Reykjavík - 10.11.1905, Side 3
REYKJAVÍK
211
var flotasýnirig mikil á höfninni;
vóru þar auk japanska ílotans her-
skip Breta og eitt vígskip Bánda-
ríkjanna (»Wisconsin«). Alls vóru
808 herskip á liöfnihni, meðal þeirra
»Peresviet«, »Poltava«, »Nikolai I.«,
»General Admiral Apraxin«, »Ad-
miral Seriiavin«, tundurspillarnir
»Biedovi« ög »Resjitelni« og fjöldi
annarra rúsneskra skipa, er Jap-
anar hafa öll tekið í stríðinu.
Um kvöldið voru 170 al' skip-
unum skrautlýst og þótti það mik-
ilfengleg sjón.
Daginn þar á eftir liélt Togo að-
míráll hátíðlega innreið sína í
Tokio, og ná engin orð til að lýsa
þeim fagnaði, er liann átti þá að
mæta.
I’ann dag varð það fyrst heyr-
inkunnugt, að frá 10. Ágúst 1904,
er rúss'néski flotinn reyndi að sleppa
burt frá Port Arthur, og þartil í
miðjum Desember, að japanski
flotinn réðst á vígskipið wSevastö’-
pol« og gerði það óvígt, hafði Togo
aðmiráll aldrei kastað akkerum
nokkurstaðar, og þykir það mikill
vottur um árvekni hans og ósér-
lilífni, enda mun slíkt einsdæmi.
Geta má þess, að eitt af lierskip-
um Breta, er til Japans kom, ber
islenzkt nafn (»Hecla«).
4 vígskipum, 2 beitiskipum og
ýmsum smærri herskipum rús-
neskum hefir Japönum tekist að
lyfta úr sjó í Port Arthur, gera við
þau til fulls og innlima þau í her-
flota Japans. Og enn eru þeir að
fást við að ná fleiri skipum úr sjó.
Japanskeisari ætlar að leggja
fyrir þingið frumvarp um, að auka
fastan landher landsins úr 10 deild-
um upp í 20 deildir. Vér ætlum
að í hverri herdeild (»division«)
sé í Japan 70,000 fremur en 75,000
manns. Hcrauka þennan vill keis-
arinn gera »svo að Japanar geti
verið samboðnir bandamenn Bret-
um«, en Bretar eiga langstærstan
flota í heimi, jafnoka hverra 2—3
stórvelda annara til samans, en
landher þeirra er aftur smávaxinn.
Riisland. Þar er nú byrjuð að
kalla má allsherjar uppreisn um
land alt. Blöð vor, sem ná til
mánaðamóta, segja verkfall meðal
járnbrautarmanna um land alt að
kalla. Varsjá, Pétursbprg og Moscóv
alveg sviftar öllum samgöngufær-
um og leit út fyrir vistaskort. Frá
Moskóv komu engar fregnir síð-
ustu 3 daga f. m., þvi að ritsímar
allir og talsímar J>aðan vóru skornir.
En það vissu menn síðast, að
borgarbúar liöfðu sett á fót sér-
staka bráðabirgðastjórn, óháða
keisara. Víða í borgum hafa verið
settar upp þjóðveldisstjórnir lil
bráðabirgða. En lítill veigur mun
í þeim verða til þróttmikillar mót-
stöðu.
Mikill hluti hersins virðist vera
á þjóðarinnar bandi, og þorir stjórn-
in engu af honum að treysta, nema
KósÖkkum.
Boðum keisara lilýða nú engir
lengur, jafnvel ekki næst honum
sjálfúm. Rúsland er — segir fregn-
riti »Daily Telegr.« — í fauninni
keisaralaust sem stendur. Um hans
vilja, boð eða bann, hirðir enginn
framar.
Keisarinn er sjálfur sama dulan,
sem hann hefir jafnan verið. Ann-
an daginn heitir hann Witte öllu
fögru, lofar að innleiða þingbundna
stjórn með fullu löggjafarvaldi þings,
og gera Witte að forsætisráðherra
(liann er sem stendur helzti ráð-
gjafi keisarans). Hinn daginn neit-
ar hann að undirskrifa nokkuð bg
er þá dauðhræddur við stórfurst-
ana og hirðina, sem vill ekki heyra
um annað talað en alment blóð-
blað. Skip sitt hefir hann sífelt
ferðbúið á liöfninni, til að geta far-
ið um borð í það með konu og
börn og flúið til Danmerkur.— Þá
yrði liann að sjálfsögðu að leggja
niður stjórn um sinn, og yrði þá
líklega Constantín föðurbróðir hans
settur ríkisstjóri. Hann er frjáls-
lyndur rnaður.
