Reykjavík - 17.02.1906, Blaðsíða 2
28
REYKJVÍK
Danmark og Island,
Der synes af nogle fá mennesker, mest
•unge studenter, i K0bentiavn at være dan-
uet en lille klike, angivelig med det for-
mál for 0ie at arbeide for Islands l0sri-
velse fra Danmark, men i virkeligheden vel
snarest i den hensigt, i et vist lille partis
ínteresse, at binde vore danske medunder-
sátter den bistorie pá ærmet, at der her
i landet existerer en sádan bevægelse.
Vort blad, der er det mest. udbredte af
alle islandske blade, har de fortrinligste
forbindelser over hele landet. Der r0rer
sig ikke den mindste politiske bevægelse
nogensteds i landet, end ikke i den fjær-
neste bygd, uden at vi, sá hurtigt post-
forbindelsen tillader det, fár nys derom.
Og vi kan forsikre, at nogen sadan be-
vœgelse slet iklce existerer her i landet.
Hvis der r0rer sig en sádan tanke i et
eller andet isoleret individs hjerne, sá er
den i alt fald ingen steder ofi'entlig frem-
kommen, og det mátte da rimeligvis være
nogen pur unge mennesker, der nærede
sádanne private tanker, eller en eller anden
ualmindelig uoplyst og f0lgelig ándelig
umyndig almuesmand.
Sádanne tanker nærer overhovodet ingon
fornuftig Islænder af noget parti.
Dermed være det ikke sagt, at det vilde
være absolut umuligt ved ihærdige be-
stræbelser, fra Danmarksside velatmærke,
at vælcke slige tanker til live.
De danske blade, der, riraeligvis i god
tro, i sit absolute ubekendtskab til Island
og islandske forhold, ikke blot bringer sá-
danne r0verhistorier tiltorvs, men desuden
ikke lader nogen leilighed gá ubenyttet
hen til at misropræsentere forholdet
mellem Danmai'íc og Island for danske
læsere, som f. eks. „Vort Land“ til stadig-
hed g0r, de blade kan naturligvis bidrage
deres hertil.
Disse misrepræsentationer m0der vi og-
sá undertiden fra hold, hvorfra vi aller-
mindst ventede det, som nu f. eks. i
„Ekstrabladet“ den 27. Jan,, der bringer
Idenne efterretning frem. Og en sádan
misrepræsentation af de virkelige forhold
bringer det samme 'blad den 15. Jan., i
sine nyhcder, under overskrift: „Telegrafen
pá Island,“ hvor det fortælles, at „en del
norske telegraffunktionærer forden danske
Stats regning afreiser til Island.“ Et
dansk hovedstadsblads redaktion burde
vide, at „den danske stat“ intet har her-
med at g0re; at det er sá langt fra at den
bidrager en 0re til telegrafanlæg i Island,
at den endog kun tildels bidrager til kabel-
forbindelsen mellem Island og Fær0erne,
hvilken forbindelse i f0lge loven af 2. Jan.
1872 burde være bekostet af den danske
statskasse alene, uden det tilskud fra Is-
land, som dette pá grund af Danmarks
mangel pá evne eller vilie hertil, er blevet
nndt til at bidrage her til.
Naturligvis skal der mere til, end nogle
ondsindede artikler i et par danske blade,
for at vække en adskillelses-bevægelse
heroppe. Men de g0r dogsit.
Danmörk og ísland,
„Extrabladet" 27. f. m. flytur oss
mikil tíðindi — tíðindi, sem sjálfsagt
etu oss íslendingum mesta nýjung.
Fyrst skýrir blaðið oss frá, að allir
viti(?), að meðal íslendinga riki „eigi
all lítil óánægja með þá rýmkun á
stjórnarskránni", sem oss hafi verið
„veitt“(!) fyrir 3 (á að vera 2) árum.
Vór könnumst nú ekki við að Danir
hafi „veitt“ oss neina stjórnarskrár-
breyting. Vér höfum „veitt“ oss
hana sjálfir og konungur staðfest
hana.
Og vér þekkjum heldur ekkitil, að
meðal íslendinga alment ríki nein ó-
ánægja með stjórnarskrána nýju. Vér
vitum ekki til, að nokkur íslending-
ur sé neitt óánægður með hana,
nema Jón Jensson vfirdómari og þeir
nokkrir tugir manna, sem fylgja hon-
um að málum og nefna sig landvarn
armenn. Þeir eiga sem stendur einn
fulltrúa á Alþingi, og sá eini hverfur
ugglaust úr sögunni við næstu kos-
ningar.
Heimastjórnarflokkurinn er ekki ó-
ánægður með hana og „umskifting-
arnir“, sem altaf eru að breyta um
nafn, framfara(!)mennirnir, framsókn-
armennirnir, Valtýingarnir, eða hvað
þeir kunna að heita nú í dag, and-
stæðingar stjórnarinnar, eru heldnr
ekki óánægðir með stjórnarskrána,
sem þeir sjálfir hafa greitt atkvœði
með á þingi.
