Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 12.08.1905, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 155 um þeim, sem minnihlutamennirnir senda iit. Peim cr trúandi til að skera aftan af framhaldsnefndarálit- ið og meirihl. álitið framan af, því að engan hlut óttast þeir meir, en að almenningur fái að sjá báðar hliðar málsins. — —-— Hvar er franska tilboðið? „ísafold", „Fjallk.“, „Þjóðv." og „Norðurland" skýrðu frá því í vor, að frakkneskt, loftritafélag bj'ðist nú t.il fyrir afarlágt verð (!) að koma á loftrit.asambandi milli íslands og út- landa og milli 18.stöðva hér á landi. Þetta tilboð sögðu þessi heiðurs- blöð, að einn alþinginmaður hér hefði í h'óndum <>g shyldi áreiöanlega leggja það fyrir þiny. Enginn rómur faost nú á þessu „tilboði"; enginn þingmaður kemur fram með það. Það var þelia tilboð — og það eitt — ei æst.i og ærði hugi margra i vor á þingmálafundum — þetta 18 stöðva tilboð. Var það alt saman tóm uppspuna lygi úr þessum jáðvöndu heiðurs- málgögnum, að eins g«rð til að æsa merm upp og kasta ryki í augu þeirra? Svari þau nú, þessi blöð, vefileneju- laust og ótvirætt — nefni fólagið. Annars — — — Skorið á naflastrengina. Ljósmæður hafa sngt oss, að það sé kallað að „skilja ámilil," erskorið er á nafiastrerrginn fóstursins og það svo skilið frá móðurinni. En það er venjulega Ijósmóðurin sem gerir það. Hitt er nýlunda, að barnið sjálft skeri <á naflastrenginn og losi sig svo frá móðurinni. En þessa „speration" gerði afturhaldsflokkurinn (otjórnar- fjendur) á þingi um daginn. „ísa“ hafði básúnað það út, auð- vitað Ijúgandi að vanda, að stjórnar- flokkurinn hefði einhuga verið um að hafna boði Thore-félagsins. Af þrem stjórnarliðum í fjármálanefnd efri deildar er oss engin launung á, að tveir vóru á móti því að semja við samein. eimsk.fél. En það gerir nú rninst til. í neðri deild er svo borinn upp styrkurinn til samein. eimsk.félagsins, og sam- þyktur þar með samldjóða 23 atkv. (af 25); tveir þingm. greiddu ekki atkvæði, en enginn greiddi atkv. á móti. Með öðrum orðum: enginn lifandi sál í Nd. fœst til að greiða atkvœði Isafoldar megin í málinu, þótt hún sé vitanlega móðir flokksins. Flokkurinn skar hérá naflastrenginn og skildi milli sín og móður sinnar. Hefir nokkru sinni aðalmálgagn ílokks fengið háðulegri útreið? Alþing-is-tíðindi. VII. Þessar styrkbeiðnir og erindi hafa enn bæzt við : Frá 2. þm. Eyfirðinga um 5000 kr. fjárveitingu handa ábyrgðarfélagi Eyfirðinga fyrir mótorbáta. Frá séra Haildóri Bjarnarsyni um 400 kr. styrk til þess að koma Prest- hólastað í fullgilt stand. Frá sama um lagfæringu á byggingu þjóðjarðarinnar Efrihóla i Núpa- sveit. Frá bændum í Eyjafjarðarsýslu um þörf á löggildingu verzlunarstaðar á Ólafsfiarðarhorni. Fi'á fjölda bænda á Fljótsdalshéraði tim að veitt verði nú þegar á næstu fjárlögum nægilegt fé til Fagradalsbrautarinnar, svo að henni verði lokið á næstu 2 árum. Frá frú Sigríði Þorkelsdóttur, ekkju séra Þorkels Bjai nasonar á Royni- völlum, urn að hún fái að halda einhverjum hluta af því fé sem þeim hjónum var áður veitt sem ellistyrkur. Frá Hannesi Hanssyni pösti um elli- styrk. Frá 1. þm. Rangæinga um fjárv. til íyrirhleðslu í Holtsá undir Eyja- fjöllum. Frá E. S. Sæmundsen skógræktarnema um 200 kr. aukastyrk til náms- ins. Frá.A. Friis um innflutning moskus- nauta til íslands. Frá Iðnaðarm.fél. í Rvík um 15000 kr. styrk til skólabyggingar. VieimssndsiTvna milU. Lo ftritskey t i. t'riðarsa m n i nga uinboðsmennirnir komu til Ports- mouth (í Bandar.) 