Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.08.1905, Blaðsíða 2
154 REY KJAVÍK KR. KRISTJÁNSSON, SkóluTÖrðustíg 4, sœíðar maniia bezt húsgögn og gerir við Heiöarleg Maöamenska! Átvúnað á aumlegt goð allmargir nú hafna — illa hreÍ9t,rað ísu-roð Axlar-Bjarnar jafna. Gömul vísa. „Margur furðar sig á, því meinleysi Isafoldar ... að hún bendi ekki einu sinni á, með hvaða ráðum ráð- gjafmri hafi hænt að sér þetta þing- lið, sem honum íylgir, sem sé með embætt.um, bitlingum (milliþinga- nefnda-þóknun), heiðursmerkjum o. s. frv.“ >Svona byrjar síðasta ísaf.- blað 10. þ. m. Svo heldur blaðið áfram: „Þeir eru að telja og telja saman, og telst til, að ekki séu í flokknum nú orðið nema 2—3 í mesta lagi ó- laðaðir þann veg, þ. e. óbitiingaðir o. s. frv., en að þeir hinir fáu muni áreiðanlega hafa fengið eitthvert bit- lingsfyrirheiti,ýmistembættisframaeða annað, þar á meðal t. d. ioforð um atvinnu við landsímann fyrirhugaða; þar sé um mikla atvinnuvon að tefla, er gera megi sér af marga vini, bæði þingmenn og kjósendur. “ Og enn frereur: „Talað er öðrum fremur mikið um 2 þingmenn í stjórnarflokknum, er mæni vonaraugum í 2 in æðstu um- boðsleg ernbætti á landinu, önnur en ráðgjafa og Jandritara, embætti, er miklar líkur erutil að losni bráðiega. Annar þeirra lét kjósa síg á þing í utanflokkakápu, en klæddist eiilkenn- isbúning stjórnarliðsins von bráðaia eftir það er hann hafði hlotið kos- ningu, euda hafði mest kjörfylgi frá stjórnarflokknurn. Hinn hafði um langan aldur verið mjög tvíátta um flokksfyigi, verið sitt árið í hvorum flokknum og stundum utan flokka." Þetta eru nokkurveginn skýr orð og ótvíræð: nál. þrem fjórðu hlutum af alþingism. borið á brýn, að þeim sé mútað af ráðherranum með bitl- ingum og nafnbótum til fyigis við hann; 2—3, sem enn hafi ekki meðtekið múturnar, hafi fengið fyrir- heiti um þær. Tveim af mei-kustu mönnum iands- ins: héraðslækni Guðm. Björnssyni og lektor Þórhalli Bjarnarsyni borið á brýn, að þeir selji sannfæring sína gegn embættisframa-von, von um landlæknisembættið og byskupsem- bættíð. Og þetta eru menn, sem ísa- iold hefir sjálf fyrir skömmu hlaðið á lofsmjaðri fyrir mannkosti og vits- muni. í næsta blaði á undan þessu var Guðlaugur bæjarfógeti Guðmundsson svívirtur á alla lund — maður, sem blaðið hefir áður borið jafn ört á lofið á hvert reipi. Nú fer þjóðin vonandi að skilja úr þessu. Henni biandast ekki iengi hugur um það, hvort iíklegra sé, að allur hávaði fuiltrúa hennar, og þar á meðal þeir menn, sem ísafold hefir fram að síðustu talið til mestu og beztu manna þjóðarinnar, sé allir mútu-þjófar og bófar, eða þá að eitthvað sé gengið af geirneglingunum í stafgólfunum í höfði skrílræðis-generalsins, danska dannebrogs-riddarans Björns Jóns- sonar. Fyrir slíkar greinar rná inn rnikii meirihluti alþingis vera ísaf. þakk- látur. Það er ekki í fyrsta sinni, sem hún styður og styrkir mótstöðu- menn sína, og verður vonandi ekki 1 síðasta sinn. Djunðsverian