Hitt er annað mál, að þessi flokk-
ur er að reyna að gera sig og aðra
óánægða með því, að imgnda sér,
að danskir ráðgjafar, sem ekkert,
kemur stjórnarskrá vor eða stjórnar-
far við, sitji alt af á svikráðum við
oss um að reyna að ræna oss aftur
sjálfstæði voru.
— En þetta litla mishermi er heldur
ekki nýjungin — stórtiðindin.
Nei, þau eru sú fregn, að „önnur
ný og dýpri hreyfing" hafi vaknað
hór á landi upp á síðkastið. „Mikill
fjöldi íslendinga þráir nú um stundir
að slíta öllu sambandi við Danmörk"
segir blaðið, og stofna þjóðveldi.
Og blaðið veit svo sem hvað það
syngur með þetta. Það hefir fyrir
sig að bera orð „eins ins ákafasta
frelsara“ fósturjarðarinnar, eins af
flokksforingjunum. Þessi maður er
formaður íslendingafélags í Höfn og
heitir (sjálfsagt með venjuiega ná-
kvæmu rétthermi danskra blaða a ís-
lenzkum nöfnum) „Halldur Jo -asson“,
sem mun eiga að tákna Halldór, son
Jónasar skólastjóra Eiríkssonar á Eið-
um. Sumt af því, sem bl. hefir eft-
ir Halldóri, er alveg satt,. svo sem
um sending ungra íslendinga á Hafn-
ar-háskóla í stað þess að láta þá
nema hér heima; og eins hitt, að
sitthvað í stöðulögunum sé ófull-
nægjandi.
Enn kváðu þeir þó vera í minni
hluta [þó það!!!], sem vilja aðskil-
naðinn.
En blaðið hyggur þó, að hreyfing-
in muni brátt vaxa. Það hefir látið
finna að máii merkismann, er kvað
vera „grosserer og fabrikant" og heita
Ernst, og þykist hann vera nákunn-
ugur íslenzkri alþýðu, einkum á Aust-
urlandi, og kveðst iðulega ferðast um
land hér(?!). Það skyldi ekki vera
sá er eitt sinn var iyfjamangari á
Seyðisfirði og fékk það áunnið að
verða konsúll fyrir eítthvert ríki, sem
aldrei síðan heims-sköpun hefir sent
fleytu hingað til lands eða átt nokk-
ur mök við ísland. Só svo, munu
ferðalög hans um ísland helzt hafa
verið þau, hafi hann einhvern tíma
riðið upp að Lagasfljóti, upp í Hall-
ormsstaðaskóg.
Þessi herra segir, að inn nýi stjórn-
máiaflokkur (aðskilnaðar-flokkurinn)
hafi„ósmáa út,breiðslu“,einkum áNorð-
urlandi og Austurlandi.
Ernst þessi er auðsjáanlega eins
kunnugur á íslandi eins og í ríki
því sem hann var konsúll fyrir.
Svo lofar blaðið því, að það skuli
bráðum flytja ummæli um þessa
hreyfingu frá foringja annars af in-
um eldri stjórnmálaflokkum á íslandi.
Það er auðvitað dr. Valtýr Guð-
mundsson, sem blaðið á við. Hann
virðist ekki hafa hugboð um það
enn sjálfur, að hann er fyrir löngu
afdankaður foringi. Að minsta kosti
lætur hann svo við Dani einlægt, að
„hann só maðurinn.“
Með litlu greininni dönsku hér á undan,
sem sent Pverður öllum helztu blöðum á
Norðurlöndum, er þessfi fáránlegi samset,-
ningur boriun til baka, og dönskum blöðum
bent á, að þau styrki ekki samlyndi þjóð-
anna með því að flytja löndum sinum
siíkan uppspnna-þvæt.ting. Og heldur ekki
með því að bera í landa sína önnur eins
ósannindi og „Extrabl.“ gerir 27. f. m.,
er það fræðir þá um, að danski ríkissjóð-
urinn borgi kostnaðinn við málþráðarlag-
ning á Islandi.
Það tjáir ekki að lát.a dönsk blöð sofa
í syndinni með sífelda útbreiðslu ósann-
inda í vorn garð.
Reknetjaveiðar
og pokanóta við Island 1905.
Frá konsúl Tb. Falck i Stavanger.
(Sent »Rvik« af hr. Thor E. Tulinius).
Utgerð til síldarveiða með reknetjum og
pokanótum var mikil í ár, 13 pokanætur
vóru notaðar, en ekki nema 2 i fyrra.
Flestar voru þær til búnar hér í landi (í
Noregi), en fyrir einn vin minn íslenzkan
pantaði ég frá Vesturheimi sams konar nót,
og ég fékk þaðan í fyrra handa skipi
mínu Albatros.
Miklu fleiri en nokkru simni fyr tólcu
þátt í reknetjaveiðum héðan, og árangur-
inn hefir orðið vel við unandi fyrir alla.
Veiðin varð i ár á að gezka i minsta lagi:
120,000 tunnur á móti.
536 árið 1900
81« — 1901
5,000 — 1902
40,000 — 1903 og
85,000 — 1904
og sýna þessar tölur, að veiðar þessar eru
þýðingarmiklar.
