Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.07.1906, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.07.1906, Blaðsíða 2
114 REYKJAYÍK goluþyt. Hún á heldur ekki að vera tiiraunasmíð stjórnmálagrúskara eða stofuspekinga. Hún á að vaxa eðli- lega upp af þörf þjóðarinnar — vera ávöxtur reynslunnar, ávöxtur reynslu lífsins, en ekki stofu-grúsksins. Sízt af ðllu eiga stjórnmálaflokkarnir í landinu að gera það helga djásn og dýrgrip þjóðariunar, stjórnarskrána, að leiksoppi óhreinna handa í hráskinns- leik sínum um völdin. En það verður aldrei of-brýnt fyrir mönnum, að breytingar á stjórnar- skrá vorri eru al-íslenzkt mál, sem vér þurfum ekki að ræða við Dani eða til þeirra að sækja á nokkurn hátt, eða þeirra að leita um sam- þykki á þeim. Það eru að eins breytingar á stöðu- lögunum, sem vér þurfum við Dani um að eiga. Þetta er varla þörf á að minna þingmenn vora á, er þeir eiga tal við Dani nú í utanförinni. Blygðunarlaus boðflenna. Maður er sá einn, sem Yér nefnum eigi með nafni í þetta sinn; hann er nemandiálæknaskólanum. Hann faiað- ist eftir að fá að vera með í Poestions- samsætinu í fyrri viku, en var neitað um að fá að skrifa sig á boðslistann. En er menn komu til veizlu, þá kemur hann þangað líka og treður sér inn þrátt fyrir áskorun forstöðunefndar- innar um að fara burtu. Hann kom þarna ámóta fullur eins og hann á ' éinatt vanda til að vera. Hann rudd- ist inn að matborði og tók sér sæti, svo að búa varð sæti einum af boðs- gestunum á öðrum stað. Hann var þar með illyrði til ann- ara gesta, vefei vínglösum hverju á fætur öðru yfir borð og bekki, svo að illvært var nærri honum. Hann tók fram í ræðu Stgr. Thorsteinssonar á hneykslanlegan hátt; undir söngn- um hátíðarkvæðisins rak hann upp skræki líka hergóli Indíána. Enn fór einn forstöðunefndarmaður til og bað hann fara út; en hann neitaði. Bæjarfógetinn var fenginn til að fá hann út, en hann neitaði því og. — Bannað var að veita honum, en hann gerði sér þá létt fyrir og lét greipar sópa um flöskur næstu náunga. Stóllinn var frá honum tekinn tví- vegis. í síðara sinn var stóliinn flutt- ur burt, svo að hann fékk hann ekki aftur. Þá fór hann fram á gang að ieita stóisins, og fór þá bæjarfógetinn á eftir honum, en veitingaþjónar gættu dyra. Þó gat bæjarfógeti ekki fengið hann burtu með sér fyrri en lögregluþjón- ar vóru sóttir. Þá snautaði hann loks burt. Hneykslaniegt athæfi þessa efnis- manns er alkunnugt áður hér í bæn- um. Það væri fýsilegt að eiga líf og heilsu undir^slíkum manni sem lækni. Þjóðin mun vafalaust hafa vakandi gætur á því, hvort landsstjómin veitir honum embætti. En því er slíkum pejum kent á landssjóðs kostnað? Því er þeim ekki vísað burt af skólum landsins, og bannað að ganga undir próf? Eða eru ekki óskemt mannorð og óspilt siðferði lengur skilyrði fyrir því, að menn fái að taka próf við mentastofnanir landsins? Reykjavík og grend. E/s „Perwie“ (F. Clausen) fór héðan áieiðis til útlanda 30. Júní. 6 farþegar tóku sér far, þar á meðal: Jul. Schau, steinh. og frú hans. Þorl. Guðmundsson frá Eyrarbakka. Bj. Stefánsson, guðfræðingur. Arn- skov, danskur blaðamaður. Hr. J. C. Poestion var haldið samsæti í heiðurs skyni Föstud. 29. f. