Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.10.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.10.1905, Blaðsíða 2
194 REYKJAVÍK vísi en meö áskorurium um pingrof ið bráðasta og nýjar kosningar. I*ingrof er sú aðferö, sem sjálf stjórnarskráin gerir ráð fyrir og lög- helgar, er mikiö ósamræmi kemur upp milli þings og þjóðar eða milli stjórnar og þings í stórmáLum. Sú þjóð er sof- andi, en ekki vakandi, sem horflr á það hljóð og aðgerðalaus, að réttur hcnnar og hagsmunir séu fyrir borð bornir af þeim, sem hún heflr falið mál sín til meðferðar. í’jóðinni ríður á þvi flestum hlutum framar, að láta ekki bæla sig eða svæfa óðara en hún héfir byrjað sjálfsfor- ræðis-vegferð sína. Hún er alveg frá, ef hún gerir það. Hún þarf að gerast stórum árvakrari og íhlutunarsamari um stjórnarhagi sína, einmitt fyrir það aukið sjálfsforræði, er hún hefir hlotið, og þar með fylgjandi miklu meiri á- b\rgð en áður. Fyrir utan inar alkunnu aðfarirþings og stjórnar í ritsímamálinu og undir- skriftarmálinu bryddi mjög á i sumar, á fyrsta þinginu eftir stjórnarbótina nýju, meiri og sterkari tilhneigingu til að láta undan síga fvrir dönskum áhrif- um, en dæmi eru til hér áður alla tíð frá því er alþingi var endurreist. Ráð- gjaflnn nýi, sem hugsað var gott til að gerast mundi öflugur uppihaldsmaður sérmálavaldsins íslenzka, virtist mörg- um koma fram miklu fremur eins og hann stefndi í gagnstæða átt, og hafði hann þar sem ella fylgi meiri hlutans á þingi. Má þar til nefna, auk ritsima- málsins og undirskriftarmálsins, auð- sveipni hans og meiri hlutans, er farið var fram á skifting botnvörpungasekt- anna'), uppgjöfina á umráðum yfir gufuskipaferöastyrknum úr rikissjóði7), o. fl. o. fl. Er í margra augum engu líkara en að Danir hafl látið eftir oss færslu ráögjafans hingað með þeirri hugsun, að gera hann að þeim mun öflugri erindreka sínum liér. þvi cr von, að mönnum fari aó lit- ast ekki á blikuna, og að þeir kvíði enn frekarí illum búsifjum i þessa átt eða því líka með sömu mönnum í löggjafa- sessi og nu eru þar. Peir spyrja sjálfa sig og aðra, hvar þetta muni lenda. um verður safnað hér í höfuðstaðnum sem annarstaðar. Og þarf vona ég ekki að minna á það, að ekki er ann- að samboðið virðingu kjósenda í stjórn- frjálsu landi en .að þeir séu hátt-upp hafnir yflr hróp og hnjóð miður vand- aðra og ósjálfstæðra eða ánetjaðra valdhafa-fylgiflska, sem hyggja sig gera húsbændum sinum þægt verk með því að smána og svívirða sérhverja við- leitni til að reisa rönd við þvi, að traðkað sé réttmætum áhrifum þjóðar- viljans á stjórn landsins. Vér hugsum oss áskorunina svo orð- aða sem hér fer á eftir eða sama efnis, skrifaða.með tilgreindri stöðuogheimili undirskrifenda, og vottorði yðar aftan við um að undirskrifendur séu alþingis- kjósendur, svo og, hve margir séu á kjör- skrá í hreppnum: TJndirskrifaðir alþingiskjóscndur í N.- hreppi í N.-sýslu lýsa hér mcð óánœgju sinni gfiv gjörðum síðasht alpingis í ýms- um mikilvœgum landsmálum, og skora alvarlega á sljórn landsins, að rjúfa ping sem fgrst og stofna til nýrra kosninga8)„ Bezt er að sæta mannfundum til undirskriftanna, verði því við komið, svona meðfram að minsta kosti, og: þarf ekki að flýta þeim meira en svo,, að þær yrðu hingað komnar um ára- mót í vetur. Með virðingarf. alúðarkveðju. Fyrir hönd Þjóðræðisfél. í Reykjavik.. Björn Jónsson. IRcWiíavíft 09 grenö. Hr. