höndum eins alþingismanns hér, er
bæri það fram á Alþingi í sumar.
Hversu sem eftir hefir verið spurt,
hefir þetta tilboð hvergi komið fram,
Enginn alþingismaður kannast nú við
að hafa það. Það fæst enginn róm-
ur á þvi framar.
Hveruig víkur þessu viö?
Var fullyrðing þessara blaða upp-
spuna-lysd ein, íil að æsa upp þjóðina?
Svari þau nú!
Geri þau það ekki, og það á fullnæg-
jandi hátt, þá er athæfi þeirra bert.
miUi.
29. f. m. 'u‘~
Stríðið. Því spá herfróðir menn
í Tokto, að stór orrusta muni verða
við Kjontsjang (á suðurbakka Tjumen-
elfar, skamt frá því. er hún fellur í
sjó út). Sá bær hefir ákaflega mikla
þýðing í ófriðnum. Þeir sem hann
hafa á sínu valdi, ráða umferð allri
um Tjúmen-elfi. Auk þess má skoða
þetta sem yztu útvirki frá Vladivo-
stok. Rúsar leggja því alt kapp á
að verja Kjontsjang. Bærinn er í
Kórea, rétt við landamærin.
—Loftskeyti, hingað komið 4. þ. m.,
skýrir svo frá, að allur meginher
Rúsa á Sakhalin hafi gefist upp 31.
f. m. Það vóru landstjórinn, 70 for-
ingjar og 3200 hermenn. Afhentu
þeir Japönum allar birgðir, öll stjórn-
arskjöl bæði herstjórnarinnar og land-
stjórnarinnar.
Ensk blöð frá 29. f. m., herma
þá fregn frá Tokio, að Vladivostok
sé nú svo sterklega varðkvíuð, að þar
komist ekkert skip út né inn. Meira
að segja girða herskip Japana alla
ströndina frá Kóreu og norður í Rúsa-
lönd norðar en andspænis norðurenda
Sakhalín.
Þá er vígfært verður fyrir hitum
og regni í Mandsjúrí, segja Japanar,
aðLinievitsj verði aðgera annaðhvort:
hörfa með öllu sínu liði vestur til
Harbin, eða því verði gereytt.
Noregur — Svíþjóð. 25. f. m.
kom fram álitsskjal nefndarinnar, er
aukaþing Svía setti, til að athuga