Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 17.02.1906, Blaðsíða 3

Reykjavík - 17.02.1906, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 29 P. S. Ég er ekkert í ætt við Jónas, en ég bið að heilsa séra Einari mínum, og skila til hans að ónáða mig sem sjaldnast. * * * Eins og allir vita erum vér tortrygnir við alla anda. Öndungarnir segja oss lika, að til séu lyga-andar og spottunar-andar, og því fórum vér að grenslast eftir, hvort nokkuð sé hæft í þessu. Vér höfum nú séð í merka tímaritinu ,,Knowledge“ (sem stjarnfræðingurinn Rich. Proctor stoinaði), að þetta er alveg rétt hermt. Sjá Jjnúar- heftið af „Knowledge & Scientific Iíews.“ Ritstj. Um ágang búfjár. Þó ýmialegt hafl verið ritað um ágang búfjár á síðari árum, þá held ég óhætt sé að fullyrða að af öllum þeim lögum, sem setja reglur fyrir daglegri hegðun eða breytni manna, sóu engin lög eins ókunn og svo gjörsamlega íallin í gleymsku sem- einmitt lögin um áyang búfjár. Mér virðist jafnvel sem sú tilfinning sé komin inn hjá almermingi, að það mál sé nokkurs konar „noli me tangere" Því þótt 3 þingnefndir (1845 og 1870— 1880 og 1894) hafi samið frumvarp um ágang búfjár og amtmaður Páll Briem útskýrði Jónsbóka.r-lögin og róttarbót Eiríks konungs mjög ítar- lega í 3. árg. af „Lögfræðingi," þá só ég ekki betur, en það hafi farið fyrir ofan garð hjá alþýðu. Þegar minst er á ágang búfjár, þá vita reyndar flestir, að einhverjar reglur og iög eru til um það atriði, en fæstir vita, hvernig þau lög eru og helzt enginn, sem sé svo fróður að vita, hvernig eigi að beita lögun- um. Þetta kom berlega í ljós er landbúnaðarnefndin in síðasta leitaði upplýsinga hjá öllum hreppstjórum landsins um, hvort þeir vissu tii þess að lögunum um ágang búfjár hefði nokkurn tíma verið beitt og allir undantekningarlaust svöruðu því neit- andi. Þjóðin hefir þannig sjálf upp- hafið lögin, ef svo má að orði kom- ast, því ekki er þetta fyrir þá sök, að umburðarlyndi og kærleikur sé á svo háu stigi hór á landi að hvergi só kritur, kurr, óvild eða jafnvel fjand- skapur milli nágranna einmitt út af ágangi búfjárins, eða þá fyrir þá sök að rnenn séu svo athugulir og nær- gætnir að þeir forðist sem auðið er að veita nágranna sínum ágang eða yfirgang, heldur er sannleikurinn sá, að hver beitir hins land umsvifalaust eftir því sem lönd liggja og skepnur sækja og hver einn er maðurinn til. Af þessu virðist mér ljóst að lögin séu alls ekki hagkvæm né heppileg. Til þessa fundu menn þegar er Jóns- bókar-lögin voru gengin í gildi og því var réttarbót Eiríks konungs fengin árið eftir, en hún hefir heldur ekki reynst hentug. Þá sjaldan reynt hefir verið að beita lögunum, hefir það vakið mjög mikla óánægju og óvild og loks hafa menn alveg gefist úpp og láta alt ganga sem bezt getur. Má því heita svo að hnefa- rétturinn sé orðinn að hefð í þessu máli. En það kalla ég hnefarétt að yfirgangsseggurinn, kæruleysinginn, nú, jafnvel dugnaðar- og atorkumaður- inn eða stórbóndinn, í einu máli hver sem meira má sin, notar land eða lönd nágranna sinna eins og honum býður við að horfa, og hver sem minni máttar er stendur verjulaus og líður alt bótalaust, hvort heldur þab er fyrir meinleysi og gunguskap, góðvild og friðsemi eða heimsku og fáfræði. Þessu til sönnunar mætti færa mörg dæmi,en af því það yrði alt of langt mál, vil ég ekki gera það að þessu