Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.11.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 25.11.1905, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 221 landstjóra, er stjórnar þar í nafni og umboði Kóreu-keisara. En Jap- anar hafa heitið því, að skila Kó- reu aftur sjálfsforræðinu, þá er þjóðin sé orðin svo þroskuð, að hún sé því vaxin. Ilúsland. í Pétursborg birtir nú mjög yfir útlitinu, og gera inenn sér vonir um, að þar komist alt bráðlega í gott lag. Til dæmis um, hve alt er nú að spekjast, er þess getið, að daglaunamenn, sem höfðu krafist þess, að eigi yrði unnið lengur en 8 stundir á dag, hafa nú fallið í'rá þeirri kröfu sinni. Tyrkland. Herfloti frá stórveld- unum, öllum nema Þjóðverjum, er nú saman kominn í Makedoníu- hafi, til að sýna Tyrkjum í tvo heimana, með því að soldán hefir þverskallast við kröfum stórveld- anna um að selja þeim í hendur fjárstjórn Makedóníu, svo að henni verði í lag komið. Mælt er að soldán hafi veitt Vilhjálmi keisara einhverjar sérstakar ívilnanir eða hlynnindi Þýzkalandi til handa. Hingað og ekki lengra — ? |Eftir „Gjallarhorni11]. Á þessu sumri hafa gerst þau tíð- indi hér á landi, sem svo eru viðsjár- verð fyrir vorn pólitíska viðgang, að til þeirra verður engu jafnað í seinni tíð. Þessi tíðindi eru áskoranir „Þjóðræðisfélagsins" til ráðherrans, um að fá konung til að fresta stað- festingu ritsimalaganna. Vegna hvers eru þessar áskoranir svo sérlega viðsjárverðar? Vegna þess fyrst og fremst, að í þeim felst viðleitni til að fá styrk erlends valds (konungsvaldsins) gegn inu æðsta innlenda valdi (þingræðinu), sams- konar viðleitni og sú er kom fram á Sturlungaöld, þegar höfðingjar vorir leituðu aðstoðar Noregs konungs hver gegn öðrum, og um leið gegn inu æðsta innlenda valdi. Aíleiðingar þess eru svo kunnar, að þær þarf ekki að ræða hór. En svo ískyggi leg sem þessi hlið málsins er, þá hefir það þó aðra hlið, sem er enn þá iskyggilegri, nú, á voru sérstak- lega pólitíska þroskastigi. Sú hlið er aðferðin við að afla áskoruninui fylgis, sú aðferð, að afla fylgisins (undir- skriftanna) í myrkri, þ. e. á bak við mótstöðuflokkinn og áður en málið var upplýst eftir því sem föng voru á. Það má telja víst, að sumir þeirra, sem lóðu áskorununum fylgi sitt, hefðu gert það eins vel frammi fyrir almenningi; en hitt ætla óg engu óvissara, að sumir þeirra hefðu alls ekki gert það, þar sem málið var sókt og varið á báðar hliðar. Það er satt að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem unnið er i myrkri í pólitík hér á landi; en það er í fyrsta sinn, sem þeirri myrkravinnu er stefnt beint á vort eigið æðsta innlenda vald — ið sama vald og vér höfum keypt svo dýru verði, sem liggur í fullrar hálfrar aldar baráttu vorra beztu manna. Hugsum oss afleiðingarnar af þessu út í æsar. Setjum svo að undir skjöl „Þjóðræðismanna" hefði fengist full- ur helmingur kjósenda í landinu. Hvað átti svo að verða? Eftir fram- sögu „Þjóðræðismanna" hefði stjórn- in átt að víkja fyrir þannig fengnum meiri hluta og ný stjórn að setjast á laggimar. En hvað er eðlilegra en að sá fiokkur, sem þannig hefði orðið undir, hefði beitt aftur sömu aðferðinni, aflað sér meiri hluta í einhverju máli í laumi, á bak við hinn flokkinn og honum að óvörum? Og svo flokkarnii á víxl hver af öðrum! — Þegar þetta er athugað, vona ég að öllum þeim mönnum, sem sæmilega eru skynsamir og ó- blindaðir af sínum eigin athöfnum í málinu, verði Ijóst, að með undir- skriftasmölun „Þjóðræðisflokksins" er lagður fyrsti stúfur af braut, sem liggur beint niður á við, niður til ins neðsta pólitíska foraðs. Það er átakanleg sönnun fyrir því, hve pólitískar æsingar blinda skyn- semi manna, þegar svo skygnum mönnum og þeir eru að náttúrufari, formaður og varaformaður „Þjóðræðis- félagsins", verður á að stíga jafn við sjárverð glæfraspor og þau, sem hér er um að ræða. En gleðilegt er það, ef það er satt, að eigi hafl veiðst i netið meira en ca. hluti kjósenda í landinu, þrátt fyrir það, hvað mál- inu var fast fylgt, og þiátt fyrir það að komið var að mönnum óvörum og óundirbúnum. Þetta gefur vonir um að nú só komin sú stund, þegar sómatilfinning þjóðarinnar vaknar gegn því pólitíska óárani, sem gengið heflr yfir landið í seinni tíð; vaknar og segir: Hingað og ekki lengra. Sigurjón Friðjónsson. 