Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.05.1906, Blaðsíða 2

Reykjavík - 05.05.1906, Blaðsíða 2
og á ritsímalínuna. Um síðustu heigi vóru komnir á línuna full 400 staura, og um næstu helgi hygg ég þeir verði nær 700. Látist hafa hér engir sérstaklega nafnkendir, svo ég muni, en þó er töluverður manndauði. Er það eink um yngra fólk, er deyr úr inni ill- ræmdu berJclareiki, sem kalla ná að komin sé hér inn á hvert einasta heimili. Htín smýgur þar inn sem Kyrkjublaðið, sællar minningar, komst ekki, og þætti þó víst flestum betra að hýsa það. Slælega þótti oss Héraðsbúum þing inu farast við akvegmn á Fagradal, eins mikil nauðsyn og oss er á hon um, þar eð svo má heita að allar framtíðarhugsjónir landbúnaðar vors standi og falli með lagning vegarins. Yæri óskandi að þingið sæi þeim mun betur næst, að það kastaði ekki krónurmi til þess að get.a handsamað eyrinn. En svo má heita að þingið geri þegar það sker við neglur styrk veitingar til almennra þarfa, sem viss- ar eru að gefa af sér nokkur þúsund — ef ekki tugi þúsunda — króna hagnað fyrir heildirnar. En um það myndi enginn efast, sem þekkir að- flutnings-erfiðið á Fijótsdalshéraði, að Fagradais akvegurinn gæfi af sér nokk- urra þúsunda króna hag árlega, ef hann heppna.st vel, sem engar ástæð- ur eru til að efast um. Á síðastliðnu vori var myndað hlutafélag hér á Upphéraði og keypti það mótorbát, sem gengur frá_ Egils- stöðum og upp að Brekku í Fljóts- dal. Bar það fyrirtæki sig vei, enda þótt báturinn reyndist tæplega mak- legur þess hróss, sem „Austri" vor setti upp á hann og höfunda hans, er hann hljóp af stokkunum á Seyð- isfirði í fyrra. Báturinn heitir: „Lagar- fljóts Ormurinn" og er Ormurinn með miklum hagleik dregin upp á hluta bréfin af Stefáni Eiríkssyni. Mælt er að kaupm. Þorst. Jónsson á Borgarfirði hafi gert Úthéraðsmönn- um tilboð um að útvega þeim „Mótor- bát,“ sem gangi upp eftir Lagarfljóti frá sjó til foss nálægt Kyrkjubæ og svo til fiskjar, er hann hefir litið að gera. En eigi veit ég, hverjar undirtekt- ir það mál hefir fengið. Lítið verður ágengt með stofnun rjómabús hér og er það skaði mikili. Mun seinlæti Fagradals-vegar- ins eiga sinn þátt í því. En óvíða mun það á landinu að stærra svæði eigi hægra með aðsókn að Rjómabúi en hér, þegar bátarnir eru fengnir á Fljótið. — .«.■ Reykjavík og grend. Kong Trygve korri frá útlöndum 1. þ. m. og með honum raargir farþegar, þar á meðal frú Henriette Brynjólfsson (kona Péturs ljósmyndara), frk. Þóra fósturdóttir Jóns skrifstofustjóra Magnússonar, Jón Vídalín konsúll, Brynjólfur H. Bjarnason kaupm., Petersen verkfræðingur (frá Rauð- ará) og 37 norskir ritsímamenn til að vinna að símaiagningunni hér sunnanlands. i,Kong Helge“ kom af Vestfjörðum 1. þ. m. og fór daginn eftir tii Austfjarða áleiðis til útlanda. Með skipinu kom frá ísafirði Jón Laxdai verzlunarstjóri. Skipströnd og brunar. Tangsverzl- an, sem hefir aðalbækistöðu sína á ísa- firði hefir orðið fyrir allmiklum óhöppum í