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Vóru þar fullir 6 tugir manna. Fyrir minni heiðursgestsins mælti rektor Stgr. Thorsteinsson á þýzku; en sungið var kvæði á íslenzku eftir Ben. Gröndal. Poestion svaraði skálinni og mælti fyrir minni íslands. Magister Ágúst Bjarnason flutti heiðursgestinum þökk og kveðju innar ungu kýnslóðar á íslandi. Poestion þakkaði. Dr. Heigi Pétursson mælti fyrir minni íslenzkr- ar tungu. Báðir mæltu þeir á þýzka tungu Ágúst og Helgi, og báðir óvið- búnir, en töluðu mæta-vel. Síðan skemtu menn sér með söng og samræðum. Að síðustu fylgdu menn heiðursgestinum heim að bú- stað hans. E/s „Ycsta“ kom hingað á Mánu- dagskvöld undir miðnætti, beint frá ísafirði; fór fram hjá öllum milli- höfnum á vesturlandi, þvert ofan í áætlun, en setti vörur ogpóst í „Ceres“ á ísafirði. „Vesta“ var orðin tals- vert á eftir áætlun, og olli því bæði slysið eystra, sem getið er í síðasta blaði, og svo þokur fyrir norðan land og austan. Meðal farþegja hennar vóru séra Matth. Jochumsson á Akur- eyri og Hjöri. Einarsson præp. hon. undan Felli, inn fyrr nefndi skemti- ferð, en inn síðar nefndi tii að leita sér heilsubótar. E/s „Ceres“ kom hingað að vest- an aftur á Miðkudagsmorgun. Með henni sýslum. Lárus H. Bjarnason, og fór aftur með „Vestu“ heim 5. þ. m. íslands banki hélt 1. aðalfund sinn hér 2. þ. m. — Klemenz landr. Jónsson var kosinn fundarstjóri, justiz- ráð Sighv. Bjarnason skrifari. For- maður bankaráðsins (Hafstein ráð- herra) gaf yfirlit yfir hag bankans. Gat þess, að verzlun bankans þá 6 mánuði, er liðnir vóru af þessu á#, hefði verið miklu meiri en fyrsta missirið. — Laugardaginn áðurhafði bankaráðsfundur verið haldinn. Var sýslum. L. H. Bjarnason eigi við, þar eð ferð „Vestu“ úr Stykkishóimi hafði brugðist í ákveðna tíð. Þar var hlutkesti varpað um, hverjir úr banka- ráðinu skyldu ganga. Varð fyrir því af fulltrúum hluthafa ríkisskuldastjóri P. 0. Andersen, en aðalfundurinn 2. þ. m. endurkaus hann. Endurskoðunarmaður var kosinn amtm. Júl. Havsteen. Við 8., 9., 10. og 33. gr. banka- reglugerðarinnar vóru gerðar breyt- ingar samkv. lögum 65 og 66, 10. Nóv. 1905. Framkvæmdarstjórninni gefin kvitt- un fyrir reikningsskilum og tiilög- ur hennar um, hversu arðinum væri varið, samþyktar. Samþ. að að auka hlutafé bank- ans frá 1. Jan. 1907 upp í 3 milí- ónir. — Hlutabréf bankans standa tiltölulega vel erlendis, eftir því sem formaður skýrði frá, og fara stöðugt hækkandi. — Á bankaráðsfundinum 30. f. m. var hlutkesti varpað um, hverjir skyldu úr ganga af þeim er Alþingi hafði í ráðið kosið. Skyldi póstm. Sig. Briem úr ganga nú, en bankaráðið fól honum að gegna starfi sínu áfram til þess er næsta þing kysi í skarðið. — Næsta ár á bóksali Sigf. Eymundsson að ganga úr samkv. hlutkesti. Séra tórhallur brá sér upp í Borgarfjörð til viðtals við kjósendur sína, en er kominn aftur. Cfuðin. Magnússon læknir er að létta sér upp um tíma (við laxveiði með stöng) uppi í Borgarfirði. Úr Opinberunar-bóklnni: Ung- freyja Sólveig Kristjánsdóttir (assess- ors) og Sig. Eggerz cand. jur. Hjónaband. Ungfr. Kristín Guð- mundsdóttir og Einar Helgason jarð- yrkjumaður. — Ungfr. Steinunn Hjartardóttir og B. H. Bjarnason kaupm. Hðrmulegt slys enn. 7 ára gamall drengur, Haukur að nafni, sonur þeirra hjóna Ásgeirs Eyþórs- sonar kaupmanns og konu hans, var bundinn í söðul á ferð frá Borgarnesi til Kóruness. Hesturinn fældist, söðl- inum snaraði um og barnið var dautt, er hesturinn náðist. Þetta var í fyrri viku. Slys enn. Fræðimaðurinn Bryn- jólfur Jónsson á Minna-Núpi var í ferð með hr. Poestion yfir Mosfells- heiði. Hann datt af baki og meidd- ist talsvert; óvíst var hvort hann hefði viðbeinsbrotnað, en jafnan eru „stirð gamalla manna föll.