sinni, enda mun nægja að benda á að hver landbúnaðarnefndin eftir aðra álítur óhjákvæmilegt að setja lög um ágang búfjár. En hvernig eru þá tillögur þessara nefnda? í stuttu máli þær, að endurbæta, skýra og auka gömiu lögin. Jónsbókar- lögin, en halda öfium þeirra grund- vallarreglum. En þegar um lög er að ræða, sem haldist hafa í gildi í meir en 6 aldir, en aldrei að notum komið, þá virðíst mér öll ástæða til að athuga, hvort þær grundvallarregl- ur, er lögin hvíla á, séu heppilegar og ábyggilegar, eða hvort ekki sé ein- mitt ástæða til að skifta um þær, ef unt væri að fá annan betri grundvöll. En hverjar eru þá þessar grund- vallarreglur. I stuttu máli þessar: 1. Hver landráðandi hefir rétt til að verja sitt land fyrir ágangi, ef hann vifi ekki áganginn þola, en hann verður að bera allan kostnaðinn, sem af því leiðir, hversu mikill sem hann er. 2. Hver fjárhafi hefir leyfi til að láta fénað sinn ganga sjálfala og eftirlitslausan hvert sem hann vill halda. Með öðrum orðum, hver landráð- andi verður að halda uppi lögvörn fyrir land sitt, en sú vöin verður flestum landráðendum svo fyrirhafnar- og kostnaðarsöm að allir hafa gefist upp og vilja heldur þola áganginn. Bætur fyrir áganginn er sömuleiðis mjög erfitt aö fá og heita má að lögin séu svo úr garði gerð, að ill- vinnandi só að krefjast þeirra. Fyrir landráðendur eru lögin því óhafandi, og fyrir þjóðina eru þau gagnslaus, því þeim er aldrei fram fylgt. En sannarlega má ekki láta þetta ganga svo lengur, þegar nú er farið fyrir alvöru að ieggja stórfó árlega í ræktun landsins, þá er óhjákvæmi- legt að vernda ræktaða landið fyrir öllum ágangi, því ella má búast við að það standi jarðræktinni fyrir þrif- um. En til þess að landráðanda verði unt að verja sitt land, verður löggjaf- inn að veita honum öflugan stuðning, og til þess álít ég þann veg beinast- an, að breyta grundvelli laganna þannig: 1. að.það sé skylda hvers fjáreig- anda að gæta fjár síns, að það ekki í óleyfi gangi í annara lönd. 2. að það liggi hegning við ef nokkur víssvitandi notar land annars manns móti vilja hans. Mór hefir verið sagt, að þetta sé gagnstætt réttarvenju annara þjóða. Um þetta get ég ekki dæmt, en i fornlögum vorum(Grágás) var ákveðið, að allur ágangur á tún eða engjar varðaði. við lög, og gæti það ekki átt sér stað nema fjáreigandi væri skyldur að gæta fónaðarins. Að þetta ákvæði var felt burtu í Jónsbókarlögunum og lagagrundvell- inum breytt, má vel sjá að ekki var að skapi landsmanna, heldur þvert á móti, enda var þetta tekið eftir norsk- um lögum. Það má því lita svo á sem reynsla forfeðranna bendi til þess, að heppilegt sé að breyta lögun- um í þessa átt. Þá get ég enn frem- ur til nefnt annað dæmi. í landbún- aðarlögum Argentinu iýðveldsins (Codico Rural) er þetta ákvæði: „Án leyfis landráðanda hefir enginn heim- ild til að fara inn á annars manns land til að leita að týndum fénaði. Aðkomu-fó, sem kemur í land ein- hvers landráðanda, skal skila eiganda þess gegn því að hann gjaJdi 1 Centavo (o: 4 aura) fyrir hverja kind um sóiar- hringinn og auk þess skaðabætur fyrir usla þann eða skaða, sem það kann að hafa gert. Ferðamerin hafa leyfi til að á í landi annars manns með fónað sinn, ef þeir hafa áður látið iandráðanda vita af, svo hann geti vísað þeim á, hvar hann viiji helst þeir beiti fénu, að það fari ekki saman við hans eigið fé.