næstl. mánuði. S. d. (11. f. m.), sem eld- ur kviknaði í „kútter“ verzlunarinnar hér á höf'ninni, kviknaði eldur i húsi Jóns Laxdais verzlunarstjóra á ísafirði. Þar tókst reyn ar að slökkva, en „Vestri“ seg- ir, að húsið sé allmikið brunnið og skemt. — Hús verzlunarinnar á Sandi undir Jökli brann til kaldra kola 19. sama mán. og varð verzlunarbókum ekki bjargað. — Um sama leyti strandaði á Hvammsfirði „Hans“ „mótorkútter“ sömu verzlunar. Er skrifað úr Stykkishólmi 26. f. m., að gufuskip verzlunarinnar „Varanger“ sé þá að reyna að koma „kútternum" á flot. Á Búðum vestra strandaði að kvöldi 26. f. m. iítil fiutningaskúta „Agnes“, er send hafði verið þangað frá Thomsens verzlun, með timbur, járn og matvöru. Það alt vátrygt, en skipið ekki. Tveir menn, er á skipinu vóru, björguðust í land við ill- an ieik. Á Stokkseyri sleit upp vöruskip nýkom- ið þangað til Ólafs kaupm. Árnasonar. Það var í ofsaroki á Laugardagsmorguninn 28 f. m. Nokkuð af vörunum náðist úr skip- inu, en matvara öll skemd. Á Bókmentafélagsfundi Reykjavik- urdeildarinnar 27. f. m. voru kjörnir heið- ursfélagar: Eiríkur Briem prestaskóla- kennari, fyrv. forseti félagsíns, og Eiríkur Magnússon M. A. í Cambridge. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigeíbi Björnsdóttde. Apríl Mai 1906 bL . 0 & > .5 ítSK 0 'S Ö s '< *© 8 (h P *o <x> > 0 bí. cö s V* M VI CÖ . II M rrj ’f— 'p 'h- 0 Fi 19. 8 745,7 íá,3 0 10 2.6 2 744,0 3,4 0 10 9 741,3 2,9 NE 1 10 Fö 20. 8 737,6 2,6 0 8 2 737,0 4,6 NW 1 9 9 737,1 0,5 N 2 6 Ld 21. 8 748,5 0,6 N 2 9 2 756,6 0,9 NW 1 7 9 764,1 —0,7 N 2 1 Sd ‘22. 8 769.8 0,6 0 10 2 769,7 4,0 WT 1 6 9 766,1 4,4 0 8 Má 23. 8 765,8 4.5 0 10 0,8 2 765,1 6,0 W 1 9 9 763,5 5,6 0 10 Þr 24. 8 768.2 4,7 0 6 2 768,1 8.6 0 7 9 760,5 6.9 0 10 Mi 25. 8 761.3 5.1 NW 1 5 3.0 2 763,1 6,8 N W 1 6 9 763.1 4.8 NW 1 4 Fi 26. 8|754.3 6.0 NE 1 10 2'748.3 7.7 WNW 1 10 9 í 744,2 1,7 NW 1 8 Fö 27. 8 757,7 —3,6 N 3 3 25760,5 —2,6 NNW 2 6 9:762,8 —2.8 N 3 8 Ld 28. 8Í765.2 —3.3 N 3 4 2 765.1 —3,6 N 2 4 9|764.6 —3,0 N 2 0 Sd 29. 8 769,2 -2.1 N 2 1 V 769,0 —0,9 N 2 3 9 767.6 -4,8 N 1 1 Má 30. 8 769,6 —2,6 0 0 2 769,5 1.1 NE 1 4 9 762,5 2.6 NE 1 8 Þr 1. 8 760.1 0,7 0 10 2 760.2 2.8 NW 1 10 9 758,6 -2,2 N 1 1 Mi 2. 8 759.9 0,2 0 0 2 757.2 0.4 N 2 2 9 756.74 — 1,4 NNE 2 1 Hitt og þetta. S llvar kaupir .Játvardur Eiiglakoiiungur IVIiiNky ? Glasgow er borg ein mikil og fögur, og ein in frægasta iðnaðar- og verzlunar- borg i heimi. —Hún liggur á vesturströnd Skotlands báðu megin við ána Klæd. í þeirri borg búa þeir menn er Wright & Greig heita og eru frægir mjög um heim allan fyrir kunnustu sína í því að blanda drykk þann, er Whisky nefnist. Játvarður konungur kaupir alt Whisky, er hann drekkur og gefur, hjá Wright & Greig og eru það keröld mörg á ári hverju, því að drykkgóður þykir hann. Helzt kýs konungur sér tvær tegundir af Whisky þeirra Wright & Greig, er þeir nefna : Roderick Dhu og Special og eru frægar fyrir ágæti og h e i I n æ m i. Þeir, sem vilja fá þessar Whiskytegund- sér