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri varð sjötugur þann 18. þ. m. Af því tilcfni héldu ýmsir bæjar- búar og Seltirningar lionum kvöldverð- ar-gildi. Vóru þar um 115 manns, af öllum stéttum og sljórnmála.skoðunum.. Klemenz Jónsson landritari rnælti fyrir skál heiðursgestsins, en hann svaraði með því að mæla fyrir minni íslands.. Jón Olafsson mælti fyrir minni »barn- anna hans Tryggva« (o: þeirra þjóðþörfu fyrirtækja sem hann hefði verið fröm- uður að). Ilannes Þorsteinsson mælti enn fyrir minni heiðursgcstsinS, Frá herbiíðum övinanna. Úr leyndarskjalasafninu. v. Þjóðræðisfél. i Reykjavík 9. Okt. 1905. Iláttv. kæri herra! Málaleitunin um frestun á staðfesting ritsímalaganna m. fl. hefir að vísu fengið viða um land mjög eindregið fjdgi, en þó eigi svo alment sem þurfti til þess, að stjórnin hlgti að láta und- an1). Hingað komu i tæka tíð undir- skriftir undir frestunar-áskorunina frá að eins rúmum J/t af kjósendum lands- ins2), í stað þess að það hefði þurft að vera rúmur helmingur í minsta lagi. Fyrir því var sýnilega gagnslaust að vera að gera menn á fund ráðgjafans frá Þjóðræðisféiaginu með áskoranir- nar til að flytja málið fyrir honum munnlega því til frekari áréttingar, og eins hitt, að safna undirskriftum hér í höfuðstaðnum, sem áformað hafði verið að fylti liópinn, ef hann hefði getað orðið nógu stór mcð þvi móti; það var tilgangslaust, er fullséð var, að það gæti ekki orðið3). Mjög mikið lof og innilegt þakklæti eiga þeir skilið, sem lagt hafa i sölur dýrmætan tíma og töluverða fyrirhöfn til þess að gera kjósendnm greiðan kost á að láta í ljósi einbeittan vilja sinn í máli því, er hér um ræðir, með því að rita undir áminstar áskoranir, liver í sinu bygðarlagi. Fyrirhöfnin heflr að 1) Ja, svo! Þar játar núgeneralinn i sinn hóp máttleysi sitt og árangurs- leysi æsinganna. ísa kvað við dálítið annan tón, er hún gat um áskoranirnar. 2) Osannindi fer generalinn hér með að vanda. Þegar frá eru talin nöfn þeirra undirskrifenda, sem ekki ern kjósendur, þá verður tala undirskrif- aðra kjósenda til Atpingis ekki '/» af tölu kjósenda samkvæmt þeim kjör- skrám, er síðast eru til skýrslur um. Eftir þeim var tala kjósenda 10110 alls á landinu. En síðan hefir kosningar- réttur verið rýmkaður að mun, og má óhætt ætla, að kjósendatalan sé nú 12000. 3) Undirskriftar-skjalanna var ekki von hingað fyrri en 1—2 dögum áður en ráðgert var að þau yrðu afhent ráðherranum. Ef generalinn og bur- geisar hans hér hefðu nokkru sinni œtlað sér að skrifa undir, þá hefðu þeir verið búnir að þvi löngu fyrri, og þá salnað undirskriftum liér í bæ- num. En pað gcrðu peir ekki Þjóðræðisfélagið ætlaði þó að reka þá til þessa og kaus á kvöldfundi, 2 nóttum áður cn skjalið skyldi afhenda, 4 menn til að sjá um að fá í snatri undirskriftir í bænum: generafinn, séra Einar i Hjáleigunni, þjóðræðis-trúboð- ann Jónas poeticula, sem yrldr um »ættjarðar storð« og gefur kærustunni glóðaraugu (sbr. »ekki er mér létt uni aðlýsa | ljósMáum hvörmum«), ogein- hvcrn 4. mann, er vér munum ekki að nefna. Hvað þcir hafa að