Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 19.08.1905, Síða 2

Reykjavík - 19.08.1905, Síða 2
158 REYKJAVÍK KR. KRISTJÁNSSON, Skólavörðustíg 4, amíðar manna bezt húsgögn og gerir við Hagnýtið ykkur mín höfuðlsekningaböð, þau eru það eina sem gefur fagurt og mikið hár, græðir út bera bletti á höfðinu og eiðir flösu. Allir sem óska. geta fengið keypt meðöl Klinikin er í Pósthús- str. 16. (Waages-hús). Karólína Porkelsson. Jóðsjúkri konu neitað um hjálp, Hryllilegt mauniiðarleysi Norður á Finnastöðum í Eyjaflrði býr maður að nafni Jósef Jónasson, merkur bóndi, efnaður og vel metinn. Kona hans var sjúk um tíma síðast- liðinn vetur og var til lækninga á Akureyri hjá Sigurði lækni Hjörleifs- syni Titstjóra „Norðurlands", batnaði henni undir nmsjón hans eftir von- um, en svo stóð á högum hennar að hún var þunguð. Þegar maður hennar kom að sækja hana spurði hann Sigurð lækni hvort ekki mætti leita hjálpar hans ef á lægi, þegar hún skyldi ala barnið, kvaðst vera hræddur um að þess þyrfti því fæð ingar hefðu gengið henni erflðiega að undanförnu. Lofaði Sigurður honum aðstoð sinni og skildu þeir svo með virktum. Svo líður og bíður þangað til kon- an legst á sæng. Þjáist hún mjög og harðnar sóttin óðum en ekki get- ur hún fætt barnið. Fer þá bóndi á næsta bæ, Jóhann Jóhannsson á Möðru- völlum, röskur maður og duglegur, af stað með marga hesta niður á Akureyri til að sækja iæknir og ætlar að fá héraðslæknirinn Guðm. Hannes- son. Þá vill svo óheppilega t.il að hann er að vitja sjúklings langt út með flrðinum, og auðsóð að margar klukkustundir mundu líða áður en hann gæti komið heim aftur. Snari sendimaður sór þá til Sigurðar Hjör- leifssonar og biður hann hjálpar. Vissi hann þó ekki um loforð það, sem iæknirinn hafði áður gefið Jósef bónda í því efni, því Jósef gleymdi að geta þess við sendimann þegar hann í fjýtirnum var að leggja af stað. En svo gerir Sigurður Hjörleifsson það sem lengi mun í minnum haft. Hann þverneitar að fara með sendi- manni, neitar að reyna til þess að hjálpa konunni sem herst við dauð- ann, þar sem enginn er viðstaddur er hafi nein tæki til að Jina þján- ingar hennar. Sendimaðurinn fór svo búinn heim. AlJar bjargir voru bannaðar. Enginn læknir var nærri sem nokkurt viðlit væri að reyna að fá. Konan tók sér þetta ákaflega nærii. Henni fanst hún vera svo einmana og yfirgefin, henni fanst það vera svo voðaleg harðneskja og mannúðarleysi að vilja ekki reyna að hjálpa sér í hörmungum sínum. Þeir sem við- staddir voru héldu að hvert a.ugna- blikið mundi verða hennar síðasta. En svo fór samt að hún vann sigur — hálfan sigur. Hún ól barnið og hélt sjálf lífi með veikum burðum — en barnið var dáið þegar það fæddist. Það var sjötta barnið þeirra hjón- anna sem þau urðu að sjá á bak. Sorg þeirra geta, menn gert sér í hugarlund. „Hvnð ætli það geri til þótt jóð- sjúkri fátækliugskonu só neit.að um JæknishjáJp" sagði „Fj.k.“ hér á dög- nruim. Ilún var þá að reyna að svívírða HalJdór lækni Steinsson í Ólafsvík. Auðvitað hefir Haildór iæknir aldrei gert sig sekan í slíku athæfl, aldrei dottið það í hug eða neitt óþokka bragð líkt því. — En bróðir Einars Hjörleifssonar, Sigurður læknir ritstj. „Norðurlands" gerir það, framkvæm- ir verkið sem bróðir hans Jýsir hvað sé fagurt!! Það hefir ekki verið getið um þenna atburð í afturbaldsblöðunum enn þá. Hann gerðist heldur ekki vestur á Snæfellsnesi né á því svæði þar sem þeim er hugleiknast að vernda hag og réttindi íslenzku alþýðunnar og Finnastaðahjónin eru heldur ekki já- bræður stjórnfjenda. En sorglegt er það í alvöru að atburður eins og hér er skýrt frá, skuli hafa komið fyrir á Jandi voru — nú svona nýlega. Heimsendanna miUi. —:o:— Mareoni-skeyti meðtekið 15. þ. m., endagsett 14. s. m. skýrir svo frá: Friðarskilyvðin, sem Japanar setja upp, eru meðal annars þau, að Rúsar endurgjaldi þeim herkostnað þeirra, en upphæð þess kostnaðar verði síðar ákveðin; Rúsar Játi af hendi Sakhalín og verði með alt sitt á burt úr Mandsjúu', en láti af hendi alt það er þeir hafa á Jeigu af Ljá- tung skaga (þar með Port Arthur), og sömuJ. alla járnbrautina suður frá Harbin. Japanar fái verndarvald yflr Kóreu, og takmörkuð verði tala og stærð þeirra herskipa, er Rúsar mega hafa í Austurhöfum. Erindsrekarnir hafa frestað um sinn