3n ágætu ofttkol, sams konar og áður hafa fluzt, eru nú komin aftnr til J. P. T. IJpyde’s ver/.l. í Reykjavík. Innistúlka getur fengið hæga vist nú þegar; hátt kaup. Ritstj. ávísar. Steinolía (Royal Dayligt) er seld á 14 aur. |>i*. pott. í Bryde’s vcp*1. í Itvik, Afmælishátíð. Einiiijsjin iir. 14 heldur 20 ára af- mæli sitt Laugardaginn 2. Desbr. Aðgöngumiöum verður útbýtt til félaga stúkunnar á fundi hennar Miðvikudaginn 29. þ. m. Þess er óskað, að allir, peir sem óska að verða félagar stúkunnar, gefl sig- fram sem fyrst. Eiiiiii{«-in íii-. 14 heldur næsta fund Miðvikudaginn 29. þ. m. Eiiiinsrin iii-. 14 kappkostar að gera fundi sína fræðandi og skemt- andi. Eiiiinj»-iii ni-. 14 býður öllum góð- um mönnum og konum til sín að koma. Munið, að næsti fundur er 29. þ. m. Eg undirrituð tek prjón, eins og að undanförnu. Guðbjörg Bjarnadóttir, Garð- húsi. JÓN HERMANNSSON, úrsmiðar, Hverfisgötu 6, hefir ífr og Hlukkur til sölu að eins frá v ö n d u ð u m verk- smiðjum. [—tf. ^(Íull-’L falleg Kort fást hvergi ódýrari en á Laugavegi 58. $. Benónvsson. Taugaveiklun og magakvef. Þó að ég leitaði sífelt læknishjálpar, batnaði mór ekki að heldur, en hins vegar batnaði mér við að brúka Elix- írið. — Sandvík, Marz 1903. Eiríkur Hunólfsson. Slæm niclting, svefnleysi og andþrengsli. Við að brúka nýja seyðið í vatni, 3 teskeiðar fullar þrisvar á dag, hefir mér talsvert bat- nað, og mæli óg því með þessu á- gæta Elixíri við náunga mína, með því að það er bezti og ódýrasti bitter. — Kaupmannahöfn, Fa. — Eftirmað- ur L. Friis heildsala, Engel. Jómfrúgula. Elixirið hefir al- læknað mig af jómfrúgulu. — Meer- lose. September 1903. Marie Christensen. Langvint magakvef. Þrátt fyrir stöðuga læknishjálp og strangar mat- aræðisreglur versnaði mór einlægt; en við að neyta Elixírsins hefi ég læknast og get neytt alls matar. — Kaupmannahöfn, Apríl 1903. J. M. Jensen, agent. Hína>Lífs>EIixíp er því að eins ósvikið, að vörumerkið: Kínverji með glas í hendi, standi á nafnmiðanum og nafn framleiðanda: Waldemar Petersen, Friðrikshöfn — Kaupmannahöfn, en innsiglið í giænu lakki á flöskustútnum. Hafið ætíð glas við hendina bæði heima og utan heimilis. Fæst hvervetna á 2 kr. flaskan. Keynill einu sinni v íii, sem eru undir tilsjón og efna- rannsökuð: rautt og hvítt PORTVÍN, MADEIRA og SHERRY frá ilkrt It Cél Menta. Aðal-birgðir í [Xfi4 II. Th. A. Thomsens Magasin. Tækifæriskaup. 8kúk-tall og skúkborð, Handspeglar, Seðlnveski, I?oniiijSíiil»u«l<lni-s Möppur, Vasabn'kur. Jón Ólafsson. Steinolía í smásölu og á tunnum góð og ódýr á Laugavegi 58. cS. cRonónýsson. SAMKOMUHÚSIÐ BETEL við Ingólfstræti og Spítalastíg. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. Kl. O'/a e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga: Kl. 8. e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bænasamkoma og biblíulestur. Kirkjusálmasöngsbókin verður viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. [tf. Vinsamlegast I>. östlund. Kladdar, langvænstir og ódýrastir í bæn- um. Kópiu-bækur, kópiu-pressur, kópíu-burst- ar, olíublöð, Auto-kópiu-bækur, nýjar, fyrir pennaskrift. — 4to á 2 kr. — 8vo á 1 kr. Auto-kópíu-pennar. Auto-kópíu-bækur fyrir blýjant eða stíl, 8vo, 50 au. Jón Ólafsson. ailbum, Bréfapressur, Penna-statív (gler) °- n- fl- JÓN ÓLÁFSSON. brent og malað be/.t í ]. p. 7. Bryöc’s verzlun í Reykjavík. feikfélag Reykjavikur leikur: „Testinaiiiiabrellnp^ í Iðnaðarmannahúsinu Sunnudag- inn 26. þ. m. kl. 8 síðd. Ódýr skemtun og fróðleikur! 18 bindi af »Atlantic Monthly«, »Century Magazine« og »Harper’s Monthly«, stífheft, eru lögð inn til sölu í bókaverzlun mína. Jón Ólafsson. Til athugunar. Sá sem tryggir sig í Dan fyrir 1500 krónur, verður, auk iðgjaldsins, að greiða einar 10 krónur fyrir læknisskoðun, en tryggi hann sig í Stahdard. þarf hann þess ekki, því Standard borgar læknisskoðunina. Standard er 1 öllu frjálslynt fólag. Umboðsmaður fólagsins er: Pótup Zóplióníasson. Bergstaðastræti 8. Ó. G. Eyjóllsson, Langavegi 2, tekur að sér að kenna körlum sem sem konum: Ilpaóritun (Gabelberger System), BóKfærslu, 'Vorzlunarreikniiig; alls konar. Heima 11—12 árd.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.