8. þ. m. Þeir gengu á fund daginn eftir. Sú skoðun er að styrkjast í Ports- mouth, að friðarsamningarnir muni stranda á kröfn Japana um kostnaðarbætur fyrir ófriðinn; því að það er trú manna, að umboðsskjal rúsnesku fulltrúanna banni þeim að ganga að neinu i þá átt. [Meðtekið hér 12. ÁgústJ. Blæs af annari átt. Meðan framsögum. ritsímanefndar- innar (Guðl. Guðm.) var að tala í nótt, las hann upp bréf það er hér fer á eítir: Yið undirrUaðir oddvitar sýslu- nefndanna í Árness og Rangár- valla sýslum legfum okkur licr- með að fara þess á leit, að ið liáttv. Alþingi vildi veita fé á næsta fjárhagstímabili til þess að stofna málþráðarsamband milti Reykja- víkur, Eyrarbakka og Stokkseyr- ar og nefndra liéraða austur að Ægissíðu fgrir það fgrsta. Ad því leyti sem þingið kynni að gera það að skilyrði, að sýslu- félögin sjálf veittu fé til fyrirtœkis- ins, viljiun við taka það fram, að um báðar sýshirnar ganga nú er- indi til undirskrifta fgrir almenn- ing í þá átt, að menn vilji taka þáit í kostnaðinum .svo sem fœrt er og nauðsynlegt þgkir vera. Pess skal einnig getið, að erindi þetta lá fgrir síðustn sýslunefndar- fundum beggja Iiéraða og fékk þar þær undirtektir, að láta því verða sem fgrst framgengt, enda er það cdit almennings, að það sé eitt ið mikilvægasta framfaramál þessara héraða. Káldaðarnesi, 4. Agást Í90J. Sig. ólafsson. Einar Senediktsson. Til Aiþingis“. Þetta bréf er úr þeim kjördæmum tveim, er sendu legátana i „suður- reiðina" frægu, til þess að skora á þingmennina, að afstýra þeim voða, að málþráður yrði lagður um landið. Nú sækja sýslunefndir beggja sýslna (oddvitarnir í þeirra nafni og um- boði) til Alþingis, t.il aö hiðja þaðað „íþyngja landinu" með málsímalagn- ing úr Reykjavík austur að Ægissíðu. Hvorir tala með meira rétti í kjósenda nafni: sýslunefndirnar og oddvit.ar þeirra eða Haga-Fúsi og Þorsteinn Thór. ? GrólfRIíitar. RarKlútap, gólfmottur, þvotta-bpetti, burstar, kústar, tfluggasKIuu. þvottaKleuiiuur o. fl. fæst ódýrast í Sápuverzluninni Austurgötu 6, Reykjavík. Eimsteyttar kryddvörur, Vaniíle, Baksturspúlver, Búðingapúlver, Soya, Coulor, Cítrónudropar, Vanilledropar, Mandeldropar o. s. frv. fæst ódýrast í Sápuverzluninni AusturgUtu 6, Keykjavík. Tapað beizli með koparstöngum frá Herkastalanum að Landakoti. Skilist gegn fundarlaunum í Þingholtsstræti 23. Húsnseði, 3 herbergi og eldhús, eða 2 herbergi, stúlkuklefi og eldhús, óskast í lolt Jí. m. Tiiboð skriflegt seudist J. Aall-Hansen, Bókhlöðustíg. BöggSi með kjólataui o. fl. gleymt í Thorsteinssons búð (Ingólfshvoli). Eigandi vitji og borgi augl. Tapast hetir silfurhrjóstnál 11. þ. m., á leiðinni frá Bernhöftsbakaríi og niður fyrir læk. Vinsamlega heðið að halda til skila í Þingholtsstræti 5. Svampar, Kambar, Hárspennur, hárnálar fæst ódýrast í Austuvgötu 6, Reykjavík. í peningum (11 tíu kr. seðlar úr ísl. banka) hafa tapart í veski frá búð Gunnars Gunnarssonar að bakaríi Björns Símonarsonar. í veskinu var auk þessa bréf til mía frá Þorsteini Þorsteinssyni í Bakka- búð. Hver sem finna kynni pen- inga þessa eða verða var við þá á einhvern hátt, er vinsamlega beðinn að skila þeim á skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavik. p. t. Reykjavik 12. ágúst 1905. Pétur Benediktsson frá Yestmannaeyjum. Gleymið ekki aö borga „Reykjavík" Frá 1. Jíilí til ársloka kostar „ Reykjavík “ að eins i*>0 aura. . Sendið þá. Svo verður yður sent blaðið ! sem vilja útvega henni nýja k a u p e n d u r, geta fengið nokkur eint. af síðasta blaði til sýnis.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.