til sælgætis og heilsubótar, þurfa ekki annað en koma til Ben. S. Pórarinssonar, hann getur selt þeim þær með bezta verði. § „Tálbeita djöful»insu. Það bar einu sinni til og það skeði svo, að templarar héldu samkundu sína, þá stóð upp einn meiriháttar öldungur, gamall, loðbrýnn og grár fyrir hærum, leit yfir- lætislega upp til drottins, og hóf mál sitt áþcssaleið: „Brennivínið hans Ben. S. t*órarinssonar er réttkölluð tálbeita djöfulsins“. „Hvers vegna?“ greip einhver fram í. „Þess vegna“, svar- aði ræðumaður, „að brennivínið hans Ben. S Þórarinssonar er eftir allra skynbærra manna dómi ið eina bezt, er til landsins flyzt. Og svo verður engum illt af þvi!“ „Já, það er nú satt“, andvörpuðu allir þeir er viðstaddir vóru. „Undarlegir eru drottins vegir“. [Eftir ,,Vestra“.] Kona hór í bænum, sem hefir þá góðu þingmensku hæfileika, að vera ekki of föst í skoðunum, var nýlega að bannsyngja andafrúna og kvað hana óefað djöfladýrkun og ekkert annað. og bannsöng hana með kröft- ugum kjarnyrðum. — Einn viðstaddur bent.i henni þá á grein í „Ej.konunni" um lækningatilraunir á Jóni frá Stóra- dal. Konan varð svo hrifin af sög- unni að hún söðlaði um og hrópaði: „Já, það sýnist svo að guð almátt- ugur só i verki með þeiin, og það má, segja, að ærið undarlegir eru drottins vegir; en ekkert skil ég í að hann skuli hafa vaiið harin Indriða, til að framkvæma dásemdarverk sm — eins og hann líka var!“ [Vesliugs-konan hefir þá ekki verið búin að frétta hvernig dásemdarverkið(!!!) fór. Ritstj. „Rvk.“J Leiðréttlng. Sökum ummæla þeirra, er blaöiö Reykjavík í 19. ítbl. þ. á. flytur um nafu söngfélagsins »Gígjan«, vil ég láta þess getið, að nafn þess fé- lags hefir aldrei verið »Gýja,« ekki heldur »Gýa« eins og það er stafsett í »Reykjavík,« heldur heitir félagið fra því það ^var stofnað »Gígjan,« eins og sja má í lögum þess og á söugbókum þess. En það, að nafn félagsins var [stafsett »Gýja« á fyrri götuauglýsingunum (á inum síð- ari var það rétt stafsett, nfl. »Gígjan;«) var af misganingi og fljótfær/ii við prentun auglýs- inganna. Reykjavík, 30. April 1906. | á Valgerður Lárusdóttir. OLIVER TWIST, In heimsfrœíía skáldsa<>;a eftir Charles lDickens, kemur nú út í vandaðri íslenzkri þýðingu. Saga þessi hefir verið gefin út á flest- um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest- urs fyrir fullorðna sem bórn. Pað mun óhætt að fullyrða, að þeir, er lesið hafa sögu þessa, telja hana agæta. Hún er þannig skrifuð, að hún hlýtur að glæða alt gott og göfugt hjá hverjum rnanni — ungum og gömlum — en vekja við- bjóð á öRum smásálarskap og varmensku í hverri mynd sem er. Höfundurinn, Charles Dickens, er heimsfrægur og mesta uppáhald allra ment- aðra manna, sem hann þekkja. Hver sem vill eignast góða og spennandi skáld- sögu til að lesa, ætti að kaupa OLI'V’ER. TWIST. yirnt ]. Ijaarvig B j ö r g v i n (Noregi) Umboðs-sala a. v. 21/4 Lifur, Hrogn, Síld, Saltfískur, Rjúpur, Kjöt, Ull 0. s. frv. Öllum fyrirsparimm svaraö ui bæl ókeypis. VI