beiðnr hefir Guðlaugurbæjarfógeti Guðmunds- son, alþm. Yesturskaftfellinga, hlotið, þar sem ísafoldar og Þjóðvillu kiíkan hefir iýst hann flokksrækan, fyrir það að hann var ófáanlegur til að greiða. atkvæði þvert á móti sannfæring sinni, en eftir fyrirskipun Björns gener- als og séra Einars i Hjáleigunni. Flokkarnir á þingi. Dr. Yaltýr Guðmundsson prédikaði Dönum það sterklega í vetur, að ráð- herra íslands, hr Hafstein, væri svo gersneyddur fyigi þjóðarinnar, að hann yrði í minnililuta á Alþingi i sumar, ef hann nyti ekki við þeirra konung- kjörnu þingmanna, er stjórnin réði kosning á. Dr. Valtýr hefir oft sýnt, hve sann- leikskær hann er og hver snillingur að reikna. Svo kveður mikið að þessu, að það er að orðtaki haft um reikningslegar stórvitieysur og endi- leysur, að þetta sé „Eimreiðar-reikn- ingur.“ Allir vita, að Alþingismenn eru 40 talsins. Af þessum 40 eru 12 einir — segi og skrifa tólf ■— andstæð- ingar stjórnarinnar. Þeir eru þessir, taldii í stafrófsröð: Björn Kristjánsson (1. K. & G.). Einar Þórðarson (2. N.-M.). Jóh. Jóhannesson (1. N.-M.). Ói. Briem .(1. Skag.). Ól. Ólafsson (2. Árn.). ÓI. Thorlacius (1. S.-M.). Sig. Jensson (Bstr.). Sig. Stefánsson (ís. kpst.). Skúli Thoroddsen (2. K. & G.). Stefán Stefánsson (2. Skf.) Valtýr Guðmundsson (2. K. & G.) Þorgr. Þórðarson (A.-Sk.). Einn af þessum 12 erennaðnafn- inu flokksmaður í heimastjórnarflokk- num — hefir aldrei sagt sig úr hon- um. Það er hr. Ól. Thorlacius. En hann hefir struhið úr flokknum og gengið í lið andstæðinganna og því teljum vér hann þar. Þá eru eftir 28 þingmenn. Af þeim eru 26 flokksmenn í heima- stjórnarflokknum, þessir: Aug. Flygenring (5. Kkj.) Árni Jónsson (N.-Þ.) Björn Bjarnarson (Dal.) B. M. Ólsen (3. Kkj.) Eggert Pálsson (Rangv.) Eiríkur Briem (2. Kkj.) Guðjón Guðlaugsson (Str.) Guðm. Björnsson (2. Rvk.) Guttormur Vigfússon (2. S.-M.) H. Hafstein (1. Eyf.) Hannes Þorsteinssnn (1. Árn.) Hermann Jónasson (1. Húnv.) Jóh. Ólafsson (V.-ísaf.) Jón Jakobsson (2. Húnv.) Jón Jónsson (Seyðisf.) Jón Magnússon (Vestm.) Jón Ólafsson (4. Kkj.) Július Havsfeen (1. Kkj.) Lárus Bjarnason (Snf.) Magnús Kristjánsson (Akure.) Magnús Stephensen (2. Rangv.) Pétur Jónsson (S.-Þ.) Stefán Stefánsson (2. Eyf.) Tryggvi Gunnarsson (1. Iivk.) Þórarinn Jónsson (6. Kkj.) Þórh. Bjarnarson (Borgf.) Utan flokka er Guðl. Guðmundsson (V.-Sk.) og heíir hann, eins og séra Magn. Andrésson (Mýr.) til j.essa (10. Ágúst) greitt atkvæði með heima- stjórnarmönnum í þeim tveim málum, sem enn hafa verið talin flokksmái á þessu þingi af andstæðingum stjórn- arinnar. Vér þykjumst því fara í öllu sann- gjarnlega að í því, að telja hvorug- um þessa tvo. Þá höfum vér eftir 20 þingmenn, er stjórnin styðst við, og 12 á móti. Þótt þeir 6 konungkjörnu væri allir dregnir frá, væri þó eftir 20 gegn 12 og er það óvanalega sterkur meiri- hluti fvrir stjórn að styðjast við. Nei, þjóðin hefir ekki sýnt mótstöðu- flokknum mikið traust né fyigi