Aflann má meta t.il hærra verðs en
nokkru sinni fyr, í fyrsta lagi sökum þess
að hann er miklu meiri nú. Og því næst
af því verðið er miklu betra í ár. í sum-
ar var verðið á kflogrammi (2 pundum)
fyrst 20 aurar, en komst upp í 25 aura.
Telji menn svo til, að í tunnunum hafi
verið að meðaltali 80 kílogröm, þá fást 20
kr. fyrir tunnuna, og verður þá allur afl-
inn 2,400,000 kr. virði. En aí því nokkur
hluti aflans var seldur við lægra verði og
farmgjald frá fslandi og hingað er 2 kr.
á tunnuna, þá verður nettó-ágóði útgerð-
armannanna varla hærri en 200,000 kr.
í ár fékst frekari sönnun fyrir því að
þau skip, er höfðu pokanót (snurpenot)r
öfluðu mest, fáein skip fengu með einni
nót 4500 tunnur yfir veiðitímann og hlut-
ur fiskimanna komst, sumstaðar upp í 600
kr., sem þeir vóru að eins 3 mánuði að
að vinna sér inn.
Bæði Danir og fslendingar tóku þátt f
veiðinni, en hluttakan frá hálfu þessara
landa er ennþá ekki mikil, það er aðal-
lega Norðmenn frá vestanverðum Noregi,
sem reka þessa veiði, og þegar árangur-
inn hefir orðið svona góður í ár, efast ég
ekki um að útgerð héðan vaxi til stórra
muna næsta ár; einkum er ég viss um að
fjöldi manna útvegar sér pokanætur: Eg
veit að þegar er búið að panta margar,
sem eiga að vera tilbúnar í Maí og Júní-
mán. n. á.
A reknetjaskip var veiðin dálitið minni
en i fyrra, en árangurinn betri, af því að
verðið var hærra.
í fyrirdráttarnót (aðferðin er fyrrum var
tíðkuð) veiddust á öllu íslandi í sumar að-
eins fáein hundruð tunna, og þeir sem
ennþá stunda þcssar veiðar, töpuðu stórfé.
Það vóru ýmis nótafélög, sem héldu til á
fjörðum inni alt sumarið án þess að væta
nótina nokkru sinni, og er það hrapallegur
skaði, ekki aðeins fyrir útgei-ðarmennina,
heldur og fyrir fiskimennina. Það kemur
í Ijós, að það stoðar ekki að nota þessa
veiðiaðferð lengur, það dugar ekki að
ligg.ja á fjörðum inni og bíða oftir þvi að
síldin leiti mennina uppi. Sjómennirnir
verða sjálfir að leita síldina uppi í rúmsjó.
Sild sú, er veiddist í ár, var vel við-
unandi að gæðum, og sama má segja um
verkunina. Það var sjaldan að menn
fengju lélega vöru i ár, og varla neitt af
henni var saltbrunnið, og það þakka ég
að mestu leyti inum nýju, endurbættu
tunnum, sem menn nú, eftir norsku tunnu-
lögunum, eru skyldir til að nota. Kost-
naðarauki sá er af þessum tunnum leiddi
er einkisvirði í samanburði við þann gróða,
sem flýtur af þvi að varan kemst óskemd
á markaðinn.
Eftir ósk danskra fiskveiðafélaga tóku
4 danskir menn þátt í síldarveiðunum á.
skipum mínum í ár“.
Himnabréf
til „Reykjavíkur“.
Herra ritstj. — Ég held þér hafið gaman
af að frétta dálítið hérna úr himinhvolfinu.
Þér þckkið náttúrlega hringana utan um
plánetuna Satúrnus. Þá mynda auðvitað
smáhnettir. En ýmsir þessir smáhnettir
úr ytri bjarta hringnum á Satúrnusi hafa
farið að slá sér út upp á síðkastið og lent
á slangur eða „farið á túr“ . . .
. . . Fyrirgefið þér. Það varð hlé á fyrir
mér, því að ég varð að bregða mér frá dá-
litla stund og skreppa niður i borðfót hjá
séra Einari andaklerk. En nú er ég kom-
inu aftur. Tveir af þessum hnöttum, Fö-
bos og Deimos, komust fram hjá Júpíter
og staðnæmdust við Marz, og eru nú orðnir
að tveim nýjum tunglum þar. Sá þriðji,
Eras, hélt enn lengra, og er ekkert ólík—
legt að hann kunni að staðnæmast við
jörðina og þá fáið þið nýtt tungl i viðbót
við þetta gamla, sem þið hafið lengi haft.
Yæri nú hepnin með, svo að það yrði
„fult“ í hvert sinn sem gamla tunglið
ykkar yrði „nýtt“, þá hefðuð þið tungls-
ljós á hverri nótt og væri það ekki lítill
sparnaður fyrir fátækar bæjarstjórnir, sem
ekki hafa ráð á að kveikja á ljóskerunum
þogar almanakið segir að eigi að vera
tunglsljós.
Óskandi að þið Jarðarbúar megið nú
hreppa þetta nýja tungl og verða heppnir
með það, er ég, ritstjóri sæll,
yðar með himneskri vinsemd.
Porkell Máni.