Síðasta f. m. er rriælt, að keisari
hafi afráðið að láta að kröfum
þjóðarinnar um löggjafarþing og
fult stjórnfrelsi, og loftskeyti, er
hingað barst á Föstudaginn, segir
keisara hafa 2. þ. m. gefið út op-
ið brjef, er veiti (lofi?) stjórnar-
skrá. Það fylgdi þar með, aðjárn-
brautarverkfölfum væri lint í Norð-
ur-Rússlandi.
En við þetta er að atliuga, að
fregnriti »Daily Telegr.« — sem er
allra manna sannfróðastur i þess-
um efnum — hafði þegar 29. f. m.
sagt fyrir, að verkfallinu á járn-
brautunum yrði bráðum aflétt, hvað
sem í skærist, því að þau liefðu
verið gerð nú bæði til að ógna
stjórninni og svo til að reyna, hve
traustur félagsskapurinn væri, er
til þyrfti að taka, en aðal-uppreisn-
in œtti ekki að Injrja fyrri en í Des-
ember.
»Times« og önnur ensk blöð
eru trúardauf mjög á árangurinn
af aðgerðum Witte, stjórnarskrár-
veiting o. s. frv.; telja þetta koma
um seinan; óska auðvitað, að það
inætti að góðu haldi koma, en bú-
ast auðsjáanlega við, að nú sé í
Rúslandi byrjaður saini hrika-
leikurinn sem í Frakklandi í stjórn-
biltingunni miklu.
Næstu vikur leysa nú væntan-
lega úr því. En hversu sem fer,
þá eru það sýnilega mikil beims-
tíðindi, sem nú fara í liönd —
eftirleikurinn eftir japanska stríðið.
Rvik, 10. Nóv.
Marco;ii-loft8keyti i dag ílytja enn meiri
hryllingar-sögur frá Rússlandi. Ný-
grafnir í Odessa t. d. 964 gyðingar, er
myrtir höfðu verið. Samskot til gyðinga
gerð víða um lönd, í New York t. d.
safnað í svip $ 56,800; Rothschildarnir
gangast fyrir samskotum í London. —
Witte játar, að stjórnin sé víða magn-
laus til að stöðva spillvirki, og að sum-
slaðar sé yíirvöldin fjandsamleg allri
stjórnarbót og æsi því til spellvirkja.—
I Neu> York lítur út fyrir, að McClellan
verði endurkosinn borgarstjóri; hafði
fengið 222,000 atkv., Uearst 219,000. Ir-
wins 132,000, en atkv. ótalin þá enn frá
51 kjördeild. — Pattison, demókrat,
kosinn ríkisstjóri í Ohio. er verið hef-
ir örugt vígi samveldisllokksins áður.
Trúarbragða-ofsókn.
Trúarbragða-ofsóknir eru með tvennu
móti: annað er, að maður ér ofsóttur
fyrir það, hverja trú hann hefir; þannig
eru Gyðinga-of8Óknirnar í Rúslandi og
víðar, ofsóknirnar gegn kristnum mönn-
um i Armeniu o. s. frv.; slíkar ofsóknir
eru nú á döguín hvergi löghélgaðar meðal
siðaðra þjóða.' Hitt er það, ér landslög
gera það saknæmt að gera gys að einhver-
jum trúarbrögðum eða taia óvirðulega uro
(„smána“) trúarlærdóma einhvers trúar-
ttokks, sem ér í rikinu (landinu).
Slíkt er löghelguð trúafofsókn mjög
viða, t. d. hér á landi (sbr. 157. gr. alm.
hegningarlaga 25. Júni 1869).
Ríkisvaldið,. iandsstjórnin hefir fram að
þessu ekki beitt hér valdi sinu til trúar-
ofsókna siðan á dögum Hjalta Skeggja-
sonar, því að galdrabrennurnar vóru aðal-
lega hegning fyrir tjón, er öðrum átti að
vera unnið með göldrum. Að minsta kosti
minnumst vér þess ekki, að mál væri
höfðað hér gegn neinum fyrir galdra,
nema þvi að eins, að sannað þætti (eftir
þeirra tíma trú), að einhverjum hefði verið
unnið tjón með göldrunum.