við þingkosningarnar síðustu. Það væri synd að segja. Ritsímamálið. Nel'ndarálit í hraðskeytamálinu er nú út komið, hæði frá meiri og minni hlutanum, og síðan framhalds- nefndarálit frá fjárlaganefndinni (meiri og minn hl.) um ritsíma- málið. Þetta er lengsta, en líka lang- rækilegasta nefndarálit, sem fram hefir komið á þingi. Pað er hvor- tveggja, að í engu máliheíir það áður fyrir komið, að fjölmennur flokk- ur með 5 blaða fylgi hafi með fullum ásetningi og miklum ötul- leik tekið sér fyrir liendur, að villa þjóð sinni sjónir og blekkja hana með ósvífnustu og samvizku- lausustu ósannindum, í þeim eina tilgagni, að reyna að hindra það að stjórnin geti komið til fram- kvæmdar mesta þarfamáli lands- ins — málí, sem þeir sjálfir höfðu barist fyrir — eða þá að gera þjóðina æfa af óánægju yfir framkvæmd- unum,efþær yrðu ekki hindraðar. Þar sem svona stóð á, var ekkí vanþörf að gera allri þjóðinni kost á, að kvnnast röksemdum heggja hliða, til að geta vitað sannleik- ann í málinu. Það var brýn skylda Alþingis við þjóðina, að veita henni færi á þessu. Þetta hefir Alþingi nú gert með því að gefa út í 5000 eintökum sérprentun af öllu nefndarálitinu, þar sem hæði meiri og minni liluti hafa sett fram röksemdir sínar, hvor fyrir sinni skoðun. Allir þingmenn fá jafna eintakatölu af þcssu upplagi, til útbreiðslu. En minnihl. nægir það ekki; honum er illa við að alþj'ða fái að sjá röksemdir beggja. Því liafa þeir Iátið sérprenta 1000 eintök af minni hluta nefndarálitinu einu, til að senda út þeim fáráðu, blekktu sálum, scm ekki er vogandi að láta sjá röksemdir beggja hliða. Þetta er einn htill vottur, meðal margra annara, um það, livorir betur treysta málstað sínum. Ritsíminn samþyktur. Við 2. umr. fjárlaganna, sem stóð 3 daga og laukst kl. 3,85 mín. í nótt, er leið, vóru tillögur, meiri liluta fjárlaganefndarinnar (bygðar á till. meirihl. ritsímanefndarinnar) samþyktar í Nd. með 17 gegn 7 atkv. Einn þingm. (séra Magnús And- résson) var orðinn svo lasinn af þreytu, að hann var farinn lieim að sofa. En það er ekkert leynd- armál, a‘ð hann liafði sagt það áð- ur, að livort sem það gilti þing- mensku sína eða flokksvist, þá hefði hann ekki saminzku lil, aö greiða atkixvði mót ritsímannm. Meiri hlutinn misti því óefnð eitl atkvæði við fjærveru hans. Nefndarálitln í Rítsímamálinu þurfum vér ekki að ræða liér, þar sem 5 þúsundum al' þeim verður dreift út um land alt, svo að llest- ölluin heimilum á landinu verður kostur á að sjá það. Vér viljum að eins benda lescndum á, að hugleiða álit heggja hluta sem rækilegast, og mun ekki hugsandi mönnum blandast hugur um, að eins og álit meiri hlutans er ljóst, rökstutt og sannfærandi, samið af snild í alla staði, og framhalds- nefndarálit fjárlaganefndar ekki síður, svo órökstutt, hártogunar- samt og ósannsögult er álit minni hlutans. Alt er skjalið 135 hls. Vantiþar nokkuð á, þá verður það á eintök-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.