L\lf> EFTIR að „Herkúles“ þakpappi er bextur! Fæst hjá kaupmönnum. Jakob Gunnlögsson, Kaupmannahöfn. [m,—Jnj. Trésmíöanemar einn eða tveir geta komist í læri. Ritstj. ávísar. [—20 ÓsKast á iuAnrgötn svefn- herbergi til leigu með húsbúnaði frá 14. Maí. Ingim. Sveinsson, Skóla- vörðustíg 31. ávísar. [—21 Verzlunarstörj. Ung' st úlka. helztvön afgreiðslu, góð í reikningi, getur fengið atvinnu við vefnaðarvör uverzlun frá því í næsta mánuði. Umsókn merkt „Afgreiðsla“ send- ist til ritstj. [—20. Rafiýsiug. Allar upplýsingar viðvíkjandi raflýsingu gefur rafmagnsfræð- ingur Halldór Giidiniindssou Reykjavík. [—22. Stór-auðugir geta menn orðið á svipstundu, ef lánið er með, og þeir vilja ofurlítið til þess vinna. — Biðjið um upplýsingar, er verða sendar ókeypis. — Reykjavík, — Póstliússtræti 17. Stefán Runólfsson. Síðan ég var 25 ára gamall, hefi ég þjáðst af svo illkynjuðu magakveft, að ég varla þoldi að neyta nokkurs og gat ekki sofið á nóttunni, svo óg varð næstum ófær til allrar vinnu. Þó ég leitaði lækna, fór mór síversn- andi, og ég hafði að síðustu mist alla von um endurbata, þegar ég fór að reyna Kína-Lífs Elixír Waldemars Petersens. Með því að neyta þess er ég orðinn heili heilsu og hefi aftur fengið matariyst mína. Síðan hefi ég ávalt haft glas af Kína-Lífs Elixír á heimili mínu og álít það eitthvert iö bezta lieimilislyf, sem til er. Nakskov, 11. Des. 1902. Kristoffer Hansen, hrossakaupm. Kína-Lífs Elixír er að eins ekta, þegar á nafnmiðanum stendur vöru- merkið: Kínverji með glas í hendi og nafn framleiðandans, Waldemar Petersen Prederikshavn — Köbenhavn, svo og innsiglið —A: í grænu lakki á stútnum. Hafið altaf eina flösku hand- bæra hæði heima og heiman. Fæst hvervetna á 2 kr. flaskan. 0 0~0-O-0--0”£3-0~*|l§g^Íf--0r~ --0--0-0--0-0 © I i 5 i 0 0 ? 0 $ A 0 Jl.L L J. IR viðurkenna, að engin verzlun hefir staðið verzl- a uninni „GODTHAAB" jafnfætis í því að bæta verðiagog vöru- W gæði í þeim vörutegundum, er hún hefir verzlað með, enda tí) hefir engin verzlun jafn ung, hlotið eins mikla hylli fólks og jlj hún. Nú sér verzi. sér fært að verða við ítrekuðum tilmælum margra viðskiftavina sirina að fjölga vörutegundum, og hefir 't hún í vetur látið stækka og prýða búð sína og hefir nú bætt (!) við þessum nýju vörutegundum: -■ .iy Álnavöru, — prjónlesi, — glervarningi, — smærri járnvörum, — niðursoðnum ávöxtum, — matvæiuin og m. m. fleira, sem oflangt yrði upp að telja. : i Allar vörurnar eru mjög vandaðar oð verðlagið ið alþekta (J) lága Godthaabs-verð. Miklar birgðir eru þegar komnar og m mikið á leiðinni og mun verzi. reyna að hafa ávalt nægar [ birgðir af þessum vörutegundum, svo ekki verði þrot þótt eftir- W spurnin verði afarmikil, sem hún telur víst að verði, því Reyk (J víkingar kunna að meta að fá jafn vandaðar vörur fyrir jafn- jlj lágt verð eins og nú er á hoðstólum í verzl. ,„€»odlliaaI>.“ ^ 5 €>-Q-0-'0>-0--Q--0-tl£HIU|j--0--0-C3-'£2--0-‘€3-€3- ®

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.