Siðan hegningarlögin komu út 1869 hefir
157. gr. þeirra aldrei verið beitt. Og þó
hefði án efa mátt takast stundum, að fá
menn dæmda eftir henni. Þar til má t. d.
nefna Magnús heitinn Eiríksson, en einkau-
lega séra Helga Hálfdánarson. Báðir vóru
þeir brennheitir trúmenn, hvor i sinni trú,
og mestu sæmdarmenn. Ln í riti sinu:
„Stutt, lýsing Mormónavillunnar11 gerði
séra Helgi heitinn sig stórsekan við 157.
gr. hegningarlaganna. Mormóna-trú er
vist ekki í neinum metum hjá nokkrum
manni, sem ekki er mormóni; það er satt,
og sá fáranlegi trúarsamsetningur á það,
að voru áliti, heldur ekki skilið. Kn ekki
verður því þó neitað, að hve léleg sem trú
Mormóna er, þá eru þeir Mormónar, sem
hér eru og halda hér guðsþjónnstur og
skíra fólk, „trúarbragðafélag, sem er á ís-
iandi“ og þvi varðar það „fangelsi, ekki
vægara en 1 mánaðar einföldu fangelsi,
eða sektum, ef miklar málsbætur eru,“ að
„gera gys að eða smána trúarlærdóma eða
guðsdýrkun11 þeirra.
En énginn maður hér á landi hefir, ekki
að eins gert gys, heldur smánað jafn-gifur-
lega trú nokkurs trúarbragðafélags hér á
landi, eius og séra Helgi smánaði trú Mor-
móna.
Hann og Magnús vóru þó látnir óáreitt-
ir, af þvi að enginn varð til að kæra þá.
Landsstjórnin skiftir sér — það skal henni
til heiðurs sagt — aldrei af brotum gegn
þessari svivirðilogu 157. gr. hegn.laganna,
uema einhver kœri.
Nú er verið að fitja upp trúarofsóknar-
mál gegn fyrrum hreppstjóra Einari Joeh-
umssyni fyrir ritgerð í trúmála-málgagni
hans, er „Hrópið“ heitir, Nóvember-blaðinu,
út af ritgerð þar: „Rannsókn njja testa-
mentisins er nauðsynleg.“ Það sem eink-
um kvað hneykslað hafa kæranda eða
kærendur, eru þessi uiömæli um getnað
Jesú: „að heílagur andi hafi átt barnið,
nfl. búið það til á óskiljanlegan hátt og
vitrast Jósef í draumi, sagt honum frá þvi,
beðið hann að annast Mariu og krakkann.“
Það eina, sem óvirðulegt mun talið í
þessum ummælum, mun vera orðið
„krakkann11 í staðinn fyrir „barnið.“ Og
þó er orðið „krakki“ alls ekki óvirðulegt í
sjálfu sér. Tala ekki allir foreldrer oft
um „krakkana11 sína, og munu þó alls ekki
vilja óvirða þá með því. En „gysið“ mun
eiga að liggja í sambandinu, I blœ allrar
greinarinnar.
En til hvers er nú verið að átelja þetta
í róttvísinnar nafni? Er það gert guðs
Yegna? Ekki þarf hann verndar mann-
legra laga.
Nei, það á að vera til refsingar fyrir að
særa tilfinningar mannanna. Vér liöfum
heyrt tekið sem dæmi þvi til réttlætingar,
hve ljótt só að tala óvirðulega um foreldra
í áheyrn barna þeirra. Það særi þeirra
helgustu tilfinningar. Jú, alveg satt. Það
er ljótt. En réttvisin skiftir sér ekki af
því, þannig að hún höfði sakamál á hend-
ur þeim sem það gerir. Sá sem í hlut á,
getur sjálfur höfðað meiðyrðamál í því til-
felli, fengið þann dæmdan, sem hefir
meiðyrt föður hans. En bætur fyrir, að
„ti]finningar“ hans hafi særðar venð, fær
hann engar.
Svo að dæmið á alls ekki við — þvert
á móti!
Hver kemur nú þessari ofsókn á stað?
Er það stjórnarráðið? Er það hr. Hánnes’
Hafstein, sem ætl^y að gera sér það til á-
gætis, að fara að ofsækja menn fyrir
trúarefni?