gert, er oss ekki fullkunnugt um. Sumir segja að þeir færi um í 2 stundir með skjölin, en fengi iáa eða enga undir, og hættu svo við alt saman. Það eitt er víst, að ekkert ávarp eða áskorun kom úr Reykjavík. Það vóru blöðin »Reykjavík« og »þjóðólfur,« sem gerðu þeim þann grikk, að koma því upp um þá, for- sprakkana, að þeír hefðu svikist um að skrifa undír sjálfir. Það eru því þessi blöð, sem hafa hýtt þá á stað til að afsaka sig og gera nú tilraun til að smala undirskriftum i Reykjavík — undir alt annað og enn lævíslegar orð- að skjal. vísu vcrið minni en margur hyggur, sakir ins einlæga áhuga almennings að vera með4). En án ósérhlífinnar for- göngu mundi lítið sem ekkert hafa orðið úr þessum undirskriftum, sakir vana- og framtaksleysis, efablendni um nokknrn árangnr o. fl., sem dregur svo mjög úr mönnum til slíkra hluta, hversu mikið sem þeim býr niðri fýri r', — auk tímaskortsins. Að enn vantar alveg áskoranir rir miklu meira cn helming af sveitarfé- lögum landsins, er aðallega að kenna hræðslu um, að hér mundi unnið fyrir gýg. Stjórnin mundi engan bilbug láta á sér íinna, þótt allir kjósendur lands- ins eða sama sem allir skoruðu á hana. Suma hefir það gert liikandi, að þeir vissu ekki, hvað aðrir mundu gera. Enn aðra hefir bagað sá misskilningur eða athugaleysi, að farið væri fram á lagastaðfestingar-si/n/íi/í, þó að í áskor- uninni standi berum orðum að eins frestun á staðfesting, í þeim réttmæt- um tilgangi, að veita þjóðinni kost á að lýsa sínum vilja í þessu máli, áður en þvi yrði til lykta ráðið, — einliverju inu stórvægilegasta velferðarmáli fyrir hana6). Loks hefir tímanaumleikinn valdið því, að ekki hefir verið hægt að komast yfir nærri því eins mikið og ella mundi; sumir jafnvel lagt alveg árar i bát þess vegna. Má þó raunar heita furðanlegt víða, hvað safnast hefir á jafn-naumum tíma. Þrátt fyrir þennan ónóga árangur af umræddri undirskrifta-tilraun leikur enginn eíi á mjög almennri og mjög magnaðri óánægju yfir gjörðum síð- asta alþingis bæði í hraðskeytamálinu og fleiri stórmálum þjóðarinnar. En sii óánægja parf að koma fram og « að koma fram í ákveðinni yfirlýsing frá kjósendum landsins, þeim cr ekki hafa enn láliö til sin heyra. Og er þá naumast hægt að koma því við öðru- 4) Já, svo brennandi hefir áhuginn verið, að þótt smalarnir riðu um sveitir nœtur og daga, hefðu frammi bæði lognar fortölur, og sumstaðar hótanir, fyltu skjölin með nöfnum karla og kvenna. sem ekki vóru kjósendur, og jafnvel hnupluðu nöfnum i heimildar- leysi, þá varð þó árangurinn ekki meiri en þetta. 5) Hvaða mál er þetla wstórvægi- legasta velferðarmál ?« Það er eitt lítið lagaboð i 3 köflum, er Alþ. samþykti og konungur nú hefir staðfest Efni þess er i stuttu máli þetta: 1. Landið hefir forgangsrétt fyrir einstaldingum eða félögum íil að leggja ritsíma og talsínia innanlands; 2. heimilt er að leggja símann yfir land einstaks manns, en greiða skal fullar bætur fyrir tjón, er af því leiðir; 3. starfsmenn við síma skulu skyldir að þegja um skeyti og samtöl. Petta er sú voða-löggjöf Alþingis, sem þjóðræðisliðið vill afstýra með stað- festingarfrestun og þingrofi. Um þetta eitt, og annað ekki, eru þessi lög. Þótt þau væri engin til, þá hefði það engin áhrif