“ Yera má að fleiri þjóðir hafi lík ákvæði. Það sem fyrst og fremst ynnist við þetta fyrirkomulag, er, að menn mundu gæta fjár síns miklu betur en hingað til og alstaðar þar sem því yrði við komið hafa fó sittí girðing- urn eða róttara sagt girða um beiti- haga sína og óneitanlega finst mér eðlilegra að bóndi kosti girðingu til að gæta síns eigin fjár, heldur en til þess að verjast yfirgangi annara. Annað er það, að kæmist þetta á, myndi ekki, eins og þó á sér stað, einstaka menn komast á það lag að láta nágranna sína gæta fónaðar síns í sinn stað, en hérmeð meina ég þá menn, sem helzt aldrei smala land sitt fyrr en þeir einhvern tíma á vetrinum taka fó á gjöf, þrátt fyrir áskoranir nágranna sinna og áminn- ingar sveitarstjórnarinnar. Þá tel ég það í þriðja lagi, að þetta myndi stuðla til þess að sá siður komist á að vakta alt sauðfé á afréttum, en um það er ég fyrir löngu sannfærð- ur, að það margborgaði sig, þó ég geti ekki fært sönnur á mál mitt, þar eb allar skýrslur um vanhöld á afrétta-fé vantar. Reyndar hygg ég að ekki muni langt um líða áður farið verði að reyna þetta, því nú þegar svo er komið, að í fámennum syeitum, sem hafa víðlendar afréttir, má heita ómögulegt að gera fjallskil í lagi. Fæstir munu gera sér i hug- arlund allan þann beinan og óbeinan hagnað, er leiða mundi af þessari nýbreytni. Auðvitað er ekki meining mín að óþarft yrði að girða um tún og garða eins og að undanförnu, því eins og allir vita er lögð hegning við að fara í hús annara Æg hagnýta sór þau og það sem í þeim kann að vera sem sitt eigið, og þykir þó engum ofaukið lás fyrir skemmu sinni, enda ætlast ég til að í lögunum verði gerður greinarmunur á, hvort búfé gengur á girtu eða ógirtu svæði. Ég fjölyrði svo ekki um þetta meir að sinni, ég geng að því vísu að skoðun mín muni mæta andmælum, en álít mikið unnið, ef þessi grein mín gæti orðið til þess að korna á stað umræðum um þetta þjóðarmál. Vopnafirði í árslok 1905. Jón Jónsson. Heimsendatvrta tniUi,- Til íslands. 23. f. m. var Yil- hjálmur Þjóðverjakeisari að skoða landslagsmyndir frá Noregi og íslandi, er Hans Bohrdt hefir málað. Hann hafði þá orð á því, að mikinn hug hefði hann á að kynnast íslandi. Kvað sig oft hafa langað að koma þangað, en það hefði jafnan tálmað för sinni, að þangað væri ekkert síma- samband. — Nú rætist úr því í haust, og má þá ef til vill búast við keis- araheimsókn sumurið 1907. Cruðm. Björnsson héraðslæknir segir „Polit.“ 21. f. m. að þá sé 1 Höfn á heimleiðinni frá Berlín, París og Lundúnum til íslands. „Islands Falk,“ fiskigæzluskipið nýja danska, hljóp af stokkunum 22. f. m. frá skipgerðarstöðinni á Hels- ingjaeyri. Útför Kristjáns níunda fer fram í Hróarskeldu á morgun kl. 2 síðd. Iíáðlierra H. Hafstein kom heilu og höldnu til Hafnar fyrir tveim dög- um. Ráðaneyti konungs ið danska sótti, eins og siður er til, alt um lausn við fráfall konungs, en inn nýi konungur bað það kyi't vera. Ekki sótti forsætisráðherra um lausn fyrir hönd íslands-ráðherra (hafði enga heimild né uiöboð til þess); og beið það þess er H. Hafstein kæmi ril Hafnar. Fepfíjavífí oq grenö, „Fyrirlestur“ um Chicago og lífið þar hélt hr. Arnór Árnason 2. þ. m. í Bárubúð. Var þar vel að sótt. Ræðu- maður gerði sér auðsjáanlega far um að segja svo fiá sem hann vissi bezt

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.