Nei, sera betur fer er það ekki. Það er
byskupinn yfir fslandi, herra Hallgrímur
Sveinssop, .sem kærir veslings Einar Joch-
umsson fýrir bæjárfögetanum. Og það er
haft fyrir satt hér í bænum, hvort heldur
með réttu eða röngu skulum vér ósagt
láta, að það sé dósent við prestaskólann
séra Jón Helgason — sonur lektors Helga
Hálfdánarsonar —, sem hafi ýtt byskupn-
um á stað í þessu máli.
Þegar þannig ér kært, ér yfirvöldunum
einn kostur nauðugur, éf nokkur átylla er
fyrir kærunni, að láta halda próf yfir þeim
sem kærður er, og, el' tilefni reynist tii
að loknum prófum, þá að skipa málshöfðun.
Enn eru að eins haldin pról yfir Einari.
Vér viljum vona, að ráðherrann, er hann
sér þau, geti fundið ástæðu til að láta þar
við sitja, án þess að fyrirskipa málshöfðun.
Oss virðist sem vegur mundi vera til að
komast hjá þvi.
Einar virðist vera brennheitur trúmaður
en er fjarskalega ómentaður og ósvífinn
að svívirða menn í orði, enda er hann svo
einfaldur í veraldlegum efnum, að hann
hefir enga hugmynd um sakhæfi. Hann
hefir ekkert lag á að setja fram í skilmerki-
legum orðum trúarjátning sína1;. Öll trú-
mál hans blandast, saman við svívirðileg
smánunaryrði um einstaka menn, sem sumir
hverjir láta hvorki trúmál né kyrkjumál
til sín taka opinberlega.
En hvorki þeim né trúnni eða neinum
manni vex vegur eða virðing við að leggjast
á þenuan litiímagna Sízt fer vel á þessu,
þegar miklu stærri burgeisar, sem jafn-
mikið eða meira hafa brotið gégn 157. gr.
hegningarlaganna, hafa verið látnir óátaldir.
Og engan blett lellir það i augum manna
á minning herra Péturs eða herra Helga,
að þeir leiddu hjá sér að siga réttvísinni
á stað til sakamálshöfðana út af trúmálum,
þótt þeir hefðu brýnni tilefni til þess, eft
þetta, sem herra Hallgrímur hefir tekið upp.
‘) Hann trúir t. d/bersýnilega á guð-
dóm Jesú. þótt hann trúi ekki á yfirnáttúr-
legan líkamlegan getnað hans.
Meðal aimars!
Litla ritstjórnargrein á dðnsku flutti sið-
asta »Rvík«. Var það gert til að svara
ýmsum valtýskum lygum í dönskum
blöðum. Dönsk blöð skilja ekki
íslenzku. En vor danska grein berst
merkustu blöðum á Norðurlöndum.
Pað er ekki ótítt erlendís meðal
smáþjóða, sem rægðar eru í útlöndum,
að blöð þeirra birti endur og sinnum
greinar á því máli, er þeir skilja, sém
rógurinn hcfir verið borinn á borð fyr-
ir. — Auðvitað skal það rúm, sem
greinin tók, verða bætt lesendum upp
með leturdrýgindum.
Hver á »Fjallkonuna?« Á niðurjöfnun-
arfundi kom það upp úr kafinu, að dán-
arbú Páls Briems á »Fjallkonuna«, en
ckki Einar Hjörleifsson.
Veðurathuganir
i Reykjavík, eftir Sigrísi Bjöensdóttur.
1905 Nóv. Loftvog millim. Hiti (C.) 4J «o 8 s ð *o <D > ð tk etí a co cð 11 -p!
Ei 2. 8 764.3 0.6 0 10
2 766,9 0,4 NE 1 9
9 767,4 —2.5 0 7
lö 3. 8 771,7 — 8,19 0 1
2 771,4 -2,1 0 0
9 768,3 —3,9 0 2
Ld 4. 8 763,6 -3,0 0 0
2 762,2 -2,7 0 3
9 761.7 2,3 0 6
Sd 5. 8 761,7 2.9 0 9 0,3
2 751,8 3,9 0 10
9 759,1 3,4 0 10
Má 6.-8 757,7 0.6 0 10 1,2
2 757,8 1,2 N 1 5
9 756,5 —0.3 0 4
Þr 7. 8 756,2 —2,9 0 0
2 755,3 —3,1 NW 1 0
9 757,5 —2,5 0 0
Mi 8. 8 757.8 —3,4 NE 1 3 0,8
2 758,2 -3,1 NE 1 8
9 757,8 2,2 NE 1 10