á ritsímalagning- una, hvorki yfir landið og því siður millí landa. Það ótrúlegt, að nokkur sá sem skrif- aði undir áskoranirnar, liafi vituð, hvað í lögum þessum stóð. Pað er óskiljanlegt, að nokkur mað- ur geti fært fram nokkra skynsamlega ástæðu gegn ákvörðunum þessara laga. Vesalings afvegaleitt fólk má það vera, sem heflr látið narra sig til annars eins. Og skiljanlegt er það, að forsnrökk- um æsinganna, eins og Einari'Bene- diktssyni, Birni Jónssyni, Einari Iíjör- leifssyni, Skúla Thoroddsen hafi pólt skömm að pví að skrifa nafn sittundir aðra eins vitleysu. Ef þér, sem ég vona og trevsti fast- lega, eruð þessu samdóma, er nú hefi ég tekið fram, veit ég, að þér rnunuð vilja gangast fyrir með fleiri góðra manna fulltingi almennri áskorun úr yðar bygðarlagi (hreppi) þess efnis, er aö framan greinir, og senda liana síöan Þjóðræðisfélagsstjórninni hér, er koma mun henni á framfæri.ásamt sams konar áskorunum úr öðrum héruðum og til viðbótar þvi, sem stjórninni er þegar sent af sama tægi, ef takast mætti að fá saman þann veg almenna yfirlýsing um ákveðinn þjóðarvilja á öllu landinu eða því sem næst. Slikum undirskrift- 6) Eins og sýnt var fram áísíðasta tbl. »Rvikur,« er þaðsjálfur þjóðræð- isgeneralinn, ritstjóri Björn Jónsson, scm fer fram á skifling botnvörpunga- sektanna, í blaði sinu ísafold 7. Júní í vor, fyrstur allra íslendinga, ogtelur hana svo sjálfsagða þá, að annað sé oss ekki vanvirðulaust. Er þessi framkoma Bjarnar Jónsson- ar honum »vanvirðulaus?« 7) Hvorki íslands-stjórn né Alþingi hafa nokkru sinni haft nokkur »umráð« yfir styrknum úr ríkissjóði til gufuskipa- ferða. Þing og stjórn hafa því ekki getað »gefið upp« umráð.sem þa’u aldrei hafa haft. Þetta er því, eins og fleira, eintómur ósanninda-uppspuni, algerlrga tilefnis- laus — ekki minsti flugufótur fyrir honum, 8) Þessi yfirlýsing er með svo alveg óákveðnu orðalagi, að hún er gersam- lega þýðingarlaus. 500 kjósendur kynnu að vera óánægðir með símalagningar- málið, en haröánægðir meö alt annað; 500 óánægðir með tollhækkunina, en ámegöir meö alt annað; þriöju 500 ó- ánægöir meðsveitarstjórnarlögin, fjórðu 500 með fátækralögin, íirntu 500 aflur með heföarlögin, sjöttu 500 mcð skulda- fyrningarlögin, sjöundu 500 með lögin um varnarþing í skuldamálum, áttundu: 500 með lögin um styrk til samvinnu- smjörbúa niundu 500 með einhverja fjárveiting eða fjárbónar-synjun þings- ins — og svo koll af kolli. A þennan hátt getur vel verið, aði ekki sé nokkur kjósandi á landinu, sem ekki sé óánægður með einhverja eina eða fleiri af gerðuin þingsins, og að hverjum þyki sitt óánægjumál »mik- ils vert;« en þrátt fyrirþað gæti veríð,. að ckki væri nokkur ein alliöfn þings- ins, sem allur fjöldi kjósenda væri ehki ánægður með eða sampykkur. Hér vantar nefnilega algcrlega nokk- urn einn sameiginlegan óánægjugrund- völl. Því er slík yfirlýsing þýöingarlaus markleysa, en auðgefið að narra at- hugalitla menn til að skrifa undir hana í hugsunarleysí. En er nú ekki tími til kominn fyrir kjósendur að fara að gœta að sér, og hugsa sig vandlega um, áður en þeir láta telja sig á að skrifa undir það, sem getur orðið landinu og þeim ti] tjóns og vansa?

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.