“ Kjartan litli Þorvarðsson, sem skotinn var nýverið, virðist nú vera á öruggum batavegi; hefir þessa viku verið iaus við alla hitasótt, hefir góð- an svefn, regluleg æðaslög og segist ekki kenna til lengur. Foreldrarnir munu fá að koma til hans og sjá hann á Mánudaginn. Veðurathuganir í Reykjavík, eftir Sigríbi Björnsdóttur. Júní 1906 Júlí Loftvog I millim. j Hiti (C.) 3* *o 8 f-l P *o o t> ö bD cð 5* GG Cð . II -p! Fö 22.8 758,1 13.1 E 1 10 3,1 2 759,2 14,6 SE 1 9 9 758,7 12,6 0 8 Ld 23. 8 754,4 13,8 NE 1 9 2,9 2 749,7 15,6 NE 2 10 9 744,8 12,5 NE 1 10 Sd 24.8 741,7 12,7 E 1 10 1,9 2 739,8 16,2 E 2 9 9 739,1 11,7 E 1 6 Má 25. 8 744,4 11.7 0 4 2 742,1 13,6 E 1 7 9 742,6 12,3 E 1 8 Þr. 26. 8 746,4 11,3 NE 1 8 2 747,4 10,6 N 1 8 9 753,2 10,1 0 5 Mi 27.8 762.4 9,9 NW 1 4 2 762,9 11,6 N 1 4 9 765,1 8,6 NNE 1 7 Fi 28.8 768,0 9,7 N 1 7 2 764,5 14.0 SW 1 8 9 763,6 9,6 NW 1 10 Fö 29.8 763,6 12,4 0 10 2 764,3 13,3 SW 1 5 9 763,8 11,1 sw 1 7 Ld 30.8 766,5 10,2 NW 1 4 2 764,3 11,0 w 1 10 9 763.1 9,7 w 1 7 Sd 1 8 761,1 10,4 sw 1 10 2,0 2 761,1 13,6 0 10 9 760.1 11,6 0 10 Má 2.8 762,4 13,0 0 5 0,2 2 761,1 14,5 NW 1 5 9 762,1 13,1 ssw 1 10 Þr. 3.8 761,7 14,0 0 10 2 7 „ 14,5 VI VI VI 9 760,1 11,7 SE 1 10 Mi 4.8 757,9 12,3 E 1 10 2 756,7 12,8 s 1 10 9 754,0 12,6 NE 1 10 Fi 5.8 751,7 12,4 NW 1 10 13,5 2 750,4 13,2 NNW 1 10 9 750,3 12,6 0 10 Landshornanna milli. —:o:— Brunar. 2. f. m. kviknaði í íbúðar- húsi séra Jónmundar Halldórssonar á Barði í Fijótum. Fyrir stakan dug- nað prestsins og heimilisfólksins varð slökktur eldurinn; en mikið tjón varð að skemdum á húsum og munum. Hringnótaveiðar ætla tvö ensk eimskip, sem upp komu til Eyjafjarð- ar í f. m., að stunda fyrir utan land- helgi þar. Mannalát. Stefán Sigurðsson bóndi á Ánastöðum, t 2. f. m. — Konráð Konráðsson, Bragholti, dó á sjúkrahúsi Akureyrar í f. m. Yiröuglegur Mnáinðisfrömuöiir, riddari oe Pjóðræðisieneral B. Jónsson, ritstj. jsaf/ »Margan sækír þat er minst of varir«. 1 34. tbl. „lsu“ er grein með yfirskrift- inni: Bannlög gagnslaus? Grein þessi virðist vera einhrer samsuða eftir ritstjóra ísu, Björn gamla, upp úr grein, er hann segir standí í tímaritinu „Independcnt“. Það er eins og vant er hjá gamla mann- inum, að hann þýðir aldrei, en segir það, sem honum gott þykir undan og ofan af efninu, og þá veujulega lagar það svo til i meðförunum, að enginn þekkir efnið fyrir frumsamið né þýtt, satt eða logið. Ritgerð þessi er um áfengisbannslögin yestur í Kansas, og snýst ritstjórinn um sjálfan sig ein* og vant er, svo eitt rekur sig á annars horn. í þessari virðuglegu samsuðu segir t. d. meðal annars: „að í þrem fjórðu hlutum landsins sé bannlögum einsveg beitt eins og öðrum lögum .... nokkrir bæir, en Einatt er verzlunin „G0DTHAAB“ ad bæta við nýfum tegundum í álnavörudeildina. Þar á meðal nýkomið: 50 tegundir af kjóla- og svuntudúkum, ensk vaðmdl, alklæði og margt fteira. Allar eru vörurnar mjög vel vandaðar að gæðum og verðið svo afarldgt, að óhœtt er að fullyrða að hvergi fœst nú eins góð og ódýr álnavara og í verzluninni GODTHAAB u m

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.