að ræða afsalið á Sakhalin og herkostnaðinn. En ræða á meðan önnur frumskiJyrði. Óvíst er hvort frestun á að ræða þessi atriði þýðir það, að upp úr slitni samningunum af annara hvorra hendi; en fastlega eru menn þeirrar trúar í Japan, að þó að Rúsar neiti í fyrstu að ganga að þessum tveim skilyrðum, þá sé það í_ raun réttri látalæti en ekki alvara. Á Laugardagsfundi erindsrekannasagði Witte, að Japan vildi gera Kóreu að japönsku lýðríki, en Rúsar hefðu ekkert á móti þvi, ef Bandarikin, sem við það mundu biða mest tjón, og Norðurálfu stórveldin samþyktu það. Alment eru menn nú að verða vonbetri um að takast muni að koma á friði, enda mælt að aðrar þjóðir beiti þar sterkum áhrifum á báða málsaðila til að stuðla til friðar. „Terranova44 kom inn til Trums í Norvegi með alla meðlimi Zeigler-farar- innar heilu og höldnu um borð. Atkvæðagreiðsla norsku ])jóðarinnar (er fram fór Sunnu- daginn 18. þ. m.) uni ]iað, livort slitið skyldi sambandinu við Svía, fékk ]>au úrslit, að 321.197 atkv. urðu nicð sambandsslitum, en 161 á móti. Ensk blöð til 15. þ. m. segja friðsamn- ingunum í Portsmonth (New Hampshire) það ágengt, að aðilar sé ósáttir orðnir um, að Japanar hafi tilsjónarrétt með Kóreu; að hæði Japanar og Rúsar rými Man- dsjúrí og landinu sé skilað Sínverjum; Sínverjar fái járnbrautina suður frá Har- bín. — 15. þ. m. átti að ræðaum Ljut.ung- skaga. — Búist við að samningar strandi, er tekið verður að ræða um Sakkalíu og hetkostnað, en það verður innan 2—8 daga. 15. þ. m. var atkvæðatalan í Noregi komin upp i 365,997 atkv. með og 182 atkv. móti aðskiinaðinum. Ókomnar þá skýrslur frá 12 atkvæðastöðvum. L.eikhúsið. LeikféJagið iók í fyrrakvöld „Et Dukkehjem" („Heimilisbrúðan" Thefði heldur átt að nefnast „Brúðuheim- iiið“]) eftir Ibsen. Hór er ekki rúm að sinni að minn- ast þess, nema segja, sem satt er, að leikur frú Stefaníu Jósefsson („Nora“) er sú iangfegursta og fuflkomnusta leiklist, sem hér á iandi heflr sóst. Þeir sem séð hafa frú Hennings leika Nora á kgl. leikhúsinu í Höfn, segja, að frú Stefanía leiki þó munum betur. Hr. Árni Eiríksson lék vel (Krog- stad), og allir ieikendur léku ýmist vel sæmilega eða þá lýtalaust. En um það verður ekki deilt úr þessu, að jafnvel vorir beztu leikend- ur eru með tærnar mílu vegar fyrir aftan það sem frú Stefanía hefir hælana. Hún er leikkonan af guðs náð. Skólinn í Landakoti byrjar Föstudaginn 1. Sept- ember. Þcir sem vilja láta börn ganga í skóla þennan, ern vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem fyrst. (.31 undirrituð tek kostgangara, kvenfólk og karlmenn frá 1. Okt 1905. Grjótagötu 10. [—42. Magnea Ásgeirsson. 2 brúkaðir hjólhestar eru til sölu á Skólavörftustíg 27. með lausri yfirbyggingu, sem rúmar sex menn inni og t.vo á „kúsk“- sætinu er til sölu með mjög góðum kjörum. Vagninn er nýlega málaður og „lakkeraður“ og mjög vel útbúinn að öilu leyti. Ritstj. vísar á seljanda. S. Rjersgaard A Co, Köbcnliavn. Varningssýning bjá Breiðfjörðs-búð frá kl. 4Vg—8. EmaiJferaðar vörur, allskonar járnvara, landbúnaðaráhöld, saumur, strengvara., segldúkur, botn- mái, ensk og dönsk flskifæii, önglar, dorgöngiar, ait sem tii skipaútgerðar heyrir, festaraugu („kous“ ui) oghlekk- tengsl (stracklar), sigUigjarðir o. s. frv. Sýningin endar 28. Ágúsf. SápiiYerzlunin Austnrstræti 6, Reykjavík hefir á boðstólum: Prima grænsápu, ® . . . 14 au. Prima brún sápa „ 16 n Prima brún kristallssápa 18 n Prima hvít sápa, pd. . . , 12 n Prima Marseille-sápa, pd. . 25 n Prima Salmiak terpentín-sápa 29 n Prima Marmóreruð sápa, pd. 29 n Prima Perfections sápa, pd. 35 n Prima Páirnasápa, pd. . . 38 u Prima úrgángssápa, pd. . . 20 n Prima sápuspænir, pd. . 35 n Sóda, fínn, og kristail, pd. . 4V. n Bleikisóda, pd 8 n Lútdust ekta, pd 20 n — — — í lausii vigt, pd. 18 n Úigangs bandsápa, pd. . . 40 n Að eins beztu vörur á boðstólum! Sápuverzlunin Anstnrstr. (í, Reykjavík. Tapast hefir úr Reykjavík, jarpsokk- óttur hestur, mark: snciðrifað framan biti aftan hægra, blaðstíft aftan vinstra. Einn- andi skili til l’áls lögregluþjóns cða Jó- lianns Friðrikssonar á Læk í HoJtum. Ung kýr miðsvetrarbær faist kej’pt miðjum September í Austuifjtræti 18. 1 Prentamiðjan OutenberR. Pappírinn frá Jóni ÓlaÍBsyni,

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.